Morgunblaðið - 27.02.1985, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 27.02.1985, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 45 Fráhvarf Þorsteins Pálssonar frá húsnæðisstefnu Sjálfstæðisflokksins — eftir Jón Rúnar Sveinsson í Staksteinum Morgunblaðsins þann 19. febrúar sl. er vitnað til viðtals við Þorstein Pálsson, for- mann Sjálfstæðisflokksins í blað- inu „Suðurlandi", m.a. um réttindi Búsetafélaganna til lána úr Bygg- ingarsjóði verkamanna. Spurning blaðsins og svar flokksformanns- ins voru svohljóðandi: „Hvaða augum líta Sjálfstæð- ismenn þá viðurkenningu sem Búseti virðist hafa fengið hjá Húsnæðismálastofnun?" „Búseti nýtur sömu viður- kenningar og aðrir byggingarað- ilar gagnvart húsnæðismálum. Það félag hefur á hinn bóginn krafist forréttinda fram yfir byggingarsamvinnufélög og aðra byggingaraðila. Við höfum stað- ið gegn því. Afstaða okkar hefur verið sú, að verja verkamanna- bústaðakerfið og tryggja að aðr- ir aðilar nytu sama réttar gagn- vart húsnæðislánum og þeirri afstöðu verður ekki breytt með- an við eigum aðild að ríkis- stjórn." Hér er margt að skoða. Lítum fyrst á þá viðurkenningu sem yfir- stjórn húsnæðismála í landinu „virðist" hafa veitt Búseta. Réttarstaöa Búseta Núverandi réttarstaða Búseta innan húsnæðislánakerfisins grundvallast á c-lið 33. gr. hús- næðislaganna og úrskurði félags- málaráðuneytisins frá 8. janúar sl. Niðurstaða þessa ráðuneytisúr- skurðar er svohljóðandi: „Samkvæmt framansogðu telur ráðuneytið Húsnæðisstofnun ríkis- ins vera heimilt að veita lán úr Byggingarsjóði verkamanna til fé- lagasamtaka og þar á meðal Hús- næðissamvinnufélagsins Búseta, svo fremi að þau hafí það að markmiði að byggja eða kaupa leiguíbúðir til útleigu fyrir náms- menn, aldraða og öryrkja með hóf- legum kjörum." (Leturbr. JRS.) Þess skal getið, að allt að 1000 félagsmenn Búsetafélaganna upp- fylla ofangreind skilyrði laganna. Það er hinsvegar ósk Búsetahreyf- ingarinnar, sem félagsmálaráð- herra hefur tekið undir, að þessum hömlum verði aflétt í sérstökum lögum um húsnæðissamvinnufélög sem sett verði á yfirstandandi þingi. í 58. gr. húsnæðislaganna er að finna ákvæði um heimild til þeirra er byggja leiguíbúðir skv. c-lið 33. gr. að selja leigutökum hlutareign í íbúðinni. Sala hlutareignar jafn- gildir sölu búseturéttar, enda hef- ur féiagsmálaráðherra notað það orð um slíka sölu í umræðum á Alþingi þann 14. maí 1984. Búsetafélögunum er því sam- kvæmt núgildandi lögum heimilt að byggja leiguíbúðir með búseturétti fyrir stóran hluta félagsmanna sinna, jafnframt því sem það er stefna félagsmálaráðherra að höml- um á lánsrétti verði aflétt hið fyrsta. Þorvaldur Garðar og Friðrik Sófusson talsmenn „forréttinda“ leigjenda! Það er athyglisvert, að atlaga Þorsteins Pálssonar að Búseta og fullyrðingar hans um kröfur Bú- seta um „forréttindi" eru í beinni andstöðu við áður mótaða stefnu Sjálfstæðisflokksins varðandi byggingar leiguíbúða á vegum samtaka leigjenda. Á Alþingi fyrir réttum tveimur árum beittu núverandi vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sófusson, og aðaltalsmað- ur Sjálfstæðisflokksins í húsnæð- ismálum um árabil, núverandi forseti Sameinaðs Alþingis, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, sér af mikilli hörku fyrir auknum réttindum leigjenda til lána úr Byggingarsjóði verkamanna. Þorvaldur Garðar flutti m.a. þá Jón Rúnar Sveinsson „Núverandi réttarstaða Búseta innan húsnæðis- lánakerfísins grundvall- ast á c-lið 33. gr. hús- næðislaganna og úr- skurði félagsmálaráðu- neytisins frá 8. janúar sl.