Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 25 Það vekur athygli að í kommún- ísku ríkjunum eru þjóðartekjur á mann langhæstar í Austur- Þýskalandi og Tékkóslóvakíu, sem bæði eru háþróuð kapítalísk riki meðan var og hét og enn virðist ekki hafa tekist fulikomlega að keyra í viðjar alræðisins hvað af- köst varðar. Um Sovétríkin á það við að mikill herbúnaður, sem þar er óhjákvæmilegur til að viðhalda lögregluríkinu, „býr til“ þjóðar- tekjur, ef ég skil fræðin rétt. Litl- ar þjóðartekjur á mann þrátt fyrir mikinn herkostnað benda því til að kjör fólks séu jafnvel enn bág- ari en tölur gefa til kynna. Því meir sem fjárhagur manna batnar og möguleikarnir aukast þannig til að fullnægja nýjum og auknum þörfum, því minni verða þarfirnar hlutfallslega sem áður var svo að segja einum hægt að fullnægja, húsaskjól, fæði og klæði. Og þá sýnir það sig líka að þau orð að „maðurinn lifir ekki af einu saman brauði" eiga líka við í jarðbundnari merkingu en þau eru venjulega notuð í. Þarfirnar aukast svo með aukningu tekn- anna, annars gætu tekjurnar ekki haldið áfram að aukast. Mér skilst að hagfræðin noti ekki hugtakið framleiðsla um frumframleiðslu eina saman, heldur líka um hverskonar um- breytingu og tilflutning gæða, svo og um hvers konar þjónustustörf. Gott ef hún heldur því ekki fram að í nútimaþjóðfélagi sé ekkert eitt starf öðru mikilvægara, ef einhver vill borga þér kaup ertu ekki óþarfur, og að girnilegustu verðmæti verði ekki verðmæt fyrr en þau eru komin þangað sem þau nýtast. Allt þetta fær góðan hljómgrunn hjá okkur innnesja- mönnum þar sem þjónustustörfin eru svo ríkur þáttur tekjuöflunar. Hér kemur svo yfirlit sem sýnir á hverju við lifum, og er sýnt í hundraðshlutum hvernig hin rúm- lega 111 þúsund ársverk sem greitt var kaup fyrir árið 1982, og sem sjá 240 þúsund manns far- borða, skiptast á starfsgreinar, og eru orðin framleiðsla og þjónustu- störf notuð í hefðbundinni merkingu. Framleiðsla: Landbúnaður ...... 8% Fiskv. og vinnsla .. 14 Iðnaður .......... 24% 46% Þjónustustörf Verslun og hótel .. 13% Flutn., póstur og sími ............ 7% Peningastofnanir, tryggingar o.fl... 6% Varnarliðið ........ 1% Opinber stjórns. ogþjónusta ....... 27% 54% 100% Gnginn má skilja orð mín svo að ég sé að gefa í skyn að við munum öll geta haft framfæri af því einu að vera í snúningum hvert fyrir annað, svo einfalt er þetta ekki. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þegar einhvers staðar hefur verið sett á laggirnar undirstöðuatvinnu- grein þá sprettur þar gjarnan fljótlega upp í kjölfar hennar fjöldi ýmiss konar smærri fyrir- tækja í iðnum og þjónustugreinum sem þá aðeins þjóna næsta um- hverfi. Kannski hefur þetta allt of langa orð — undirstöðuatvinnu- grein — aldrei verið skilgreint, en það merkir væntanlega myndar- legt fyrirtæki á staðbundinn mælikvarða, sem þjónar stórum markaði, t.d. stóru héraði, öllu landinu eða útflutningi, þar með talin stóriðja, og dregur þannig til sín fjármuni af miklu stærra svæði en það sér fyrir atvinnu. Spurningin er hér aðeins hve sterk þessi áhrif til margföldunar at- vinnu eru? Ýmsir spyrja líka hvort eintóm smáfyrirtæki sem væntanlega þjóna aðeins næsta umhverfi geti ekki byggst upp svo að segja hvert utan um annað? Hvaðan ætti slík þróun að fá vaxt- armátt? Þótt þarna sé ýmislegt á huldu er eitt sem ég veit með fullri vissu, að til þess að vera sjálfstæð þjóð til frambúðar verðum við jafnan að eiga einhver þau eftirsóttu verðmæti til að flytja út sem jafn- gilda því sem við hverju sinni flytjum inn, auk þess sem við verðum að geta borgað skuldir okkar, og til þessa dugar ekkert nema vönduð framleiðsla og fram- úrskarandi hugvit. Björn StelTensen er löggiltur endurskoðandi. Sem dæmi um upphækkanir „öldur" gerir starfsnefndin tillög- ur um eftirfarandi: Vesturbæjarskólahverfi: ' Ægisgata 1 alda Melaskólahverfi: Furumelur 1 alda Hagamelur 2 öldur Neshagi 1 alda Ægisíða 2 öldur Breiðholtsskólahverfi: Arnarbakki 4 öldur Álfabakki 2 öldur Hvað upphækkanir snertir er ekki í skýrslunni lögð aðaláhersla á þær götur í Vesturbæ sem borg- arráð hefur gert með samþykkt sinni 12. febr. þrátt fyrir þær upp- lýsingar, sem liggja fyrir um hraða í umferðinni og slysatíðni. Með þessum skrifum hér að framan er einfaldlega verið að segja þetta: Unnið hefur verið að því að gera úttekt á umferðarástandi í hverf- um borgarinnar. ótal bréf frá skólastjórnendum, kennarafélög- um og foreldrafélögum hafa borist til umferðarnefndar og borgaryf- irvalda. Þrátt