Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 Fundu á norðar- lega í Langjökli ÆR FANNST í Jökulkrók, norðarlega í Langjökli, á laugardaginn síðastlið- inn. Að sögn kunnugra þykir með eindæmum að kindin skuli hafa lifað af veturinn á þessum slóðum og segir það ef til vill sína sögu um veðurfarið hér á landi í vetur. Það voru 10 félagar úr Hjálpar- sveit skáta í Hafnarfirði sem fundu ána og var hún þá svo illa á sig komin og rýr, að menn héldu að hér væri um lamb að ræða. Hafnfirðingarnir fluttu kindina niður á Hveravelli þar sem hlúð var að henni og að sögn Þórðar Ragnarssonar á Hveravöllum er hún nú öll að koma til. Þórður sagði að samband hefði verið haft við við Sigurð Erlends- son, hreppstjóra í Biskupstungum, og hefðu 5 menn úr sveitinni kom- ið upp á Hveravelli á mánu- dagskvöld til að líta á skepnuna. Eftir að markaskrá hafði verið flett komust menn að þeirri niður- stöðu að sauðkindin væri ættuð norðan úr Skagafirði. Guðmundur Jónasson fjallabttstjóri látinn GUÐMUNDUR Jónasson, fjalla- bílstjóri, lést í Landspítalanum að morgni 5. mars sl., 75 ára að aldri. Guðmundur fæddist 11. júní 1909 á Sauðadalsá í Kirkju- hvammshreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson bóndi í Múla í Kirkjuhvammshreppi og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Guð- mundur varð snemma mikill áhugamaður um vélknúin öku- tæki og tók bílpróf strax og hann hafði aldur til. Hann hóf bif- reiðaakstur fyrir norðan og var meðal annars við símavinnu á sumrin þar sem hann fór oft ótroðnar slóðir og varð það m.a. til að vekja áhuga hans á fjalla- og óbyggðaferðum. Árið 1934 flutti hann til Reykjavíkur og stundaði bifreiðaakstur sem sér- leyfishafi og einnig með hópferð- um. Einkum eru kunnar ferðir hans um óbyggðir og öræfi landsins. Umsvif Guðmundar Jónasson- ar í hópferðaakstri jukust jafnt og þétt og árið 1966 stofnaði hann hlutafélagið Guðmundur Jónasson hf. og síðar ferða- skrifstofu í tengslum við hóp- ferðir í óbyggðum. Fyrirtækið er nú stærsta sérleyfisbilafyrirtæk- ið hér á landi og rekur 20 stóra langferðabíla. Guðmundur var sæmdur riddarakrossi fálkaorð- unnar árið 1959. Eftirlifandi kona hans er Stefanía Eðvarðs- dóttir og börn þeirra eru þrjú, Gunnar, Signý og Kristín. Fasteignasala kær- ir Helgarpóstinn ALMENNA fasteignasalan hefur kært forráðamenn Helgarpóstsins og einn blaðamann blaðsins fyrir greinar, sem birtust í 7. og 8. tölu- blaði HP um fasteignamarkaðinn í Reykjavík. Telja forráðamenn fasteignasölunnar greinarnar ærumeiðandi. Morgunblaðið/Ólafur K. MaKnússon Finnski rithöfundurinn Antti Tuuri og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, að verðlaunaafhendingunni lokinni. Vinstra megin við rithöfundinn eru dóttir hans og Mette Winge, dagskrárstjóri. r __ „Islendingar og Finnar hafa sterka tilfinningu fyrir tungu sinni' — sagði Antti Tuuru medal annars er hann tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs \u BÓKMENNTAVERÐLAUN Norðurlandaráðs voru afhent í Háskólabíói í gærkvöldi. Þau hlaut finnski rithöfundurinn Antti Tuuri fyrir skáldsög- una „Pohjanmaa“, — Dagur í Austurbotni. Forseti Norðurlandaráðs, Páll Pétursson, afhenti verðlaunin og við athöfnina söng Hamrahlíðar- kórinn meðal annars finnsk þjóðlög. Blásarakvintett Reykjavíkur lék nokkur lög. Mette Winge dagskrárstjóri kynnti höfundinn og verk hans, síðan afhenti forseti Norður- landaráðs verðlaunin. Þá flutti rithöfundurinn ávarp og sagði meðal annars á íslensku: „Ég gleðst yfir þessum verð- launum og þá ekki síður yfir því, að þau eru afhent hér í Reykja- vík. fslenskur vinur minn full- yrti einu sinni, að íslendingum og Finnum væri svo vel til vina, vegna þess, að hjá báðum þess- um þjóðum mætti enn finna þá upprunalegu klikkun, sem gerir lífið vert að lifa því í þessum heimi. Ég held að bæði Finnar og íslendingar séu í nánum tengslum við náttúruöflin, og báðar eiga þjóðirnar að baki þrengingartíma og hafa þurft að heyja baráttu fyrir tilveru sinni, sem hefur mótað líf okkar. Þess- ar þjóðir hafa líka sterka tilfinn- ingu fyrir þjóðlegum einkennum sínum, og þá sérstaklega tungu sinni." Sjá fréttir af Norðurlandaráðs- þingi á bls. 32 og 33. Utflutningur Laxalóns og fleiri laxeldisstöðva: Selja 600 þúsund laxa- og regnbogasilungsseiði