Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 AP/Símamynd Andrei Gromyko boðinn velkominn til ítalfu af ítölskum stallbróður sínum, Giulio Andreotti, á Leonardo da Vinci flugvellinum. Gromyko kom á mánudag í þriggja daga opinbera heimsókn til Ítalíu. Gromyko á Ítalíu: Italir vilja jöfnuð í viskiptum við Rússa Rómaborg, 26. febrúar. AP. ANDREI Gromyko utanríkisráðherra Ítalíu átti í dag þriggja stunda fund með Giulio Andreotti utanrfkisráðherra Ítalíu og var helzta umræðuefnið á fundi þeirra samskipti austrænna ríkja og vestrænna, en framundan eru viðræður stórveldanna um afvopnunarmál. Jafnframt ræddu Gromyko og Andreotti Miðausturlandadeiluna og aukinn halla ttala i viðskiptum við Sovétríkin, en viðskiptin urðu ítölum óhagstæð um jafnvirði tveggja milljarða dollara í fyrra. ttalir hafa mikinn áhuga á að jöfnuður ríki í viðskiptum við Sov- étríkin, en þeir síðarnefndu reynzt tregir til að auka vörukaup frá It- alíu. t upphafi fundar síns ræddust Andreotti og Gromyko einslega við í 20 mínútur. Að því loknu tóku embættismenn og aðstoðarmenn þeirra þátt í viðræðunum. Gromykó hittir Jóhannes Pál páfa annan á morgun, miðviku- dag, en þeir ræddust við í tvær klukkustundir er Gromyko var í opinberri heimsókn á Italíu í janúar 1979. Gromyko hitti Pál páfa sjötta fimm sinnum. Meðan Gromyko og Andreotti sátu á fundi skoðaði Lydia eigin- kona Gromykos sig um í Róma- borg og varði morgninum í að skoða bænahúsin í Vatikaninu. Síðar í dag var fyrirhugaður fund- ur Gromykos og Bettinos Craxi forsætisráðherra, sem fer í næsta mánuði til Washington til fundar við Ronald Reagan Bandaríkja- forseta. Heimsókn Gromykos til ttalíu er fyrsta opinbera heimsókn hans til ríkis í Vestur-Evrópu frá því síðla árs 1983 er hafizt var handa um að setja upp nýjar kjarna- flaugar Atlantshafsbandalagsins á Ítalíu. Fjölskylda Galmans treg að bera vitni Muilla, l'ilipfweyjum, 26. febrúar.-AP. FJÖLSKYLDA Ronaldo Galmans, sem var fyrst eftir morðið á Ben- igno Aquino sakaður af hernaðaryf- irvöldum um að hafa myrt stjórnar- andstöðuleiðtogann, hefur neitað að koma fyrir rétt vegna málsins. í fyrstu fréttum eftir að Aqu- ino var myrtur á flugvellinum við Manilla í hitteðfyrra var sagt, að öryggisverðir hefðu skot- ið Galman til bana eftir að hann hefði ruðzt fram og drepið Aqu- ino. Síðar hefur komið í ljós að Galman muni hafa verið gabbað- ur af öryggislögreglu Filippseyja til að vera nærstaddur þegar Aquino sté út, til að hægt væri síðan að varpa sök á hann. Lögmaður Galman-fjölskyld- unnar segir að sú tvöfeldni eða öllu heldur margfeldni sem hafi komið fram í rannsókn Aquino- morðsins hafi valdið þvi, að Galman-fjölskyldan vilji að það verði fengið á hreint hverjir stóðu að Aquino-morðinu, enda hafi fjölskylda Galmans í sjálfu sér litið um málið vitað. Fjöl- skyldan krefst þess einnig að þeir 23 sem hafa verið ákærðir nú fyrir morðið á Aquino, þar á meðal Ver hershöfðingi, fyrrum yfirmaður herafla Filippseyja, verði settir í fangelsi svo að fjöl- skyldan þurfi ekki að óttast um öryggi sitt. Ver hershöfðingi og ýmsir aðrir hinna ákærðu hafa verið látnir lausir um sinn gegn tryggingu og hefur það vakið reiði á Filippseyjum. Goetz verður ekki ákærður New York, 26. febrúar. AP. RANNSÓKN verður ekki látin fara fram á máli Bernhards Goetz sem skaut á fjóra menn í neðanjarðarlest 22.desember. Saksóknarinn í New York komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri stoð fyrir því í lögum að rannsaka málið. Rudolph Giuliani saksóknari sagði að það sem virtist hafa stjórnað gerðum Goetz væri sú skoðun hans — hvort sem hún væri réttlætanleg eða ekki — að hann hefði verið í yfirvof- andi hættu. Giuliani sagði að kynþátta- fordómar hefðu ekki stjórnað gerðum Goetz. (Goetz er hvít- ur, en mennirnir fjórir voru blökkumenn.) Jafnvel þótt svo hefði verið hefði ekki verið hægt að stefna honum. Mengistu: Afríkubúar verða að taka „lokaábyrgð“ Add» Ababa, 26. febráar. AP. MENGISTU Haile Miriam, yfirm&ð- ur herstjórnarinnar í Eþíópíu, telur aó Afríkubúar beri „lokaábyrgð" á þurrkunum og efnahagskreppunni í heimsálfunni. Hins vegar bæri að fordæma „ákveðin erlend öfl“ fyrir að færa sér ástandið í nyt til að skapa óeiningu meðal Afríkuþjóða. Það var næstæðsti ráðamaður landsins, Fikre Selassié Wogder- ess, sem fékk það verkefni að lesa ræðu Mengistus í upphafi níu daga funda utanríkisráðherra Afríkuríkja sem eru að hefjast í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Engin skýring var gefin á því hvers vegna Mengistu hélt ekki sjálfur töluna eins og við var bú- ist, það sást til hans í borginni þar sem hann átti viðtal við banda- ríska sjónvarpsfréttamenn. Þá var ekki útskýrt nánar hvaða þjóðir væru að skapa óeiningu milli Afr- íkuþjóða né með hvaða hætti. Milljón dollarar fyrir Mengele Lo8 Angeles, 26. febrúar. AP. HÓPUR manna í Los Angeles sem ekki vill gefa upp nöfn sín hefur komið því á framfæri að milljón dollarar verði greiddir þeim sem gætu gefið upplýs- ingar um Josef Mengele og ef til vill leitt til handtöku hans. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið hefur Mengele verið á faraldsfæti, að sögn, mörg síðastliðin ár og komið víða við í Suður- Ameríku, en hann mun einnig hafa farið í a.m.k. eina ferð til Evrópu. Margir hafa látið í Ijós furðu yfir því, að nazista- veiðarar skuli enn ekki hafa haft hendur í hári Mengele og er jafnvel iátið að því liggja að eitthvað kunni að vera gruggugt við málið. sertformi fimmtudaginn 7. mars nk. kl. 20.30 í Háskólabíói Einsöngvarar: Lisbeth Balslev Sylvia Stone Hartmut Welker Manfred Schenk Ronald Hamilton Heinz Kruse Kórar: Söngsveitin Fílharmónía. Söngstjóri: Guðmundur Emilsson Karlakór Reykjavíkur. Söngstjóri: Páll P. Pálssotj/J^Síi Stjórnandi: KLAUSPETER SEIBEL ‘á'.sj :s I A Wiim erutónleikar OperaiTHollendingunnn fljúgandi eftir Richard Wagner verður flutt í kon- Aðgöngumiðasala hefst miðvikudaginn 27. febr. í bókaverslunum Sinfóníuhljómsveit Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal og ístóni, Freyjugötu 1. íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.