Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 27.02.1985, Síða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 48. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Aðeins almenn mál- efni rædd við KGB - sagði Arne Treholt í varnarræðu sinni í gær ^ Ósló, 26. febrúar. Frá AP og frélUritumm Mbl., Klísabetu Jónasdóttur og Jan Erilt Lauré. Á ÖÐRUM degi réttarhaldanna yfir Arne Treholt, sem sakaður er um um- fangsmiklar njósnir fyrir Sovétmenn og fraka, tók hann sjálfur til máls og bar af sér allar sakir. Lars Quigstad, saksóknari, lagði ýmsar spurningar fyrir Treholt og svaraði hann sumum en öðrum ekki en eftirtektarvert þótti hve oft hann bar við minnisleysi. Treholt talaði fyrir máli sínu og svaraði spurningum saksóknarans í fimm klukkustundir samfleytt. Kvaðst hann alsaklaus af því að hafa verið njósnari og sagði það ekki rétt, að hann hefði átt 120 Arne Treholt tók til máls í réttar- höldunum í gær og kvaðst alsaklaus af því að hafa njósnað fyrir Sovét- menn. Var hann með mikið af skjöl- um með sér og sést hér blaða í þeim t áður en hann hóf varnarræðuna. AP/Slmamynd fundi með Sovétmönnum. Hefðu þeir aðeins verið 59 og aðeins verið rætt um almenn málefni yfir máls- verði. Um skjölin, sem fundust á heimili hans eftir handtökuna, sagði Treholt, að þau hefðu orðið þar eftir fyrir misskilning og at- hugunarleysi hans, sem rekja mætti til mikilla anna hans og ferðalaga. Auk þess, sem aðeins 45 vörðuðu málið sjálft. Treholt sagöi, að strax eftir handtökuna hefðu hafist yfir hon- um yfirheyrslur, sem staðið hefðu látlaust í 15 klukkustundir og spurði þá Quigstad, saksóknari, Guðmundur G, Hagalín látinn Einn heizti rithöfundur þjóðarinn- ar, (luðmundur G. Hagalín, lézt að- faranótt 26. febrúar í Sjúkrahúsi Akraness, á 87. aldursári. Með hon- um er genginn til feðra sinna einn svipmesti listamaður þjóðarinnar, mikilvirkur og vinsæll rithöfundur, forvígismaður í félagsmálum stéttar sinnar, frambióðandi Alþýðuflokks- ins vestur á ísafirði, harður stuðn- ingsmaður vestrænna varna og studdi Sjálfstæðisflokkinn um skeið, bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins um langt árabil og lét þjóðmál mjög til sín taka í skrif- um sínum. Ilagalín var einn af- kastamesti rithöfundur þjóðarinnar um langt árabil og varð þjóðkunnur með sígildu meistaraverki sínu, Kristrúnu í Hamravík, 1933. Ilagalín var einn skeleggasti boð- beri lýðræðis og mannréttinda á ís- landi og gekk á hólm við fulltrúa kommúnismans í tímamótaverki um þjóðmál, Gróðri og sandfoki, 1943. Guðmundur G. Hagalín var einn af forvígismönnum að stofnun Al- menna bókafélagsins og sat þar í fyrirrúmi um langa hríð. Guðmundur G. Hagalín var fæddur 10. október 1898 f Lokin- hömrum f Arnarfirði, Vestur-lsa- fjarðarsýslu, og sótti hann oft efnivið bóka sinna í æsku- umhverfið, ekki sízt persónusköp- un og söguefnið í Kristrúnu f Hamravík og öðru alkunnu skáld- riti, Márusi á Valshamri, en þang- að er einnig sótt til fanga í ýmsar þekktar smásögur skáldsins. Hagalín var sonur Gfsla Guð- mundar Kristjánssonar, bónda og skipstjóra í Lokinhömrum, og konu hans, Guðnýjar Guðmunds- dóttur Hagalín, en þau voru þjóð- kunn hjón um sína daga. Hann var eitt ár við nám á Núpi, fór síðan til Böðvars Bjarnasonar á Hvanneyri, 1915—17, og varð gagnfræðingur frá Menntaskólan- um f Reykjavík 1917. Hann hætti námi í Menntaskólanum 1918, þá f 5. bekk, gerðist sjómaður á skút- um, vélbátum og árabátum, sföan blaðamaður og ritstjóri á Seyðis- firði til 1923. Sjómannsárin höfðu mikil áhrif á Guðmund G. Hagalín. Segja má að úr þeim þætti ævi hans hafi sprottið brautryðjendaverkið, Virkir dagar, 1936. Þá braut Hagalín blað í íslenzkum bók- menntum með þessari merku ævi- sögu sinni sem segja má að hafi i senn verið með nýjum brag en jafnframt i anda þeirra sagna ýmissa sem ritaðar voru á íslandi á 13. öld. Um þetta leyti skrifaði Hagalín einnig tvær af þekktustu bókum sfnum, Sturlu f Vogum, 1938, og sögu Eldeyjar-Hjalta, 1939, en þá hafði hann einnig- skrifað kunnar bækur eins og Guð og lukkuna, 1929, og Einn af post- ulunum, 1934. Hver bókin rak aðra eftir að Hagalín kom heim aftur úr fyrirlestraför til Noregs en þar var hann 1924—27. Verk hans eru kunnari en svo að ástæða sé til að telja þau upp hér. Hann skrifaði ævisögu sfna í nokkrum bindum en hafði ekki lokið við hana þegar hann lézt. Guðmundur G. Hagalín gegndi ýmsum