Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 63 B-keppni í Noregi: Ungverjar sigruðu A-Þjóðverja óvænt NORÐMENN og Frakkar geröu jafntefli 20—20 í B-keppninni í hand- knattleík í gærkvöldi. í hálfleik var staöan jöfn, 11—11. Leikur liöanna var allan tímann mjög jafn og hart var barist. Nokkur harka var í leiknum og var mörgum leikmönnum vísaö af velli vegna grófra brota. Markahæstur Frakka í leiknum var Gaffet meö 5 mörk en flest mörk Norömanna skoraöi Pettersen, 6. Frakkar skoruöu jöfnunarmark sitt þegar 40 sek. voru til leiksloka. I sama riöli lóku Tékkar gegn Finnum og sigruöu Tékkar örugg- lega og létt, 28—25. í hálfleik var staöan 11 — 12 fyrir Finna. Þrátt fyrir aö munurinn hafi ekki veriö meiri var sigur Tékka öruggur. Þeir hvíldu lykilmenn sína lengst af og létu aöra um aö spreyta sig. Ætla aö geyma kraftana í síöustu leikina í mótinu. Rússar sigruöu Spánverja meö sjö marka mun, 28—21. í hálfleik var staöan 13—8 fyrir Rússa. Þeir fóru sér aö engu óöslega, léku af öryggi og eins og vel smurð vél og eru án nokkurs efa meö sterkasta liöið í mótinu. Hins vegar áttu flest- ir von á Spánverjum sterkari. Staöan í A-riðlinum er nú pessi þegar liðin hafa leikiö 4 leiki: Rússland 4 4 0 0113:75 8 Tékkósló. 4 4 0 0 93—80 8 Spánn 4 2 0 2 87:85 4 Finnland 4 1 0 3 96:111 2 Frakkland 4 0 1 3 81:97 1 Noregur 4 0 1 3 69:91 1 i B-riölinum kom mjög á óvart í gærkvöldi aö Ungverjar sýndu stórleik gegn Austur-Þjóðverjum og sigruöu meö einu marki, 25—24. Leikur liöanna var mjög jafn og spennandi allan tímann og vart Heppni hjá Bayern EINN leikur fór fram í gærkvöldi í Bundesligunni ( knattspyrnu. Uerdingen lék gegn Bayern MUnchen é útivelli. Þrétt fyrir aó Uerdingen hafi veriö betra liðið í leiknum máttu þeir sætta sig viö aö tapa leiknum 1—2. í hálfleik var staðan jöfn, 1—1. Bayern Munchen, sem á 85 ára afmæli í dag, fékk pvi góða afmæl- isgjöf í gær. Þessi sigur var liöinu mjög dýrmætur þó svo aö hann hafi ekki veriö veröskuldaður. Tólf þúsund áhorfendur voru á ól- ympíuleikvanginum í gærkvöldi og geröu þeir hróp aö sínum mönnum er þeir gegnu af velli, voru langt frá því ánægöir. Enda var um heppn- issigur aö ræöa. Líö Uerdingen lék betur lengst af og sótti mjög í leiknum. Liöiö lék meö tvo miö- herja og var Lárus Guðmundsson annar þeirra. Átti hann góöan leik, var ógnandi og vann vel í leiknum, þó svo aö honum tækist ekki aö skora aö þessu sinni. Fyrsta mark leiksins skoraöi Schaffer fyrir Uerdingen á niundu mínutu leiksins. Á 34. mínutu jafn- aöi varnarmaöurinn Widdmer fyrir Bayern en hann braust af haröfylgi í gegn um vörn Uerdingen og skor- aöi af stuttu færi. Sigurmark leiks- ins geröi svo gamla kempan Hön- ess og var þaö fjóröa mark hans í deildinni i vetur. Besti maöur vall- arins var landsliösmaöurinn Herg- et í liöi Uerdingen, sýndi sannkall- aöan stjörnuleik, en hann er álitinn einn albesti varnarmaöurinn ( V-Þýskalandi i dag. Eggert í sókn í kúluvarpinu Eggert Bogason kúluvarpari úr FH er í stööugri sókn í kúluvarp- inu og varpaöi um helgina lengra innanhúss en hann é bezt utan- húas. Varpaöi Eggert kúlunni 17,56 metra é héskólamóti í Bat- on Rouge í Lousiana-ríki (Banda- ríkjunum. Eggert varö í fimmta sæti á mót- inu í Baton Rouge, sem var meist- aramót þess háskólasvæðis, sem skóli Eggerts, Alabama-háskóli, er á. I háskólunum eru góöir kúlu- varparar, og þrátt fyrir mikla sókn Eggerts og ný persónuleg met hans, dugöi árangurinn ekki til þess aö öölast keppnisrétt á bandaríska háskólameistaramót- inu. Til þess heföi hann þurft að varpa kúlunni 18,30 metra. Eggert Bogason er bezti kúlu- varpari islands í dag og hefur hann sýnt stööugar framfarir undanfarin ár. Varpaöi hann 14,17 metra