Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 42
42 MOJtGUNBLADlD, FÖSTUDAGUR t. PEBROAR 1985 Fallegasti maður heims? „Nei ansk ... “ Þessi strákur (?) heitir Houcher og lætur það nægja er hann kynnir sig. Hann er breskur í báða enda og fullyrðir að hann sé heimsins fallegasti karlmað- ur (!) Ætli það sé nokkrum blöðum um það að fletta, að fullyrðing drengsins fer alfarið eftir því hver mælikvarðinn er. Víst er, að Houcher myndi sóma sér vel sem fegurðardís af kvenkyninu ef hann gæti losað sig við óæskilega skeggrót og það er spurning hvort hann eigi ekki að keppa að fegurðartitlum á þeim væng, því varla getur hann talist geisla af karlmannlegum þokka. Einn sem skoðaði myndina sagði: „Hann er svo „sætur" að maður fær gæsahúð og grænar ..." Poppsprellikerlingin Cindy Lauper er búin að æfa ræðuna sem hún ætlar að lesa yfir Elísabetu Bretadrottningu þegar þær hittast fyrir tilviljun á kvennasalerninu. „Ég myndi auðvitað segja það sem hver annar myndi segja: Hæ Beta, hvernig hefurðu það? Ertu til í að gefa eigin- handaráritun. Æðislega áttu flotta hatta.“ Annars viðurkennir Cindy að það sé í hæsta máta ólíklegt að hún fái tækifæri til að flytja ræðu sína fyrir Elísabetu, að minnsta kosti ekki við þau skilyrði sem að framan er greint ... ffclk í fréttum Cindy buin að æfa ræðuna Getur útlit manns verið kiám? „Divine" heitir þessi „tág- granni" poppari, en útlit sitt hannar hann að hætti frægrar persónu úr einni af kvikmynd- um meistara Fellinis. Þetta fyrirbæri kom lagi á vinsælda- lista í Bretlandi og vann sér þannig pláss í sápukúluþætt- inum „Top of the Pops“. En svei, einhverjir voru svo hneykslaðir á útliti Divine, að sett var lögbann á þáttinn og sér ekki fyrir endann á því máli. „Ef þeir ætla að koma í veg fyrir að feitt fólk stundi vinnu sína, á atvinnulausum eftir að fjölga,“ kurrar flykkið af kynþokka. Hann (það??) lét mótbyrinn þó ekkert á sig fá og stakk sér til Ástralíu í hljóm- leikaferðalag þar sem uppselt er á allar sýningarnar ... • Horgunblaðið/Bjarni Frá vinstri: Kristín Skjaldardóttir og Hilmar Egill Sveinbjörnsson, Kristfn Vilhelmsdóttir og Guðmundur Hjörtur Einarsson. TAKA ÞÁTT í ALÞJÓÐLEGU DANSKEPPNINNI „Æfa 4 klukkustundir á dag“ Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum munu tvö íslensk pör taka þátt í alþjóðlegu dans- keppninni í suður-amerískum dönsum sem fram fer nú í byrjun febrúar á Hótel Sögu. Þau eru öll ung að árum, um og innan við tví- tugt, og búa í Vogum á Vatnsleysuströnd. Fram kom í stuttu spjalli sem Mbl. átti við þau að þau hafa æft dans saman í mörg ár og verið í öllum mögulegum dönsum, nema þá heist diskói. Það virðist vera þannig í Vogunum að diskó eigi ekki upp á pallborðið þar og ef slík námskeið hafa boðist hafa þau dottið uppfyrir vegna áhugaleysis og dræmrar þátttöku. Þar dansar annars mikill hluti íbúa og á dansleikjum þar syðra þykir unga fólkinu, sem því eldra, lítið gaman ef gleymist að setja syrpu með gömlu dönsunum á. Parið Kristín Vilhelmsdóttir og Guðmundur Hjörtur Einarsson hefur tvisvar hlotið íslandsverð- laun í gömlu dönsunum í flokki fullorðinna árið 1982 og ’84. Hitt parið, Hilmar Egill Sveinbjörns- son og Kristín Skjaldardóttir, hef- ur hlotið tilsvarandi verðlaun fyrir gömlu dansana í sínum ald- ursflokki, 15—16 ára, 1984. Margir úr Vogunum hafa tekið þátt í danskeppni og voru ófá verðlaunin sem lentu þar eftir síð- ustu íslandskeppnina. Þessi ungmenni ætluðu ekki að taka þátt í keppninni, sögðu þau að- spurð, fyrr en á næsta ári eða það var a.m.k. takmarkið, en síðan komu hingað enskir danskennarar og þá fékkst það góð þjálfun að það var talið raunhæft að veita þeim tækifæri til þátttöku í þess- ari keppni. Krakkarnir æfa tvo til þrjá tíma daglega og nú undir lokin eru æfingar strangari og æft er að minnsta kosti fjórar klukkustund- ir á dag. Innt var eftir því hvort þetta væri ekki afskaplega bindandi og sögðu þau það vera og ekki hefði gefist tækifæri í óratíma til að fara út að skemmta sér eða skreppa í bíó. „En, sögðu þau að lokum, þetta er vel þess virði, af- skaplega skemmtilegt og spenn- andi og nú er stefnan að standa sig vel og markmiðið er auðvitað að komast einhverntíma til út- landa og spreyta sig.“ Pörin sem keppa á móti íslensku ungmenn- unum koma frá fjórum löndum, Englandi, Ástralíu, Danmörku og Noregi, og eru öll dansarar sem hlotið hafa ótal verðlaun og stefna í atvinnumennsku í dansi. Við óskum þessum ungu keppendum góðs gengis í keppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.