Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1985 49 á opnum bátum beint út á úfið úthafið. í baráttunni við Ægi kon- ung í sínu ægilegasta veldi fórn- uðu margir hraustir sjómenn lífi sínu við að sækja lífsbjörgina við kröpp kjör. Konur og börn biðu í landi. Var honum komið í fóstur hjá þeim sæmdarhjónum Önnu Krist- ínu Björnsdóttur og Sveinbirni Péturssyni sjómanni, er þá bjuggu í Skáleyjum. Þau lifa nú fósturson sinn í hárri elli í Stykkishólmi. Hún er 90 ára en hann 94 ára. Með honum ólst upp fóstursystir hans, Ólöf Hannesdóttir (Lóa), sem nú harma fósturbróður sinn. Þau reyndust honum bestu foreldrar og sýndu honum mikla ást og um- hyggju. I eyjunum sleit pabbi barns- skónum við leik og störf. Á þess- um árum urðu börn að vinna. Heyjað var í landi (Gufudalssveit og Múlasveit) á sumrin. Róið var á opnum bátum um Breiðafjörðinn með fé því nýta varð eyjabeitina vel. Hrís var sótt til eldiviðar og komust þeir oft í hann krappan á þessum árum. Náið samband var ævinlega milli hans og fósturfor- eldra hans. 1937 fluttist pabbi til Reykja- víkur á heimili móður sinnar að Bergþórugötu 31. Eins og nærri má geta var hann umvafinn móð- urumhyggju. Móðir hans endur- heimti son sinn sem hún hafði saknað öll þessi ár. Miklir kær- leikar urðu með þeim mæðginum ætíð síðan og systkinin voru geysi- lega samhent og mikill kærleikur þeirra í milli. Komu þau oft sam- an til að gleðjast á hátíðar- stundum. Nú síðast hittust þau öll 5. janúar í jólaboði og var pabbi sérstaklega hamingjusamur þetta kvöld. Mestu gæfuspor hans voru er hann giftist mömmu, I júlí 1945. Mamma, Katrín Guðgeirsdóttir, og pabbi áttu sérlega gott og far- sælt hjónaband og áttu því láni að fagna að geta staðið saman i góð- ærum og á erfiðleikatímum, því oft var lífsbaráttan erfið. Við systkinin erum þrjú. Þeir bræður sinni að þjóna. Þar hafði hún ung numið nám hjá frú Bjarnason, en eftir það hvarf hún heim vestur og stundaði barnafræðslu. Kenndi börnum í farskóla sem fluttist með henni milli bæja þar sem húsakynni voru til, þ.á m. á Helga- felli og í Bjarnarhöfn. Frá þeim árum átti hún margs að minnast og fróðleg frásöguefni sem skotið gat upp úr geymslum hugarins þegar sá var til viðurmælis sem lykla átti þaðan úr byggðum til að ljúka þeim upp, og reyndar stund- um endranær, þótt áheyrandinn væri ekki nema piltkorn úr Norð- urlandi ókunnugur þessari kraft- miðju lífsins sem var hennar. Síð- ar gerðist hún húsvörður við Kvennaskólann sinn syðra, I tíð fröken Ragnheiðar. Þar vann hún lengi ævi sinnar af reisn, fastlund- aðri dyggð og ríku geði meðan þrekið vannst til, en það mun hafa verið nærri lokum skólastjóratíð- ar frú Guðrúnar að hún lét af hlutverkinu. María bjó yfir miklum fróðleik, að ég hygg miklu meiri en hún vissi sjálf. Hún unni kvæðum og kunni af þeim ósköpin öll, en það sem hún kunni var svo eðlilega runnið saman við veru hennar, að hún vissi oft ekki hvað hún kynni, og þetta gat átt við laust mál á sama hátt og kveðskap. Síðasta árið reyndi ég hvað eftir annað að sækja til hennar fróðleik með upp- tökutæki meðferðis. Það tókst miður en skyldi. Það var engu lík- ara en eitthvað í nándinni setti tækin í ólag, þótt í iagí væru bæði fyrr og síðar. Svor.a fór aftur og aftur, þótt ekki væri það undan- tekningarlaust fremur en annað. María vildi gjarna. En par kom, að það var i raunínni orðið of seínt. Hefði betur gerzt fyrir 20 árum, en á þeim