Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 54

Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 Sentimetrar eru ekki mælistikan sem fegurð er mæld með, það sannast á leikkonunni Jane Seymore, sem er að margra dómi fal- legasta leikkona veraldar. Hún er aðeins 1,57 m og 51 kg. Jane hefur leikið í ýms- um kvikmyndum og sjón- varpsþáttum, svo sem Bond- myndinni „Live and Let Die“, sjónvarpsþáttunum „East of Eden“ og „Onedin skipafélagið" svo eitthvað sé nefnt, en fslendingar hafa séð hana í allri sinni dýrð í öllum framangreindum myndum. Joyce Pe Frankenb Jane er 33 ára gömul og þrígift. Hún er í raun hálf-hoilensk og fædd þar í landi. Nafnið Jane Seymore tók hún upp er hún ruddi sér braut í kvikmyndum, skírn- arnafnið er öllu meira og þunglamalegra; Joyce Penel- ope Wilhelmina Franken- berg. Þótt Jane hafi leikið í mörgum myndum og staðið sig með mikilli prýði segist hún enn bíöa eftir drauma- hlutverkinu, sem hún gerir sér þó ekki ljósa grein fyrir hvað er. „Best líkar mér að ffclk í fréttum í SJALLANUM „Halelúja ... á sjó,“ söng Þor- valdur Halldórsson og átti með það sama hug og hjörtu Sjalla- gesta, sem ekki höfðu heyrt í söngvaranum í meira en áratug. Þorvaldur var á meðal skemmti- krafta á þorrablóti nyrðra ekki alls fyrir löngu, söng þar í senn alkunna negrasálma og gamla slagara frá árunum með hljóm- sveit Ingimars Eydal, en Ingi- mar annaðist að sjálfsögðu und- irleik nú sem endranær. En það voru fleiri en Þorvald- ur sem létu til sín taka aftan við hljóðnemann og reyndar úti í sal. Á meðal gesta voru nemend- ur Samvinnuskólans á Bifröst, sem kváðust vera í kynningar- ferð á heimaslóðum KEA og tóku hressilega þátt i söngnum, jafnt úr sætum sínum sem á dansgólfinu. Þá mættu Djelly- systur til leiks og auðvitað var hljómsveit Ingimars Eydal, með söngkonuna Ingu Eydal, í farar- broddi á sviðinu mestan tímann. Friðþjófur Helgason, ljósmynd- ari Morgunblaðsins, tók með- fylgjandi myndir á þorrablótinu. Nýju tískunni fylgt af þunga Fyrir nokkrum dögum birt- um við mynd af Díönu Bretaprinsessu í kjól sem vakti mikla og verðskuldaða athygli. Var kjóllinn mjög fleginn að aftan, langleiðina niður á mjó- hrygg Díönu. Hér er Julie Ann Rhodes, eiginkona Nick Rhodes sem spilar á hljómborð popp- sveitarinnar Duran Duran. Ekki vitum við hvor var á undan að fá þessa hugmynd að flík, Julie Ann eða lafði Dí, hins vegar er engum blöðum um að fletta hvor kjóllinn er djarfari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.