Morgunblaðið - 27.02.1985, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.02.1985, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 Frá 6. hverfafundi Davíðs Oddssonar, borgarstjóra í Félagsheimilinu Árseli síðastliðinn sunnudag, en á hann mættu nær 200 manns. því, í framtíðinni, að leiga stæði undir rekstrarkostnaði. Bæjarútgerð Reykjavíkur Halldór Þorsteinsson vék í spurningu sinni að Bæjarútgerð Reykjavíkur og spurði hann Davíð Oddsson hvort hann ætlaði að gefa fleiri togara fyrirtækisins. Borgarstjóri benti fyrirspyrjanda á að 77 milljónir króna hefðu fengist fyrir togara, og ef ekki væri bann við innflutningi fiski- skipa hefðu kaupendur getað keypt skip erlendis á 40—45 millj- ónir króna. Þá minnti Davíð á að á seinasta ári greiddi borgarsjóður 12.880 krónur á mánuði fyrir hvern starfsmann BÚR, eða sam- tals 60 milljónir króna. Á þessu ári er áætlað að styrkur til Bæjar- útgerðarinnar verði um 40 millj- ónir króna. Davíð Oddson sagði í svari sínu að ekki stæði til, að svo stöddu, að selja fleiri togara BÚR, en benti að lokum á að einn togari í eigu útgerðarinnar væri metinn á 170 Hverfafundir borgarstjóra: Umferðar- og íþróttamál ofarlega í hugum manna Bjargey Elíasdóttir spurði ^ borgar- Gunnar Petersen lagði nokkrar stjóra um byggingu íþróttahúss. fvrirspurnir fyrir borgarstjóra. Benedikt Bogason gerði umferðar- mál umtalsefni umferöamál. Lúðvík Andreasson taldi fþróttaað- stöðuna í hverfinu mjög slæma. BORGARSTTJÓRINN í Reykjavík, Davíð Oddsson, hélt 6. hverfafund sinn síðastliðinn sunnudag í Félags- heimilinu Árseli við Rofabæ og voru fundargestir nær 200 íbúar Árbæjar- og Seláshverfis. Fundarstjóri var Vilhjálmur B. Vilhiálmsson og fund- arritari Jóhannes Oli Garðarsson. Eftir framsöguræðu borgar- stjóra gafst fundarmönnum tæki- færi til að leggja fyrirspurnir fyrir Davíð Oddsson og var mönnum tíðrætt um æskulýðs- og íþróttamál og umferðamál. Gunnar Petersen bar fram fyrstu munnlegu fyrirspurnina, en hann sagðist sakna þess að ekki skuli hafa verið fjallað um kirkju- byggingar I ræðu borgarstjóra. Benti hann á að úr borgarsjóði færu 3 milljónir króna til þessa málaflokks í ár og er það 50% hækkun frá 1984. Davíð Oddsson sagði byggingar kirkna ekki verk- efni Reykjavíkurborgar heldur ríkis og safnaðarfélaga, þó borg- arsjóður styrkji kirkjubygginga- sjóð. Aðspurður, af Gunnari, um há- spennumöstur í hverfinu sagði borgarstjóri að deilur væru milli Reykjavíkur og Landsvirkjunar um þau, en borgin telur það í verkahring Landsvirkjunar að leggja línurnar í jörð svo unnt sé að fjarlægja möstrin. Gunnar Petersen innti Davíð Oddsson að lokum um umferðar- ljós við Brekkuháls og í svari kom fram að þau kæmu vel til greina á meðan ekki er búið að samtengja Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. íþróttamál Lúðvík Andreasson gerði að um- talsefni íþróttaaðstöðuna í hverf- inu, en engin aðstaða er fyrir inni- íþróttir og léleg fyrir aðrar grein- ar. Sagði Lúðvík að aðstaða Fylk- ismanna væri léleg og spurði hann borgarstjóra hvort til greina kæmi að aðstoða þá við gerð a.m.k. eins grasvallar næsta sumar. í svari Davíðs Oddssonar kom fram að fjárveitingar til íþróttamála eru í föstum farvegi og fara þær í gegnum ÍBR, er sér um einstakar veitingar. Jón H. Guðmundsson spurði því næst hvort ekki mætti fella niður leigu á íþróttasölum, en borgar- stjóri kvað nei við, enda leigan lág. Þá spurðist Karl Guðmundsson fyrir um gervigrasvöllinn og sagði Davíð Oddsson að stefnt væri að milljónir krona en á honum hvíla skuldir fyrir á þriðja hundrað milljónir króna. Sami fyrirspyrjandi gerði að umtalsefni húsgrunna við Brúar- ás, sem í mörg ár hafa verið íbúum í grenndinni til ama vegna aurs og moldarryks, auk þess sem þeir væru slysagildrur fyrir börn. Davíð