tíma var VÍaría pví held- ur andhverf. Áieit síg litlu nafa að tniðla. Og raunar var ég, sem ekki var komínn af réttu' iandshorni, ekki (æddur æskilegustu íyklun- um að mínnissjóði hennar. Ti! liess nefði ég þurft að þekkja Síekkjarborgina :■ Jónsnesi sneð fótunum, ‘jalíahringinn og eyj- mínir, Kristbjörn og Þórður, og undirrituð. Pabbi var sjómaður á yngri ár- um og starfaði síðan í nokkur ár í gömlu Mjólkurstöðinni. Síðan starfaði hann óslitið í 39 ár hjá Ó. Johnson & Kaaber i kaffibrennsl- unni. Síðustu 20 árin var pabbi bú- inn að vera mikill sjúklingur og oft frá vinnu þess vegna. Hafði hann oft orð á því hversu vel þeir reyndust honum í öllum þessum veikindum sínum. Aldrei drógu þeir af honum laun öll þessi ár þrátt fyrir margar og langar sjúkrahúslegur. Hvöttu þeir hann til þess að taka sumarleyfi á hverju sumri þrátt fyrir veikindin. Það sem vel er gert ber að þakka. Þeir gerðu miklu meira en þeim bar og verður það aldrei fullþakk- að. Ekki má gleyma vinnufélögum hans sem studdu hann öll þessi ár. í Kópavogi reisti hann fjöl- skyldu sinni hús. Var það meira þrekvirki en margt ungt fólk nú á tímum getur órað fyrir. Gerðust þau ein af mörgum frumbyggjum í Kópavogi 1953. Hjá þeim ólumst við upp til full- orðinsára, uns við stofnuðum okkar heimili og eignuðumst börn. 10. barnabarnið fæddist nú 14. febrúar. Pabbi lagði mikið á sig til þess að sjá vel um fjölskyldu sína. Barnabörnunum sýndi hann mikla ræktarsemi, sem honum einum var lagið. Hann bókstaflega bar þau á höndum sér. Bestu stundir okkar voru um jólin í faðmi pabba og mömmu. Pabba þakka ég fyrir allt sem hann gaf okkur af sínu mikla ör- læti. Læknum og hjúkrunarliði vil ég þakka allt, sem þau gerðu fyrir hann. Guð vaki yfir elsku pabba mín- um og leiði hann í himnasælu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (P. Foersom — Sveinbjörn Egilsson) Svanhildur Árnadóttir og fjölsk. arnar með augunum og fólkið í sveitinni betur af spurn en ég geri. Ég hiýt að trúa að þetta og allt annað af þeirri strönd og landi sé einneginn þar sem hún María er nú, og vona að þökk mín fyrir holl kynni fylgi henni þangað. Davíð Erlingsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna hondin Gróörarstöö viö Hagkaup, i: * uími 32895. Baldvin B. Skaft- fell — Minning Baldvin fæddist 28. apríl 1908 og var því kominn hátt á 77. árið þeg- ar hann andaðist 19. þ.m. eftir langvarandi veikindi og mánaða vist á sjúkrahúsi. Foreldrar hans voru Bjarni Þ.S. Skaftfell gull- smiður á Seyðisfirði og kona hans, Þorgerður Baldvinsdóttir. Um ætt og skyldmenni Baldvins er mér annars með öllu ókunnugt. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1930, hugði fyrst á nám í læknisfræði, en hvarf frá því og sneri sér að tækninámi, rafmagnsfræði og sótti m.a. 1937 námskeið í iðn- fræðaskóla þriggja verkfræðinga í Reykjavík sem mun hafa verið fyrsti vísir að tækniskóla hérlend- is, en árið 1934 hafði hann hafið störf hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Við þá stofnun vann hann til 1976, að hann fór á eftirlaun. Fyrstu árin var hann við uppsetn- ingar og viðhald spennistöðva, síð- ar við afgreiðslu heimtauga. Því verkefni, sem var í hans höndum, mun hafa þótt borgið. Ekki urðu þessi störf Baldvins til kynna okkar, heldur sameigin- legt áhugamál, alþjóðamálið esp- eranto. Honum fór sem fleirum þeim sem sáu og skildu á kreppu- árunum upp úr 1930, hvílíkur þröskuldur