“ breytingartillögu við frumvarp Svavars Gestssonar, þáverandi fé- lagsmálaráðherra, að lánshlutfall til leiguíbúða félagasamtaka hækkaði úr 65% í 80%. Þessi var rökstuðningur Þorvalds Garðars: „Við flutningsmenn breyt- ingartillögunnar viljum ekki gera þennan greinarmun sem frumvarpsgreinin fjallar um. Við viljum, að allir þeir aðilar, sem hafa heimiid til lána vegna leiguíbúða, hafi sama rétt til lánanna. Þetta er ekkert hé- gómamál fyrir þá sem flokkaðir eru samkvæmt frumvarpinu í hinn óæðri flokk.(...) Þessi til- laga okkar mætir óskum Stúd- entaráðs Háskóla íslands, sem sent hefur okkur bréf um þessi efni, og óskum Leigjendasamtak- anna, sem einnig hafa sent okkur bréf um þessi efni.“ (Leturbr. JRS.) Þegar síðan kom í ljós, að hús- næðisfrumvarpið yrði ekki af- greitt fyrir þingrofið í mars 1983, gripu sjálfstæðisþingmennirnir Friðrik Sófusson og Birgir ísleifur Gunnarsson til þess örþrifaráðs, að flytja sérstakt frumvarp um réttindi félagasamtaka tii 80% lána! Þegar síðan Sjálfstæðisflokkur- inn allur var kominn í stjórn, var húsnæðisfrumvarp fyrri stjórnar endurflutt. Um lánsréttindi fé- lagasamtaka til byggingar leigu- íbúða var stefnumótun þeirra Þorvalds Garðars og Friðriks fylgt eftir með því að hækka lánshlutfallið úr 65% í 80%. í greinargerð sagði eftirfarandi: „Þegar rætt er um félaga- samtök og stofnanir sem fram- kvæmdaaðila við byggingu leigu- íbúða eru hafðar í hug sjálfs- eignarstofnanir, svo sem Félags- stofnun stúdenta og aðrar sam- bærilegar stofnanir, samtök leigj- enda, verkalýðsfélög og fleiri hagsmunaaðilar, sem myndað gætu samtök til þess að byggja leiguíbúðir til afnota fyrir félags- menn eða til leigu á almennum markaði." (Leturbr. JRS.) Þarna er samtökum leigjenda, fyrir atbeina sjálfstæðismanna, beinlínis uppálagt að stofna sam- tök til byggingar leiguíbúða fyrir almennan markað!. Búseti er einmitt slík bygg- ingarsamtök leigjenda. Bohman berst fyrir búsetu Staðreyndin í málinu er ein- faldlega sú, að Þorsteinn Pálsson hljóp illilega á sig er hann snerist á sveif með rangtúlkunum Hall- dórs Blöndal í húsnæðisfrumvarpi stjórnarflokkanna. t Suðurlands- viðtalinu lætur Þorsteinn í ljós stuðning við verkamannabústaða- kerfið. Sú var þó tíðin, að Sjálf- stæðisflokkurinn barðist jafnhat- rammlega á Alþingi gegn verka- mannabústöðunum og formaður- inn berst nú gegn Búseta. Hvort tveggja er að mínu viti jafnhrap- alleg mistök. Mér er kunnugt um, að forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hafa séð rautt þegar þeir hafa fjallað um Búseta. Þeir þóttust t.d. sjá rauða fána þegar Búseti tók þátt í 1. maí aðgerðum verkalýðsfélag- anna í Reykjavík sl. vor. Það er hinsvegar reginmisskiln- ingur þessara manna að halda að búsetuformið sé rautt og róttækt. Er þeim t.d. kunnugt um það, að í Svíþjóð hefur Hægfara flokkur- inn (Moderaterna) stutt búsetu- formið fram yfir leiguíbúðir sveit- arfélaga? Gösta Bohmann, fyrrum leiðtogi þessa systurflokks Sjálf- stæðisflokksins, var t.d. mikill persónulegur stuðningsmaður búseturéttarformsins. Ríkisstjórn borgaraflokkanna fylgdi á stjórn- arárum sínum 1976—1982 fram þeirri stefnu, að breyta félagsleg- um leiguíbúðum í búseturéttarí- búðir. Eg bjó sjálfur í Svíþjóð á þessum árum, og eignaðist búset- urétt þegar stúdentagarðsíbúð- inni, er ég og fjölskylda mín bjuggum í, var breytt í búseturétt- aríbúð í samræmi við húsnæðis- máiastefnu sænskra hægri manna! Búseti er kominn til að vera Sannleikurinn er sá, að Búseti verður ekki stöðvaður úr þessu. Það ættu þeir ágætu menn, sem ekki geta annað en