Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBROAR 1985
37
Minning:
Guðjón Jónsson
bifreiðasmiður
Fæddur 22. júní 1906
Dáinn 22. janúar 1985
f dag, föstudaginn 1. febrúar kl.
13.30, verður kvaddur í Bústaða-
kirkju fyrrverandi vinnufélagi
minn, Guðjón Jónsson. Hann var
fæddur að Syðstu-Mörk, V-Eyja-
fjallahreppi, sonur hjónanna Guð-
bjargar Jónsdóttur og Jóns Jóns-
sonar er þar bjuggu.
6 ára að aldri fór Guðjón í fóst-
ur að Hlíðarendakoti í Fljótshlíð,
síðar lá leið hans til Vesmanna-
eyja, þar sem hann lærði trésmíði
og að námi loknu lá leiðin til
Reykjavíkur.
Fljótlega eftir komu sína til
Reykjavíkur hóf hann störf hjá
Agli Vilhjálmssyni hf. við smíði
húsa á bifreiðir, þarna voru við
vinnu margir húsa- og mublu-
smiðir, sem síðar stóðu að stofnun
Félags bifreiðasmiða ásamt öðr-
um sem unnu við samskonar starf,
og var Guðjón því einn af stofn-
endum félagsins, en það var stofn-
að 1938. Guðjón var í stjórn fé-
lagsins sem gjaldkeri um árabil og
var sæmdur gullmerki félagsins á
40 ára afmæli þess 1978 ásamt
öðrum eftirlifandi stofnendum fé-
lagsins.
Ég kynntist Guðjóni þegar ég
hóf störf hjá Agli Vilhjálmssyni
hf. árið 1955, hann var þá verk-
stjóri trésmíðaverkstæðisins. Við
sem unnum á yfirbyggingaverk-
stæðinu þurftum oft að leita inn á
hans yfirráðasvæði og reyndist
hann mér ávallt vel.
Guðjón var samviskusamur
starfsmaður og gerði ekkert að
óathuguðu máli og vildi hag fyrir-
tækisins sem bestan, hann sá um
smíði húsa fyrirtækisins við
Laugaveg og Grettisgötu og einnig
allt viðhald á húseignum þess, en
Guðjón vann hjá fyrirtækinu um
hálfrar aldrar skeið og lauk sinni
starfsævi þar.
Guðjón var kvæntur Margréti
Þórðardóttur af Lækjarbotnaætt
og lifir hún mann sinn. Þau eign-
uðust 3 börn, sem öll eru á lífi, en
þau eru Þórður Rafn, fæddur 14.
apríl 1937, Katrín Hlíf, fædd 13.
júní 1945 og Jón Hlíðar, fæddur 9.
mars 1953.
Fyrir um það bil 15 árum gekkst
Guðjón undir mikla aðgerð, en
hann var fljótlega kominn til
starfa aftur, nokkrum árum síðar
fékk hann hjartaáfall en jafnaði
sig að nokkru eftir það og var
kominn til starfa innan tíðar, því
það að hætta vinnu var ekki í huga
Guðjóns fyrr en í fulla hnefana.
En hans mesta áfall í lífinu var
þegar kona hans Margrét missti
heilsuna, það var mikil sorg því
hún hafði verið stoð hans og
stytta, ekki síst eftir að hann
missti heilsuna.
Nú var svo komið að þau gátu
ekki haldið heimili vegna sjúk-
leika beggja og ekki reyndist unnt
að fá vistun fyrir þau á hjúkrun-
arheimili hér í borg, en úr rættist
þó að nokkru er þau fengu pláss á
dvalarheimili utan borgarinnar.
Síðastliðið sumar efndi Félag
bifreiðasmiða til hinnar árlegu
sumarferðar með eldri félaga og
var Guðjón með að vanda því hann
naut þessara ferða með sínum
gömlu félögum innilega og var
jafnan manna fyrstur að tilkynna
þátttöku sína í þær ferðir. Þegar
við kvöddum Guðjón kátan og
hressan í lok ferðar grunaði okkur
ekki að þetta yrði hans síðasta
sumarferð með okkur.
Síðustu mánuðina dvaldi Guð-
jón á heimili sonar síns Þórðar
Rafns, og konu hans, en Guðjón
lést á St. Jósefsspítala í Hafnar-
firði 22. jan. sl. Ég þakka Guðjóni
30 ára samstarf og sendi eftirlif-
andi konu hans, börnum, tengda-
börnum og barnabörnum innileg-
ar samúðarkveðjur frá mér og
konu minni, einnig sendi ég
samúðarkveðjur fyrir hönd Félags
bifreiðasmiða með þökk fyrir sam-
fylgdina.
