Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 31

Morgunblaðið - 27.02.1985, Page 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1986 AP/Símamynd Andrei Gromyko boðinn velkominn til ítalfu af ítölskum stallbróður sínum, Giulio Andreotti, á Leonardo da Vinci flugvellinum. Gromyko kom á mánudag í þriggja daga opinbera heimsókn til Ítalíu. Gromyko á Ítalíu: Italir vilja jöfnuð í viskiptum við Rússa Rómaborg, 26. febrúar. AP. ANDREI Gromyko utanríkisráðherra Ítalíu átti í dag þriggja stunda fund með Giulio Andreotti utanrfkisráðherra Ítalíu og var helzta umræðuefnið á fundi þeirra samskipti austrænna ríkja og vestrænna, en framundan eru viðræður stórveldanna um afvopnunarmál. Jafnframt ræddu Gromyko og Andreotti Miðausturlandadeiluna og aukinn halla ttala i viðskiptum við Sovétríkin, en viðskiptin urðu ítölum óhagstæð um jafnvirði tveggja milljarða dollara í fyrra. ttalir hafa mikinn áhuga á að jöfnuður ríki í viðskiptum við Sov- étríkin, en þeir síðarnefndu reynzt tregir til að auka vörukaup frá It- alíu. t upphafi fundar síns ræddust Andreotti og Gromyko einslega við í 20 mínútur. Að því loknu tóku embættismenn og aðstoðarmenn þeirra þátt í viðræðunum. Gromykó hittir Jóhannes Pál páfa annan á morgun, miðviku- dag, en þeir ræddust við í tvær klukkustundir er Gromyko var í opinberri heimsókn á Italíu í janúar 1979. Gromyko hitti Pál páfa sjötta fimm sinnum. Meðan Gromyko og Andreotti sátu á fundi skoðaði Lydia eigin- kona Gromykos sig um í Róma- borg og varði morgninum í að skoða bænahúsin í Vatikaninu. Síðar í dag var fyrirhugaður fund- ur Gromykos og Bettinos Craxi forsætisráðherra, sem fer í næsta mánuði til Washington til fundar við Ronald Reagan Bandaríkja- forseta. Heimsókn Gromykos til ttalíu er fyrsta opinbera heimsókn hans til ríkis í Vestur-Evrópu frá því síðla árs 1983 er hafizt var handa um að setja upp nýjar kjarna- flaugar Atlantshafsbandalagsins á Ítalíu. Fjölskylda Galmans treg að bera vitni Muilla, l'ilipfweyjum, 26. febrúar.-AP. FJÖLSKYLDA Ronaldo Galmans, sem var fyrst eftir morðið á Ben- igno Aquino sakaður af hernaðaryf- irvöldum um að hafa myrt stjórnar- andstöðuleiðtogann, hefur neitað að koma fyrir rétt vegna málsins. í fyrstu fréttum eftir að Aqu- ino var myrtur á flugvellinum við Manilla í hitteðfyrra var sagt, að öryggisverðir hefðu skot- ið Galman til bana eftir að hann hefði ruðzt fram og drepið Aqu- ino. Síðar hefur komið í ljós að Galman muni hafa verið gabbað- ur af öryggislögreglu Filippseyja til að vera nærstaddur þegar Aquino sté út, til að hægt væri síðan að varpa sök á hann. Lögmaður Galman-fjölskyld- unnar segir að sú tvöfeldni eða öllu heldur margfeldni sem hafi komið fram í rannsókn Aquino- morðsins hafi valdið þvi, að Galman-fjölskyldan vilji að það verði fengið á hreint hverjir stóðu að Aquino-morðinu, enda hafi fjölskylda Galmans í sjálfu sér litið um málið vitað. Fjöl- skyldan krefst þess einnig að þeir 23 sem hafa verið ákærðir nú fyrir morðið á Aquino, þar á meðal Ver hershöfðingi, fyrrum yfirmaður herafla Filippseyja, verði settir í fangelsi svo