Morgunblaðið - 27.02.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.02.1985, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 Opnuð befur verið ný verzlun, Mína, í JL-portinu, Hringbraut 121. Mína verzlar með vefnaðarvörur og ungbarnafatnað. Eigendur eru Katrín Gunn- arsdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir. Hafnarfjöröur Til sölu m.a.: Fagrakinn: 3ja herb. ibúö á neöri hæö i tvibýlish. Sér hiti. Sór inng. Álfaskeið: 3ja herb. íbúö á 2. hæö i fjölbýtishúsi. Verö 1750-1800 þús. Sléttahraun: 2ja herb. björt og falleg endaíbúö á 2. hæö. Suöursvalir. Verö 1600 þús. Norðurbraut: 3ja herb. góö risibúö i timburhúsi. Verö 1,2 millj. Suöurbraut: 2ja herb. ibúö á 1. hæö. Bilskúr. Verö 1650 þús. Hjallabraut: 4ra herb. ibúö um 105 fm á 1. hæö. (endaib.). Verð 2,1-2,2 millj. Dalshraun: 4ra herb. ibúö á 2. hæð. Verö 2,3 millj. Stekkjarhvammur: nýtt 5-6 herb. 2ja hæöa raöhús meö risi (baöstofuloft) alls um 180 fm auk óinnr. kj. Bilskúr. Skipti á minni eign koma til greina. Smyrlahraun: raöhús á 2 hæöum um 166 fm auk bilskúrs. Verð 3,5 millj. Skipti á minni eign koma til greina. Linnetsstígur: 5 herb. ein- býlishús á 2 hæöum alls um 100 fm auk kjallara. Verö 2,4 millj. Árni Gunnlaugsson hd Austurgötu 10, sími 50764. KRAUNHAMAR FASTEIGNASALA 54511 HAFNARFIRÐI Breiövangur Glæsileg 140 fm rveöri hæö i tvibýti ásamt 80 fm í kj. 4 svefnherb. Bilskúr. Álfaskeið 100 fm 4ra herb. ib. á neöri hæö i tvib - húsi. Bilskursréttur Verö 1750 þús. Laufvangur 3)a-4ra herb. 90 fm góö ib. á 2. hæö Verö 1900 þús. Dvergholt - Mos. 6 herb. 150 fm göö efri hæö i tvib.húsi. Tvöf. bilskúr Verö 3,7 millj. Lækjarkinn 5-6 herb. góö neöri hæö i tvibýfi. Bilskúr. Verö 2,7 millj. Urðarstígur 5-6 herb efri hæö I tvib.húsi. Bilskúrsréttur. Verö 1900-1950 þús. Suöurvangur 3ja-4ra herb. 98 fm mjög góö ib. á 3. hæö. Garöavegur I 3ja herb. 68 fm ib. á neöri hæö i tvib - húsi. Bilskúrsr. Verö 1550-1600 þús. Suöurbraut 3ja herb. 86 fm ib. á 1. hæö. Bilskúr. Verö 1900-1950 þús Sléttahraun 2ja herb 60 fm goö ib. á 3. hæö Verö 1500 þús. { Aeykjavíkurvegur i 2ja íierb 50 fm gðð íb á 2. hæö Verð 1450-1500 Þús. Álfaskeið k 2ja herb. 82 rm ib. á 2. hæö. Bilskur. Verö i650 þús. íergur Offversson kII., Unrnr >órö«rson ;»s. 10891 26933 ÍBÚÐ ER ÓRYGGI 16 ára örugg þjónusta 2ja herb. íbúóir Karlagata: 65 fm efri hæö 1 i tvib. Verö 2500-2550 þús. Góö eign. Laugateigur: Sérl. huggul. | rúmg. 80 fm kjallaraíb. Mikiö endurnýjuö. Sér inng. Verö 1600 þús. Asparfell: Ágæt 65 fm ibúö| 'a 1. hæð. Verð 1400 þús. 3ja herb. íbúöir Súluhólar: 90 fm falleg ib. I á 1. hæð. Verö 1800-1850 þús. Mióvangur Hf.: 80 fm. endaíb. á 3. hæö. Verö 1750 | þús. Laus. Engjasel: 3ja herb. glæsileg 95-100 fm ib. á 2. hæö. Bilskýli. | Verð 2050-2100 þús. Flyðrugrandi: 80 fm stórgl. eign á 3. hæð. Verð 2-2,1 millj. 4ra herb. íbúöir Digranesvegur: Ca. 100 fm stórglæsil. ib. á jaröh. i þríbýti. Ákv. sala. Verð 2,31 millj. Fossvogur: Tvær ca. 100 fm ib. á 1. hæö. Góöar, [ sameignir. Verö 2,5 millj. I Blikahólar: 117 fm mjög 1 falleg íb. á 5. hæð. Fráb. . útsýni. Bílskúr. Verð 2,6-2,7 | millj. Sérhæóir Drápuhlíð: Falleg 160 fm ib. á 2 hæöum. Verö 3,3 millj. Rauöalækur: Falleg 140 fm' ib. á 2. hæö ásamt 28 fm bilskúr. Góö eign á eftirsóttum | stað. Verö 3,3-3,5 millj. Stóragerðí: Ca. 120 fm ib i kjallara í þrib. litiö. niöurgrafin. Verö 2,4 millj. I byggingu í nýja miðbænum: 3ja og 4ra herb. íb. tilb. undir trév.