Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 18

Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985 Þrjár nýjar stofnan- ír teknar í notkun Styrktarfélag vangefinna: „Stórhugur Styrktarfélags vangefinna lýsir sér best í því að félagið tekur í notkun þrjár stofnanir á sama degi,“ sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra um leið og hann á Tóstudaginn lýsti formlega yfir opnun sambýlis og skammtímaheimilis í Vfðihlíð 9—11 auk nýs húsnæðis fyrir Vinnustofuna Ás í Brautarhoiti 6. { máli ráðherra kom fram að markvisst væri unnið að málefn- um fatlaðra á öllu landinu. Á átta þjónustusvæðum eru þegar komin samtals fimmtán sambýli og von væri á þremur til viðbót- ar á þessu ári. Auk þess eru tólf verndaðir vinnustaðir á landinu öllu, en vonir standa til að þeim fjölgi á Austur- og Vesturlandi á þessu ári. Á fjárlögum ársins 1985 er gert ráð fyrir rúmlega 8 millj. kr. til Styrktarfélags vangef- inna, til rekstrar á sambýlis- og skammtímaheimilum auk rekstrar á vinnustofu Áss. Hafist var handa við byggingu heimilana við Víðihlíð í tengsl- um við 25 ára afmæli félagsins í mars 1983, en þá var fyrsta skóflustungan tekin. Þá afhentu borgaryfirvöld félaginu 1,5 millj. kr. til framkvæmdanna og gáfu eftir gatnagerðargjöld, tæplega hálfa millj. kr. Húsin voru öll orðin fokheld og frágengin að utan á miðju síðastliðnu ári, en síðan var lögð áhersla á að ljúka tveimur þeirra. Skammtímaheimilið rúmar 7 vistmenn, en heimilinu er t.d. ætlað að taka á móti til vistunar einstaklingum, þegar skyndileg veikindi koma upp í fjölskyldum, eða ef aðstandendur ætla að taka sér frí um tíma, en mikið álag fylgir því oft á tíðum að annast vangefna einstaklinga. í sambýlinu geta 5 einstakl- ingar búið. Þangað geta þeir flutt með sín eigin húsgögn og muni. Forstöðukona heimilanna er Solveig Theódórsdóttir, þroskaþjálfi. í tilefni opnunarinnar bárust félaginu margar gjafir. Meðal annars afhenti gamall baráttu- maður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, félaginu bankabók með 420 þús.kr. Þá bárust félaginu gjafir úr dánarbúi hjónanna Guðmundu Guðmundsdóttur og Harðar Ásgeirssonar, húsgögn og heim- ilistæki, sem notuð verða í sam- býlinu í Víðihlíð. Lion’sklúbburinn Freyr af- henti gjafabréf fyrir öllum heimilistækjum til skammtíma- heimilisins og ýmiss konar hús- gögn, en félagar í Frey hafa margoft áður afhent heimilum félagsins rausnarlegar gjafir. Vinnustofan Ás hóf starfsemi sína í nýju húsnæði í Brautar- holti 12. des. sl., eftir að hafa verið rekin í bráðabirgðahús- næði þjálfunarheimilisins Lækj- aráss við Stjörnugróf frá því í okt. 1981. Félagið hefur að öllu leyti staðið undir kostnaði við hús- næðið sem er um 2,8 millj. Á vinnustofunni starfa um 20 ein- staklingar við ýmiss konar framleiðslu. Framkvæmdastjóri Áss er Hafliði Hjartarson. Morgunblaðid/Bjarni. Nýtt sambýlis- og skammtímaheimili Styrktarfélags vangefinna að Víði- hlíð9—11. Morgunblaðið/Bjarni Frá vinstri, Tómas Hturlaugsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna, Davíð Kr. Jónsson, varaformaður Styrktarfélags vangefinna, Alexander Stefánsson, félagsmálaráð- herra, Sólveig Theódórsdóttir, forstöðukona nýju heimilanna, Magnús Kristinsson, formaður Styrktarfélags vangefinna og Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Starfsfólk á vinnustofunni Ás, sem Styrktarfélag vangefinna hefur nýlega opnað. Fáein orð um skyldu- nám í Reykjavík — eftirJónÁ. Gissurarson Háværar raddir heyrast nú um of mikið fjölmenni í bekkjardeild- um grunnskóla Reykjavíkur, jafn- vel svo að kennurum sé ofgert og námsárangri stefnt í voða. Skal nú hugað að þróun þessara mála um þrjátíu ára skeið, fyrst í gagn- fræðaskólum borgarinnar, og síð- ar í 7., 8. og 9. bekk grunnskóla, en þeir aldurshópar voru áður í gagn- fræðaskólum. Að vísu vantar síð- asta bekk gömlu gagnfræðaskól- anna, enda