Ásvaldur Andrcsson
t dag, 1. febrúar, kveðjum við í
Bústaðakirkju kl. 13.30 móður-
bróður minn Guðjón Jónsson,
húsa- og bifreiðasmíðameistara.
Hann var sonur hjónanna Guð-
bjargar Jónsdóttur Guðmunds-
sonar á Keldum af Víkingslækjar-
ætt og Jóns Jónssonar Jónssonar,
bónda Mið-Skála, sem bjuggu þá í
Syðstu-Mörk, V-Eyjafjallahreppi.
Af sex systkinum er yngsti bróðir-
inn Björgvin einn á lífi. Ingibjörgu
systur hans og móður minni fylgd-
um við síðasta spölinn fyrir rétt-
um tveimur vikum og á undan eru
gengin Guðmundur, dáinn 1981, og
Olafía fyrir mörgum árum. En
þegar yngsti bróðirinn fæddist dó
tvíburi við hann og móðirin af
barnsburðinum. — Það kom upp í
huga minn eitt kvöldið er ég fletti
Þyrnum, Ijóðabók Þorsteins Erl-
ingssonar og ég las þar að amma
Þorsteins og seinni maður hennar
hefðu boðið sonarsyni hennar
fóstur hjá sér í Hlíðarendakoti í
Fljótshlíð, en Þorsteinn var fædd-
ur í Stóru-Mörk. Hvort afa mínum
hefði verið boðið fóstur fyrir börn-
in sín, þegar hann missti konuna
þá fannst mér þetta vers úr erfi-
ljóðum Þorsteins Erlingssonar um
Guðbjörgu lýsa þessu best:
Og hann sýndist einsamall, hvar sem
hann er.
En horfði’ hann á barnið, sem kvakandi
fer
í fangið á föður og móður.
Þó losnar um tárin, þau læðast á kinn,
þá lítur hann tvístraða hópinn sinn,
og þurrkar á hvörmunum hljóður.
Og hann afi minn mátti taka
hest sinn og hnakk, fara út yfir
vötn að biðja um fóstur fyrir
börnin sín. En hvort sem var, þá
fékk Guðjón fóstur í Hlíðarenda-
koti í Fljótshlíð hjá þeim sæmd-
arhjónum Guðríði Jónsdóttur og
Árna Ólafssyni, þó að sjálfsagt
væri erfitt fyrir sex ára barn að
koma til nýrra foreldra og systk-
ina, þá hefur Guðjón samlagast
hópnum í Hlíðarendakoti, en börn
hjónanna voru fjórar dætur og
einn sonur — og ljóðið hans
frænda hans Þorst. Erlingssonar
— en Jón á Mið-Skála og Þuríður
móðir Þorsteins voru systkin.
Fedd 3. mars 1904
Dáin 25. janúar 1985
í dag fer fram frá Bessastaða-
kirkju útför Bryndísar Arngríms-
dóttur, er síðast var búsett í Há-
koti á Álftanesi, ásamt systur
sinni Dagbjörtu, er saknar nú sárt
góðrar og umhyggjusamrar syst-
ur.
Dísa Arngríms, eins og kunnug-
um og skyldfólki var tamast að
nefna hana, ólst upp í stórum
systkinahópi hjá foreldrum sín-
um, Jóönnu Magnúsdóttur og Arn-
grími B. Arngrímssyni á stóru
Hellu á Hellissandi. Látnir eru
bræðumir þrír, Guðjón, Sæmund-
ur og Jóhannes, en eftir lifa þrjár
systranna, Sólborg, Guðrún og
Dagbjört, ásamt fósturbróður sín-
um Kristjáni Oddssyni.
Fjölskyldan flutti suður til
Hafnarfjarðar, en svo nokkru sfð-
Fyrr var oft í koti kátt,
krakkar léku saman,
þar var löngum hlegið hátt,
hent aö mörgu gaman
átti oft við enda mikil eining við
fósturbróðurinn hjá þeim systkin-
um. Margar ferðirnar kom hann
austur, eins og við sögðum í Hlíð-
inni, á Morris-bílnum sínum með
fjölskylduna, þegar hann var
fluttur til Reykjavíkur.
