Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985
Minning:
Þorgerður Jóhanna
Magnúsdóttir
í dag er til moldar borin Þor-
gerður Jóhanna Magnúsdóttir,
Hofsvallagötu 22, Reykjavík, sem
lést aðfaranótt 24. janúar sl. á átt-
ugasta aidursári. Þorgerður fædd-
ist á Sléttu í Mjóafirði 24. nóv-
ember 1905, en foreldrar hennar
voru Magnús Jónsson sjómaður og
kona hans, Anna Guðlaug Jóhann-
esdóttir. Hún fluttist ung með for-
eldrum sínum til Seyðisfjarðar og
ól þar aldur sinn fyrstu árin, en
tvítug fluttist hún búferlum til
Reykjavíkur og bjó þar til ævi-
loka. Seyðisfjörður átti alla tíð
hug hennar, enda æskuminningin
tengd þeim stað.
I júnímánuði árið 1933 giftist
hún eftirlifandi manni sínum,
Ásgeiri Matthíassyni blikksmið og
stóð hjónaband þeirra í rúm
fimmtíu ár, eða þar til yfir lauk.
Segir það sína sögu.
Þorgerður og Ásgeir bjuggu alla
sína hjúskapartíð í vesturbænum í
Reykjavík, lengst af á Hofsvalla-
götunni. Þar uxu dæturnar úr
grasi og þar var lífsbaráttan háð.
Það var hvorki hátt til lofts né
vítt til veggja í litlu íbúðinni í
Verkó, en íbúðin var samt nógu
stór fyrir húsráðendur til að una
hag sínum vel, af þeirri nægju-
semi og látleysi, sem er aðal-
smerki alþýðufólks, eins og það
best gerist. Og það var nógu stórt
til að ljóma af göfuglyndi og vel-
vild húsfreyjunnar út í allt og alla.
Það féll aldrei styggðaryrði af
vörum Þorgerðar gagnvart nokkr-
um manni. Kröfurnar voru ekki
aðrar en þær, að skulda engum
neitt, vera sjálfri sér nóg og taka
því sem að höndum bar. Tekjurnar
voru ekki til skiptanna, þótt unnið
væri myrkaranna á milli, og lífs-
þægindin voru ekki önnur en þau,
sem fólust í þeirri lífsfyllingu að
bera höfuðið hátt. Það þarf ekki
alltaf ytra prjál, sýndarmennsku
eða gerviþarfir til að finna sér
stað og stund. Þótt þau Þorgerður
og Ásgeir hafi ekki gert víðreist
um ævina og hafi ekki getað borist
+
Maðurinn minn og faðir okkar,
SIGURGEIR KRISTJÁNSSON,
lést i Borgarspítalanum miövikudaginn 30. janúar.
Pernilla M. Ólsen
og börn.
Móðir okkar og tengdamóöir,
KLARA SIGURÐARDÓTTIR,
Skeggjagötu 3,
lést þann 30. janúar sl.
Steinar Magnússon, Anna Baldursdóttir,
Klara M. Stephensen, Ólafur Stephensen.
+
Jaröarför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
HJARTAR ÖGMUNDSSONAR,
fró Alfatrööum,
fer fram frá Bústaöakirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaöir.
Asa Hjartardóttir,
Ragnheiður Hjartardóttir,
Helga Erla Hjartardóttir,
Gunnar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
GUÐJÓNPÉTURSSON
fró Kirkjubæ,
Vestamannaeyjum
til heimílis aö Heimahaga 3, Selfossi,
veröur jarösunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 2. febrúar kl.
14.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minn-
ast hins látna er bent á liknarstofnanir.
Dagfrfóur Finnsdóttir
og börn.
+
Móöir okkar, tengdamóöir amma og langarnma,
GUÐLAUG JÓNDSÓTTIR,
Holabraut 6,
Keflavík,
veröur jarösungin frá Kelfavikurkirkju laugardaginn 2. febrúar kl.
14.00.
Guóriöur Guómundsdóttir, Jóhann Frióriksson,
Róóhildur Guómundsdóttir, Hinrik Albertsson,
Magnúsfna Guömundsdóttír, Jón Eysteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
mikið á var aldrei kvartað eða
kveinað á því heimili. Hlutverkið
var að veita en ekki þiggja, vinna
en ekki vola, ala önn fyrir sér og
sínum, en ekki krefjast einhvers,
sem hvort eð er var ekki tiltækt. Á
sínum yngri árum hafði Þorgerður
yndi af ferðalögum og tvisvar um
ævina komst hún til útlanda. Þær
ferðir voru henni eftirminnilegar
og ljúfar.
Saga þess heimilis, sem Þor-
gerður Magnúsdóttir stýrði, er
saga hins fábrotna en heilsteypta
alþýðuheimilis, sem eldri íslend-
ingar þekkja vel til. Þar ríkir hóf-
semd en örlæti, trygglyndi og
heiðarleiki, góðar dyggðir, kurteisi
og einlægni, sem margur gæti tek-
ið sér til fyrirmyndar. Þorgerður
var hin dæmigerða húsfreyja
hversdagsins, sem kom börnum
sínum til manns og þjóðinni til
bjargálna. Þeir njóta ekki alltaf
eldanna, sem fyrstir kveikja þá.
Hún var fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar, sem bjargaði sér sjálf, upp-
liföi kreppu og þröngan kost og
skilaði sínum arfi möglunar- og
æðrulaust.
Hún sá dætur sínar fjórar,
Dagmar, Guðfinnu, Önnu og Ásu,
barnabörnin tólf og barnabarna-
börnin tvö vaxa úr grasi, bjó
manni sínum gott heimili og skildi
sátt við lífið og tilveruna.
