Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1985 Forsætisráðherra Japans: Úrsögn Japana úr UNESCO kann að vera á næsta leyti Tókfó, 26. febniar. AP. YASIIHIRO Naka-sone, forsœtis- ráðherra Japans, gaf til kynna í dag, að Japanir kynnu að hætta aðild sinni að UNESCO, Menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna, ef ekki yrðu gerðar breytingar á starf- semi hennar og skipulagi. Nakasone sagði að UNESCO hefði misst sjónar á stefnumiðum sínum og sóaði auk þess fjár- magni. ' Gregory J. Newell, aðstoðarut- Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem segir: hér HULL/GOOLE: Dísarfell 11/3 Dísarfell 25/3 Dísarfell 8/4 ROTTERDAM: Dísarfell 12/3 Dísarfell 26/3 Dísarfell 9/4 ANTWERPEN: Dísarfell 13/3 Dísarfell 27/3 Dísarfell 10/4 HAMBORG: Dísarfell 1/3 Dísarfell 15/3 Dísarfell 29/3 Dísarfell 12/4 HELSINKI/TURKU: Hvassafell 5/3 Hvassafell 27/3 FALKENBERG: Skip LARVÍK: 10/3 Jan 4/3 Jan 18/3 Jan 4/4 GAUTABORG: Jan 5/3 Jan 19/3 Jan 5/4 KAUPMANNAHÖFN: Jan 6/3 Jan 20/3 Jan 6/4 SVENDBORG: Jan 7/3 Jan 21/3 Jan 7/4 ÁRHUS: Jan 7/3 Jan 21/3 Jan 7/4 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ........ 1/3 Jökulfel! ........ 13/3 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ........ 2/3 Jökulfell ........ 14/3 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 anríkisráðherra Bandaríkjanna, sem nú er staddur í Japan til við- ræðna við starfsbræður sína þar um málefni Sameinuðu þjóðanna, sagði á fundi með blaðamönnum í Tókýó í gær, að Bandaríkjamenn hefðu hætt þátttöku í starfsemi UNESCO vegna þess að stofnunin hefði verið að grafa undan hug- sjónum Vesturlandabúa og verð- mætamati. Bandaríkjamenn greiddu 25% af rekstrarkostnaði UNESCO, og nú þegar þeir eru horfnir á braut koma hæstu framlögin frá Japön- um og Sovétmönnum, sem hvorir um sig greiða 10% útgjalda stofn- unarinnar. Haft er eftir ónafngreindum embættismanni i japanska utan- ríkisráðuneytinu, að Japanir séu mjög svartsýnir á að unnt verði að hrinda umbótum á starfi UNESCO í framkvæmd. GENGI GJALDMIÐLA Nýtt metverd á dollarnum London, 26. febrúar. AP. Bandaríkjadollar snarhækkaði í verði annan daginn í röð á evrópsk- um gjaldeyrismörkuðum vegna mikillar eftirspurnar stórfyrirtækja eftir dollar. Þá hækkaði verð á gullúnsu að jafnaði um 2—3 dollara eftir 15 dollara lækkun í gær. Margaret Thatcher forsætis- ráðherra sagði að þótt krafizt væri aðgerða af hálfu brezku stjórnarinnar til verndar sterl- ingspundinu væri ekkert svigrúm til athafna. Verð á sterlingspundi hefur aldrei verið lægra gagnvart doll- ar, kostaði aðeins 1,047 dollara við lok viðskipta, miðað við 1,056 dollara í gær. Einnig setti dollar nýtt met gagnvart ítölsku lírunni og franska frankanum. Þá hefur dollar ekki verið hærri í 13 ár gagnvart hollenzku gyllini og vestur-þýzku marki, og í 10 ár gagnvart svissneska frankanum. Miklar verðsveiflur voru á markaðinum fyrst eftir opnun og er á daginn leið. Gengi gjaldmiðla var þannig að fyrir einn dollar fengust 3,4725 vestur-þýzk mörk (3,4515), 2,9310 svissneskir frankar (2,9095), 10,6145 franskir frankar (10,5450), 3,9390 hollenzk gyllini (3,9120), 2.167,50 ítalskar lírur (2.153,50), 1,4010 kanadískir doll- arar (1,3975) og 260,85 jen (263,05). Samtök breskra kolanámumanna efndu til kröfugöngu og útifunar í Lundúnum á sunnudag. Þessi mynd var tekin af göngunni nokkru áður en hún kom að Trafalgartorgi í miðborginni, þar sem fundurinn var haldinn. Fremst má sjá Tony Benn, helsta leiðtoga róttækra þingmanna í Verkamannafíokknum, þá frú Scargill og fjórði frá hægri er Arthur Scargill, leiðtogi kolanámumanna. Bretland: Enn lýsa fleiri vilja af- námuverkfallinu Lundúnum, 26. febrúar. AP. Æ FLEIRI hvetja nú leiðtoga kolanámumanna í Bretlandi til að aflýsa námuverkfallinu í landinu, en allar horfur eru á því að það sé að renna út sandjnn eftir að tæplega helmingur námumanna er kominn til starfa. í dag sneru 1.300 verkfallsmenn til vinnu á ný og eru þá samtals 92.300 námumenn að störfum. „Hve lengi er eiginlega hægt að þeim 2.169 verkamönnum sem þar ætlast til að menn sýni stéttarfé- lagi sínu trúnað?" sagði Bill Stobbs, formaður félags námu- manna í Easington í Durham á Norður-Englandi, er stjórn félags- ins kom saman til fundar í morg- un til að ræða óskir verkfalls- manna þar um að aflýsa verkfall- inu. Stobbs sagði að sumir verk- fallsmanna ættu