Morgunblaðið - 01.02.1985, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.02.1985, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 Lensidælur Lensi- og sjódælur fyrir smábáta meö og án flot- rofa. 12 og 24 volt. Einnig vatnsdælur (brunndælur) fyrir sumarbústaöi, til að dæla úr kjöllurum o.fl. 220 volt. Mjög ódýrar. Atlas hf Borgartún 24, sími 26755. Pósthólf 493 — Reykjavík. Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Eínkaumboö á íslandi. Atlas hf Borgartún 24, sími 26755. / Pósthólf 493 — Reykjavík. Wagner-sjálfstýringar, komplett meö dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskað er, fyrir allar stæröir fiskiskipa og allt niður í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auöveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager fiestar stæröir vökvastýrisvéla. Hagstætt verö og greiösluskilmálar. Atlas hf Borgartún 24 — Sími 26755. Pósthólf 493, Roykjavik Medic Alert stofnað á íslandi — veitir sjúklingum í fyrradag var haldinn stofn- fundur Medic Alert á íslandi í húsnædi Lionshreyfingarinnar í Sigtúni, en samtökin eru starf- rækt í 18 löndum. Tilgangur Medic Alert er ad útbúa og starf- rækja aðvörunarkerfi fyrir sjúkl- inga með alvarlega sjúkdóma, sem af einhverjum ástæðum gætu veikst þannig, að þeir yrðu ófærir um að gera sér grein fyrir veik- indum sínum og þar af leiðandi átt á hættu að fá ranga raeðferð. Svavar Gestsson umdæmis- stjóri gerði fyrst grein fyrir sögu samtakanna, en Medic Al- ert Foundation International var stofnað í Turlock í Kali- forníu í marz 1956 af Dr. Mar- ion C. Collins, eftir að dóttir hans hafði nærri látist vegna ofnæmis fyrir stífkrampa- sprautu. Medic Alert starfar nú í fimm heimsálfum og undir- búningur er hafinn að stofnun deilda í fleiri löndum en þeim 18 sem þegar hafa tekið upp þessa þjónustu. Þá gerði Guðsteinn Þengils- son læknir grein fyrir aðdrag- anda að stofnun Medic Alert á íslandi en hann var formaður unairbúningsnefndar. Hug- myndin var fyrst reifuð af Birni Guðmundssyni fyrrverandi um- dæmisstjóra á fundi í Lions- klúbbi Kópavogs árið 1981. í framhaldi af því var skipuð nefnd er skyldi vinna að því að koma þessari starfsemi á lagg- irnar hér á landi. Haustið 1982 kom Alfred Holder forseti Medic Alert Foundation International hingað til lands og leitað var eftir samvinnu við ýmis félög og samtök sem talið var að snerti þessi samtök sérstaklega. Á umdæmisþingi Lions á Isafirði í júní 1983 var samþykkt að Lions stæði að undirbúningi Medic Alert-deildar á íslandi. Alfred A. Hodder forseti Medic Alert International var með bráða eða hættulega sjúkdóma ævilanga vernd gegn mistökum Alfred A. Hodder afhendir Páli Sigurðssyni ráðuneytisstjóra fyrsta merki Medic Alert. gestur stofnskrárhátíðarinnar og gerði grein fyrir starfsemi Medic Alert í öðrum löndum. Hann afhenti Páli Sigurðssyni ráðuneytisstjóra heilbrigðis- ráðuneytisins fyrir hönd heil- brigðisráðherra fyrsta merkið, en þau eru fáanleg sem arm- bönd eða hálsmen, oftast úr stáli en einnig fáanleg úr gulli og silfri. Á framhlið málmplötu sem fylgir er skráð merki Medic Alert, en á bakhliðinni eru upp- lýsingar um viðkomandi sjúkl- ing, sjúkdómsgreining og eða meðferð plötuhafans. Þá er skráð Medic Alert númer hans og símanúmer vaktstöðvar. Vaktstöðin er opin allan sól- arhringinn og þangað má hringja hvaðan sem er úr heim- inum sjúklingum að kostnaðar- lausu, til að fá nauðsynlegar upplýsingar um sjúkdóm eða meðferð. Merkin eru fáanleg sem hálsfestar eða armbönd, úr stáli, gulli eða silfri. Á framhlið plötunnar er merki Medic Alert en á bakhliðinni upplýsingar um viðkomandi sjúkling, sjúkdómsgreiningu og meðferð. