Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 27

Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBROAR 1985 27 Hinn mannlegi þáttur eftir Ásgeir Hvítaskáld Eg hafði lofað kærustunni að fara með henni í sirkus ef við kæmumst einhverntíma til út- landa. Svo þegar Sirkus Arena kom hér eitt sumar, komst ég ekki hjá því að fara. Þeir höfðu reist blátt tjald á túninu við Glæsibæ, og raðað hjólhýsum með sjónvarpsgreiðum í kring. Tjaldið sýndist ekki stórt miðað við sirkustjald. Þetta sumar var hræðilegt rigningasumar, maður varð þunglyndur og sljór. Og þetta kvöld var dumbungsveður; ég syfjaður. Við leiddumst gegnum skraut- lega miðasöluna og inn í fortjald- ið. Þar var maður í svörtum jakkafötum, stráðum gullsandi, og seldi plaköt. Hann sagðist vera fílatemjari flokksins, er við tók- um hann tali. Hann blótaði yfir því að hafa ekki fengið að koma með dýrin sín inn í landið, en það hafði verið bannað vegna sýk- ingarhættu. Einnig fannst hon- um kalt og hann taldi dagana. Þegar maður kom inn í sirkus- tjaldið sjálft, virtist það alls ekki lítið. Stólum og bekkjum var rað- að í kringum hringlaga svæði, þar sem búið var að strá spónum. Hljómsveit lék létta orgelmúsik. Mest var um bðrn, þurfti að sitja undir sumum, svo var fólk komið yfir miðjan aldur. Til dæmis feit- ur karl með tyggjó og gömul tannlaus kerling. Salurinn var tæplega hálfur. Og þarna sat ég, geispandi og forvitinn rithöfund- ur. Bakatil sást listafólkinu bregða fyrir. Strax fékk ég í mig einhvern undarlegan tón. Svo var flautað og allir hrukku í kút. Inn kom rauðklæddur trúður með kúlunef og í of stórum skóm. Hann bjó til allskonar hunda úr blöðrum sem hann batt saman og gaf krökkunum. Eg krosslagði fætur, hnipraði mig saman því það var kalt. Allt í einu kom rúm- enskt listafólk inn, létt á fæti og lék ýmsar stökklistir. Það var gaman að sjá. Þetta var vel æft, greinilega atvinnufólk, fimi þeirra var með ólíkindum. Karl- mennirnir voru í stuttum jökkum með bera bringu, ég vorkenndi þeim vegna kuldans. Eitthvað heillaði mig þó. Næst kom ung grönn stúlka og lék jafnvægislistir á stórum hvít- um bolta. Standandi uppi á hon- um rúllaði hún boltanum upp braut. Kastað var kylfum til hennar sem hún lék listir með og hún kastaði boltum upp í loftið og marggreip. Þetta fólk hlaut að helga sig þessu algjörlega. Þarna voru aðstoðarmenn, músíkantar og dýratemjarar, margir unnu við sirkusinn. Ég velti því fyrir mér hvort þetta fólk fengi nú eitthvað fyrir sinn snúð. fslend- ingar eru fáir og þrjóskir, eru lengi að taka nýjungum, vinna daginn út og inn, hafa engan tíma til að lyfta sér smávegis upp. Á íslandi er ekki grundvöllur fyrir sirkus, er það? Inn komu tveir trúðar frá Vín- arborg, annar þóttist ölvaður þjónn en hinn fínn herramaður. Þeir létu alveg eins og fífl með spagetti og dót, drepfyndið, það sem þeim datt í hug. Ég var að springa úr hlátri. I hléinu voru seldar blöðrur. öll börnin vildu nú blöðrur því trúðurinn hafði gefið nokkrum þeirra. Fílatemjarinn kallaði í fortjaldinu á dönsku: „Plaköt til sölu, plaköt til sölu.“ En Danirnir hafa ekki skilið dýrtíðina í landinu og þeir vissu ekki að kaupið var þrisvar sinn- um lægra en í heimalandi þeirra. Þar með litlir peningar aflögu hjá heimilisfeðrum til að fara í sirkus. Aðstoðarmenn komu með stóra rólu inn á svæðið með aflöngum palli. Rúmenska fólkið rólaði sér og stökk hvert upp á annað. Sá fjörugasti var lítill hvatlegur drengur sem gaf fyrirskipanir. Bræðurnir stóðu hver ofan á öðr- Ásgeir Hvítaskáld um í þrem hæðum; fjórir neðst, svo tveir og einn efst. Drengurinn stökk úr rólunni, flaug í kollhnís og lenti á öxlum bróður síns. Ég klappaði og fann fyrir ekka inn- vortis. Kona lék listir í kaðli. Henni var snúið í hringi á fleygiferð, mig svimaði bara af því að horfa á, hvernig leið henni þá. Þarna var hún í sviðsljósinu að þjást. Ég sá að þegar hún kom niður úr kaðlinum var hún fegin og brosti sætt. önnur kona lék jafnvægislistir á höfði mannsins síns, það var par frá tékkneska rikisfjölleika- húsinu. Hún var mikið máluð í fjólubláum sundbol alsettum perlum og alltaf brosandi. Það draup úr loftinu, sem þýddi, það var rigning úti. Svo kom galdramaður inn á sviðið með allskonar kassa og dót, tvær laglegar sem aðstoðuðu. Upp úr tómum kassa kom hvít gæs. Allt var gert með hraði til að gefa auganu ekki tækifæri. Hann fékk lánuð tvö armbandsúr frá fólki í salnum sem sett