Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 59

Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS flf IfrTfTia-l i) ir Sá sem trúir á Jesú dæmist ekki Jóhann Guðmundsson, Látra- strönd 8, Seltjarnarnesi, skrifar: Við lestur greinar sr. Árelíusar Níelssonar í Morgunblaðinu 14. þ.m. fór margt um huga minn. Einsog oft áður leitaði ég til Biblí- unnar, Guðs orðs. Fyrir mér urðu þessi orð: Lýður þessi heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér. Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar. Matt. 15.8. Sr. Árelíus segir: „Það getur vart góðri lukku stýrt að sigla t.d. með glötunarkenninguna enn sem lík í lest.“ Vill kennimaðurinn þar sem ásaka Jesús Krist, frelsara heimsins, fyrir það að vera með lík í lestinni? Allir menn þekkja Jóh. 3.16., en margir setja sín eigin mörk á þessi orð Jesú, og það gerir sr. Árelíus sannarlega. „Því að svo elskaði guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir — glatist ekki — heldur hafi eilíft líf.“ „Margir munu koma í mínu nafni.“ Matt. 24.5. Sr. Árelíus ætl- ar sig þekkja alla leyndardóma og setur sig á þann háa hest að hann einn þekki það sem Guð varðar, setur sig ofar Guði. Ég las nýlega í bók Williams Barcley, „The Daily Study Bible“, eftirfarandi: „Van- trú og villa kemur inn þegar reynt er að búa til kristindóm, sem hent- ar fólki, er vinsæil og aðlaðandi en til þess verður að úrþynna hinn eina og sanna. Syndin, iðrunin, dómurinn, auðmýktin fyrir Guði og siðgæðiskrafan er tekið burt.“ „Það er ekki okkar verk að breyta kristindómnum til að þókn- ast mönnum, heldur að hjálpa til að breyta fólki til þess að þóknast kristindómnum." Ég undirritaður er frelsaður maður — frelsaður syndari — sem fékk að mæta Jesú og kærleika hans. Ég átti engin verðmæti í eigin lífi til þess að koma með til Jesú nema syndugt líf. Fyrir hon- um viðurkenni ég syndir mínar og trúi því að hann einn geti mætt syndara, reist hann á fætur og gefið honum nýtt líf, nýja von. Jesús er von heimsins, frelsari heimsins. Mætti sú afkristni sem sr. Árelíus vonar og hvetur til, aldrei verða. Orð drottins mun eigi undir lok líða. Sr. Árelíus, beygðu þig undir orð Guðs í auð- mýkt, Jesús kom í þennan heim til þess að frelsa synduga menn. Guð sendi ekki soninn i heiminn til að dæma heiminn, heldur til að heimurinn gæti frelsast fyrir hann. Sá sem trúir á hann dæmist ekki, Jóh. 3.17—18. Kærleiki Guðs felst í því að hann sendir Jesúm í þennan heim til þess að frelsa hann frá þvi að glatast. Ef glötun er ekki til þá hefði Jesús ekki þurft að deyja á krossinum á Golgata, en enginn þarf að glat- ast. Við þurfum aðeins að trúa því að Jesús sé sonur Guðs, sé fær um að frelsa fallna og synduga menn. Æska íslands á von i Jesú, eilífa von, frelsuð vegna blóðs hans, í trú á hann. Jólaglaðningur borgarinnar Elísabet Guðmundsdóttir hringdi: Ég var stödd á hverfafundi borgarstjóra í Holta- og Hlíða- hverfi miðvikudaginn 20. þ.m. Þar kom ég fram með nokkrar spurn- ingar og var getið um það að ég hefði spurt hver yrði framvinda mála. I því sambandi langar mig til þess að fá birta spurninguna og tillöguna sem ég lagði fyrir borg- arstjóra: 1. Ætlar borgarstjóri að leyfa byggingu á stórhýsi með sölu- íbúðum á leiksvæði barnanna i Stangarholtshverfinu, þrátt fyrir 99% mótmæli íbúanna í Skipholti? 