Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 16
16--------------------------—----------------MGRGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR L FEBRÚAR »85 Sýning Gests Guðmundssonar Myndlist Bragi Ásgeirsson í sýningarsalnum Hafnarborg í Hafnarfirði heldur um þessar mundir ungur listamaður Gestur Guðmundsson að nafni sýningu á nokkrum verka sinna. Gestur hefur haldið tvær einkasýningar áður í Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi og tekið þátt í átta samsýningum, m.a. í hinni stóru sýningu „Ung- ir myndlistarmenn" á Kjarvais- stöðum 1983. Gestur hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin þrjú ár og fengist við listsköpun en áður stundaði hann nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Á þessari sýningu Gests eru aðallega málverk en þó nokkrar teikningar. Málverkin vekja mesta athygli því það er auðséð Gestur Guðmundsson að Gestur hefur lagt mikla rækt við það á undanförnum árum og tekið miklum framförum. Formin í myndum Gests minna töluvert á nýbylgjumál- arana en þó er í þeim meiri fág- un og yfirvegun en við höfum vanist hér heima. Skýringin er sú að Gestur er öllu hrifnari af italska ný-málverkinu en því þýska, sem er grófara og ofsa- fengnara. Hann kann að meta menn eins og t.d. Mimmi Pala- dino, sem er einn þeirra þekkt- ustu og þó eru myndir Gests meira í ætt við ítalska erfða- venju frá fyrri helmingi ald- arinnar. Þetta kemur vel fram í myndum eins og t.d. „Matador" (7), „Sjónhverfingar við mat- borð“ (8) og „Flugmynda" (12), sem allar eru með stærstu myndum sýningarinnar. Þrátt fyrir nokkur átök í formi og út- færslu er yfir myndunum ró- lyndislegur blær sem stafar af meðhöndlun litanna. Allar þessar myndir hafa ýmislegt til síns ágætis — i þeim eru mjög góðar og vel málaðar stærða~einingar en ennþá virðist eitthvað skorta á til að allt falli saman í eina rismikla heild. En hér er vandinn einmitt mestur. Með þrautseigju og einbeitni ætti Gestur að hafa mikla mögu- leika á að dýpka myndsvið sitt, beisla hinar innri lífæðar og höndla sitthvað af hinu óútskýr- anlega, sem er leyndardómur allrar sannrar listar. Teikningarnar á sýningunni hafa ekki yfir sér eins meðvitað- an tjákraft og málverkin en þó með einni undantekningu, sem er „Svefn" (2). Yfir henni er svipuð gerjun og kraftur og í málverkunum er ég nefndi áður. f heild er þetta frumraun sem er athygli verð og Gestur Guð- mundsson má vel við una. Bragi Ásgeirsson Módel af byggðinni við Skúlagötu eins og hugmyndir arkitektanna kveða á um. Fremst er nýbygging Seðlabankans og þá Útvarpshúsið. Húsageröarlist Bragi Ásgeirsson Það var skömmu fyrir jól, að þeim er hér ritar var boðið í fimmtugsafmæli vel metins húsa- meistara hér í borg. Það er nú ekki í frásögur færandi, en hinsvegar það, að i veizlunni snéri sér að mér ung kona, sem kynnti sig sem arkitekt og hóf að tala við mig um húsagerðarlist. Eitt þótti henni mjög ábótavant, og það var opin fagleg umfjöllun um byggingarlist og gagnrýni á framkvæmdir á þvi sviði. Auðvitað hafði konan lög að mæla og ég lofaði henni að koma því á framfæri við tækifæri, t.d. næst þegar ég ritaði myndlistar- vettvang. En nú rekur á fjörur mínar gull- ið tækifæri, sem er útlitsskipulag hins nýja svæðis, sem afmarkast af Skúlagötunni og kynnt var í fjölmiðlum á