Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 41

Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 41 Aðferðir dýralækna eftir Gunnar Bjarnason HALLDÓR Runólfsson dýralækn- ir fjallar um alifuglabúskap í grein sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag. Þarna hefur kerfið, notað dýralækni úr afskekktu fjárbúskaparhéraði, sem er ný- fluttur til Reykjavíkur, til að fjalla um vandamál alifugla- bænda. Það sem hann skrifar kemur ekki á óvart, það eru dæmi- gerð kerfiskarlavísindi. Það er hliðstætt því þegar eggjasamlagskerfið nýja fer að upplýsa landsmenn um varp norskra hæna og telur að þær verpi um 17 kg. á ári að meðaltali. Sannleikurinn er sá að í staðinn fyrir 17 kg. væri nær að segja að norskar varphænur verpi 12 til 13 kg. af eggjum á ári að meðaltali. Allt þetta ber einkenni vanþekk- ingar eða „eggja-pólitíkur". Sannleikurinn er sá að alifugla- og svínarækt í dag, í Evrópu, Am- eríku og jafnvel austantjalds, eru orðnar hávísindalega þróaðar framleiðslugreinar sem hafa haldið verói matvæla í þessum heimshlut- um nióri á síóustu árum, vegna þess að búvísindamenn hafa stórdregið úr framleiðslukostnaði með hjálp ræktunar og vísindalega þróaðra fóðrunaraðferða. Ef það á að fara að taka upp gamaldags og úreltar vinnuaðferðir hér á landi við þess- ar búgreinar, er miklu betra að banna þær og flytja inn afurðirn- ar. Það þarf raunar erlenda sér- fræðinga til að fjalla um þessi mál hér vegna þess að þegar farið er að ræða um málin á þann hátt sem gert er af forystumönnum eggja- samlagsins og dýralæknanna, er ekki hægt fyrir okkur búfjárrækt- armenn að bjóða landsmönnum upp á aðrar eins umræður og hér er farið að stofna til. Það væri þarft verk ef Morgunblaðið vildi fá erlenda sérfræðinga til að segja frá hvernig þessar afurðir eru framleiddar erlendis til að lækka vöruverðið og gefa framleiðendun- um þó tekjur. í stuttu máli sagt er fóðrunin erlendis gerð eftir ákveðnu kerfi með notkun vítamína, steinefna, feitisýra og þarmagerlahemjandi efna til þess að varðveita heil- brigði hins uppvaxandi ungviðis, hvort heldur er fugla eða svína, til þess einmitt, og ég bió íslenska dýralækna og alla landsmenn aó taka eftir því, aó losna við afskipti dýralækna og þurfa ekki aó fá þá meó lyfin inn í skepnuhúsin. Þetta er meginmálið. Lyfin eru notuð í búskapnum alveg á sama hátt og vítamín og önnun hjálparefni í fóðrinu. En svo koma þessir menn — dýralæknarnir — sem mér er ekki kunnugt í hverra þjónustu eru, og vilja ekki láta svin og ali- fugla vera heilbrigð með fóðrun og umhirðu og segja fólki að það sé voðalega hættulegt að hafa þetta penisilín í gripunum á ákveðnu æviskeiði í uppvextinum. En þess- ir sömu dýralæknar láta bændur hafa penisilínsprautur og penisil- ínefni til að setja í kýrnar og sauðféð til að verjast sjúkdómum, sérstaklega júgurbólgu. Þetta er búið að viðgangast í áratugi. Það er eitt stórkostlegt leynd- armál hér á landi, sem upplýsa mætti þjóðina um, og er á áþyrgð íslenskra dýralækna. Þaó er penis- ilínmagnió í íslenskri neyslumjólk. Það væri ástæða til að gefa skýr- ingar á því, hvers vegna oft á tíð- um hefur ekki verið hægt að fram- leiða osta og aðrar vörur úr mjólk þar sem notaðir eru gerlar til að gerja vörurnar til ákveðinna gæða; hvers vegna mjólkin hefur oftsinnis verið ónothæf. Mjólkur- samsalan hefur rannsakað þetta og á að geta upplýst fólk um niðurstöðurnar. Halldór Runólfsson heldur því fram að nitrovin geti valdið krabbameini. Já, krabbameinit Þá dettur mér í hug, þegar það kom á forsíður heimsbíaða að sakkarín myndi valda krabbameini. Þetta hefði komið fram í tilraunum með rottur. Mig minnir að þær hafi fengið líkamsþyngd sína af sakk- Gunnar Bjarnason aríni á einu ári. Ég hygg að hægt væri að framkalla krabbamein með A-vítamíni með samskonar aðferðum. Þarna er ekki verið að fjalla um vísindi heldur eru þetta spennandi fréttir á forsíðum heimspressunnar sem fólk hefur gaman af að lesa en hefur ekkert að gera með raunverulega fræði- mennsku eða venjulegt líf. Þá vil ég benda á sögu um vald og