Laxeldisstöðin Laxalón hefur gert samning við norskar fiskeldis- stöðvar um sölu á allt að 400.000 regnbogasilungsseiðum og 40 til 60 þúsund sjógöngulaxaseiðum næsta sumar. Laxeldisstöðvar á Norður- Loðnufryst- ing er hafin NOKKUR loðnuskip, aðallega frá Vestmannaeyjum og Suðvesturlandi, hófu loðnuveiðar þegar eftir að samn- ingar tókust í kjaradeilu sjómanna. Loðnan er hæf til frystingar og hófst hún að einhverju leyti í Vestmanna- eyjum í gær. Loðnan er nú meðal annars við Eyjar og fengu nokkur skip afla þar í gær. Síðdegis höfðu 7 skip tilkynnt um afla, samtals 2.010 lestir; Albert GK, 100, Gullberg VE, 180, Huginn VE, 300, Rauðsey AK, 400, Sighvatur Bjarnason VE, 300, Kap II VE, 450 og ísleifur VE, 280 lestir. Verð á loðnu til frystingar: 2,50 til 8,75 krónur á kfló VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins ákvað síðastliðinn þriðjudag verð á loðnu til frystingar, manneldis og beitu og skepnufóðurs. Verðið er frá 8,75 krónum og niður í 2,50. Verð á ferskri loðnu frystri til manneldis verður eftirfarandi: Undir 50 stykki í hverju kílói, krón- ur 8,75 á hvert kíló; 50 til 55 stykki í hverju kílói, krónur 6,50; yfír 55 stykki í hverju kílói, krónur 5,00. Verð á loðnu til frystingar miðast við það magn, sem fryst verður. Verð á ferskri loðnu til beitu, beitufrystingar og skepnufóðurs verður krónur 2,50 fyrir hvert kíló. Miðast verðið við ioðnuna komna á flutningstæki við skipshlið. Verð þetta gildir frá 1. marz til vertíð- arloka. landi standa einnig í samningum um sölu á um 150.000 laxaseiöum til Noregs. Að sögn Ólafs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Laxalóns, fæst gott verð fyrir seiðin í Noregi, mun betra en gangverðið er hér innan- lands. Laxalón og laxeldisstöðvar á Norðurlandi seldu I fyrra um 130 þúsund laxaseiði til Noregs og kom norskt tankskip til að sækja fiskinn. Sala Laxalóns nú er full- fermi fyrir fjögur slík skip og sala hinna stöðvanna, ef af verður, samsvarar einum skipsfarmi til viðbótar. Skipin koma til að sækja fiskinn í júni og júlí en salan er háð innflutningsleyfum í Noregi sem tíma tekur að fá. Ólafur Skúlason sagði að mikil eftirspurn væri eftir seiðum í Nor- egi og hefðu þeir viljað kaupa all- an þann fisk sem falur væri. Talið væri að þá vantaði 10 milljónir seiða vegna hinnar miklu aukn- ingar í fiskeldi sem þar væri, en þeir hefðu ekki sömu aðstöðu og Islendingar til að framleiða seiði. Bjóst hann við að þarna yrði markaður fyrir seiði í nokkur ár enn. Sagði að Norðmenn greiddu gangverð í Noregi fyrir fiskinn, kominn um borð í skip hér við land. Verðið væri mun hærra en fengist fyrir fiskinn hér innan- lands, svo hagstætt að engan veg- inn hefði verið hægt að skorast undan því að selja þeim fiskinn. Þessi 400 þúsund regnbogasil- ungsseiði sem Laxalón selur til Noregs munu vega við slátrun á nmnln a/v Koi»v'«'"4n Ó 1»i 11 m 1 íWj tonn, og er því um gífurleg verð- mæti að ræða. Sagði ólafur slæmt að geta ekki alið fiskinn sjálfur í sláturstærð en hér á landi væri ekki hægt að fá til þess það fjár- magn sem þyrfti. Þvl hefði næst- besti kosturinn verið valinn, það er að selja seiðin. Sagði ólafur að þeir héldu eftir um 200 þúsund regnbogasilungsseiðum á Fiska- lóni í Ölfusi, þar sem regnboginn er alinn í vetur, og yrði hann alinn í sláturstærð þar og í Hvammsvík í Hvalfirði. Þá væri einnig haldið eftir laxaseiðum fyrir fasta við- skiptavini hér innanlands. Harður árekstur á Sauðárkróki Saudárkróki, 5. mars. SJÖ MANNS slösuðust í mjög höröum árekstri sem varð á mótum Eyrarvegar og götu sem liggur að Sauðárkrókshöfn. Fiat-bifreið var ekið í veg fyrir Daihatsu-bifreið er kom sunnan Eyrarveg, sem er aðalbraut. Skipti engum togum að bílarnir rákust svo harkalega saman að Daihatsu-bifreiðin kastaðist yfir Fiatinn og lenti þar á hvolfi. Báð- ar bifreiðirnar eru taldar ónýtar. Þrír voru í Daihatsu-bifreiðinni en fjórir í Fiatnum. ísing var og nokkur hálka á veginum. Fólkið var flutt á sjúkrahúsið þar sem gert var að sárum þess. Tveir fengu að fara heim um kvöldið en fimm eru enn á sjúkra- húsinu. Að sögn yfirlæknisins, ólafs Sveinssonar, er ekki um meiri háttar meiðsli að ræða og má telja það mikla mildi, svo harður sem áreksturinn var. Kári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.