ekki lengur til hnífs og skeiðar og gætu ekki greitt reikninga sína, enda engar tekjur að hafa. í kolanámunni í Easington hafa námamenn fram að þessu verið einna herskáastir og aðeins 100 af starfa hafa hætt í verkfalli. Á fjölmennum fundi námamann- anna í gærkvöldi samþykktu þeir hins vegar að hvetja leiðtoga sína að kalla þegar saman þing til að ræða aflýsingu verkfallsins. Stobbs sagði að námamennirnir í Easington styddu enn Arthur Scargill, hinn herskáa marxista sem er leiðtogi samtaka kola- námumanna, og stjórn hans, en þeir væru orðnir aðframkomnir. Hann sagði að leiðtogar breska verkalýðssambandsins (TUC) hefðu brugðist námamönnum og ekki veitt þeim þann stuðning, sem þeir væntu. Lundúnablöðin skýrðu frá því í morgun, að meðal verkfallsmanna væru þær raddir orðnar æ hávær- ari að leiðtogar samtaka kolanámamanna ættu að semja um það við stjórn námanna að af- lýsa verkfallinu, eða skipuleggja að verkfallsmenn fari til vinnu á ný án þess að samkomulag hafi tekist. Dagblaðið The Financial Times segist hafa fyrir því heim- ildir að innan bresku ríkisstjórn- arinnar og stjórnar kolanámanna sé nokkur uggur í mönnum um, að annað hvort muni hinir allra hörðustu í hópi verkfallsmanna, sem telja kannski nokkur þúsund manns, halda verkfallinu áfram endalaust, eða þá að þessi harði kjarni ákveði að snúa til vinnu á ný í því augnamiði að valda ókyrrð I námunum og koma í veg fyrir að vinna geti farið fram með eðli- legum hætti. Treholt eínn af tíu mestu njósnurunum — segir Jonathan Alford, aðstoðarforstöðumadur Alþjóða hermálastofnunarinnar í London JONATHAN Alford, aðstoð- arforstöðumaður Alþjóða hermálastofnunarinnar í London (IISS), segir í viðtali Pólska stjómin hopar: Hættir við hækkun verðs á matvælum Varajá, 26. febniar. AP. PÓLSKA stjórnin ákvað í gær aö hætta við áform sín um að snar- hækka verðlag á matvælum í land- inu. I stað þess eiga verðhækkanirn- ar að eiga sér stað smám saman og verða gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að verðhækkanirnar komi ekki eins harkalega niður á láglaunafólki. Skýrði hin opinbera pólska fréttastofa, PAP, frá þessu í gær. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, sem skorað hafði á fólk að grípa til 15 mínútna allsherjarverkfalls á fimmtudag í mótmælaskyni við verðhækkanirnar, aflýsti I dag verkfallsboðuninni. Sagði hann, að Samstöðu hefði tekizt að knýja stjórnvöld til þess að falla frá verðhækkununum. „Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnvöld taka tillit til þjóðfé- lagsins frá því að herlög voru sett í PóIIandi í desember 1981,“ sagði Walesa. við norska blaðið Verdens Gang, að ef rétt reynist, að Arne Treholt hafi gerst sekur um þær alvarlegu njósnir, sem greint er frá í ákærunni, sé Ijóst, að skipa megi hon- um á bekk með 10 mestu njósnurum sögunnar. Sagði Alfford í viðtalinu, að afleiðinganna af njósnum Tre- holts, ef réttar reynast, muni gæta í mörg ár og augljóst sé, að hann hafi með þeim haft veruleg áhrif á stöðu heimsmála. Þess vegna sé óhætt að telja hann með 10 mestu njósnurum heims. Sagði hann, að sér fyndist ugg- vænlegt hve ákæran væri um- fangsmikil og engum vafa undir- orpið, að alvarlegustu atriðin væru þau, sem vörðuðu sam- skipti austurs og vesturs. Þær upplýsingar, sem Treholt væri sakaður um að hafa komið á framfæri við Sovétmenn, hlytu að hafa haft ótrúlegt gildi fyrir þá. Alford kvaðst teíja þau skjöl, sem Treholt á að hafa afhent Sovétmönnum, vera þess eðlis, að sum hafi verið þeim gagnleg nákvæmlega þá stundina en önn- ur myndu hafa áhrif um ókomin ár. Kvaðst hann greina á milli atriða, sem vörðuðu Noreg bein- línis. og alþjóðlegra atriða. Varðandi Noreg snerust alvar- legustu upplýsingarnar um her- útboð, herstjórnaráætlanir, herstyrk og önnur herfræðileg efni og afleiðingarnar fyrir ör- yggi Norðmanna líklega óbæt- anlegar. Alford sagðist sem einn af for- stöðumönnum Alþjóða hermála- stofnunarinnar geta fullyrt, að áhrifin af njósnum Treholts væru gífurleg. Að vísu hefði hann ekki enn nægar upplýs- ingar um málið í smáatriðum en ljóst væri, að skoða þyrfti sögu heimsmála síðustu tíu árin niður í kjölinn til að geta gert sér ein- hverja grein fyrir áhrifum njósnanna. Atlantshafsbanda- lagið hefði augljóslega orðið fyrir gífurlegu tjóni og áhrif þeirra á hernaðarjafnvægið óumdeilanlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.