Ungur að árum fór Guðjón til
Vestmannaeyja fyrst á vertíð eins
og flestir úr sveitinni, en fljótlega
fór hann að læra húsasmíði og
fullnuma í þeirri iðn flyst hann til
Reykjavíkur og fer að vinna hjá
Agli Vilhjálmssyni og lærir að
auki bifreiðasmíði, sem þá var ný
iðn, bílaöldin rétt að byrja í land-
inu og ökuskírteini Guðjóns er að-
eins númer 1762, það voru ekki all-
ir með ökupróf þá. Skildum við
átta okkur á þessu í dag?
Guðjón kvæntist árið 1935
Margréti Þórðardóttur frá
Þóroddsstöðum í Grímsnesi, mik-
illi myndarkonu og byrjuðu þau
búskap á Laugavegi 82 og bjuggu
þar lengi. Það áttu margir leið um
Laugaveginn og gott var að lfta
inn hjá þeim hjónum, þar var
rausn í ranni, seinna byggðu þau
Hvassaleiti 42 og fluttu þangað.
Börn þeirra eru Þórður Rafn
húsasmíðameistari, kvæntur Jón-
ínu Björnsdóttur iðjuþjálfa, hann
á þrjá syni frá fyrra hjónabandi.
Katrín Hlíf kaupmaður, gift Há-
koni Sigurðssyni kaupmanni, eiga
þau eina dóttur, og Jón Hlíðar,
sölumaður, kvæntur Sigrfði Sig-
urðardóttur afgreiðslumanni, eiga
þau tvo syni, en misstu tvfbura-
dreng við yngri soninn.
Guðjón frændi minn eins og öll
mín föður- og móðursystkin hafa
verið ein órofa heild í öllu mínu
lffi. Hvað þessi systkin héldu vel
saman sem ekki einu sinni voru öll
alin upp í sömu sveit. Þegar ég átti
ar að Landakoti i Bessastaða-
hreppi, þar sem tekið var til við
mikla ræktun og síðan byggingar
á jörðinni, en síðasti ábúandi þar
var Sæmundur, einn bræðranna.
Alla tíð voru bræðra- og systra-
böndin sterk og heimilisbragur til
fyrirmyndar. Var gott og hollt að
k.vnnast sliku afbragðs fólki, og
ber svo sannarlega að þakka það.
Öll voru þau systkin dugmikil
og samhent við vinnu og vand-
virkni viðbrugðið.
Æskuheimilið var þvf góður
skóli, en kannski stundum strang-
ur, svo sem þá var títt.
Ekki giftist Bryndís, en hún átti
stóran frændgarð og reyndist þar
hjálpfús og ráðholl og sannarlega
fögnuðu börnin vel, er Dfsu
frænku bar að garði og nú að leið-
arlokum eru þakkir færðar, góðri
frænku.
heima í Fljótshlíðinni og Margrét
og Guðjón komu keyrandi austur f
bílnum sínum birti yfir öllu. Það
var hátíð í bæ og þá var það ekki
síður eftir að ég átti heima í
Reykjavík og styttra var á milli
vina, enda ferðirnar margar til
þeirra hvort sem sérstakt tilefni
var til eða ekki.
Ekkert afmæli, ferming eða
jólaboð gat byrjað fyrr en Margrét
og Guðjón frændi voru mætt og
löngu eftir að ég stofnaði mitt eig-
ið heimili og afmælisdagurinn
minn að kvöldi kominn og ekki
bólaði á þeim hjónum hringdi ég
að vita hvað væri að, þau voru þá
að passa litlu dótturdótturina, en
þau drifu sig og tóku þá litlu með
og afmælisdeginum mínum var
borgið eins og svo oft fyrr og síðar.
Mig undrar það oft eins og þau
hjón unnu bæði langan vinnudag,
hvað þau voru dugleg að gleðja
aðra með nærveru sinni.
Guðjón vann hjá Agli langa
starfsævi. Hann var ekki hávaða-
maður hann frændi minn, og fór
ekki geyst, en allt sem hann hafði
hönd á var af smekkvísi og vand-
virkni unnið, enda sérstakt snyrti-
menni með sjálfan sig og allt í
kringum sig. Ég leit með lotningu
á heimili þeirra hjóna, það var svo
fint eins og sagt var í gamla daga.