áriö 1982, 14,56 áriö 1983 og 17,19 metra í fyrra, á skólamóti 12. maí í Baton Rouge. Eggert er nú annaö áriö viö nám í Alabama-háskóla í Tuscaloosa, ásamt átta öörum ís- lenzkum frjálsíþróttamönnum. Er hann á 25. aldursári og oft er sagt aö kúluvarparar séu ekki upp á sitt bezta fyrr en um þrítugt, svo Egg- ert ætti aö eiga mikiö inni í kúlu- varpinu. • Eggert Bogason mátti á milli sjá hvort liöiö myndi vinna sigur. I hálfleik var staöan jöfn, 12—12. Þaö sem geröi út- slagiö í leiknum var stórgóö mark- varsla hjá Ungverjum og sterk vörn. Þessi sigur getur oröiö til þess aö Pólverjar sigri í riölinum og leiki til úrslita um fyrsta sætiö. Pólverjar unnu stóran sigur í gær á Búlgörum, 27—16, og sýndu afar góöan leik. Léku mjög hratt og áttu Búlgarir aldrei svar viö leik þeirra. í hálfleik var staöan 7—10. Þá sigruöu Bandaríkjamenn Hollendinga meö 23 mörkum gegn 18. Staöan í hálfleik var 10—7. Staðan í B-riðli er nú þessi: Pólland 4 4 0 0 110:81 8 A-Þýskal. 4 3 0 1 93:64 6 Ungverjaland 4 3 0 1 97:88 6 Bandaríkin 4 1 0 3 68:83 2 Holland 4 0 1 3 71:96 1 Búlgaría 4 0 1 3 70:98 1 B-keppninni í handknattleik lýk- ur um næstu helgi. Sex efstu þjóö- irnar í keppninni vinna sér rétt til þátttöku í A-heimsmeistarakeppn- inni í Sviss sem fram fer í febrúar áriö 1986. En þar veröur landsliö islands meöal þátttökuþjóöa. Dregiö veröur í riöla í þeirri keppni 9. mars næstkomandi. Ragnhildur setti nýtt íslandsmet Sundkonan knéa fré Akranesi Ragnheióur Runólfsdóttir setti um síóustu helgi nýtt íslandsmet í 100 m baksundi. Ragnhildur synti vegalengdina é 1K»:50 min- útum en eldra metið étti hún sjélf og var það 1:08:59 mín. Metiö setti Ragnhildur é sundmóti Ár- manns. A myndinni hér aö ofan mé sjé sundkonuna é fullri ferö i baksundí en þar er hún í fremstu röö. ■iiMiiilillÉffiMV ' . «• ______ . .. • Lérus Guömundsson sem sækir hér aö markveröinum lék vel í gær meö liöi sínu Uerdingen, en varö aö sætta sig viö 1—2 tap gegn Bayern MUnchen. Þórdís stökk 1,87 og vann þriðja árið í röð Þórdís Gísladóttir frjélsíþrótta- kona úr HSK néöi góöum érangri í héstökki é innanhússmóti ( Bat- on Rouge í Louisiana í Bandaríkj- unum um helgina, stökk 1,87 metra, sem er jafnt íslandsmet- inu utanhúss og aöeins einum sentimetra lakara en innanhúss- metiö. Mótiö var meistaramót háskóla- svæöis og vann Þórdis sigur á mótinu þriöja áriö í röö. Árangur hennar um helgina er jafnframt annar bezti innanhússárangur há- skólastúiku i Bandaríkjunum í vet- ur, aöeins franska stúlkan Maryse Ewanje-Epée, sem er viö nám í Arizona, hefur stokklö einum sentimetra hærra en Þórdís í vetur, eöa 1,88. Sú franska á 1,95 metra utanhúss. Aöeins er eftir bandaríska há- skólameistaramótiö innanhúss. Þórdis þykir þar sigurstrangleg, a.m.k. ætti hún aö eiga góöa möguleika á verölaunum þótt keppnin veröi gífurlega hörð. Þórdís hefur staöiö sig meö mikl- um ágætum á bandarískum há- skólamótum, tvisvar fariö meö sig- ur af hólmi í utanhússmeistara- mótinu og einu sinni í innanhúss- mótinu. Árangur Þórdisar í Baton Rouge var bæði vallarmet og mótsmet, en þau eru mörg vallar- og mótsmetin sem hún hefur sett vestanhafs undanfarin fjögur ár. Þórdís keppti og á mótinu í þrí- stökki meö atrennu, sem er ný keppnisgrein vestra. Stökk hún 11,83 metra og varð í fjóröa sœti. iris Grönfeldt UMSB, skólafélagi Þórdísar, stökk rúma 11 metra. Er þetta önnur þrístökkskeppni Þór- dísar í vetur, stökk 11,50 í Missouri i janúarlok. Er hér um islandsmet aö ræða ef árangurinn veröur við- urkenndur sem siíkur. Þórdís hefur keppt fjórum sinn- um í vetur í hástökki innanhúss, einu sinni stokkiö 1,82, tvisvar 1,84 og nú 1,87 um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.