Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 61
Svipmyndir frá unglingameistaramóti íslands í fimleikum
EINS og skýrt var frá í blaðinu í gœr fór unglingameistaramót íslands
í fimleikum fram um síöustu helgi. Rúmlega 100 keppendur tóku þátt í
mótinu sem fór mjög vel fram og var FSÍ til sóma. Keppt var í fyrsta
sinn eftir íslenskum fimleikastiga. Fimleikastiginn er fimm þrep og er
alþjóðleg skylduæfing efsta þrepiö.
Það er alveg greinilegt aö mikil gróska er um þessar mundir hjá
ungu fimleikafólki. Á myndunum hér á síðunni má sjá yngstu kepp-
endurna æfa, en þeir settu mjög skemmtilegan svip á mótiö.
• Hlín Diegó er aöeins sex ára gömul en stóö samt vel fyrir sínu og
sannaöi aö margur er knár þó hann sé smár. Hér fær hún aöstoð
þjálfarans viö eina æfinguna.
• Hnarreistar Gerplu-stúlkur ganga til keppni ásamt Valdimar Karls-
synL
• Þórey Einarsdóttir sex ára
ásamt þjálfara sínum Jónasi
Tryggvasyni. Þórey er tilbúin I
æfingu á gólfi.
• Stjarnan, Garöabæ, sendi
keppendur í fyrsta sinn á
fimleikamót. Hér er Sigurbjörg úr
Stjörnunni aö framkvæma erfiöa
æfingu og ferst þaö vel úr hendi.
Morgunblaðlð/Júlíus
• Hérna sjást yngstu keppendur Gerplu á mótinu. Allar voru stúlkurnar sérlega snyrtilega klæddar og tóku
íþrótt sína alvarlega.
W
• Hjördís Sóley I gólfæfingu. Hún var glaöleg á svipinn þegar hún framkvæmdi æfingar sínar og haföi
greínilega mikla ánasgju af.
• Hjördís Sóley Siguröardóttir á
jafvægisslánni. Þaö er stfll yfir
litlu hnátunni.
• Gunnhildur Steinarsdóttir á
tvíslánni, einbeitingin skfn út úr
andlitinu, enda er æfingin erfið í
framkvæmd.
• Vala Thoroddsen á jafnvæg-
ísslánni.