Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.02.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 21 Viðey — — eftir Þórarinn Björnsson Hvernig væri nú að viðkomandi stjórnvöld og eigendur beittu sér fyrir að gera Viðey að útivistar- stað fyrir okkur borgarbúa og aðra landsmenn sem þangað vildu koma og hafa ferju á milli. Slíkur útivistarstaður finnst hvergi nú orðið í návist borgarinnar. Frá mínu sjónarmiði séð er brýn nauð- syn á slíkum stað. Sérstaklega fyrir Reykvíkinga, sem eiga nú ekki eftir lófastóran blett til að geta farið á og notið útivistar og kyrrðar. Ég ætlast ekki til að ríkið og borgin leggi til allt fé í þetta verk, en leggi fram einhvern styrk, og ekki að þessu þurfi að koma upp þegar í stað, heldur byrja á fyrstu framkvæmdum (hálfnað verk þá hafið er) gróð- ursetja lífseigar trjáplöntur og blóm, slétta það sem þurfa kann og sá í grasfræi. Margir spekingar munu þusa og sveia yfir svona uppástungu og segja: eru skattar ekki nógu háir og trjágróður lifir ekki í eyjunni fyrir sjóroki. Slíkt var sagt um Laugarnestangann á sínum tíma. Það hefi ég nú af- sannað því ég á tæp tvö hundruð tré í blettinum hjá mér á tangan- um og eru þau orðin tveggja ára gömul og dafna vel, sum ná mér upp undir hendur og er ég þó með- almaður á hæð. í eynni þyrfti að koma upp stór- um skálum eða stórum tjöldum yf- ir sumarmánuðina ásamt hrein- lætisaðstöðu og veitingum svo gæti hver og einn haft sitt tjald fyrir sig. Þetta gæti orðið byrjun- in, ásamt skemmtikröftum, á margra ára starfi fyrir okkur og komandi kynslóð. Einnig væri ekkert ofsa mál að leggja hita- veitu og góða raflögn út í eyjuna. Svo í framtíðinni mætti, ef hent- ugra þætti, byggja brú úr Gufu- nesi út í eyna. Þá er það fjáröflun- arleiðin eða leiðirnar og þær eru margar og ekkert risamál, ef sem flestir hjálpuðust að. T.d. að gefa verk í einn dag, stofna happ- drætti, hefja merkjasölu fyrir verkið, sem fólk myndi selja frítt, safna áheitum um lítið sem stórt, peninga eða annað framlag, sér- staklega hjá stórfyrirtækjum eins og t.d. skipafélögum, flugfélögum, olíufélögum og efnuðum einstakl- ingum. Eg er viss um að með þess- um hætti mætti safna hundruðum þúsunda. Ég þori að fuyllyrða, að þetta Ráðstefna um málefni aldraðra ÖLDRUNARRÁÐ íslands heldur ráðstefnu á Hótel Esju á morgun, 1. mars. Hefst hún klukkan 13 og stendur til kl. 18. Ráðstefnan mun fjalla um mál- efni þeirra öldruðu er búa á heim- ilum sínum. Eftir framsöguerindi verður kaffihlé og síðan hefjast umræður. Fundarstjóri verður formaður Öldrunarráðs íslands, sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. útivistarstaður yrði með tíð og tíma einhver eftir- sóttasti skemmti-og útivistarstað- ur okkar höfuðborgarbúa. Hugs- um okkur allt það fólk í Reykjavík sem aldrei kemst í sumarfrí og þó sérstaklega öryrkja og gamalt fólk, sem ekki þolir langar ferðir til eftirsóttra staða. Sjáið þig ekki í huganum þessa framkvæmd í verki og hið ánægða fólk svo þúsundum skiptir sem myndi njóta þessa staðar, jafnvel á vetrum líka. Það sé eg. Göngu- stíga mætti leggja um eyna, en þó takmarkað. Þeir þyrftu að vera lagðir úr sjávarmöl til að koma í veg fyrir moldrok. Ég ætla nú ekki að hafa fleiri orð um þetta að si- nni, en ég mun engu gleyma. t.d. mætti reka smá búskap með sauðfé á afgirtum svæðum og hesta til að leigja út, svo og gælu- dýr. Jafnvel eignast okkar alvöru tívolí, ásamt sundlaug og íþrótta- húsi. Fyrst það er ekki sett upp í Laugardalnum, því ég sé ekki ann- an nógu stóran stað fyrir slíkt hér í höfðuborginni eða nágrenni hennar. Þórarinn Björnsson er fyrrv. sjó- maóur. Hann starfaði einnig sem kokkur og bryti bji Landhelgis- gæzlunni. Þórarinn Björnsson * „Eg þori að fullyrða, að þetta yrði með tíð og tíma einhver eftirsótt- asti skemmti-og útivist- arstaður okkar höfuð- borgarbúa. Hugsum okkur allt það fólk í Reykjavík sem aldrei kemst í sumarfrí og þó sérstaklega fyrir öryrkja og gamalt fólk, sem ekki þolir langar ferðir til eftirsóttra staða.“ ÍRRflR SNORRABRAUT 56 SIMI 1 35 05 GLÆSIBÆ SIMI 3 43 50 AUSTURSTRÆTIÍO SlMI 27211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.