að fjöl- skyldan þurfi ekki að óttast um öryggi sitt. Ver hershöfðingi og ýmsir aðrir hinna ákærðu hafa verið látnir lausir um sinn gegn tryggingu og hefur það vakið reiði á Filippseyjum. Goetz verður ekki ákærður New York, 26. febrúar. AP. RANNSÓKN verður ekki látin fara fram á máli Bernhards Goetz sem skaut á fjóra menn í neðanjarðarlest 22.desember. Saksóknarinn í New York komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri stoð fyrir því í lögum að rannsaka málið. Rudolph Giuliani saksóknari sagði að það sem virtist hafa stjórnað gerðum Goetz væri sú skoðun hans — hvort sem hún væri réttlætanleg eða ekki — að hann hefði verið í yfirvof- andi hættu. Giuliani sagði að kynþátta- fordómar hefðu ekki stjórnað gerðum Goetz. (Goetz er hvít- ur, en mennirnir fjórir voru blökkumenn.) Jafnvel þótt svo hefði verið hefði ekki verið hægt að stefna honum. Mengistu: Afríkubúar verða að taka „lokaábyrgð“ Add» Ababa, 26. febráar. AP. MENGISTU Haile Miriam, yfirm&ð- ur herstjórnarinnar í Eþíópíu, telur aó Afríkubúar beri „lokaábyrgð" á þurrkunum og efnahagskreppunni í heimsálfunni. Hins vegar bæri að fordæma „ákveðin erlend öfl“ fyrir að færa sér ástandið í nyt til að skapa óeiningu meðal Afríkuþjóða. Það var næstæðsti ráðamaður landsins, Fikre Selassié Wogder- ess, sem fékk það verkefni að lesa ræðu Mengistus í upphafi níu daga funda utanríkisráðherra Afríkuríkja sem eru að hefjast í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Engin skýring var gefin á því hvers vegna Mengistu hélt ekki sjálfur töluna eins og við var bú- ist, það sást til hans í borginni þar sem hann átti viðtal við banda- ríska sjónvarpsfréttamenn. Þá var ekki útskýrt nánar hvaða þjóðir væru að skapa óeiningu milli Afr- íkuþjóða né með hvaða hætti. Milljón dollarar fyrir Mengele Lo8 Angeles, 26. febrúar. AP. HÓPUR manna í Los Angeles sem ekki vill gefa upp nöfn sín hefur komið því á framfæri að milljón dollarar verði greiddir þeim sem gætu gefið upplýs- ingar um Josef Mengele og ef til vill leitt til handtöku hans. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið hefur Mengele verið á faraldsfæti, að sögn, mörg síðastliðin ár og komið víða við í Suður- Ameríku, en hann mun einnig hafa farið í a.m.k. eina ferð til Evrópu. Margir hafa látið í Ijós furðu yfir því, að nazista- veiðarar skuli enn ekki hafa haft hendur í hári Mengele og er jafnvel iátið að því liggja að eitthvað kunni að vera gruggugt við málið. sertformi fimmtudaginn 7. mars nk. kl. 20.30 í Háskólabíói Einsöngvarar: Lisbeth Balslev Sylvia Stone Hartmut Welker Manfred Schenk Ronald Hamilton Heinz Kruse Kórar: Söngsveitin Fílharmónía. Söngstjóri: Guðmundur Emilsson Karlakór Reykjavíkur. Söngstjóri: Páll P. Pálssotj/J^Síi Stjórnandi: KLAUSPETER SEIBEL ‘á'.sj :s I A Wiim erutónleikar OperaiTHollendingunnn fljúgandi eftir Richard Wagner verður flutt í kon- Aðgöngumiðasala hefst miðvikudaginn 27. febr. í bókaverslunum Sinfóníuhljómsveit Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal og ístóni, Freyjugötu 1. íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.