Hann frændi smíðaði húsgögnin
sín sjálfur, enda voru þau vönduð
og falleg.
Þó Guðjón færi ungur frá Hlíð-
arendakoti var hann bundinn
þeim stað sterkum böndum. Ekki
held ég það hafi liðið svo sumar að
hann færi ekki eina eða fleiri ferð-
ir þangað að heimsækja fóstur-
Minning:
Fædd 7. mars 1907
Dáin 22. janúar 1985
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar í örfáum orðum.
Við bjuggum f sama húsi í mörg ár
1 og höfðum daglegan samgang.
Aldrei fann ég fyrir kynslóðabili á
milli okkar en leit á hana sem
bestu vinkonu.
Marci var 77 ára þegar hún lést.
Hún bar aldurinn vel, hafði fág-
aða framkomu og glaðlegt viðmót.
Henni var annt um útlit sitt og
gat verið glæsileg þegar hún
skartaði sínu besta. Það var
ævinlega sérstök -eisn yfir henni.
Það var margt í fari hennar sem
ég mat mikils. Gott var að leita til
hennar ef sérstök vandamál komu
upp, bæði var hún orðvör og skiln-
ingsrík, og vil ég þakka henni
margar góðar stundir sem við átt-
um saman. Mér þykir svipminna
Bryndís Arngrimsdóttir var
i mjög heilsteypt kona, enda alin
upp við trúrækin móðurbarm og
gat svo sannarlega tekið undir
með sálmaskáldinu:
móður sína, sem var þar lengi
ekkja og þær fóstursystur sem
bjuggu í sveitinni. Farinn að
heilsu dreif hann sig enn austur
að Hlíðarendakoti.
Ég minnist þess þegar ég barn
að aldri var send erinda að Hlíðar-
endakoti og mátti ekki slóra, þá
kom húsfreyjan Guðríður út á
hlað með fulian disk af góðgæti að
gefa krakkanum, sem var jú ekki
langt að kominn, það fór ekki
gestur hjá garði í Hlíðarendakoti,
hvorki ungur né aldinn, án þess að
þiggja beina. Mér fannst hann
frændi hafa tekið eitthvað slíkt í
arf frá æskuheimilinu. Þegar ég
heimsótti hann á sjúkrahúsið
helsjúkan réttum sólarhring áður
en hann fór í ferðina miklu spurði
hann mig oftar en einu sinni hvort
ég hafi nú fengið einhverja hress-
ingu.
Enginn ratar ævibraut
öllum skuggum fjarri,
sigurinn er: að sjá í þraut
sólskinsbletti stærri.
(Þorst. Erlingss.)
Það slitnar hlekkur við vista-
skipti hvers og eins af vegfarend-
um okkar við slíka kveðjustund
sem í dag. En ég finn okkur sem
eftir stöndum um stund, standa
þéttar saman, það þakka ég ekki
síst frænda mínum Guðjóni.
Hér við skiljumsk
ok hittast munum
á feginsdegi fira.
(Sólarljóð.)
Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir
umhverfið eftir að hún er horfin
og kveð ég hana með söknuði.
Selma Sigurjónsdóttir
Ég gleðst af því ég guðs son á
hann gaf mér sig og allt um leið,
er bæta fátækt mína má,
og minni létta sálarneyð
(H.H.)
Sitt kristna samfélag rækti hún
í kirkju sinni og kristilegu félagi
ungra kvenna, KFUK. Kristni-
boðsstarfið úti á heiðingjaakrin-
um bar hún mjög fyrir brjósti og
það væri því vel við hæfi, að þeir
er heiðra vildu minningu hénnar
minntust Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga.
Systurnar þrjár sem eftir lifa og
fósturbróðirinn kveðja nú systur
sína með þakklæti fyrir allt sem
hún var þeim og þeirra heimilum,
en svo var kærleikur Bryndísar
mikill í verki, að erfitt er að koma
orðum við.
Þannig er og um börn og barna-
börn systkina hennar, sem nú
sakna frænku sinnar. Persónulega
færi ég og fjölskylda mín Bryndísi
— Dísu frænku — þakkir fyrir
kærleika og umhyggju við fjöl-
skyldu mína og það gjörum við öll
i þessari stóru fjölskyldu.
Blessuð sé minning Bryndisar
Arngrímsdóttur. J.P.
Brgndís Ásgríms-
dóttir — Minning
Ingibjörg Guðjóns-
dóttir Björnsson