Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 20

Morgunblaðið - 27.02.1985, Side 20
20 MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 Sjóefnavinnslan á Reykjanesi, gufuskiljustöð, rafstöð, eimar. Sjóe fnavinnslan á Reykjanesi — eftir Baldur Líndal Þau þáttaskil hafa orðið í sögu Sjóefnavinnslunnar á Reykjanesi að iðnaðarráðherra hefir lýst því yfir að hans ráðuneyti muni ekki styðja „saltvinnslutilraunir" fyrirtaekisins, frekar en orðið er. Þar sem ríkið hefir verið aðal- stuðningsaðili þessa fyrirtækis fjárhagslega hingað til og er eig- andi 80% hlutafjár, eru hér á ferð meiriháttar umskipti ef ráðherr- ann er skilinn svo að hann styðji starfsemi fyrirtækisins almennt ekki lengur. í þessu sambandi er vert að rifja fyrst stuttlega upp sögu þessa fyrirtækis. Sjóefnavinnslan hf. var stofnuð 12. desember 1981 samkvæmt iögum þar um, sem sett voru um vorið sama ár. Hún var arftaki eldra félags, Undir- búningsfélags saltvinnslu á Reykjanesi hf., sem starfað hafði nokkur undanfarin ár. Samkvæmt lögunum um sjó- efnavinnslu skyldi fyrst reisa 8.000 tonna framleiðslueiningu fyrir fisksalt, sem var hugsuð sem liður í fullgildri sjóefnavinnslu seinna meir. Skyldi ennfremur framleiða fleiri salttegundir, kalí, kalsíumklórið, bróm og klórvítis- sódaafurðir þegar kæmi að hinum siðari áföngum. Stefnt skyldi að 40.000 tonna verksmiðjusam- stæðu, en lögin gerðu ráð fyrir þingsályktunartillögu um leyfi til framhalds að 8.000 tonna áfang- anum loknum. f 8.000 tonna áfanganum skyldi fullreyna hvernig saltið reyndist til söltunar á fiski. í þessum áfanga skyldi ennfremur sann- reyna tæknileg atriði sem að framleiðslunni lutu. Lögin heimil- uðu auk þess borun nýrrar bor- holu, byggingu rafstöðvar og hönnun verksmiðju sem væri grundvölluð á framleiðslu á 40.000 tonnum af salti. Hafist var handa um þessar framkvæmdir strax árið ’82 og prófanir hófust á saltvinnslu und- ir vor árið eftir, þ.e. ’83. Til þess að flýta fyrir því að salt fengist til prófana voru tvær af þremur salt- pönnum notaðar til eimingar með- an eimar voru ekki tilbúnir og að- eins ein panna var notuð til salt- vinnslu. Á því ári var lokið við gufuveitu frá eldri borholu og ný borhola var boruð. Reist var 500 kW gufurafstöð o.fl. Eimarnir voru síðan tilbúnir til notkunar í sept. ’84. Á síðastliðnu ári skyldi ennfremur taka viðbótarpönnu í saltvinnslu og auka þar með fram- leiðsluna verulega. Á síðastliðnu sumri fól iðnað- arráðherra Iðntæknistofnun að gera úttekt á stöðu Sjóefnavinnsl- unnar hf. og tillögur til sín um framtíðarþróun fyrirtækisins. í kjölfar skýrslu ITÍ um Sjóefna- vinnsluna, sem út kom í septem- ber, var framkvæmdum frestað um óákveðinn tíma og stendur svo ennþá nú í febrúar ’85. Ekki hefir enn verið lokið við 8.000 tonna áfangann. Þó hefir þessi eina kristöllunarpanna sem í salt- vinnslu hefir verið skilað sínu hlutverki með mikilli prýði. Fram- leidd hafa verið 6—7 tonn á dag. Saltið allt selt jafnóðum. Til þess að ljúka því ætlunar- verki 8.000 tonna áfangans að full- reyna eiginleika og hæfni Reykja- nessaltsins sem fisksalts er talið að markaðurinn þurfi að fá það magn sem stefnt var að í 8.000 t áætlun um nokkurn tíma. Þá mætti segja að væri kominn grundvöllur til þess að *.aka ákvarðanir um framtíð fyrirtæk- isins, eins og lögin virðast gera ráð fyrir. Sem vænta má hafa þegar verið gerðar umfangsmiklar prófanir á salti því sem framleitt hefir verið. í stuttu máli má fullyrða að reynslan bendi til þess að Reykja- nessaltið sé fremra venjulegu salti til verkunar saltfisks, þar sem það hefir reynst gefa betri raun að flestra mati. Það sé mjög gott síld- arsait og frábært gærusalt. Einn kunnur saltfiskverkandi og mats- maður, sem mikið hefur notað þetta salt og lætur kaupa það reglulega segir, að kostir Reykja- nessaltsins séu slíkir, að þeir vegi fyllilega upp verð saltsins sjálfs, þannig að segja megi að hann fái saltið ókeypis