Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 29
MOBGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 29 Átti erfitt með að sætta sig við skiptingu Evrópu Ódó, 26. ffhni.r Fri Elúabetu JóiusdiUur, frétUriUrm MorgunbUósins. TREHOLT lagdi í máli sínu ríka áherslu á þörfina fyrir Mikill áhugi fjölmiðla á réttar- höldunum (>sló, 26. febrúar. Frá Elísabetu Jónasdóttur, fréttaritara MbL SVO virðist sem ákæran á hendur Arne Treholt sé alvarlegri og um- fangsmeiri en flestir höfðu átt von á og eru viðbrögð norskra fjjöl- miðla í samræmi við það. Öll helstu dagblöð landsins einbeita sér að fréttaflutningi frá réttar- höldunum og eru þau mcginuppi- staða þeirra í dag. Áhugi almennings á málinu virðist einnig vera mikill og er Treholt og ákæran á allra vör- um. Forvitnir vegfarendur staldra við fyrir utan dómshúsið. Það hefur ekki verið venjan að vopnaðir lögreglumenn standi þar við hvert horn. Aftenposten birtir ákæruna í heild sinni og fjallar um helstu atriði er fram komu í máli sak- sóknara í gær. Verdens Gang og Dagbladed gera málinu einnig góð skil og er fjallað um upphaf réttarhaldanna og gang málsins í meira en tíu síðum í hvoru þeirra í dag. Þessi blöð gáfu einnig út aukablöð með fréttum af ákærunni síðdegis í gær. Sjónvarp og útvarp hafa einn- ig eytt drjúgum hluta útsend- ingartíma síns i umfjöllun um málið. Fjöldi erlendra frétta- manna fylgist með réttarhöldun- um og virðist áhugi þeirra hafa aukist mikið eftir að ákæran var birt í heild sinni og fram kom að svo mörg lönd er raun ber vitni koma þar við sögu. pólitískar samræður austurs og vesturs. Hann greindi frá því að hann hefði alltaf átt erfitt með að sætta sig við skiptingu Evrópu og hann hefði ætíð hrif- ist af Austur-Evrópu. Treholt kvaðst hafa verið i Prag er innrásin var gerð 1968 og fordæmt hana eindregið. „Ég hafði hins vegar þá skoðun að nauðsynlegt væri fyrir Tékka að halda uppi samræðum við Sov- étmenn.“ Hann lagði áherslu á að hann hefði á þessum tíma litið á sig sem eins konar talsmann Tékka við Sovétmenn. „Ég benti Beljaj- ev ítrekað á þann rétt Tékka að ráða sínum málum sjálfir," sagði hann. Hann bætti því við að það hefði oftsinnis gerst að tékkn- eskir útlagar hefðu fengið húsa- skjól á heimili sínu í Ósló. Ekki VG/Símamynd Á leið til réttarhaldanna Mynd þessi var tekin í gærmorgun af Arne Treholt, er hann hélt frá fangelsinu í fylgd lögreglumanna áleiðis til dómsalanna, þar sem réttarhöldin yfir honum fara fram. njósnir, heldur pólitískar samræður — sagði Arne Treholt um fundi sína með njósnurum Sovétmanna OhIó, 26. febrúar. Fró Elfsabelu JónudóUur, ARNE Treholt dró mjög úr mik- ilvægi funda sinna með KGR- njósnurum í varnarræðu sinni við réttarhöldin í morgun. „Þetta voru ekki njósnafundir, heldur pólitískar samræður," sagði hann. Treholt skýrði frá því að ástæðan fyrir þessum fundahöldum hafi verið þörf á að ræða málefni austurs og vest- urs. Hann gagnrýndi meðferð frétUriUra Morininbluósins. Lars Quigstad saksóknara á málinu harðlega og sagði hana hafa verið ærumeiðandi. Treholt mætti vel undirbúinn og hafoi m.a. skrifað niður nokkur at- riði varðandi æsku sína og upp- vöxt og dreifði þeim í Ijósriti til allra þeirra er sæti eiga i dómn- um. Hann virðist hafa skrifað all- ar útskýringar sinar niður og studdist við ræðu sinni, handritið i sem stóð varnar- i fjórar klukkustundir í dag. Treholt bað um leyfi réttarins til að hætta fyrr í dag en ráð hafði verið gert fyrir og bar því við að það tæki mikið á sig að standa skyndilega innan um slíkan fjölda og skýra mál sitt eftir að hafa set- ið einangraður í þrettán mánuði. Dómsforseti, Astrid S. Rynning, varð við þessari beiðni ákærða og mun hann því halda áfram að skýra mál sitt á morgun, og er í skjalasafni Treholts: Frásagnir af trúnaðar- fundum Johan Jörgen Holst