dögunum. Ekki svo að ég ætli að hreykja mér sem al- vís vitmaður á þeim flóknu svið- um, sem húsagerðarlist og skipu- lag eru, heldur einungis leggja hér orð í belg. Ekki er ég þó leikmaður með öllu, því að myndlist og húsagerð- arlist eru í raun óaðskiljanlegar listgreinar, a.m.k. náskyldar. Þá vaknaði áhugi minn á húsagerð- arlist snemma á námsárum mín- um og einkum eftir að ég hóf að ferðast vítt og breitt um Evrópu til skoðunar listasafna, og þá voru hof og hörg ásamt sýningum á byggingarlist hvergi látin útund- an. En einkum vöktu þar athygli mína hin ótrúlega formfögru og vel skipulögðu smáþorp í Suður- Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Grikklandi. Að jafnaði féllu þau inn í landslagið sem samgróin því og náttúrunni allt um kring. Þetta var líkast óútskýranlegu lögmáli og hér komu lærðir húsameistarar sjaldan nærri, þar sem ekkert var um markverðar stórbyggingar. En í hinum stærri borgum var húsa- gerðarlist háþróuð vísindi og snill- ingarnir ótaldir. Hin skapandi kennd var þar í hávegum höfð og öllum sviðum myndlista gert jafn hátt undir höfði. Hvergi kom fyrir húsaþyrping að ekki væri stutt í opin svæði — glæsileg torg, gos- Litla hryllingsbúðin: Koni, sá og sigraði Hljóm- plotur Árni Johnsen Hljómplatan Litla hryllings- búðin eftir samnefndum söngl- eik sem Hitt leikhúsið sýnir um þessar mundir í Gamla bíói, endurspeglar þann glæsibrag, sem sýningin ber með sér í frá- bærri uppsetningu, góðum söng og leik og úrvals tónlist. Það þarf djörfung og þor til þess að ráðast í sviðssetningu á söngleik sem Litla hryllingsbúðin er, en forystumenn Hins leikhússins hafa sýnt að þeir geta og kunna að koma á óvart. Hitt leikhúsið býður upp á sýningu sem hægt væri að bjóða fram í hvaða söngleikahúsi sem væri í veröld- inni, hvort sem er á Broadway í New York, í London eða Tel Aviv. Sýningin er fagmannleg í alla staði, örugg og listræn, og kannski umfram allt skemmti- leg, og þannig er einnig hljóm- platan Litla hryllingsbúðin. Hvort sem talað er um söng, hljóðfæraleik eða textaþýðingu Megasar og Einars Kárasonar og framsetningu hans, er hvergi hægt að finna að nokkru svo skipti máli, svo vel er að verki staðið. Til liðs viö uppsetningu Litlu hryllingsbúðarinnar eru fengnir ýmsir færustu menn landsins á sínu sviði, menn sem eru um leið á heimsmælikvarða, en það skemmtilega er að minna þekkt fólk skilar ekki síður með fullri reisn sinum hluta. Hefð slíkra söngleikja, sem Litla hryllingsbúðin, er ekki rík hér á landi, það sem leikhúsin hafa gert í þeim efnum hefur meira verið á hinum hefðbundnu nótum leikhússins eins og það hefur unnið í landinu um árabil. Þó eru skemmtileg dæmi eins og t.d. Hárið, Jesús Kristur súp- erstjarna og My Fair Lady hjá Leikfélagi Akureyrar, sem var að mörgu leyti í Broadway-stíl og sló i gegn. Hver einasti leikari í Litlu hryllingsbúðinni skilar sínum hlut af stakri prýði og það kemur ekki síst í ljós á hljóm- plötinni þar sem engin leiktjöld draga athyglina frá söngnum. Mest mæðir á þeim Eddu Heið- rúnu Backman, Leifi Haukssyni, Þórhalli Sigurðssyni og Gísla Rúnari Jónssyni, en þær Ragn- heiöur Elfa Arnardóttir, Sigríð- ur Eyþórsdóttir og Harpa Helgadóttir leysa listavel verk- efni sem eins er ætlað þrjátiu söngvurum og dönsurum. Þá set- ur Björgvin Halldórsson söngv- ari