| Uppl. á skrifst. Reykás: 200 fm raöhús meö bilsk. Selst fullfrág. utan meö • gleri og útihurö. Verö 25501 millj. Góöir gr.skilmálar. Rauöás: Vorum aö fá i sölu nokkur fokheld raöhús 267 fm j á tveim hæöum. Verö 2-2,2 j millj. Lóð: fyrir 18 íbúöa blokk. Uppl á skrifst. Skoöum og samdægurs. verðmetum Einkaumboö á islandi fyrir Aneby-hús. iafnarstr /*0, s. 28933 FfS70áræ „Síminn er ein af stóru slagæðunum í samfélaginu“ Félag íslenskra símamanna er 70 ára í dag og halda félagsmcnn upp á tímamótin meó opnu húsi kl. 17. til 19 í Thorvaldsenstreti 2. Félagið, sem er elsta stéttarfé- lagið innan BSRB, var stofnað 27. febrúar, 1915 og var fyrsti for- maður þess Ottó B. Arnar. Nú- verandi formaður og fram- kvæmdastjóri FÍS er Ragnhildur Guðmundsdóttir, sem gegnt hef- ur starfinu síðan í apríl í fyrra, en þá tók hún við af Ágúst Geirssyni, sem hefur verið for- maður félagsins lengst allra eða f tuttugu ár. Blm. Mbl. tók Ragnhildi Guð- mundsdóttur tali og innti hana eftir því hvað væri efst á baugi hjá félaginu á þessum tímamót- um. „Það eru að sjálfsögðu kjara- málin,“ sagði Ragnhildur. „Þau eru það sem allt snýst um. Á þessu ári hefur verið samið tvisv- ar um aðalkjarasamninga og tvisvar um sérkjarasamninga. Að vísu fór fyrri sérkjarasamningur- inn fyrir kjaradóm, sem er alltaf neyðarbrauð. En við grípum frek- ar til þess, en aö skrifa undir lél- ega samninga. Mörg réttindi eru þó þegar fengin og hafa kostað áralanga baráttu. Menntunarmál síma- manna eru til dæmis komin vel á veg. Sem dæmi má nefna, að nú er verið að skapa línumönnum skilyrði til þess að öðiast réttindi sem símsmíðameistarar, með sér- Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður og framkvæmdastjóri Félags islen.skra símamanna. stakri námsbraut við Póst- og símamannaskólann. Síminn er ein af stóru slagæð- unum í þjóðfélaginu og því ekki sama hvernig búið er að starfs- mönnum hans,“ sagði Ragnhild- ur. „Það eru gerðar miklar kröfur til Pósts og síma og skiptir því miklu máli að samvinna sé góð milli stéttarfélagsins og stofnun- arinnar. Ég vil því gjarnan nota þetta tækifæri til að þakka stjórnendum stofnunarinnar góð og traust samskipti. Félag íslenskra símamanna er landsfélag, sem nítján deildir eiga aðild að. Á landsbyggðinni eru deildirnar tólf, sex í Reykja- vík og síðan er ein deild stöðvar- stjóra. Félagsstarf er talsvert mikið. Við Apavatn á félagið fimm sumarhús og einnig eigum við sumarhús á ísafirði, Eiðum, í Vaglaskógi og Munaðarnesi. FÍS er einnig aðili að erlendu sam- starfi, bæði norrænu og alþjóð- legu og haldin eru fræðslunám- skeið á vegum félagsins. Við mið- um við að halda a.m.k. eitt nám- skeið á ári, ýmist í kjaramálum eða í fundarsköpum og öðrum fé- lagsmálum." Ragnhildur er fyrsta konan, sem skipar formannssætið í sjö- tíu ára sögu félagsins, þó að kon- ur hafi löngum verið fjölmennar í starfsliði símamanna. „Fyrr á árum var ekki reiknað með þátttöku kvenna í starfs- mannafélögum, en það hefur breyst,“ sagði hún. „Þeirra tak- mark átti að vera hjónabandið og ekki Iitið svo á, að vera þeirra á vinnumarkaðnum væri til fram- búðar. Hins vegar voru á sínum tíma gerðar mjög strangar kröfur til símameyjanna, eins og þær voru kallaðar, þó að kaupið væri svo ekki í samræmi við kröfurn- ar. En símameyjar áttu að vera mæltar á erlend tungumál, kurteisar, háttprúðar og hraust- ar. Það kom svo líka á daginn, að þær voru vel liðtækar í kjara- baráttunni", sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir að lokum. „Sendum símameyj- arnar á þingpallana“ Spjallað við Andrés Þormar um kjarabaráttu símamanna „Ég hef nú aldrei verið gefinn fyrir að láta neitt koma um sjálfan mig á prenti, þetta nýja fólk verður bara að standa sjálft fyrir sínu máli,“ sagði Andrés Þormar þegar blm. leit inn á heimili hans við Sól- eyjargötuna í gær. En Andrés er einn af frumherj- unum í Félagi íslenskra síma- manna, var formaður þess í 12 ár og ritstjóri Símablaðsins í 40 ár. En þó að Andrés sé nú orðinn niræður og færist undan því að flíka