Morgunblaðið - 06.03.1985, Side 2
2
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
Fundu á norðar-
lega í Langjökli
ÆR FANNST í Jökulkrók, norðarlega í Langjökli, á laugardaginn síðastlið-
inn. Að sögn kunnugra þykir með eindæmum að kindin skuli hafa lifað af
veturinn á þessum slóðum og segir það ef til vill sína sögu um veðurfarið hér
á landi í vetur.
Það voru 10 félagar úr Hjálpar-
sveit skáta í Hafnarfirði sem
fundu ána og var hún þá svo illa
á sig komin og rýr, að menn héldu
að hér væri um lamb að ræða.
Hafnfirðingarnir fluttu kindina
niður á Hveravelli þar sem hlúð
var að henni og að sögn Þórðar
Ragnarssonar á Hveravöllum er
hún nú öll að koma til.
Þórður sagði að samband hefði
verið haft við við Sigurð Erlends-
son, hreppstjóra í Biskupstungum,
og hefðu 5 menn úr sveitinni kom-
ið upp á Hveravelli á mánu-
dagskvöld til að líta á skepnuna.
Eftir að markaskrá hafði verið
flett komust menn að þeirri niður-
stöðu að sauðkindin væri ættuð
norðan úr Skagafirði.
Guðmundur Jónasson
fjallabttstjóri látinn
GUÐMUNDUR Jónasson, fjalla-
bílstjóri, lést í Landspítalanum að
morgni 5. mars sl., 75 ára að aldri.
Guðmundur fæddist 11. júní
1909 á Sauðadalsá í Kirkju-
hvammshreppi í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Foreldrar hans voru
Jónas Jónasson bóndi í Múla í
Kirkjuhvammshreppi og kona
hans, Guðrún Jónsdóttir. Guð-
mundur varð snemma mikill
áhugamaður um vélknúin öku-
tæki og tók bílpróf strax og hann
hafði aldur til. Hann hóf bif-
reiðaakstur fyrir norðan og var
meðal annars við símavinnu á
sumrin þar sem hann fór oft
ótroðnar slóðir og varð það m.a.
til að vekja áhuga hans á fjalla-
og óbyggðaferðum. Árið 1934
flutti hann til Reykjavíkur og
stundaði bifreiðaakstur sem sér-
leyfishafi og einnig með hópferð-
um. Einkum eru kunnar ferðir
hans um óbyggðir og öræfi
landsins.
Umsvif Guðmundar Jónasson-
ar í hópferðaakstri jukust jafnt
og þétt og árið 1966 stofnaði
hann hlutafélagið Guðmundur
Jónasson hf. og síðar ferða-
skrifstofu í tengslum við hóp-
ferðir í óbyggðum. Fyrirtækið er
nú stærsta sérleyfisbilafyrirtæk-
ið hér á landi og rekur 20 stóra
langferðabíla. Guðmundur var
sæmdur riddarakrossi fálkaorð-
unnar árið 1959. Eftirlifandi
kona hans er Stefanía Eðvarðs-
dóttir og börn þeirra eru þrjú,
Gunnar, Signý og Kristín.
Fasteignasala kær-
ir Helgarpóstinn
ALMENNA fasteignasalan hefur
kært forráðamenn Helgarpóstsins
og einn blaðamann blaðsins fyrir
greinar, sem birtust í 7. og 8. tölu-
blaði HP um fasteignamarkaðinn
í Reykjavík. Telja forráðamenn
fasteignasölunnar greinarnar
ærumeiðandi.