Ævistarf Þorgerðar er óbrotinn
og flekklaus minnisvarði um ís-
lenska alþýðukonu, sem gegndi því
mikilvæga hlutverki að vera
sjálfri sér, eiginmanni og sínum
nánustu trú til hinstu stundar.
Blessuð sé minning hennar.
Ellert B. Schram
Halldóra Jóns-
dóttir — Minning
Ég get ekki látið hjá líða að
minnast með örfáum orðum vin-
konu minnar og mágkonu föður
míns, Halldóru Jónsdóttur Hjálm-
holti 6 Reykjavík, en hún lést á
Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund hinn 26. janúar, níutíu ára
að aldri.
Halldóra var fædd að Botni í
Dýrafirði hinn 4. júní 1894, en
fluttist að Hesti við Djúp barn að
aldri og ólst þar upp, þar til leiðin
lá að heiman, fyrst til ísafjarðar
og síðar til Reykjavíkur.
Á stríðsárunum fyrri giftist hún
Eggert Jóhannessyni járnsmíða-
meistara, þeim kunna hljómlistar-
manni, og minnast margir eldri
Reykvíkingar eflaust leiks hans
með Lúðrasveit Reykjavíkur, en
hann var cornet sólóisti sveitar-
innar um árabil.
Þau hjónin eignuðust 5 börn,
þau Jóhannes hljóðfæraleikara,
Guðbjörgu, en hún lést ung að ár-
um 1945, Einar verslunarstjóra,
Margréti húsmóður og söngkonu
og Pétur sem fórst í bifreiðaslysi
árið 1947, innan við tvítugs aldur.
Eggert eiginmaður hennar lést
árið 1940, aðeins 47 ára gamall.
Ævi Halldóru var ekki alltaf
dans á rósum, ástvinamissir og
vafalaust erfið kjör, með þrot-
lausri vinnu allt frá æsku.
Eftir lát Eggerts rak hún í
nokkur ár matsölu fyrir fastagesti
á Laugavegi 49, en síðan starfaði
hún við fatasaum hjá Föt hf. um
margra ára skeið, en fatasaum
lærði hún ung að árum.
Á kreppuárunum og fram að
stríðsárunum síðari fór Halldóra
bæði í síldarvinnu á Siglufjörð, og
hafði þá elstu börnin með sér, og
einnig dvaldi hún sem kaupakona
í sveit og kem ég þar að kynnum
okkar sem urðu að kærri vináttu
alla ævi.
Það var alltaf sólskin þegar
Halldóra kom til foreldra minna í
sveitina og hjá okkur dvöldu öll
börn hennar einhvern tíma á
sumrum meðan þau voru ung og
sum í kaupavinnu síðar.
Halldóra var einhver glæsi-
legasta kona sem ég minnist, björt
á hörund, dökkeyg, með óvanalega
fagurt svart liðað hár, og ekki hef
ég séð íslenska búninginn fara
betur á nokkurri annarri konu.
Hún hafði stóra lund, ríka
kímnigáfu og smitandi hlátur.
Hún kunni ótal kvæði, hafði
ágæta söngrödd sem hún beitti oft
við störf sín.
Mér eru í minni handtökin
hennar við rakstur á engjum, og
eins þegar hún tók sér fyrir hend-
ur að þrífa óhreinan strák að
kvöldi dags, það voru engin vettl-
ingatök.
Henni fórust öll störf einstak-
lega vel úr hendi og mér fannst
alltaf Ijóma af henni reisn og
höfðingsskapur hvar sem hún fór.
Alltaf var gist hjá Eggert og
Halldóru ef farið var til Reykja-
víkur, þótt margt væri þar í heim-
ili og húsnæði ekki alltaf stórt.
Það voru hátíðastundir.
Við hjónin áttum því láni að
fagna, að Halldóra kom og var hjá
okkur hér á Selfossi orlofsnæturn-
ar eins og það var kallað þegar
hún var komin híjtt á áttræðisald-
ur, og var mér þá dýrmætt að fá
að ræða við hana, fræðast af henni
og rifja upp gömlu góðu kynnin.
Þeim fækkar nú óðum sem hafa
lifað þessa tíma, síðan fyrir alda-
mót, og þessu fólki ber heiður og
þökk fyrir ævi sína og störf og allt
það, sem það hefur gefið okkur.
Halldóra verður jarðsett frá
Fossvogskapellu í dag kl. 13.30.
Blessuð sé minning heiðurs-
konu.
+
Eiginmaður minn og faöir okkar,
KRISTJÁN KONRÁDSSON,
Sólbakka,
Njaróvfk,
veröur jarðsunginn frá Ytri-Njarövikurkirkju laugardaginn 2. febrúar
kl. 14.00.
Dagbjört Magnúsdóttir,
Gunnar Kristjónsson,
Alda Kristjónsdóttir Barbacci.
+
GUÐRÚN S. PÁLSDÓTTIR,
Hvalsnesi,
veröur jarösungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 2. febrúar kl.
14.00.
Guólaug Gísladóttir, Tómaa Grótar Ólason,
löunn Gróa Gfsladóttir, Hjólmtýr Guömundsson,
Sveinn G. Sveinsson, Jenslna Pólsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug
vegna andláts móöur minnar,
ÁRDÍSAR PÁLSDÓTTUR
hórgreiöslukonu,
Laugarnesvegi 96.
Póll Hannesson
og fjölskylda.
Árni Guðmundsson
ATHYGLI skal vakin i því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast i í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hidegi i minudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
litni ekki ivarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
litna eru ekki birt i minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Jarðarfarar-
skreytingar
Kistuskreytingar, krans-
ar, krossar.
Græna höndin
Gróörastöö viö Hagkaup,
sími 82895.