Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1985
Forsætisráðherra Japans:
Úrsögn Japana úr
UNESCO kann að
vera á næsta leyti
Tókfó, 26. febniar. AP.
YASIIHIRO Naka-sone, forsœtis-
ráðherra Japans, gaf til kynna í dag,
að Japanir kynnu að hætta aðild
sinni að UNESCO, Menningarmála-
stofnun Sameinuðu þjóðanna, ef
ekki yrðu gerðar breytingar á starf-
semi hennar og skipulagi.
Nakasone sagði að UNESCO
hefði misst sjónar á stefnumiðum
sínum og sóaði auk þess fjár-
magni.
' Gregory J. Newell, aðstoðarut-
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem segir: hér
HULL/GOOLE:
Dísarfell 11/3
Dísarfell 25/3
Dísarfell 8/4
ROTTERDAM:
Dísarfell 12/3
Dísarfell 26/3
Dísarfell 9/4
ANTWERPEN:
Dísarfell 13/3
Dísarfell 27/3
Dísarfell 10/4
HAMBORG:
Dísarfell 1/3
Dísarfell 15/3
Dísarfell 29/3
Dísarfell 12/4
HELSINKI/TURKU:
Hvassafell 5/3
Hvassafell 27/3
FALKENBERG:
Skip LARVÍK: 10/3
Jan 4/3
Jan 18/3
Jan 4/4
GAUTABORG:
Jan 5/3
Jan 19/3
Jan 5/4
KAUPMANNAHÖFN:
Jan 6/3
Jan 20/3
Jan 6/4
SVENDBORG:
Jan 7/3
Jan 21/3
Jan 7/4
ÁRHUS:
Jan 7/3
Jan 21/3
Jan 7/4
GLOUCESTER MASS.:
Skaftafell ........ 1/3
Jökulfel! ........ 13/3
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ........ 2/3
Jökulfell ........ 14/3
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
sem nú er staddur í Japan til við-
ræðna við starfsbræður sína þar
um málefni Sameinuðu þjóðanna,
sagði á fundi með blaðamönnum í
Tókýó í gær, að Bandaríkjamenn
hefðu hætt þátttöku í starfsemi
UNESCO vegna þess að stofnunin
hefði verið að grafa undan hug-
sjónum Vesturlandabúa og verð-
mætamati.
Bandaríkjamenn greiddu 25%
af rekstrarkostnaði UNESCO, og
nú þegar þeir eru horfnir á braut
koma hæstu framlögin frá Japön-
um og Sovétmönnum, sem hvorir
um sig greiða 10% útgjalda stofn-
unarinnar.
Haft er eftir ónafngreindum
embættismanni i japanska utan-
ríkisráðuneytinu, að Japanir séu
mjög svartsýnir á að unnt verði að
hrinda umbótum á starfi
UNESCO í framkvæmd.
GENGI
GJALDMIÐLA
Nýtt metverd
á dollarnum
London, 26. febrúar. AP.
Bandaríkjadollar snarhækkaði í
verði annan daginn í röð á evrópsk-
um gjaldeyrismörkuðum vegna
mikillar eftirspurnar stórfyrirtækja
eftir dollar.
Þá hækkaði verð á gullúnsu að
jafnaði um 2—3 dollara eftir 15
dollara lækkun í gær.
Margaret Thatcher forsætis-
ráðherra sagði að þótt krafizt
væri aðgerða af hálfu brezku
stjórnarinnar til verndar sterl-
ingspundinu væri ekkert svigrúm
til athafna.
Verð á sterlingspundi hefur
aldrei verið lægra gagnvart doll-
ar, kostaði aðeins 1,047 dollara
við lok viðskipta, miðað við 1,056
dollara í gær.
Einnig setti dollar nýtt met
gagnvart ítölsku lírunni og
franska frankanum. Þá hefur
dollar ekki verið hærri í 13 ár
gagnvart hollenzku gyllini og
vestur-þýzku marki, og í 10 ár
gagnvart svissneska frankanum.
