Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 Kamikkur — grænlensk skinnstígvél sem fundust í gröf- FólkiA var allt klætt skinnfötum. Vegna hugmynda sinna um líf eftir daudann bjuggu eskimóar hina látnu út til veiðiferða. unum. Grænland: Athyglisverðri rannsókn lok- ið á 500 ára gamalli gröf — eftir Nils J. Bruun Dag einn fyrir tólf árum héldu tveir grænlenskir bræður frá bænum Umanak á Norðvestur-Grænlandi og hugðust sigla yfir fjörðinn til fasta- landsins. I>aðan var ferðinni heitið út á Nugssuak-skagann, en þar höfðu þeir stundað rjúpnaveiðar. Á leiðinni fylgdu þeir gömlum göngustígum sem víða er að finna á þessum slóðum. Annar bræðranna, Hans Grönvold, nam staðar þegar þeir voru staddir í hlíð einni. Hann var staddur á snjólausum skika í skjóli við klett og veitti því athygli að þar lágu stórir og sérkennilegir steinar. Hann færði einn þeirra til og síðan annan. Undir steinunum lágu skinnstrangar og innan í þeim gat að líta líkamsleifar sex kvenna og fjögurra barna. Börnin voru á að giska fjögurra og hálfs árs gömul. Með raun réttri mátti kalla þetta múmíur því sökum frostsins og hins þurra vinds sem leikið hafði um grafirnar var hold, hár og klæðnaður fólksins tiltölulega óskemmt. Andlitsdrættir þess voru meira að segja greinilegir þrátt fyrir að 500 ár væru liðin frá því að fólkið var grafið. Tólf ár eru nú liðin frá því að bræðurnir fundu grafirnar þar sem eitt sinn var byggðin Qila- kitsok. Þrátt fyrir að bræðurnir skýrðu minjasafni Grænlendinga frá fundinum og almenningi væri kunnugt um hann liðu sex ár án þess að grafirnar væru svo mikið sem skoðaðar. Helsta ástæðan var sú að enn þann dag í dag ríkir mikil hjátrú meðal Græn- lendinga í sambandi við dauð- ann. Þá er þess einnig að geta að ekki er óalgengt að gamlar grafir finnist á Grænlandi. Sex árum eftir fundinn lét minjasafnið sækja múmíurnar og var ákveðið i samráði við danska þjóðminjasafnið, lækna og vísindamenn að hefja víðtæka rannsókn í þeim tilgangi að kanna við hvernig skilyrði íbúar Grænlands lifðu í kringum árið 1475. Þessari rannsókn er nú lok- ið og hafa niðurstöður hennar verið birtar í glæsilegri 200 síðna myndskreyttri bók sem gefin er út á grænlensku og dönsku. Á dönsku heitir bókin: „Qilakitsok — de gronlandske mumier fra 1400-tallet“. Samsvörun við nútímann Undanfarin ár hafa múmíurn- ar verið í vörslu vísindamanna en nú hefur þeim verið komið fyrir í minjasafninu í Godthaab. Claus Anreasen, forstöðumaður, sagði að í fyrstu hefði ríkt nokk- ur óvissa um hvort rétt væri að sýna múmíurnar. Vegna þess hve vel þær hafa varðveist geta gest- ir safnsins nú gert sér mun betri grein fyrir skyldleika þessa fólks og núlifandi íbúa Grænlands bæði hvað varðar ytra útlit og menningu. Hins vegar óttuðust forráðamenn safnsins að vegna þess hve heillegar múmíurnar eru gæti mönnum þótt sem hin- um látnu væri sýnd óvirðing. Vísindamennirnir fengu leyfi til að rannsaka líkamsleifarnar en þó með vissum skilyrðum. Forráðamenn minjasafnsins fóru þess á leit við þá að þeir létu yngsta barnið ósnert svo og að þess yrði gætt að best varðveittu múmíurnar skemmdust ekki við rannsóknirnar. Grænland á 15. öld Rannsóknirnar sýna að líkamsleifarnar eru frá því um 1475. Á þeim tíma höfðu Eskimó- ar tekið sér bólfestu meðfram ströndum Grænlands. Græn- lendingarnir sigldu um á húð- keipum með allt sitt hafurtask í leit að fengsælum veiðislóðum. Saga fólksins sem fannst við Qilakitsok náði a.m.k. 500 ár aft- ur í tímann. Forfeður þessa fólks komu frá Alaska og Kanada og settust að þar sem nú heitir Thule-svæðið á Norðvestur- Grænlandi. Síðar náði byggðin lengra niður eftir vesturströnd- inni. Fornleifafræðingar nefna þetta „Thule-menninguna". Á 12. öld náði menning þessi á vestur- ströndinni allt til veiðisvæðanna í nágrenni við staðinn þar sem bræðurnir fundu grafirnar. Eiríkur rauði Á sama tíma og eskimóarnir komu úr norðri til Grænlands voru norrænir menn að hefja bú- setu á Suður-Grænlandi. Eiríkur rauði kom fyrst til Grænlands árið 982 og fjórum árum síðar fór hann fyrir leiðangri 25 skipa frá íslandi til Grænlands. íbúunum fjölgaði á næstu árum, en eins og alkunna er var það Eiríkur rauði sem gaf landinu nafn. Byggð norrænna manna teygði sig til norðurs samtímis því sem eskimóarnir fluttu sig sunnar. Urðu oft átök á milli þessara ólíku kynþátta. Vitað er að byggð hinna fornu íslendinga náði norður til Upern- arvik, sem er fyrir norðan stað- inn þar sem grafirnar fundust. Til sannindamerkis um þetta er rúnasteinn þar sem letruð eru á íslensk mannanöfn. Ekki er vitað hvort konurnar og börnið létu lífið í átökum við norræna menn. Líkin báru ekki merki um átök en ennþá hefur ekki tekist að komast að því hvað það var sem dró þetta fólk til dauða. Feröin langa Grafirnar bera þess merki að hinir látnu voru búnir til lang- ferðar. Hugmyndir eskimóa um Svipurinn á barninu, sem aöeins var sex mánaða gamalt er það lést, hefur haldist óskertur, þrátt fyrir að barnið hafi legið í 500 ár í gröf á Grænlandi. Vísindamenn voru sammála um að láta það óskert er þeir rannsökuðu fund þennan. Eskimóar töldu að í húðflúri byggi dularmáttur. Með infrarauðri Ijósmynda- tækni tókst að kalla fram húðflúrið á andliti kvenfólksins. Hér sést húðflúr á 50 ára gamalli konu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.