hryggi í sýninguna með öryggi sínu og góðum söng. Edda Heiðrún er fjölhæf leikkona og leysir hlutverk sitt af hólmi með glæsibrag og sama er að segja um Þórhall Sigurðsson sem er svo sannarlega leikari af Guðs náð og enginn skóli gæti skapað slíkan leikara án upplags í þá átt. Það væri spennandi að sjá Ladda í einhverri af hinum stóru sýngingum opinberu leikhús- anna, en það er eins gott að missa ekki svona mann úr landi, það væri eins og að tapa hand- ritum nútímans. Leifur Hauks- son skilar sínu hlutverki einnig listavel, er eins konar miðjuspil- ari sýningarinnar og hefur það hlutverk að vera hvorki of sterk- ur né of veikur og rödd hans og túlkun fellur einkar vel inn i það söngleikjaform sem Litla hryll- ingsbúðin kallar á. Þannig má segja að valinn maður sé i hverju rúmi og segja má að hljómsveit sýningarinnar sé skotheld, en hún byggir upp að verulegu leyti undiröldu stemmningarinnar. Hljómsveit- ina skipa Pétur Hjaltested hljómsveitarstjóri, Björgvin Gíslason, Ásgeir óskarsson og Haraldur Þorsteinsson. Það er ástæða til þess að óska öllum að- standendum sýningarinnar til hamingju með sýninguna og hljómplötuna og sérstaklega for- sprökkunum Sigurjóni Sig- hvatssyni og Páli Baldvini Bald- vinssyni, fyrsta heljarstökkið tókst i fyrstu lotu. Litla hryll- ingsbúðin kom, sá og sigraði. HVAÐ UNGUR NEMUR GAMALL TEMUR Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: KaratemeisUrinn — „The Karate Kid“ -trírtr Framleiðandi: Jerry Weintraub. Leikstjóri: John G. Avildsen. Handrit: Robert Mark Kamen. Kvikmyndun: James Crabe, ASC. Tónlist: Bill Conti. Aðalhlutverk: Ralph Macchio, Noriyuki „Pat“ Morita, Elisabeth Shue, William Zabka. Bandari.sk frá Columbia Pictures. Gerð 1984. Sýningartími nál. 125 mín. Karatemeistarinn er notaleg og skemmtileg mynd, þrátt fyrir full mikla lengd, og að vissu leyti uppbyggileg. Hún fjallar um 16 ára gamlan, frekar væskilslegan pilt sem lítið veit um lifið og til- veruna er hann flytur ásamt móður sinni frá æskustöðvunum í New Jersey vestur til Kali- forniu. Þar lendir hann fljótlega í útistöðum við heimaríka skóla- félaga sína. Nokkrir þeirra eru að auki karategarpar miklir og ekki bætir úr skák að forsprakk- inn er fyrrverandi kærasti stúlk- unnar sem Ralph fer að gefa hýrt auga. Til þess að komast af í þessu fjandsamlega, nýja umhverfi, verður Ralph að læra karate og kennarann finnur hann í marg- slungnum, japönskum karli sem sér um viðhald á húsinu sem hann býr í. Ekki er að orðlengja það að sá gamli kann ýmislegt fyrir sér og eftir mikinn og strangan undir- búning gerir hann Ralph að kar- atemeistara bæjarins. Svo strák- ur stendur upp í myndarlok með stúlkuna, bikarinn og síðast, en ekki síst, sjálfstraustið í lagi! Óneitanlega minnir efnið og úrvinnsla þess talsvert á Rocky, enda stjórnaði sá ágæti leik- stjóri, John G. Advildsen, báðum myndunum og Bill Conti sá um tónlistina, og er hún keimlík. Þetta er því mynd um lítilmagn- ann í þjóðfélaginu sem fær upp- reisn æru og hlýtur sjálfsvirð- ingu á næsta ævintýralegan hátt. { báðum myndunum eru þjálf- ararnir — föðurímyndin — dýrmætir karlar af léttasta skeiði. „Pat“ Morita er jafnvel enn minnisstæðari en Burgess Meredith, hann er óborganlegur í velskrifuðu hlutverki, krydd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.