Miklar verðsveiflur voru á
markaðinum fyrst eftir opnun og
er á daginn leið.
Gengi gjaldmiðla var þannig
að fyrir einn dollar fengust
3,4725 vestur-þýzk mörk (3,4515),
2,9310 svissneskir frankar
(2,9095), 10,6145 franskir frankar
(10,5450), 3,9390 hollenzk gyllini
(3,9120), 2.167,50 ítalskar lírur
(2.153,50), 1,4010 kanadískir doll-
arar (1,3975) og 260,85 jen
(263,05).
Samtök breskra kolanámumanna efndu til kröfugöngu og útifunar í Lundúnum á sunnudag. Þessi mynd var tekin af
göngunni nokkru áður en hún kom að Trafalgartorgi í miðborginni, þar sem fundurinn var haldinn. Fremst má sjá
Tony Benn, helsta leiðtoga róttækra þingmanna í Verkamannafíokknum, þá frú Scargill og fjórði frá hægri er Arthur
Scargill, leiðtogi kolanámumanna.
Bretland:
Enn
lýsa
fleiri vilja af-
námuverkfallinu
Lundúnum, 26. febrúar. AP.
Æ FLEIRI hvetja nú leiðtoga kolanámumanna í Bretlandi til að
aflýsa námuverkfallinu í landinu, en allar horfur eru á því að það sé
að renna út sandjnn eftir að tæplega helmingur námumanna er
kominn til starfa. í dag sneru 1.300 verkfallsmenn til vinnu á ný og
eru þá samtals 92.300 námumenn að störfum.
„Hve lengi er eiginlega hægt að þeim 2.169 verkamönnum sem þar
ætlast til að menn sýni stéttarfé-
lagi sínu trúnað?" sagði Bill
Stobbs, formaður félags námu-
manna í Easington í Durham á
Norður-Englandi, er stjórn félags-
ins kom saman til fundar í morg-
un til að ræða óskir verkfalls-
manna þar um að aflýsa verkfall-
inu.
Stobbs sagði að sumir verk-
fallsmanna ættu ekki lengur til
hnífs og skeiðar og gætu ekki
greitt reikninga sína, enda engar
tekjur að hafa.
í kolanámunni í Easington hafa
námamenn fram að þessu verið
einna herskáastir og aðeins 100 af
starfa hafa hætt í verkfalli. Á
fjölmennum fundi námamann-
anna í gærkvöldi samþykktu þeir
hins vegar að hvetja leiðtoga sína
að kalla þegar saman þing til að
ræða aflýsingu verkfallsins.
Stobbs sagði að námamennirnir
í Easington styddu enn Arthur
Scargill, hinn herskáa marxista
sem er leiðtogi samtaka kola-
námumanna, og stjórn hans, en
þeir væru orðnir aðframkomnir.
Hann sagði að leiðtogar breska
verkalýðssambandsins (TUC)
hefðu brugðist námamönnum og
ekki veitt þeim þann stuðning,
sem þeir væntu.
Lundúnablöðin skýrðu frá því í
morgun, að meðal verkfallsmanna
væru þær raddir orðnar æ hávær-
ari að leiðtogar samtaka
kolanámamanna ættu að semja
um það við stjórn námanna að af-
lýsa verkfallinu, eða skipuleggja
að verkfallsmenn fari til vinnu á
ný án þess að samkomulag hafi
tekist. Dagblaðið The Financial
Times segist hafa fyrir því heim-
ildir að innan bresku ríkisstjórn-
arinnar og stjórnar kolanámanna
sé nokkur uggur í mönnum um, að
annað hvort muni hinir allra
hörðustu í hópi verkfallsmanna,
sem telja kannski nokkur þúsund
manns, halda verkfallinu áfram
endalaust, eða þá að þessi harði
kjarni ákveði að snúa til vinnu á
ný í því augnamiði að valda ókyrrð
I námunum og koma í veg fyrir að
vinna geti farið fram með eðli-
legum hætti.