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema Félag raungreinakennara í framhaldsskólum og íslenzka stærðfræðafélagið efna um þessar mundir til stærðfræðikeppni meðal nemenda ( framhaldsskólum landsins. Keppnin felst í því að send hafa verið út 10 dæmi sem nemendur eiga að glfraa við heima. Upphaflega var áformað að dæm- um yrði skilað þann 1. febrúar, en skilafrestur hefur nú verið fram- lengdur til 18. febrúar. Nemendur mega skila lausnum á eins mörg- um dæmanna og þeir vilja og sér- stök viðurkenning verður gefin fyrir frumlegar lausnir á einstök- um dæmum. Þeim sem beztum lausnum skila verður boðið til lokakeppni í Reykjavík, þar sem allir fást við verkefni, en nú á ákveðnum tíma. Stærðfræðafélagið sá um samningu verkefna og fer yfir úrlausnir, en Félag raungreina- kennara dreifði verkefnum og kynnti keppnina í skólum. Keppnin er að fullu kostuð af IBM á íslandi. í sambandi við keppnina má geta þess að íslendingum hefur nú í fyrsta sinn verið boðið að taka þátt í svonefndum ólymp- íuleikum í stærðfræði, en þeir eru alþjóðleg keppni nemenda á framhaldsskólastigi. Næsta sumar fer keppnin fram í Finn- landi og verður það í 26. skipti sem slík keppni fer fram. Þátt- tökuþjóðir verða um 35 úr öllum heimsálfum. Eru íslendingar eina þjóðin, sem nú er boðin þátttaka í 1. skipti en fjölmörg- um umsóknum þjóða var hafnað. Dæmin 10 1. Sýnið að e ^ 1+x ef x > -1. 2. Látum x1( x2, x3, yj, y2, y3 vera rauntölur þannig að Xj + x2 + x3 = 0, ' yi + y2 + y3 = 0, x* + y2 = 1 fyrir k = 1,2,3. Sýnið að punktarnir (xk, yk), k = 1,2,3, eru hornpunktar jafnhliða þríhyrnings. 3. Látum n og k vera náttúrlegar tölur. Sýnið að (n + l)2 gengur upp í tölunni nk + 1 þá og því aðeins að n + 1 gangi upp í tölunni k. 4. Dragið línu gegnum punktana (a,0), þar sem a > 1, og (1,1), og táknið skurðpunkt hennar við y-ás með (0,b). Finnið öll gildi á a þannig að lengd striksins frá (a,0) til (0,b) verði 10. 5. Látum f vera gagntæka vörpun frá mengi allra náttúrlegra talna í sjálft sig þannig að f (n + 1) ^ f(n) + 1 fyrir öll n. Sýnið að f(n) = n fyrir öll n. [Slík vörpun kallast gagntæk ef (a, 0) engar tvær ólíkar tölur varpast á sömu tölu, og ef sérhver tala er mynd einhverrar tölu.] 6. Gefinn er þríhyrn- ingur ABC. Látum X, Y, Z vera punkta utan við ABC þannig að AXB, BYC og CZA séu jafnarma þríhyrningar og hornin AXB, BYC A og CZA séu öll 120°. Sýnið að þríhyrningur- inn XYZ er jafnhliða. 7. Á hve marga vegu má skipta eitt þúsund króna seðli í tíu króna, fimm króna og krónu peninga? 8. Leysið jöfnuna (3 + 2 /2)* + (3 + 2 V2)x = 4. 9. Sýnið að fallið tw. tekur allar rauntölur sem gildi ef a < c < b, annars taki það öll gildi utan við bil af lengd- inni 4 v/(a + c) (b + c). 10. Sýnið að talan 6 gengur upp í tölunni 25-7" + (25m) + 32 fyrir allar náttúrlegar tölur n. Lausnir sendist Jóni Magnús- syni hjá Raunvísindastofnun Háskólans, Dunhaga 6, Reykja- vík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.