miðað við að kaupa annað salt. Hinsvegar er jafn- framt ljóst, að hvorutveggja þarf, meira magn til sölu og lengri tíma, til þess að saltendur al- mennt átti sig á þessum viðhorf- um, því jafnvel bjartsýnustu for- vígismenn Reykjanessaltsins gerðu sér ekki svona háar vonir. En hvað hefir þá farið úrskeiðis svo að ráðherrann sjái ástæðu til svo stórra orða? Jú, það tók um það bil ári meira en reiknað var með að ná tæknilegum tökum á saltfiskframleiðslunni. Að sjálf- sögðu er siíkt kostnaður, sem þurfti að mæta en tæplega er þetta veigameiri þáttur en hinn óvænti árangur í gæðum 3em fram er að koma. Auk þess má minna á hinn frábæra árangur af gufu- borholu sem alkunnur er. Fréttir í fjölmiðlum hafa tæp- lega verið með þeim hætti að hinn almenni borgari geti gert sér grein fyrir stöðu Sjóefnavinnsl- unnar hf. í raun. Það sem á vantar er að mínu mati þetta: 1. Hinn svokallaði 8.000 t áfangi er frá upphafi hugsaður sem þróunaráfangi. Stofnkostnaður hans og rekstur skyldi skoðast sem hiuti fullbyggðrar verk- smiðju fyrir margskonar efna- vinnslu. Reiknað var með að rekstur þessa áfanga stæði undir beinum kostnaði þegar hann yrði fullbyggður. En nokkuð vantar enn á í tækja- búnaði eins og fram hefur kom- ið og sum tæki bíða gangsetn- ingar. Meðan svo er, er til lítils JF* ; Baldur Líndal. „Þessi stutta grein er skrifuö til þess aö þeir, sem ókunnugir eru þessum málum, geti átt- aö sig betur á því sem þarna er til umræöu. Sér í lagi vildi ég undir- strika að hér er ekki einfaldlega teflt um saitframleiöslu og fisk- söltun, heldur engu síö- ur heiia iöngrein, sem er ein aöal uppistaöa í efnaiðnaði hvar sem er í heiminum.“ að tala um að reksturinn beri sig ekki eins og gert er. 2. Margháttuð efnavinnsla hefir verið rædd og komið til álita og athugana í sambandi við Sjó- efnavinnsluna. Verkefni í sam- bandi við þróun fisksalts hafa engu að siður yfirgnæft að sinni að því er framkvæmdir snertir. 3 Starfsemi Sjóefnavinnslunnar hf. á með réttu að geta skilað því fjármagni til baka með við- unandi vöxtum, sem í hana er lagt. En hún þarf stuðning eig- enda sinna til eðlilegrar upp- byggingar. Sé hann ekki fyrir hendi, er hætta á að stór hluti þess fjármagns, sem í fyrirtæk- ið hefur verið lagt, tapist. Ætia mætti að skýrsla ITÍ skæri úr um það hvað skuli gera. Þar segir í stuttu máli að einfald- ast sé að hætta við sjóefnavinnsl- una í fyrirsjáanlegan tíma eða þá að leggja í að halda áfram og freista þess að verða þjóðarbúinu og fisksaltendum að liði. Héðan gætu efasemdir ráðherrans verið runnar. Hinn fyrri valkostur ITÍ þýðir í raun að striki skuli slegið yfir allt það sem búið er að gera í sjóefna- vinnslu hér á landi frá upphafi, jarðhitasvæðið sé tekið til ann- arra nota og öllu fjármagni sem lagt hefir verið fram bæði fyrr og Hegðun gæsa boð- ar ekki batnandi tíð Prag, 25. febrúar. AP. TÉKKNESKA dagblaðið Mlada Fronta greindi frá því um helgina, að hegðun villigæsa sem koma við á stöðuvatni einu í Suður-Moravíu á leið sinni frá suðlægum iöndum á leið til varpheimkynna í Skandin- avíu og Póllandi bendi til þess að vorið sé ekki á næstu grösum og það verði hart þegar það kemur. Blaðið hafði eftir náttúrufróð- um aðilum við stöðuvatnið, að gæsaflokkarnir hefðu komið fijúgandi að sunnan, en í stað þess að doka við á vatninu áður en ferðinni var haldið áfram norður, tóku gæsirnar sig upp og flugu suður á nýjan leik, eins og þær hefðu misreiknað sig. Stöðu- vatnið í Moravíu var að mestu iagt er gæsirnar komu, nokkuð sem ekki er venjan á þessum tíma og álitu karlarnir að það hefði gert gæfumuninn. Haft var eftir hinum fróðu mönnum, að í fyrra hefðu um 6.500 gæsir komið strax 5. janúar og næstu tvær vikurnar hefðu þær komið í stríðum straumum, uns 17.500 fuglar hefðu verið samankomnir. Þeir hófu sig svo til flugs allir sem einn og flugu norður á bóginn. Að þessu sinni hefðu fyrstu gæsirnar ekki kom- ið fyrr en í fyrstu viku febrúar