Treholt eínn af tíu
mestu njósnurunum
— segir Jonathan Alford, aðstoðarforstöðumadur
Alþjóða hermálastofnunarinnar í London
JONATHAN Alford, aðstoð-
arforstöðumaður Alþjóða
hermálastofnunarinnar í
London (IISS), segir í viðtali
Pólska stjómin hopar:
Hættir við hækkun
verðs á matvælum
Varajá, 26. febniar. AP.
PÓLSKA stjórnin ákvað í gær aö
hætta við áform sín um að snar-
hækka verðlag á matvælum í land-
inu. I stað þess eiga verðhækkanirn-
ar að eiga sér stað smám saman og
verða gerðar sérstakar ráðstafanir
til þess að verðhækkanirnar komi
ekki eins harkalega niður á
láglaunafólki. Skýrði hin opinbera
pólska fréttastofa, PAP, frá þessu í
gær.
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu,
sem skorað hafði á fólk að grípa
til 15 mínútna allsherjarverkfalls
á fimmtudag í mótmælaskyni við
verðhækkanirnar, aflýsti I dag
verkfallsboðuninni. Sagði hann, að
Samstöðu hefði tekizt að knýja
stjórnvöld til þess að falla frá
verðhækkununum.
„Þetta er í fyrsta sinn sem
stjórnvöld taka tillit til þjóðfé-
lagsins frá því að herlög voru sett
í PóIIandi í desember 1981,“ sagði
Walesa.
við norska blaðið Verdens
Gang, að ef rétt reynist, að
Arne Treholt hafi gerst sekur
um þær alvarlegu njósnir,
sem greint er frá í ákærunni,
sé Ijóst, að skipa megi hon-
um á bekk með 10 mestu
njósnurum sögunnar.
Sagði Alfford í viðtalinu, að
afleiðinganna af njósnum Tre-
holts, ef réttar reynast, muni
gæta í mörg ár og augljóst sé, að
hann hafi með þeim haft veruleg
áhrif á stöðu heimsmála. Þess
vegna sé óhætt að telja hann
með 10 mestu njósnurum heims.
Sagði hann, að sér fyndist ugg-
vænlegt hve ákæran væri um-
fangsmikil og engum vafa undir-
orpið, að alvarlegustu atriðin
væru þau, sem vörðuðu sam-
skipti austurs og vesturs. Þær
upplýsingar, sem Treholt væri
sakaður um að hafa komið á
framfæri við Sovétmenn, hlytu
að hafa haft ótrúlegt gildi fyrir
þá.
Alford kvaðst teíja þau skjöl,
sem Treholt á að hafa afhent
Sovétmönnum, vera þess eðlis,
að sum hafi verið þeim gagnleg
nákvæmlega þá stundina en önn-
ur myndu hafa áhrif um ókomin
ár. Kvaðst hann greina á milli
atriða, sem vörðuðu Noreg bein-
línis. og alþjóðlegra atriða.
Varðandi Noreg snerust alvar-
legustu upplýsingarnar um her-
útboð, herstjórnaráætlanir,
herstyrk og önnur herfræðileg
efni og afleiðingarnar fyrir ör-
yggi Norðmanna líklega óbæt-
anlegar.
Alford sagðist sem einn af for-
stöðumönnum Alþjóða hermála-
stofnunarinnar geta fullyrt, að
áhrifin af njósnum Treholts
væru gífurleg. Að vísu hefði
hann ekki enn nægar upplýs-
ingar um málið í smáatriðum en
ljóst væri, að skoða þyrfti sögu
heimsmála síðustu tíu árin niður
í kjölinn til að geta gert sér ein-
hverja grein fyrir áhrifum
njósnanna. Atlantshafsbanda-
lagið hefði augljóslega orðið
fyrir gífurlegu tjóni og áhrif
þeirra á hernaðarjafnvægið
óumdeilanlegt.