í vegi friðar og skiln- ings meðal þjóða skorturinn á sameiginlegu hlutlausu hjálpar- máli er. Þar þótti honum verk að vinna og brást ekki því sem hann taldi skyldu sína. Hann sótti nám- skeið í esperanto hjá Þórbergi Þórðarsyni og gerðist fljótlega mjög fær í málinu. Þegar á öðrum vetri eftir komuna til Reykjavíkur gekk hann í esperantistafélagið sem starfaði hér 1927—38. Þar tók hann mikinn þátt í félagsstörfum og var meðal annars ritari félags- ins, en fyrst sé ég hans getið $ fundargerðabók í maí 1932. Þá flytur hann erindi á fundi og ári síðar talar hann um sjálfan Gleði- leikinn guðdómlega eftir Dante, en esperantoþýðing kom út það ár í Búdapest. Á þessum fundi sér formaður félagsins, Þórbergur Þórðarson, sérstaka ástæðu til að lofa málakunnáttu Baldvins. Kunnáttu í esperanto notaði Bald- vin sér að sjálfsögðu í samskiptum við útlendinga, og hann sat í und- irbúningsnefnd undir alþjóðaþing- ið í Reykjavík 1977, en það þing sóttu um eða yfir 1100 esperanto- mælandi menn víðs vegar úr heiminum. Þá var í mörg horn að líta og ekki lá Baldvin á liði sínu. Nokkra áratugi var hann ævifé- lagi í alþjóðasamtökum esperant- ista, og þau hjónin sóttu allmörg alþjóðaþing þeirra, sem eru haldin árlega víðs vegar um lönd. Hér eru annars ekki tök á að rekja störf Baldvins í esperanto- félögunum í Reykjavík. Hann var ritari gamla félagsins frá 1933 og um 1950 gerðist hann virkur félagi í Esperantistafélaginu Atíroro sem var stofnað 1944, og lagði þar margt gott til, þýddi ljóð, smásög- ur o.s.frv. Ekki veit ég hvenær hann fór fyrst að þýða úr íslensku á esperanto, en nú vildum við eiga fleiri þýðingar frá hans hendi. Þær bera merki snilldar. Á árum gamla félagsins kom fram hug- mynd um sýnisbók íslenskra bók- mennta í þýðingu á aiþjóðamál- inu, jafnvel mun skipulag hennar hafa verið rætt. Nú erum við þó skrefi nær því marki en brautryðj- endurnir á þessum árum. ótalið er þó mesta afrek Bald- vins í þágu esperantohreyfingar- innar. Árið 1956 afhenti hann henni að gjöf handrit að íslensk- esperanto orðabók. Ýmsir erfið- leikar voru á útgáfu. Samt tókst að koma henni út, þótt útgáfu lyki ekki fyrr en níu árum seinna, 1965. Þá kom í ljós hvílíkt stórvirki hér er um að ræða, 480 síður í venju- legu orðabókarbroti. Orðavalið er gott og þýðingar öruggar og markvissar, en það er brýnt í bók sem á að geta verið hjálpartæki til að kynna íslenska menningu með- al fólks af öðrum og gerólíkum menningarsvæðum sem hefur litla aðra möguleika á að kynna sér hana. — Á fundinum í Auroro þegar Baldvin afhenti handrit sitt, var fámennt, aðeins 16 manns, og mun Baldvin vera hinn áttundi Kveðjuorð: Salome Jómdóttir frá Súðavík Föstudaginn 15. febrúar 1985, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför einnar bestu konu, sem ég hefi kynnst og átt samleið með, Salome Jónsdóttur frá Súðavík. Hún fæddist fyrir vestan, í Súðavík við Álftafjörð, 18. október 1899 og var næstelst barna þeirra merku hjóna Margrétar Bjarna- dóttur og Jóns kaupmanns og út- vegsbónda Jónssonar, sem ávallt kenndi sig við Súðavík. Árið 1931 gekk hún að eiga Bjarna Pálmason skipstjóra, en þá hafði hún lokið hússtjórnarnámi frá Kvennaskólanum í Reykjavík en þangað sóttu margar gjörvu- legar konur menntun sína á upp- vaxtarárum hennar. Hjónaband þeirra var beggja gæfa og það var mér kunnugt, að líf þeirra og 3ambúð var með fá- dæmum farsæl. Bjarni var einn af eigendum