Morgunblaðið/Ólafur K. MaKnússon
Finnski rithöfundurinn Antti Tuuri og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, að verðlaunaafhendingunni
lokinni. Vinstra megin við rithöfundinn eru dóttir hans og Mette Winge, dagskrárstjóri.
r __
„Islendingar og Finnar hafa sterka
tilfinningu fyrir tungu sinni'
— sagði Antti Tuuru medal annars er hann tók
við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs
\u
BÓKMENNTAVERÐLAUN Norðurlandaráðs voru afhent í Háskólabíói
í gærkvöldi. Þau hlaut finnski rithöfundurinn Antti Tuuri fyrir skáldsög-
una „Pohjanmaa“, — Dagur í Austurbotni. Forseti Norðurlandaráðs,
Páll Pétursson, afhenti verðlaunin og við athöfnina söng Hamrahlíðar-
kórinn meðal annars finnsk þjóðlög. Blásarakvintett Reykjavíkur lék
nokkur lög.
Mette Winge dagskrárstjóri
kynnti höfundinn og verk hans,
síðan afhenti forseti Norður-
landaráðs verðlaunin. Þá flutti
rithöfundurinn ávarp og sagði
meðal annars á íslensku:
„Ég gleðst yfir þessum verð-
launum og þá ekki síður yfir því,
að þau eru afhent hér í Reykja-
vík. fslenskur vinur minn full-
yrti einu sinni, að íslendingum
og Finnum væri svo vel til vina,
vegna þess, að hjá báðum þess-
um þjóðum mætti enn finna þá
upprunalegu klikkun, sem gerir
lífið vert að lifa því í þessum
heimi. Ég held að bæði Finnar
og íslendingar séu í nánum
tengslum við náttúruöflin, og
báðar eiga þjóðirnar að baki
þrengingartíma og hafa þurft að
heyja baráttu fyrir tilveru sinni,
sem hefur mótað líf okkar. Þess-
ar þjóðir hafa líka sterka tilfinn-
ingu fyrir þjóðlegum einkennum
sínum, og þá sérstaklega tungu
sinni."
Sjá fréttir af Norðurlandaráðs-
þingi á bls. 32 og 33.
Utflutningur Laxalóns og fleiri laxeldisstöðva:
Selja 600 þúsund laxa-
og regnbogasilungsseiði
Laxeldisstöðin Laxalón hefur gert
samning við norskar fiskeldis-
stöðvar um sölu á allt að 400.000
regnbogasilungsseiðum og 40 til 60
þúsund sjógöngulaxaseiðum næsta
sumar. Laxeldisstöðvar á Norður-
Loðnufryst-
ing er hafin
NOKKUR loðnuskip, aðallega frá
Vestmannaeyjum og Suðvesturlandi,
hófu loðnuveiðar þegar eftir að samn-
ingar tókust í kjaradeilu sjómanna.
Loðnan er hæf til frystingar og hófst
hún að einhverju leyti í Vestmanna-
eyjum í gær.
Loðnan er nú meðal annars við
Eyjar og fengu nokkur skip afla
þar í gær. Síðdegis höfðu 7 skip
tilkynnt um afla, samtals 2.010
lestir; Albert GK, 100, Gullberg
VE, 180, Huginn VE, 300, Rauðsey
AK, 400, Sighvatur Bjarnason VE,
300, Kap II VE, 450 og ísleifur VE,
280 lestir.
Verð á loðnu til frystingar:
2,50 til 8,75 krónur á kfló
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins
ákvað síðastliðinn þriðjudag verð á
loðnu til frystingar, manneldis og
beitu og skepnufóðurs. Verðið er frá
8,75 krónum og niður í 2,50.
Verð á ferskri loðnu frystri til
manneldis verður eftirfarandi:
Undir 50 stykki í hverju kílói, krón-
ur 8,75 á hvert kíló; 50 til 55 stykki
í hverju kílói, krónur 6,50; yfír 55
stykki í hverju kílói, krónur 5,00.
Verð á loðnu til frystingar miðast
við það magn, sem fryst verður.
Verð á ferskri loðnu til beitu,
beitufrystingar og skepnufóðurs
verður krónur 2,50 fyrir hvert kíló.