og aðeins staidrað við í 5 daga uns þær flugu sömu leið til baka að því er virtist. „Veturinn hefur verið harður og vorið mun bera keim af því,“ segja sérfræð- ingarnir og byggja spádóminn á hegðun gæsanna. síðar, skal kastað á glæ. Almenn- ingur skuli standa þarna uppi slippur og snauður og bara borga brúsann. Ef einhver heldur að unnt sé að taka þráðinn upp seinna meir, ef hætt er nú, byggist það mat á ónægum upplýsingum. Það er hvergi hægt að framleiða salt á íslandi svo hagkvæmt sé nema á Reykjanesi og gæta skal þess að einmitt þetta salt er upp- haf og endir alls þess sem á þess- um meiði getur vaxið. Sé Reykja- nessvæðið tekið til annars, er engu hægt að bjarga á þessu sviði. í sambandi við þennan fyrri valkost er bryddað upp á því að taka upp aðra starfsemi og þá t.d. fiskeldi. En ekki þarf að sækja vatnið yfir lækinn. Sjóefnavinnsla og fiskeldi myndi fremur styrkja hvað annað. Fiskeldi þarfnast að- eins lágs hitastigs sem getur nýst jafnt hvort sem um sjóefnavinnslu er að ræða eða ekki. En það er mjög hagkvæmt fjárhagslega fyrir tvo aðila, að geta notað sama varmann hvor á eftir öðrum. Síðari valkosturinn er að sjálf- sögðu sá að halda uppbyggingunni áfram á líkan hátt og nú hefir ver- ið fyrirhugað. Höfundar skýrslu ITÍ gera sér ljósa grein fyrir möguleikum saitsins til verð- mætaaukningar í fiskvinnslu og leggja á það áherslu. Jafnframt benda þeir á að einhver hluti þess ágóða geti orðið eftir hjá Sjóefna- vinnslunni sem nokkru hærra verð. Hinsvegar vekur það undrun að ekki skuli minnst á efnaiðnað svo sem natriumklóratframleiðslu eða stórframleiðslu á klóri og vít- issóda. Þó má fullyrða að ef sjó- efnavinnsla kemst á legg eins og nú er helst stefnt að með fisksalt sem megin framleiðslugrein, þá gæti hún valdið úrslitum um til- vist slíkra orkufrekra efna- vinnslufyrirtækja og mjög senni- lega magnesíummálms i kjölfar þess. Þetta er þá valið, hinn „einfald- ari“ kostur og hinn „erfiðari" kostur samkvæmt orðavali höf- unda ITÍ-skýrslunnar. Það ber að harma að útdráttur sá, sem inniheldur aðalniðurstöð- ur úr skýrslu ITÍ er mjög lauslega saman tekinn. Hann gefur því til- efni til óþarfa efasemda, sem hafa gefið skýrslunni leiðinlegan biæ. Ekki má skilja við skýrslu ITf án þess að minnast á þátt sem skrumskælir alla röksemdafærslu höfunda. Inn í útreikninga biand- ast viðieitni til þess að skilja á milli orkuöflunar og efnavinnsl- unnar sjálfrar þannig, að raforka og gufa eru reiknuð sér á biaði og efnavinnslan sjálf, þ.e. saltvinnsl- an og annað slíkt, út af fyrir sig. Útkoman verður sú sem við mátti búast að annar þátturinn græðir en hinn tapar. Útkoman sýnir hinsvegar einungis þann sem tap- ar sem er efnavinnslan. Þar sem um er að ræða starfsemi sem beinlínis er grundvölluð á tilvist ódýrrar orku og þegar orkunni eru skömmtuð verðgildi sem ekki eru í samræmi við vinnslukostnað, er ekki von á góðu. Sjóefnavinnslan hafði þegar tryggt sér vinnslurétt jarðvarma á nægilega stóru svæði á Reykjanesi og hafði og hefir fyllsta rétt til þess að nýta þá auð- lind að vild. Slíkir útreikningar eru því markleysa ein. Þessi stutta grein er skrifuð til þess að þeir, sem ókunnugir eru þessum málum, geti áttað sig bet- ur á því sem þarna er til umræðu. Sér í lagi vildi ég undirstrika að hér er ekki einfaldlega teflt um saltframieiðslu og fisksöltun, heldur engu síður heila iðngrein, sem er ein aðaluppistaðan í efna- iðnaði hvar sem er í heiminum. Þar sem það var Alþingi fslend- inga sem lagði grunn að Sjóefna- vinnslunni með setningu laga á árinu 1981, vil ég í lokin hvetja alþingismenn, vegna þeirrar neikvæðu umræðu sem nú á sér stað varðandi þetta mál, að kanna vel hvort þessa framkvæmd hefir borið svo af leið, sem af er látið. Er ég þess fullviss að þetta mál hljóti farsæla iausn. Baldur Líndal er efnarerkfræðing- ur og hefur verið hönnunarstjóri Sjóefna vinnslunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.