fyrir þessar staðreyndir virðast samþykktir varðandi verk- efni og framkvæmdaröð vera væg- ast sagt ruglingslegar og geð- þóttakenndar. Augljóst er að úrbætur á Álfa- bakka og Arnarbakka hafa verið settar í hliðarskúffu yfirvalda. Þetta er ritað til þess að vekja athygli á skýrslu starfsnefndar um umferðaröryggi, benda á óskipuleg vinnubrögð borgaryfir- valda og vekja áhuga almennings á umferðarmálum. Jens Sumarliðason er yfírkennari í Breiðholtsskóla. Hann átti sæti í nefnd sem fjallaði um umferðar- aðstæður barna í nágrenni skóla á vegum umferðarnefndar Reykja- víkur. Vatnsleysu- strandarhreppun Háar fyrir- framgreiðsl- ur Iauna Vogum, 25. febrúar. Heimaendurskoðandi Vatns- leysustrandarhrepps gerði í sl. viku athugasemdir við miklar fyrirframgreiðslur launa, sem voru útistandandi um áramót, um 550 þús. kr. samtals til tveggja starfsmanna. Annar starfsmaðurinn hafði fengið greitt samtals 450 þús. kr. fyrirfram en hinn tæplega 100 þúsund kr. sem voru útistandandi um áramót. Starfsmaðurinn sem hafði fengið 100 þús. kr. fyrir- framgreiddar hætti störfum fyrir nokkrum mánuðum. Hafa þessar greiðslur safnast saman á tveim- ur árum en um áramótin 1983 1984 voru útistandandi hjá hreppnum vegna fyrirfram- greiddra launa rúmlega 338 þús. kr. samkvæmt reikningum V atnsleysustrandarhrepps. Þeim starfsmanni, sem fengið hefur 450 þús. kr. fyrirfram og er í starfi hjá hreppnum, hefur ver- ið gert að greiða skuld sína ásamt vöxtum. Hann hefur þegar greitt hluta upphæðarinnar og gengið frá samningum um afganginn. — E.G. ^Apglýsinga- síminn er 2 24 80 Frumraun Tónlíst Jón Ásgeirsson Kathleen Bearden og Snorri Sigfús Birgisson héldu sam- leikstónleika í Norræna hús- inu um síðustu helgi og fluttu tónlist eftir Schubert, Ysaýe, Stravinsky og Ives. Tónleik- arnir hófust á g-moll sónöt- unni eftir Schubert, elskulegu tónverki sem þrátt fyrir ein- faldleika er erfitt að flytja á sannfærandi máta, með þeirri syngjandi sem tónlist Schu- berts er þrungin af. Annað verkið á efnisskránni var ein- leikssónata eftir Ysaýe (Ysáye, Ysaye eða Ysaye). Ysaýe-bræðurnir voru mikl- ir hljóðfæraleikarar, fæddir í Belgíu og auk hljóðfæraleiks fengust þeir við að semja tón- list. Þau verk sem einna þekkt- ust hafa orðið á síðari árum eru fiðlueinleikssónöturnar eftir eldri bróðurinn Eugene. Hann var nemandi Vieux- temps og átti hlutdeild i frum- flutningi tónverka eftir Franck, Chausson og Debussy. Fiðlueinleikssónöturnar eru sex að tölu og hafa þær ekki verið fluttar neitt að ráði hér á landi. Kathleen Bearden flutti Ysáye-sónötuna vel og af tölu- verðri leikni. Eftir hlé var á efnisskránni Italska svítan eftir Stravinsky. Tvö fiðluverk samdi Stravinsky upp úr Pulc- inella ballettsvítunni og kall- aði hann fyrra verkið aðeins svítu (1925) og seinna verkið ftalska svítu (1933). Það mun trúlega hafa verið fyrri svítan sem leikin var á tónleikum þessum en þessa verkaþyrp- ingu vann Stravinsky upp úr lögum sem nokkru áður höfðu fundist á Italíu og talin voru eftir Pergolesi. Deilt hefur verið um það hvort rétt sé al- farið að kalla Stravinsky höf- und þessara verka en oft er þess getið, þegar verkin eru flutt, hvaðan Stravinsky lán- aði sér efniviðinn. Margt var vel flutt í samspili flytjenda þó nokkuð væri ofgert um ein- staka áherslur og píanóundir- leikurinn á nokkrum stöðum við efri mörkin í styrk. Síðasta verkið á efnisskránni var önn- ur fiðlusónatan eftir Ives, „vandræðabarnið" í banda- rískri tónlistarsögu. Sónatan var vel flutt og skemmtileg áheyrnar. Kathleen Bearden er góður fiðlari og átti hún bestu sprettina í Ysáye-sónöt- unni og einnig í sónötunni eftir Ives. Samspil hennar og Snorra var með ágætum enda er Snorri reyndur píanóleikari og hefur oft áður stutt við unga tónlistarmenn er þeir þreyttu frumraun sína. í heild voru þetta góðir tónleikar og eftir þessa frumraun rétt að bjóða Kathleen Bearden vel- komna í velskipaðan hóp fiðlu- leikara er hér hafa numið land á síðari árum. RITVintlSLA Yfír 600 manns hafa þegar sótt ritvinnslunámskeið okkar. Á næstunni verða haldin eftirfarandi námsheið: • Word • Easywriter II • Wordstar (Ritvinnsla II) • Hugriti • Appleworks Upplýsingar og shráning I síma 82930 ATH! Starfsmannafélag Reykjavíkur, Starfsmenntunarsjóð- ur starfsmannafélags ríkisstofnana og Verslunarmannafélag Reykjavíkur styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessum námskeiðum. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Sff TÍMABÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.