hrópað séreign, séreign þegar minnst er á húsnæð- ismál, nú að reyna að skilja. Bú- setuformið býr nefnilega einnig yfir höfuðkosti séreignarinnar, því það tryggir full umráð búsetans yfir íbúðinni eins og hún væri hans algera einkaeign. Jafnframt eru búsetarnir tryggðir gegn ókostum fullrar markaðse;gnar, sem svo margt ungt fólk á tslandi, sérstaklega úti á landsbyggðinni, hefur orðið illilega fyrir. Búseti verður ekki stöðvaður. Hann er kominn til að vera. Jón Húnar Sveinssun er formadur Búseta í Reykjavík. Þjóðfélagslegur þrýstingur Rannsóknir hafa verið gerðar á samhengi þjóðféiagsástands og tíðni sjálfsviga (m.a. ein fyrsta meiriháttar rannsókn í sögu þjóð- félagsfræðanna gerð af E. Durk- heim). Þessar rannsóknir hafa t.d. sýnt mjög skýra fylgni milli sjálfsvíga og atvinnuleysis. Ég minnist þess úr undirskriftaher- ferð Samhygðar sl. vor gegn at- vinnuleysi að hafa heyrt raddir sem réttlættu atvinnuleysi og töidu það jafnvel æskilegt í ein- hverjum mæli. En mig minnir líka að mætur íslenskur stjórnmála- maður hafi einhverju sinni kallað atvinnuleysið „lifandi helvíti á jörðu“. Enda geta þeir sem ekki þekkja það a eigin raun reynt að ímynda sér hvernig það er að ganga á milli manna í atvinnuleit dag eftir dag og fá alltaf neitun. Rökrétt afleiðing af því hlýtur að vera vonleysi, lokuð framtíð og jafn- vel uppgjöf. Annað dæmi um tengsi þjóðfélagsástands og tíðni sjálfs- víga er Danmörk árið 1979, en þá jukust sjálfsvíg meðal bænda mjg mikið í kjölfar mikillar gagnrýni og þrýstings frá stjórnvöldum og fjölmiðlum. Margir hreinlega gáf- ust upp og sviptu sig lífi. Lokuð framtíð Fjölgun sjálfsvíga segir þó ekki alla söguna, vegna þess að sam- hliða þessari aukningu hafa enn fleiri reynt þetta en ekki tekist. Það virðist líka nokkuð víst að þegar einn sviptir sig lífi eru margir í sömu hugleiðingum. Mjög alvariegt er þó ástandið orðið þegar ieiðtogar og forvíg- ismenn ákveðinnar hugmynda- stefnu velja þennan kost. Þegar einhver sem er að ryðja nýja leið, sem hefur gefið fólki von, sviptir sig lífi er það beinlinis yfirlýsing um það að þessi tiltekna leið sé ekki fær, að framundan séu lokað- ar dyr — engin framtíð. í Japan eru sjálfsvíg meðal barna mjög algeng, alit niður í 7—8 ára. Og hvað er það annað en dómur þeirra yfir framtíðinni. Hér hafa mörg ungmenni svipt sig lífi undanfarið. Hvernig má það vera að þjóðfélagið skuli ekki bjóða upp á einhverja möguieika að velja um, einhverja færa leið? Þegar svo er komið er eitthvað stórkostlegt að. Ábyrgd stjórn- málaflokka Stórnmálaflokka getum við litið á sem farratæki til að flytja fram á veginn hugsjónir manna og hug- myndir um réttlátara og betra þjoðfélag — um frelsi og ham- ingju. Þegar þessi farartæki eru gapandi tóm, úr sér gengin og gefa enga von ættum við tafarlaust að láta þau hverfa af vettvangi í stað þess að þvælast þar fyrir, því það er stórhættulegt. Ef þeir sem marka stefnu þjóðfélagsins geta ekki gefið þegnunum von þá ber þeim að víkja strax, það eru mannslíf í hættu. Við erum að sjálfsögðu öll ábyrg, en stjórnmálaflokkar sem gefa ekki von um bjartari og betri framtíð eru ábyrgari og það sem meira er, þeir eru stórhættulegir heilsu fólks. Þegar þeir sem eiga að marka stefnuna til framtíðar- innar bjóða ekki upp á annað en vonleysi og lokaðar dyr þá er sið- laust af þeim að sitja áfram. Það er eins og að leiða mann að hengi- flugi og hrinda honum fram af. Mannleg velferö Aðalatrði stjórnmála er ekki fésýsla og efnahagsmál eins og margir virðast halda, heldur mannleg velferð — mannslíf. Sjálfsvíg eru ekki orðin