Miðast verðið við ioðnuna komna á
flutningstæki við skipshlið. Verð
þetta gildir frá 1. marz til vertíð-
arloka.
landi standa einnig í samningum um
sölu á um 150.000 laxaseiöum til
Noregs. Að sögn Ólafs Skúlasonar,
framkvæmdastjóra Laxalóns, fæst
gott verð fyrir seiðin í Noregi, mun
betra en gangverðið er hér innan-
lands.
Laxalón og laxeldisstöðvar á
Norðurlandi seldu I fyrra um 130
þúsund laxaseiði til Noregs og
kom norskt tankskip til að sækja
fiskinn. Sala Laxalóns nú er full-
fermi fyrir fjögur slík skip og sala
hinna stöðvanna, ef af verður,
samsvarar einum skipsfarmi til
viðbótar. Skipin koma til að sækja
fiskinn í júni og júlí en salan er
háð innflutningsleyfum í Noregi
sem tíma tekur að fá.
Ólafur Skúlason sagði að mikil
eftirspurn væri eftir seiðum í Nor-
egi og hefðu þeir viljað kaupa all-
an þann fisk sem falur væri. Talið
væri að þá vantaði 10 milljónir
seiða vegna hinnar miklu aukn-
ingar í fiskeldi sem þar væri, en
þeir hefðu ekki sömu aðstöðu og
Islendingar til að framleiða seiði.
Bjóst hann við að þarna yrði
markaður fyrir seiði í nokkur ár
enn. Sagði að Norðmenn greiddu
gangverð í Noregi fyrir fiskinn,
kominn um borð í skip hér við
land. Verðið væri mun hærra en
fengist fyrir fiskinn hér innan-
lands, svo hagstætt að engan veg-
inn hefði verið hægt að skorast
undan því að selja þeim fiskinn.
Þessi 400 þúsund regnbogasil-
ungsseiði sem Laxalón selur til
Noregs munu vega við slátrun á
nmnln a/v Koi»v'«'"4n Ó 1»i 11 m 1 íWj
tonn, og er því um gífurleg verð-
mæti að ræða. Sagði ólafur slæmt
að geta ekki alið fiskinn sjálfur í
sláturstærð en hér á landi væri
ekki hægt að fá til þess það fjár-
magn sem þyrfti. Þvl hefði næst-
besti kosturinn verið valinn, það
er að selja seiðin. Sagði ólafur að
þeir héldu eftir um 200 þúsund
regnbogasilungsseiðum á Fiska-
lóni í Ölfusi, þar sem regnboginn
er alinn í vetur, og yrði hann alinn
í sláturstærð þar og í Hvammsvík
í Hvalfirði. Þá væri einnig haldið
eftir laxaseiðum fyrir fasta við-
skiptavini hér innanlands.
Harður árekstur á Sauðárkróki
Saudárkróki, 5. mars.
SJÖ MANNS slösuðust í mjög höröum árekstri sem varð á mótum
Eyrarvegar og götu sem liggur að Sauðárkrókshöfn.
Fiat-bifreið var ekið í veg fyrir
Daihatsu-bifreið er kom sunnan
Eyrarveg, sem er aðalbraut.
Skipti engum togum að bílarnir
rákust svo harkalega saman að
Daihatsu-bifreiðin kastaðist yfir
Fiatinn og lenti þar á hvolfi. Báð-
ar bifreiðirnar eru taldar ónýtar.
Þrír voru í Daihatsu-bifreiðinni
en fjórir í Fiatnum. ísing var og
nokkur hálka á veginum.
Fólkið var flutt á sjúkrahúsið
þar sem gert var að sárum þess.
Tveir fengu að fara heim um
kvöldið en fimm eru enn á sjúkra-
húsinu. Að sögn yfirlæknisins,
ólafs Sveinssonar, er ekki um
meiri háttar meiðsli að ræða og
má telja það mikla mildi, svo
harður sem áreksturinn var.
Kári.