ábyrgð dýralækna. Það er um karakúlféð og garnaveiki og mæðiveiki, sem með þeim komu. Féð var flutt inn að tilstuðlan hins duglega búfjárræktarmanns Páls Zophaniassonar. Vegna þess að hann var pólitískur áhrifamaður reyndu andstæðingar hans að kenna honum um karakúlpestirn- ar. Það var rangt. Karakúkféð hefur gefið mörgum bændum er- lendis mikinn arð síðan að karak- úlkindurnar íslensku voru drepn- ar. Það var dýraiæknirinn sem þar ábyrgð á því að pestirnar fóru um - landið með því að leysa féð of fljótt ur einangrun. Skúli á Laxalóni hefur verið hundeltur af kerfinu, með dýra- lækna innanborðs, í áratugi. Ef Skúli hefði fengið í kringum sig athafnamenn álíka einbeitta, duglega og harðsnúna eins og hann er sjálfur, þá væri ekki Noregur á undan öðrum þjóðum í eldi laxs og silungs, það væri ís- land. Margt fleira má benda á. Nautastöðin í Hrísey er til dæmis eitt vitlausasta fyrirbæri sinnar^ tegundar norðan miðbaugs. Þá talar Halldór um það að ég hafi brotið lög. Já sem betur fer hef ég kjark til að brjóta úrelt lög og úreltar reglur. Ég vil segja hon- um það hér, og öllum sem fjalla um lög og opinberar reglur um atvinnu- mál, aó slíkt veróur stöðugt aó end- urskoóa. Það er ekki hægt að þróa nýjungar í atvinnumálum eftir lagafyrirmælum og reglugerðum kerfiskarla. Ég vil benda á að ef ekki væru til menn, sem brytu gegn reglum og hefðu kjark til að láta nauósyn brjóta lög, værum við í þessu landi enn með okkar fyrstu lög, Úlfljótslög, sem sett voru árið 930. Gunaar Bjarnason er hrossaút- ílutningsráóunautur og týrrrerandi landsríðunautur í alifugla- og srínarækt. Af framhaldsskólakennurum eftir Eygló Eyjólfsdóttur Andrúmsloftið í kennslustofum og kennarastofum framhaldsskól- anna er heldur dauflegt þessa dag- ana. Febrúar senn liðinn og samn- ingar hafa ekki tekist milli rfkis- valdsins og háskólamanna í þjón- ustu þess. Kennarar framhalds- skóla búast til brottfarar, þeir eru hættir þjónustu við ríkið — ykkur hin. Þið hin, samfélagið í heild, er vinnuveitandi kennara. Allir standa straum af kostnaði við skólastarf og börn allra þjóðfé- lagsþegna njóta þjónustu þess. Það eru þung spor fyrir starfslið ykkar i framhaldsskólum landsins að ganga úr því starfi sem það hefur menntað sig til og gegnt ár- um og áratugum saman. I raun vilja kennarar helst af öllu vinna ykkur miklu lengur, en þeir geta ekki meira. Þið eruð vinnuveitandi sem metur lítils menntun og starfsreynslu. Meira að segja heyrast þær raddir að kennarar vinni ekki fyrir kaupinu sínu. Kennarar hafa tregðast við, fylgt köllun sinni og haldið áfram að kenna. En þegar ekkert er eftir nema köllunin og menn geta ekki lengur keypt mat ofan í eigin börn, verða bðm annarra að sigla sinn sjó. Kennarinn er tilneyddur að gleyma þeim og leita á önnur og fengsælli mið. í hópi þeirra kennara sem ganga út úr framhaldsskólum landsins á næstu dögum eru frum- kvöðlar og hvatamenn margra merkra nýjunga í skólamálum, menn sem hafa átt stóran þátt í að móta framhaldsskólann á undan- förnum áratugum og það hafa svo sannarlega verið ár mikilla um- bóta í menntamálum þjóðarinnar. Framhaldsskólinn hefur breyst úr latínuskóla þeirra fáu sem áttu góða að og gott með að læra stað- reyndir af bók í stofnanir fyrir ólíkustu einstaklinga á öllum aldri með hin aðskiljanlegustu framtíð- aráform. Þessi þróun spratt vita- skuld af þörf fyrir slíka skóla, en hún hlaut að koma innan frá og gat einungis orðið vegna þess að kennarar voru reiðubúnir að vinna, þróa hugmyndir og útfæra, leggja nótt við dag og helgar við virka daga til þess að laga fram- haldsskólann að þörfum nútíma þjóðfélags. Þessir boðberar nýrra tíma, sem eiga stóran þátt í að þoka skóla- kerfi okkar fram á veg og gera það hæfara til að koma sem flestum unglingum til þess þroska sem þeir hafa efnivið til, geta ekki unnið fyrir ykkur lengur. Þeir hverfa nauðugir til annarra starfa því að samfélagið telur sig ekki geta greitt þeim laun sem nægja til að lifa af þeim. Sem samstarfsmaður margra þessara manna, hlýt ég að fagna því að kraftar þeirra eiga eftir að