faraldur hér, sem betur fer, þrátt fyrir mjög mikla aukningu á skömmum tíma. En ef vonleysið eykst enn, ef kjörin batna ekki sama hver situr við stjórnvölinn, þá nær það tök- um á æ fleirum og afleiðing þess getur orðið að fleiri og fleiri velja þá leið að svipta sig lífi. Okkar vandi er ekki efnahasleg- ur í sjálfu sér. Við getum haft það tiltölulega gott sem þjóð. Vanda- málið hér er að vonleysi eykst og á því getur ekkert unnið bug annað en skapandi virkni og þátttaka fólks í eigin lífi, að hver og einn finni að hann sé mikilvægur. Við vitum þetta mjög vel í Flokki mannsins vegna þess að við tölum við marga. Við erum á hverjum einasta degi að tala við fólk um þessi mál, úti á götum, á vinnu- stöðum, heima hjá því og nánast hvar sem hugsast getur. Og við vitum að ef vonleysið eykst meir og meir er hugsanlegt að það fari yfir suðumark. Völdin til fólksins En við erum bjartsýn og full af trú á manninn og möguleika hans. Einmitt þess vegna leggjum við til að eitthvað verði gert í þessu strax. Okkar tillaga er: Virkni, þátttaka og mikilvaegi hvers einasta manns. Að hver og einn finni að hann skipti máli sem manneskja, að hann hafi áhrif á líf sitt. Við viljum færa Völdin til fólksins — með því eykst von, virkni, þátt- taka og mikilvægi hvers og eins. Þeir sem hafa bjarta framtíð- arsýn og hlakka ti næsta dags svipta sig ekki lífi. Þeir sem hafa tilgang í lífínu svipta sig heldur ekki lífi. Ekki heldur þeir sem fínna til tengingar við sjáifa sig og aðra. Núverandi stofnanir og stjorn- völd eru hættuleg heilsu manna og það er bráðnauðsynlegt að þeir sem þar sitja geri sér grein fyrir því hið fyrsta, sín vegna og ann- arra. Opinberlega er ekki greint frá sjálfsvígum og er það jákvætt að ekki sé verið að nafngreina þá sem í þeirri ógæfu lenda. En að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að þau fara hraðvaxandi er heimsku- legt. Ef þjóðfélagið er þannig að þegnar þess finna stöðugt fyrir efnahagslegum þrýstingi (sem er ein tegund ofbeldis) og vaxandi vonleysi og stjórnvöld gefa enga von, þá þurfum við að breyta þvi. Vertu með Það vita allir að lágmarkslaun á íslandi eru ekki til að lifa af. Samt hótar „hið opinbera" fólki sem þiggur þessi laun öllu illu (m.a. með siðlausum hrægömmum í líki lögfræðinga) ef það borgar ekki skatta og skyldur, sem að stórum hluta fara til að standa straum af bruðli og sóun „hins opinbera". Þetta er ofbeldi af versta tagi. Það er vel hægt að fara öðruvísi að og það vita þessir menn, sem sjálfir setja lögin, mætavel. Og þegar fólk hefur lagt út í baráttu fyrir bættum kjörum er það siðleysi af versta tagi að ræna það árangrin- um strax og þar með voninni um að hafa eitthvað um eigið líf að segja. Með því er ýtt undir til- hneiginguna til að enda vonleysið með því að svipta sig lífi. Eins og getið var um hér í upp- hafi eru orsakir sjálfsvíga yfirleitt ekki einstaklingsbundnar heldur þjóðfélagslegar. Þessar orsakir eru stöðugur þrýstingur (t.d. efna- hagslega), vonleysi, sambands- og samskiptaleysi, hlutgerving og lé- leg stjórnun. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að afnema efnahagslegt ofbeldi, aflétta þessum stöðuga þrýstingi og spennu sem fólk finn- ur fyrir frá degi til dags og fá hæfa stjórnendur sem vísa á leið út úr þessu ástandi og gefa fólkinu bjarta framtíóarsýn. Það er í okkar valdi — þínu og mínu — að gera þessa breytingu. Vertu með strax í dag, því þá mun okkur ganga betur. Ingibjörg G. Guðmundsdóttir er þjóóféiagsfrædingur og félagi í Flokki mannsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.