Eimskípafélags Reykjavíkur og lengst af skípstjóri á skipum þess. Hann lést óvænt á skipi sínu á leið frá Svíþjóð til Danmerkur árið 1957. Það var Salome mikið áfall. Nokkru eftir að þau giftust reistu oau sér framtíðarheimiii á Hávallagötu 25 í Reykjavík og var >að ekki iítið átak að koma sér app stórhýsi við dýra götu : Reykjavík L þeim árum. Gott uppeldi og menntun hafði kennt henni að sitja ekki neð hendur í skauti, þá veður gerðust válynd. Hún setti á stofn prjóna- stofu ásamt systur sinni Bergþóru og manni hennar ólafi Guð- mundssyni, spunameistara, sem þau nefndu „Dröfn". Fyrsta verkefnið var að vél- prjóna sjómannapeysur. Vinnu- herbergið var ekki stórt, lítil stofa i kjallara í Hávallagötuhúsinu. Síðar keypti Salome hluta systur sinnar í fyrirtækinu og tók á leigu stærri og þægilegri vinnustað í Austurbænum — réð til sín starfskonur og bætti við fram- leiðsluna unglinga- og barnafatn- aði. Þetta fyrirtæki rak hún og stjórnaði með myndarskap til ársloka 1983, en þá var þreytan og ellin farin að segja til sín — og skyldi engan undra það, sem til þekkti. Á þeim árum, er Bjarni stund- aði skipstjórn sína, reistu þau sér sumarhús í Mosfellssveit, par sem Salome bjó þeim sælureit til hvíldar er tækifærí gáfust. Á skólaárum mínum í Reykja- vík, ákváðum við tveir skólafélag- ar að bjóða dóttur þeirra og móð- ursystur Rósborgu á dansæfingu, sem skóladansleikir voru þá kall- iðir. Ég barf ekki að fara mörgum orðum um það, að frá þessum fyrstu kynnum var nér tekið af slíkrí alúð, að foreldrar hefðu ekki oetur gert. >essi kynni leiddu tií írekari þeirra sem kveður okkur. I þakk- lætis- og virðingarskyni fyrir þetta var Baldvin síðar gerður að heiðursfélaga íslenska esperanto- sambandsins. Konu sinni, Grétu M. Jóelsdótt- ur trésmiðs í Reykjavík Þorleifs- sonar, kvæntist Baldvin árið 1936. Það var gott að koma á heimili þeirra við Barmahlíð hér í bæn- um. Þar áttu fegurð og hlýja völd. Börn þeirra urðu tvö, Þorgeir og Sigriður, og síðar bættust við barnabörn og barnabarnabörn, en ekki veit ég um afkomendafjöld- ann. „Það vita þeir, sem reynt hafa, að orðabókarstarf er seinunnið og erfitt," segir Freysteinn Gunn- arsson I formála að orðabók sinni 1926. Undir það munu kunnugir taka. Með það í huga er þetta verk Baldvins enn meira. Þetta var eljustarf unnið öll kvöld og allar helgar frá því snemma árs 1949 fram í júní 1956. Slíkt verk vinnur enginn án siðferðilegs stuðnings heimilisins, og fyrir þann stuðn- ing þakka esperantistar fjölskyldu Baldvins. Ég minnist með ánægju sam- starfsins við Baldvin að sameig- inlegum áhugamálum, mannsins sjálfs og kynnanna við heimili hans með virðingu og þökk, um leið og ég leyfi mér að flytja öllum ástvinum hans samúðarkveðjur og þakkir esperantohreyfingarinnar. Árni Böóvarsson samskipta, því ári siðar gengum við Margrét einkadóttir beirra í hjónaband — sem skammvinnara varð en til var stofnað, og slitum við samvistum. Dætur okkar allar áttu alltaf athvarf hjá þeim hjónum og ein beirra var alveg alin upp njá þeím. Er ég pess fullviss, að betra at- iætis hefðu þær ekki getað notið. Afkomendum Salome get ég >kki >skað betra veganestis, en að beir megi líkjast henni í einu og öllu. Að lokum og á kveðjustund, pakka ég henni af heilum huga alit, sem hún gerði fyrir mig, dæt- ur mínar og þeírra börn. Guð blessí minningu hennar. Híörn Júason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.