voru hvort í sitt vatnsglasið og hvort inn í sinn kassann. Siðan var hvit kanina sett i kassa og hifð upp i rjáfrið. Þegar hún var tekin niður voru bæði úrin um hálsinn á henni. Það er stórkostlegt hvað hægt er að blekkja mann. Ég var orðinn heillaður; kominn út úr gráum hversdagsleikanum. Mér var orðið illt í höndunum' af klappi. Lokaatriðið voru þessir tveir trúðar. Þeir voru alveg kostu- legir, létu líka alveg eins og fífl. Falleg ung brjóstamikil kona var með þeim. Hún blés í trompet og mátti sjá að móða kom út úr hon- um vegna kuldans. Trúðarnir voru með hvíta mús sem þeir allt í einu fleygðu í áhorfendaskar- ann. Éin kona trylltist og öskraði stanslaust. En þetta var bara hvit tuska. Svo réðust þeir á aðra konu og kysstu hana. Annar fór úr buxunum. Hinn át logandi kerti. Svo kom górilluapi. í lokin voru þeir að spila og syngja og þá sprakk harmonikkan í loft upp, með ægilegum hvelli svo allir hrukku i kút. Alveg kostulegir tveir trúðar. Það veltust allir um af hlátri. Þarna var þrælgóð stemmning, þó fáir. Ég hafði gleymt stað og stund og hló í innstu hjartarótum. Á íslandi er enginn sirkus, ekk- ert tivolí, enginn almennilegur dýragarður, i útlöndum er svo margt til skemmtunar sem er ekki á tslandi. Ég fór að velta fyrir mér hvað það væri eiginlega sem héldi fólkinu í þessu harð- býla landi? Við vorum látin syngja og klappa í takt sem hristi úr manni hrollinn. Það hafði birt í sálartetri mínu. Var kominn með verk í kinnarnar af hlátrin- um. Ég hugsaði um þetta fólk sem þvældist um heiminn til að sýna atriði sín. Það var eitthvað sem heillaði mig. Ég var jafnvel til i að fara á flakk með svona sirkus. Selja bílinn og stinga kærustuna af. En þegar ég fann ljósa lokka kærustunnar kitla nefið mitt vissi ég að ég kæmist ekki langt. „Ætli það sé ekki leiðinlegt að vera að vinna í svona sirkus?" sagði ég við kærustuna þar sem við leiddumst út í rigninguna. „Leiðinlegt. Ertu frá þér. Ekk- ert getur verið skemmtilegra en að skemmta öðrum,“ sagði hún, brosti blítt og hjúfraði sig undir frakkann minn. Kannski er það ástin sem held- ur íslendingum í þessu kalda og harðbýla landi. Hafnarfjörður/ Garðabær: Brýn þörf á endurnýjun röntgentækja spítalans Á VEGUM Bandalags kvenna í Hafnarfírði var 19. febr. síðastliðinn haldinn fundur í íþróttahúsinu þar í bænum. Tilefni fundarins var aö vekja athygli á brýnni þörf sem á því er að röntgentæki St. Jósefsspítala í Hafnarfírði verði endurnýjuð. Jafn- framt talið aðkallandi í þessu sam- bandi að kanna hvort fjárhags- grundvöllur sé til kaupa á röntgen- rannsóknatækjum fyrir spítalann. Á þennan fund mættu fulltrúar félaga og félagasamtaka í Garða- bæ og Hafnarfirði og á fundinn kom Jóhann Ágúst Sigurðsson héraðslæknir. Ákveðið var að boða til framhaldsfundar um þessi mál fimmtudaginn 28. febrúar og reyna í millitíðinni að ná til enn fleiri félaga, fyrirtækja og ein- staklinga í Hafnarfirði og Garða- bæ, sem hér myndu vilja leggja miklu nauðsynjamáli lið. — Fund- urinn annað kvöld, fimmtudag, verður í íþróttahúsi Hafnarfjarð- ar og hefst hann kl. 18. (Frá Bandalagi kvenna í Hafnarfírði.) LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AO VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir sumarhúsum og íbúöurn erlendis sífellt aukist. í sumar bjóöum viö þess vegna mjög fjölbreytt úrval slíkra gistlstaöa í 7 Evrópulöndum: Austurríki, Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Frakklandi og Þýskalandi. Aöalskrautfjöörin er aö sjálfsögöu hinn stórglæsilegi letigaröur í Daun Eifel sem geröi stormandi lukku sl. sumar. Fiug, bíll og sumarhús er senniiega ódýrasti feröamáti sem íslendingum býöst í sumar. I bæklingnum okkar eru upplýsingar um staðsetningu, aöbúnaö og þjónustu á hverjum staö. Hér koma nokkur verðdæmi miðað viö hjón meö 2 börn 2— f f ára. Innifaliö: er flug, bílaleigubíll í I viku mt'ö ótakmörkuöum akstri, ábyrgðar- og kaskó- tryggingu og söluskatti, sumarhús eöa íbúö í 1 viku. Rafmagn, hiti, rúmföt og ræsting er innifaliö í flestum tilfellum. Austurríki: Verö frá kr. 58.790,- Noregur: Verð frá kr. 51.996.- England: Verð frá kr. 47.070,- Svíþjóö: Verð frá kr. 56.880,- Danmörk: Verö frá kr. 55.010,- Þýskaland: Verö frá kr. 45.784 - Frakkland: Verð frá kr. 48.484 - FERÐA5KRIF5T0FAN ÚRVAL Þú ferö varla í ódýrara frí! Feröaskrifslofan Úrval viö Austurvöll, sími (9l)-26900. OOTT FÖLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.