störfum á lsafirði, var m.a. bókavörður bæjarbókasafns- ins þar frá 1929—45, en var jafn- framt kennari við gagnfræðaskól- ann á þessum árum og skólastjóri kvöldskóla iðnaðarmanna. Hann var um tíma erindreki Stórstúku Islands. Hann stjórnaði blöðum og skrifaði margt bæði í blöð og tímarit, auk fyrrgreindra anna- samra starfa, og mikillar stjórn- málaþátttöku. Hann var bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins á ísafirði 1934 —45 og forseti bæjarstjórnar um margra ára skeið. Hann var formaður Alþýðuflokksfélags Isa- fjarðar í sex ár og i stjórn Al- þýöuflokksins frá 1932—46. Hagalín var atkvæðamikill fé- lagsmálamaður og var formaður Félags íslenzkra rithöfunda frá stofnun og í nokkur ár, auk þess sem getið hefur verið, formaður Sambands ísl. rithöfunda um hríð og fulltrúi rithöfunda i stjórn Bandalags ísl. listamanna öðru hverju. Þess má loks geta að í öll- um þessum önnum gaf Guðmund- ur G. Hagalín sér tima til að þýða erlend rit á íslenzka tungu, m.a. Manninn og máttarvöldin eftir norska skáldið Olav Duun og þótti sú bók mikill viðburður þegar hún kom út á sinum tima. Guðmundur G. Hagalín kvænt- ist Kristínu Jónsdóttur 1920 og eignuðust þau tvö börn, Hrafn, sem er látinn, og Sigríði leikkonu. Síðari kona Hagalfns var Unnur Aradóttir en sonur þeirra er Þór framkvæmdastjóri á Eyrarbakka. Morgunblaðið sendir eftirlif- andi ættingjum Guðmundar G. Hagalíns samúðarkveðjur við fráfall hans. Hann var mikill vin- ur og stuðningsmaður blaðsins og samstarfið við hann var heilla- drjúgt og eftirminnilegt. Hann skrifaði mikið i blaöið, bæði um menningar- og þjóðmál, var mik- ilvirkur og sanngjarn bókmennta- gagnrýnandi um árabil, frjór og leiðandi. Ritstjórar Morgunblaðs- ins þakka honum langt starf og blaðið minnist þessa velunnara síns með hlýju. Þjóðin mun sækja þrek í verk hans. Guðmundur G. Hagalín var ekki sfzt sterkur út- vörður íslenzkrar þjóðmenningar á örlagatímum. hvort það væri ekki rétt, að hann hefði farið fram á það sjálfur. Ját- aði þá Treholt því og kvaðst hafa haldið, að ef hann gerði strax hreint fyrir sínum dyrum fengi hann að fara heim. „Er það ekki rétt, að þú gafst strax fullkomna játningu á lögreglustöðinni," spurði Quigstad. „Eg var yfirheyrður nokkrum sinn- um,“ sagði þá Treholt og svaraði ekki spurningunni. Quigstad spurði þá hvort það væri ekki rétt, að hann hefði játað skömmu eftir handtök- una að hafa unnið landi sínu „óbæt- anlegt tjón“. „Jú, það er rétt,“ svar- aði Treholt, „en það var vegna þess hvernig komið var fyrir mér.“ „Er hér um játningu að ræða,“ spurði þá Quigstad. „Nei, þú misskilur mig,“ svaraði Treholt. Quigstad spurði Treholt einnig út í handtöku hans á Fornebu-flug- velli 20. janúar í fyrra, skömmu áð- ur en hann ætlaði um borð í flugvél til Vínar. „Hvert var förinni heitið þegar þú varst handtekinn?" spurði Quigstad. „Ég man það ekki,“ svar- aði Treholt og hann mundi ekki heldur hvort honum hefði verið sýnd mynd af KGB-manninum Titov. „Varstu spurður um Lopat- in?“ spurði Quigstad og átti þá við annan KGB-mann. „Eg man það ekki,“ svaraði Treholt. Var hann þá spurður hvort honum hefði verið sýnd mynd, sem tekin var af honum í Vín með tveimur KGB-mönnum en hann mundi það ekki. Quigstad spurði að síðustu Tre- holt þessarar spurningar: „Er það ekki rétt, að þegar þér var sýnd þessi mynd þá steinþagnaðir þú, virtist verða óglatt og fórst fram á klósettið. Þegar þú komst aftur sagðirðu: Hvað get ég nú sagt?“ Treholt svaraði ekki spurningunni. Á morgun og næstu daga mun Treholt halda áfram að gera grein fyrir máli sínu. Sjá ennfremur leiðara á bls. 32, Er- lendan vettvane á bls. 33 oe fréttir á bls. 29. Aðstoðarforstöðumaður Al- þjóða hermálastofnunarinnar: Treholt einn af tíu mestu njósnurunum í VIÐTALI, sem blaðamaður norska blaðsins Verdens Gang átti við Jonathan Alford, aðstoðar- forstöðumann Alþjóða hermála- stofnunarinnar í Lxmdon, kemur fram, að skipa megi Arne Treholt á bekk með tíu mestu njósnurum heims ef réttar reynast þær ásak- anir, sem á hann eru bornar. Segir Alford, að ljóst sé, að njósnirnar hafi haft hinar alvarlegustu af- leiðingar fyrir Atlantshafsbanda- lagið, Norðmenn og samskipti austurs og vesturs og muni hafa um ókomin ár. Upplýsingarnar, sem hann hafi gefið Sovétmönnum hljóti að hafa ótrúlegt gildi fyrir þá. Sjá „Treholt einn ... “ á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.