þátttöku sinni í réttindabar- áttu þessa elsta stéttarfélags inn- an BSRB er hann stálhress og ekkert virðist skorta á minnið. Hann varð aðaigjaldkeri Lands- símans frá 1922 til 1965 og á því margs að minnast, sem væntan- lega verður rifjað með ítarlegri hætti upp á öðrum vettvangi. En hann féllst þó á að láta nokkra fróðleiksmola falla í tilefni dags- ins. „Félagið var stofnað 1915, sem stéttarfélag, og ætlunin var að fara í verkfall. En þá gaf Einar Arnórsson, ráðherra, út lögin sem bönnuðu opinberum starfs- mönnum að fara í verkfall og við þau máttu þeir búa alveg fram að 1976,“ segir Andrés og bætir því við, að helsta baráttumál félags- ins hafi alltaf verið launakjörin. „Félagið átti margt frumkvæð- ið í kjaramálum á sínum tíma og var oftast langt á undan öðrum félögum með þau mál sem það fitjaði upp á. Það barðist fyrir lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna og kom á fót starfsmannaráði Landssímans, sem var saman sett af stjórn Landssímans og fulltrúum Félags símamanna. Þetta starfsmanna- ráð var einsdæmi, en í því voru meðal annars ræddar stöðuveit- rngar og við vorum mikið öfund- aðir af þessum réttindum. Um 1930 oyggði FÍS svo stórhýsi uppi ÉLH Æk.\ jr '■ fp Wmé 1 \á A M Þó að Andrés Þorraar sé orðinn níræður er hann hress og kann margt að segja frá þeim mörgu áratugum, sem hann var í fram- varðasveit Félags íslenskra síma- manna. í Elliðahvammi og félagið á sumarbústaði víða um landið." Eins og áður sagði var Andrés ritstjóri Símablaðsins í 40 ár, en það hóf göngu sína sama ár og FÍS var stofnað. „Það á engin stétt svona blað,“ sagði hann við blm. „Og það er nú orðið mikið heimildarit, því að í því er saga Landssímans saman komin. En það var mér ekki alltaf auð- velt að standa í þessari kjara- baráttu. Sem aðalgjaldgeri Landssímans var ég einn nánasti samstarfsmaður iandssímastjóra og ég hef reyndar unnið með öll- um þeim mönnum, sem því starfi hafa gegnt frá upphafi. Ég þurfti því bæði að vera andlit stjórnar íandssímans og stéttarfélagsins á sama tíma )g það var oft erfitt að synda þarna á milli. í gamia daga var vaninn að ríf- ast hressilega, en oftast urðu þó lyktirnar þær, að menn fóru sam- an og fengu sé kaffi. Þó að oft væri erfitt og stormasamt í starfsmannaráðinu, var sam- starfið oftast gott og starfsmenn fengu oftar sínu framgengt en tíðkaðist í öðrum stéttarfélögum. Árið 1922 fékk félagið t.d. sam- þykkt vantraust á Þórberg lands- símastjóra, með þeim afleiðing- um að hann varð að sækja aftur skipunarbréf til trúnaðarmanns, sem hafði brugðist trúnaði starfsmanna og farið með trún- aðarmál þeirra til landssíma- stjóra. Það voru þung spor fyrir Þórberg og hann tók þau nærri sér, en Klemens ráðherra stóð með okkur. Ég studdi íhaldsmenn í pólitík og sárnaði því í þessu máli að vera kallaður „einn af kommún- istunum á símanum", fyrir það að hafa staðið með mínu fólki. En eitt skæðasta vopnið, sem við beittum í kjaradeilum, voru símameyjarnar, sem voru sendar á þingpallana, þegar umræður stóðu um mál er vörðuðu hags- muni símamanna. Ég held það hafi verið 1925, sem einn þing- maðurinn orti þessa vísu, eftir að honum varð litið upp á pallana: Símameyjar sátu á bekk, sendu augnaglæður. En sérhver vitlaust samband fékk, svona er vaninn skæður. Því verður ekki neitað, að saga Félags íslenskra símamanna er um margt merkileg," sagði Andrés að lokum. „Félagið hafði forustu um margt, m.a. stofnum Bandaiags starfsmanna ríkis og bæja og margt í lögum um rétt- í indi og skyidur opínberra starfs- manna er tekið beint upp úr j starfsmannareglum FÍS, sem j voru ntórt skref ' ram á við Degar þær voru samdar." — HJL& ---------------------------------i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.