í ákærunni á hendur Arne Treholt nefnir norski ríkissak- sóknarinn meðal skjala sem Treholt komst yfir frásagnir af fundum sem Johan Jörgen Holst, sem var ráðherraritari Knut Frydenlund, utanríkis- ráðherra í ríkisstjórn Verka- mannaflokksins, átti með emb- ættismönnum ýmissa þjóða, einkum bandarískum. í skjölum þessum er meðal annars sagt frá fundum er Johan Jörgen Holst sat í Helsinki í júlí 1980 annars vegar með Keijo Korhonen aðstoðarráðherrarit- ara og Paavo Váyrynen utanrík- isráðherra. Á fundunum var meðal annars rætt um ástandið á norðurslóðum. Þá var Arne Treholt ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 1980—1981 afhent sovéskum njósnaforingjum i Oslo og/eða Vín og/eða Helsinki og/eða New York upplýsingar sem farið skyldi með sem trunaðarmál vegna öryggishagsmuna ríkisins gagnvart öðru ríki. Meðal þess- ara skjala voru frásagnir af 10 fundum Johans Jörgen Holst, Johan Jörgen llolst sem dreift var í dulmálsskeyt- um. Á þessum fundum hitti Johan Jörgen Holst m.a. Marshal Shulman í bandaríska utanrík- isráðueytinu, dr Helmut Sonn- enfeldt, samstarfsmann Henrys Kissinger, David Aaron starfs- mann í öryggisráðinu í Hvíta húsinu, Warren Christopher, að- stoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Spurgeon Keeny, starfsmann afvopnunarstofnun- ar Bandaríkjanna, og Lawrence Eagleburger, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Á fundunum var rætt um alla þætti utanríkis- og öryggismála, jafn varnir á norðurslóðum sem afvopnunarviðræður við Sov- étmenn. Johan Jörgen Holst er nú for- stjóri Norsku utanríkismála- stofnunarinnar, en við hana starfaði hann áður en hann varð ráðherraritari eða statssekretær eins og sú staða heitir á norsku. En þeir sem henni gegna eru pólitískir aðstoðarmenn ráð- herra. Arne Treholt gegndi þeirri stöðu hjá Jens Evensen, þegar hann var hafréttarráð- herra. talið að hann muni ekki Ijúka ræðu sinni fyrr en á föstudag. Treholt neitaði eindregið að hafa átt 120 njósnafundi með starfsmönnum sovésku leyniþjón- ustunnar. Hann gagnrýndi í því sambandi harðlega fjóra sérfræð- inga dómsins fyrir að hafa farið í gegnum einkaskjalasafn sitt. En eins og fram kom í máli saksókn- ara í gær er uppistaðan í þvi 832 trúnaðarskjöl. Treholt kvað skjölin þau er fundust á heimili hans ekki eins merkileg og látið væri að liggja. Sum þeirra hefði hann sjálfur merkt sem „trúnaðarmál" til að tryggja að þau væru lesin af starfsmönnum utanríkisráðu- neytisins og mörg hafi fyrir löngu verið birt opinberlega. Hann saði að af skjölunum 832, sem fundust heima hjá honum, hafi aðeins 13 verið stimpluð sem „leyndarmál" 17 stimpluð „takmörkuð dreifing", 37 stimpluð „algjört trúnaðar- mál“, 530 „trúnaðarmál“ og 12 hafi verið stimpluð „ekki til birtingar“. Treholt taldi upp þá fundi er hann viðurkenndi að hafa átt með sovéskum sjórnarerindrekum. Hann fjallaði ekki nánar um sam- band þeirra við KGB, en gat þess að það væri vitað að meira en helmingur stjórnarerindreka austantjaldslandanna hjá Sam- einuðu þjóðunum fengist einnig við njósnir. Hann kvaðst hafa átt 59 fundi með sovéskum stjórnar- erindrekum á fimmtán árum. Treholt notaði orðið „vinnu- fundur“ (arbejdsluns) um fundi sína með sovéskum stjórnar- erindrekum. Hann neitaði ein- dregið vangaveltum þess efnis, að hann hafi hitt sovéska stjórnarer- indreka er hann skokkaði f Centr- al Park í New York meðan hann starfaði þar, en viðurkenndi að hann hafi hitt Vladimir Sjissjon á bar í byggingu Sameinuðu þjóð- anna. Sjissjon er einn þeirra sov- ésku njósnara er Treholt er ákærður fyrir að hafa afhent mikilvægar upplýsingar. Hann viðurkenndi síðan að hafa átt 11 „vinnufundi” með njósnaranum Evgewny Beljajev á tímabilinu 1968—1971 og 20 með Gennaty Titov á tímabilinu 1971—1976.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.