fluttist hann í fram- haldsskóla. Skólaár 1954—1955 var meðal- fjöldi í bekkjardeildum gagn- fræðaskóla Reykjavíkur liðlega 27 en 25 1976—1977. Síðustu tíu ár þessa tímabiis fór meðalfjöldi aldrei upp í 27 og neðst í rúmlega 24. Skólaár 1984-1985 eru 7., 8. og 9. bekkur í 12 grunnskólum í Reykjavík ásamt yngri árgöngum en einir sér í þremur skólum. í þessum þremur aldurshópum eru samtals 3.423 nemendur í 147 bekkjardeildum, eða liðlega 23 að jafnaði í hverri. (Hér er sleppt æf- ingaskóla Kennaraskóla Islands svo og 10 sérdeildum þessara skóla, en hvorir tveggju hefðu lækkað meðaltal). Á þrjátíu árum hefur því fækkað úr 27 í 23. Grunnskólar Reykjavíkurborg- ar eru 15 með 7., 8. og 9. bekk. I 7 þeirra er fjöldi í einstökum bekkj- ardeildum frá 15 V4 (hálfur mis- skilst vonandi ekki) upp í 24 að meðaltali, en í 8 allt upp í 28, i engum þó í öllum aldursflokkum. Meðaltal er áberandi hæst í tveimur skólum i Breiðholti. f Reykjavík sækja i tólf grunn- skólum allir skyldunáms- nemendur einn og sama skóla frá fyrsta bekk til niunda. Þetta tel ég ranga stefnu, réttar hefði verið að skilja yngri og eldri árganga að. Liggja til þess ýmsar ástæður og skal getið nokkurra. Sex ára börn og sextán ára unglingar eiga fátt sameiginlegt. Kennsla ungra barna hlýtur að vera með öðrum blæ en stálpaðra unglinga. Ald- urshópur eldri nemenda gæti orð- ið fjölmennari i hverjum skóla, og hægar um vik að skipta skynsam- legar i deildir en nú er. Spara hefði mátt eina deild i 9. bekk að óseku ef nemendur sem nú eru í Vogaskóla hefðu flust i Langholts- skóla eins og fræðsluyfirvöld höfðu ákveðið en horfið var frá vegna andmæla Vogabúa. Hver óþarfa deild kostar alla skattborg- ara mikið fé, ekki Vogabúa eina. Skipting nemenda i deildir sam- kvæmt getu yrði auðveldari. Raunar mun slík skipting viðast afnumin vegna misskilinnar mannúðar, slikur dilkadráttur tal- inn setja mark á nemendur. Menn gleyma hins vegar að skarpasta gagnrýni kemur frá sambekking- um sjálfum séu nemendur mjög misjafnlega á vegi staddir. Bekkj- arkennsla hlýtur að miðast við eitthvert meðaltal. Þeir sem lengst eru frá því meðaltali skað- ast mest. Bekkjardeildir gætu þá orðið misstórar að skaðlausu. Ég tel því að fjöldi í bekkjar- deildum í grunnskólum Reykja- víkur sé kominn í viðunandi horf með örfáum undantekningum sem Jón Á. Gissurarson „Bekkjarkennsla hlýtur að miðast við eitthvert meðaltal. Þeir sem lengst eru frá því meðaltali skaðast mest. Bekkjardeildir gætu þá orðið misstórar að skað- lausu.“ brýnt er að kippa í liðinn hið bráð- asta. En það eru aðrar blikur á lofti. Ekki er annað sýnna en dug- andi menn og konur muni snið- ganga kennslustörf vegna of lágra launa. Cr því verður að bæta. Tími sr. Magnúsar Helgasonar skóla- stjóra Kennaraskóla íslands er liðinn, en hann leit á væntanlegt starf nemenda sinna sem far- kennslu upp á frítt fæði og logi. Kennarar sætti sig ekki við slík býti og eiga annarra kosta völ. Stjórnvöld hljóta að standa vörð um skattpyngju borgara, jafnt til fræðslumála og annarra flokka, en þau mega ekki spara á röngum stöðum, það er sóun. En mætti ekki draga úr útgjöldum á öðrum liðum fræðslumála? f Reykjavík standa skólahús hálfnýtt, eða minna en það, þar sem hægt hefði verið að sameina skóla. Skilar öll þessi sálfræðiþjónusta arði? Ég held þeir geri ekki allir í blóð sitt, þótt ekki vilji ég taka eins djúpt i árinni og fyrrverandi fræðslu- stjóri í Reykjavík, Kristján Gunn- arsson, sem taldi sálfræðinga hafa unnið meira ógagn heimsbyggð allri en Rússar og Bandaríkja- menn með hernaðarbrölti sínu samanlögðu, ef ég man rétt. Þessar hugleiðingar beinast að gamla gagnfræðastigi, núverandi 7., 8. og 9. bekk grunnskóla, en það þekki ég af eigin reynslu. Sumt á sjálfsagt við yngri deildir, annað ekki. Jón Á. Gissurarson er fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.