Oddsson sagði að sér væri það óskiljanlegt hvers vegna við- komandi byggingameistari seldi ekki grunnana til að forðast árekstra við Reykjavíkurborg og Félagsheimilið Ársel viö Rofabæ. íbúa hverfisins. Hins vegar væri þetta mál erfitt úrlausnar, en byggingarnefnd gæti að vísu gefið viðkomandi dagsektir vegna þess að framkvæmdahraði hefur ekki staðist. Haraldur Haraldsson þakkaði borgarstjóra fyrir að halda þenn- an fund, en vék í máli sínu að sam- eiginlegu umhverfi skólans, Ársels og kirkjunnar. er hann taldi ekki sem skyldi. I svari við þessari spurningu kom fram að á seinasta ári var tæpum 4 milljónum króna varið til framkvæmda við fegrun umhverfis. Aðspurður um göngustíg milli Brúaráss og Brautaráss, sagði borgarstjóri að hann væri á áætl- un á þessu ári. Jón Þorgeirsson lagi fyrir borg- arstjóra margar spurningar, með- al annars um dagheimili og salt- mokstur á götur, sem hann taldi of mikinn. Davíð Oddsson sagði að dagheimili fyrir 97 börn yrði til- búið í haust og ætti eftirspurn að verða nokkurveginn fullnægt, en á það yrði að reyna. Um saltmokstur á götur benti borgarstjóri á að mjög hefði verið dregið úr honum á undanförnum árum, en bílstjórar strætisvagna knýja hins vegar mjög á um að götur séu saltbornar af öryggis- ástæðum, enda strætisvagnar vanbúnir til aksturs í hálku og slæmri færð. Bjargey Elíasdóttir vék að íþróttamálum, en um 200 börn og unglingar í hverfinu stunda íþróttir innanhúss, en þurfa að sækja tíma upp í Selásskóla. Spurðist hún fyrir hvort byggja ætti íþróttahús. Þá gerði Bjargey einnig leiðakerfi SVR að umtals- efni og vildi hún fjölga ferðum milli Breiðholts og Árbæjar. Davíð Oddsson borgarstjóri sagðist ekki geta lofað Bjargey íþróttahúsi, en tillaga frá Sjöfn Sigfúsdóttur um að næsta íþrótta- hús yrði byggt við Fjölbrautar- skólann í Breiðholti var samþykkt í borgarstjórn 1981. Þá benti hann á að SVR er að fjölga ferðum milli umræddra staða, breyta leiðum og bæta þjónustuna. Sigurður Sigurðarson innti borgarstjóra hvort hann hefði áhyggjur af útgöngu kennara 1. mars nk. en jafnframt vildi hann vita hvort til greina kæmi að borgarsjóður lánaði ríki til að standa undir launagreiðslum til þeirra. Svar Davíðs var jákvætt við fyrri spurningunni, en nei- kvætt við þeirri síðari. Benedikt Bogason spurðist fyrir um fyrirætlanir Reykjavíkurborg- ar í umferðarmálum til að auka öryggi. Nefndi hann að erfitt væri að komast út úr hverfinu. í svari kom fram að Ofanbyggðavegur, sem nú hefur verið malbikaður að hálfu leyti, mun létta verulega á umferðarþunganum. Davíð Oddsson sagði að jafnframt kæmi til greina að setja upp umferðar- ljós á viðkvæmustu stöðunum. Umferðarvandamál eru mjög víða, t.d. hefur lagning Fossvogs- brautar tafist. Benti borgarstjóri á að ekki væri fyrirhugað að hringtengja Selásbraut, en nokkr- ir fundarmanna lýstu áhuga á að það yrði gert. Guðmundur Þor- geirsson var þeim hins vegar ekki sammála, en að hans mati mundi umferð aukast í hverfinu. Umgengni Aðspurður um umgengni sagði borgarstjóri að henni væri víða ábótavant og nefndi hann sem dæmi að á seinasta ári var helm- ingur allra stöðumæla í borginni eyðilagður og símaklefar fengju oft slæma útreið skemmdarvarga. Haraldur Sumarliðason gerði að umtalsefni Árbæjarskóla, sem byggður var fyrir 700 til 750 börn, en hátt í eitt þúsund nemendur sækja skólann að staðaldri. Sagði Haraldur að nemendum myndi fjölga verulega næsta haust og kom hann þeirri hugmynd á fram- færi hvort ekki kæmi til greina að byggja skóla í Selási. Davíð Oddsson borgarstjóri benti á að barnafjöldi í hverfinu hefði hlut- fallslega fækkað úr 2,4 í 1,9. Hins vegar er víða kvartað um pláss- leysi í skólum, jafnvel þar sem nemendum hefði fækkað mjög.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.