nýtast hjá vinnuveitendum sem kunna að meta hæfileikafólk, en sem foreldri og skattgreiðandi eftir Agnar Guðnason Jónas DV-ritstjóri og félagar hans telja mestu ógæfu islensku þjóðarinnar vera, að hér skuli vera framleiddar þefðbundnar bú- vörur, s.s. kindakjöt og mjólk. Einnig eru þeir sammála um að sjálfstæði og efnahag þjóðarinnar væri best borgið, ef meiri áhersla verði lögð á hænsnaræktina og þá sérstaklega kjúklingaát. Þeir fé- lagar kvíða framtíð þessara bú- greina ef svo hrapallega tækist til, að þeir sem stunda þennan búskap tækju upp á því að koma stjórn á framleiðsluna. „Almenningur svo og fulltrúar hans í stjórn landsins ættu að gera upp hug sinn í þessu máli og það áður en það er orðið of seint...“ skammast ég mín fyrir fóstur- launin, því þau eru ekki í neinu samræmi við framlag þeirra til unglinganna okkar. Hver eru þá fósturlaunin? Sem dæmi má nefna að mér sýnist að launakostnaður til bekkjarkenn- ara barns míns á grunnskólaaldri muni nema um kr. 5.000 á ári fyrir Jónasar, hænsnin og stjórnleysið Það er nokkuð undarlegt að Jón- as DV-ritstjóri skuli ekki hafa fyrir löngu tekið upp sama kerfi í blaðaheiminum og hænsnabænd- ur. Á þeim vettvangi á hann auð- velt um vik. Samkvæmt kenningu Jónasar ættu útsendarar DV að vera á þönum um allt land að selja blaðið með undirboðum. Það er nú ekki aldeilis. Blaðið er selt á nákvæmlega sama verði og Morgunblaðið, sem er helmingi þykkara og betra blað. Samtrygging blaðanna hefur leitt til mikils óhagræðis og verð- hækkana fyrir neytendur. Þau hvert barn: Hér er eingöngu um laun að ræða og ég tek fram að kostnaður vegna hvers nemanda bæði á grunnskóla- og fram- haldsskólastigi er mun hærri. En ég spyr foreldra: Eru þessi laun í einhverju rökréttu samræmi við það sem kennarinn veitir barni þínu á heilu ári? Berið þessa upp- hæð saman við stutta heimsókn til tannlæknis eða smáviðgerð á bíl og segið mér svo: Finnst ykkur rúmar fimm þúsund krónur á ári eðlileg greiðsla til kennarans fyrir vinnu vegna eins barns? Er þetta sannvirði? Er menntun og þroski hvers barns þá svona lítils virði? í öllum löndum þar sem menn líta lengra en spönn fram á veginn og hafa metnað fyrir sína þjóð og framtíð hennar er ekki sparað í menntamálum. Þar skilja menn að í unga fólkinu er að finna hin raunverulegu verðmæti. Hér í fámenninu er slíkt hugarfar enn vinnubrögð sem tekin hafa verið upp hjá DV fordæma allir heiðar- legir menn og mótmæla þeirri framleiðslustjórnun sem þar er viðhöfð. Eitt og sama verð fyrir öll blöð ber vott um hringamyndun og ofstjórn. Neytendur verða að sameinast í allsherjar mótmælum við þessari ofstjórn og heimta upplausn og óstjórn. Stjómleysið er ódýrara fyrir neytendur, launþega og skattgreiðendur, en sú stjórn, sem þeir félagar hafa látið viðgangast á blöðunum alltof lengi. Helst væri fyrir Jónas og félaga og koma sér á námskeið í kjúkl- ingarækt og sölumennsku hjá mikilvægara, hér skiptir verulegu máli að hver einstaklingur komist til þroska og njóti bestu fáanlegr- ar menntunar. Það er eins og að glutra fjöregginu sínu úr höndun- um og vanrækja að búa ungar kynslóðir undir framtíðina. Það er nauðsynlegt að foreldrar velti því fyrir sér þessa dagana hvers virði það er bæði fyrir hvern uppvaxandi einstakling og þjóðina í heild að haldið sé uppi í landinu öflugu skólakerfi með góðu starfs- fólki sem leggur sig fram um að gera það besta úr hverjum og ein- um. Vilji menn slíkt skólakerfi verða þeir að sætta sig við að það kostar peninga og vera fúsir til að greiða þá. Almenningur svo og fulltrúar hans í stjórn landsins ættu að gera upp hug sinn í þessu máli og það áður en það er orðið of seint og skólahuröir landsins skella aft- ur vegna skammsýni fólks og van- mats á mikilvægi uppeldis- og fræðslustarfs. Eygló Erjólfsdóttir er kennari og áfangastjóri Menntaskólans rið Hamrahlfð. Agnar Guðnason hænsnabændum til að rétta við hag blaðsins og hugans. Agnar Guðnason er blaðafulltrúi bændasamtakanna. Ný framleiöslustefna Jónasar DV-ritstjóra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.