2. Tillaga: Þar sem mikil óánægja er meðal íbúa í Laugarnes- hverfi með fyrirhugaða bygg- ingu fyrir fjölfötluð börn á svæðinu við Laugarneskirkju, Hofteig og Kirkjuteig, þá legg ég til að Stangarholtslóðinni verið úthluta fyrir fyrirhug- aða byggingu ásamt dagvist- arheimili og hverfisvelli og álít ég að það sé þroskandi fyrir báða aðila, því útilokað er að staðsetja heimili fyrir fjölfötluð börn við hraðbraut. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nðfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér I dálkunum. ________________ Til hliðsjónar mætti hafa teikningu eftir Guðmund Kristin sem var samþykkt í bygginganefnd 27. júní 1974, en sá aldrei dagsins ljós. Mál- ið getur verið einfalt ef vilji er fyrir hendi. Látið þessum byggingameistara aðra lóð í hendur og leyfið börnunum að njóta öryggis á þessari frið- sælu lóð. Þá langar mig til þess að spyrja að einu. Er það er ekki eðlilegur og sanngjarn verkmáti að tilkynna bréflega íbúum viðkomandi hverfa Jósep skrifar: Ég vek athygli á því hvað við íslendingar erum gæfusamir að búa við svona frábæra heilbrigðis- þjónustu. Ég lá á Borgarspitalan- um á sl. ári og gekk undir mikla aðgerð. Mér fannst allur aðbúnað- ur mjög til fyrirmyndar, læknar þegar um skipulagsbreytingar að að ræða á aðalskipulagi? Hvað okkur íbúa Skipholts, Nóatúns og Stangarholts áhrærir hefur eng- inn séð auglýsingu um þessa breytingu og kom þetta okkur því mjög á óvart er við á aðventu fengum bréf frá byggingafulltrúa sem byggt var á grenndarrétti frá 1979 og okkur gefinn kostur á að tjá okkur þar um. Sama dag kom svo lið frá borginni og fjarlægði leiktæki barnanna af leikvellin- um. Þetta var nú jólaglaðningur- inn frá borginni til okkar i þessu hverfi. og hjúkrunarfólk var frábært, með nærgætni og elskulegheit. Mér fannst þó að þetta fólk sem lagði alúð og kærleika frá hjarta sínu til að lina þjáningar annarra ætti skilið gott kaup og að ein- hverstaðar væri frekar hægt að spara. Jósep þakkar góða umönnun á Borgarspítalanum. Búum við góða heil- brigðisþjónustu 21200 mSSm beinlína ráðleggbigasími sparifjáreigenda I) BÚN.4ÐARBANKINN V TRAUSTUR BANKI Skákkeppni stofnana og fyrirtækja 1985 hefst í A-riöli mánudaginn 4. mars kl. 20.00 og í B-riðli miðvikudaginn 6. mars kl. 20.00. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur aö Grensásvegi 44—46. Keppt er í fjögurra manna sveitum og er öllum fyrirtækjum og stofnunum heimil þátttaka í mótinu. Nýjar keppnissveitir hefja þátttöku í B-riðli. Þátttökugjald fyrir hverja sveit er kr. 2.500. ins á kvöldin kl. 20.00—22.00. Lokaskráning í A- riðil verður sunnudaginn 3. mars kl. 14.00—17.00 en í B-riðli þriðjudaginn 5. mars kl. 20.00—22.00. Taflfélag Reykjavíkur, Grensásvegi 44—46, Rvík. Símar 8-35-40 og 8-16-90. Flugskólinn hf. Bóklegt einka- flugmannsnámskeið verður haldið á vegum Flugskólans hf. og hefst 1. mars nk. Upplýsingar eru gefnar í síma 28970 og 14824. Verkleg kennsla fyrir A-próf, B-próf og blindflug. Flugskólinn hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.