Morgunblaðið - 06.03.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985
3
Alþjóðlegt skákmót í Kaupmannahöfn:
Skin og skúrir hjá
Jóhanni og Helga
JÓHANN Hjartarson og Helgi Ólafsson fengu óskabyrjun á alþjóólega
skákmótinu í Kaupmannahöfn, sem hófst um helgina. Jóhann sigraði
sænska stórmeistarann Lars Karlsson og Helgi sigraði Carsten Hoi frá
Danmörku. Hins vegar kom bakslag í seglin hjá þeim í 2. umferð. Báðir
töpuðu, Jóhann fyrir Christiansen frá Danmörku eftir að Daninn hafði komið
Jóhanni á óvart í byrjuninni og Helgi fyrir Smyslov. Helgi lék peði af sér og
Smyslov náði að nýta sér mistök Helga með óaðfinnanlegri taflmennsku.
í 3. umferð tefldi Jóhann við
Mortensen frá Danmörku og lykt-
aði viðureign þeirra með jafntefli
en Helgi á biðskák við Curt Han-
sen frá Danmörku og stendur
Helgi til vinnings.
Ungverski stórmeistarinn Josef
Pinter hefur náð öruggri forustu á
mótinu, hefur lagt alla andstæð-
inga sína að velli. Hann sigraði
Nick DeFirmian í 1. umferð, Mort-
ensen frá Danmörku í 2. umferð
og Jens Christiansen í þriðju um-
ferð. Plaskett frá Englandi er í 2.
sæti með tvo vinninga.
Jóhann Hjartarson hefur einn
Seilumst ekki
í bæjarsjóðinn
— segir Gísli Konráös-
son, annar fram-
kvæmdastjóra UA
„ÞVÍ betur höfum við ekki lagt það í
vana okkar að seilast í bæjarsjóð.
Það hefur ekki komið fyrir síðan
1968,“ sagði Gísli Konráðsson, ann-
ar framkvæmdastjóra Útgerðarfé-
lags Akureyringa, í samtali við blm.
Morgunblaðsins.
Gísli Konráðsson sagði, að
menn vissu aldrei hvaða erfið-
leikatímar kynnu að koma, en
hann vonaðist til, að ÚA þyrfti
ekki á aðstoð bæjarsjóðs að halda
í framtíðinni. Rekstur fyrirtækis-
ins miðaðist við, að það væri rekið
sem sjálfstæð eining og svo yrði
áfram.
og hálfan vinning og Helgi ólafs-
son einn vinning og biðskák gegn
Dananum Curt Hansen. Heigi
stendur til vinnings. Úrslit hafa
orðið:
1. umferð: Hansen — Vassily
Smyslov 'k — 'k. Helgi — Carsten
Hoi 1—0. Plaskett — Bent Larsen
lk — 'k. Jóhann — Lars Karlson
1—0. Pinter — Christiansen 1—0.
Mortensen — DeFirmian 'k — 'k.
2. umferð: Smyslov — Helgi
1—0. Hoi — Larsen 'k—'k. Plask-
ett — Karlsson 1—0. Christiansen
— Jóhann 1—0. Mortensen —
Pinter 0—1. DeFirmian — Hansen
0-1.
3. umferð: Smyslov — Larsen
biðskák. Helgi — Hansen biðskák.
Karlson — Hoi biðskák.
Christiansen — Plaskett 'k — 'k.
Mortensen — Jóhann 'k — 'k.
DeFirmian - Pinter 0—1.
„Mótið er haldið í tilefni 50 ára
afmælis Bronshoj-skákklúbbsins.
Á mánudag hélt Bent Larsen upp
á fimmtugs afmæli sitt og hefur
þátttaka Larsens í mótinu vakið
mikla athygli í fjölmiðlum. Mikið
hefur verið skrifað um mótið í
dönsk blöð og aðsókn mikil á
danska vísu — um 300 manns á
hverri umferð. Húsið hefur verið
troðfullt allar umferðir og augu
manna fyrst og fremst beinst að
Larsen," sagði Jóhann Hjartarson,
sem sendir Mbl. fréttir af mótinu.
Hins vegar sagði Jóhann að að-
stæður á skákstað væru afleitar,
að minnsta kosti miðað við það
sem menn ættu að venjast heima
á Islandi.
Kvikmynda á Þórs-
höfn og í Shanghai
Á SELFOSSI er verið að stofna hlutafélag um kvikmyndagerð og hefur
fysta verkefni hins nýja hlutafélags þegar verið ákveðið. Er það kvikmynd,
sem vonir standa til að hægt verði aö hefja tökur á síðsumars á þessu ári.
Aðalhvatamaður hins nýja fé-
lags er Eyvindur Erlendsson, rit-
höfundur og kvikmyndagerðar-
maður, en stofnfundurinn verður
haldinn í Inghóli á Selfossi klukk-
an 21.00 í kvöld.
„Markmið þessa hlutafélags er
að vinna að kvikmyndagerð og
kosta hana, sem virðist ekki síst
vera þörf á þegar jafn illa horfir
með kvikmyndasjóð og raun ber
vitni," sagði Eyvindur í samtali
við blm. Mbl. í gær. En hann
kvaðst einnig hafa sótt um úthlut-
un úr kvikmyndasjóði. „Hluthaf-
arnir eru 300, bæði fólk hér að
austan og aðrir og höfuðstóllinn
er ein milljón króna, enda köllum
við félagið Milljónarfélagið, svona
bæði í gamni og alvöru,“ sagði Ey-
vindur.
Fyrsta verkefni hins nýja
hlutafélags sagði Eyvindur verða
kvikmynd, og þegar lægju fyrir
drög að handriti og væri einnig
búið að ákveða hvaða leikarar
yrðu í helstu hlutverkum. Heiti
myndarinnar verður líklega „Er-
indisleysan mikla" og vonast að-
standendur til að hægt verði að
hefja tökur á henni síðsumars.
Eyvindur er höfundur handrits og
leikstjóri. Eyvindur sagði að til
stæði að hefja tökur myndarinnar
á Húsavík eða Þórshöfn, en síðan
yrði farið yfir höfin, þar sem hluti
kvikmyndarinnar gerðist í
Shanghai eða annarri austrænni
milljónaborg.
Tveir 11 og 12 ára drengir
staðnir að fjölda innbrota
TVEIR drengir, 11 og 12 ára gamlir,
voru í fyrradag staðnir að því að
brjóta fluorscent-ljósaperur í
Hamraborg í Kópavogi. Lögreglu-
menn veittu því athygli að drengirnir
voru ataðir málningu og vaknaði
grunur að þeir hefðu verið að verki í
barnaheimilinu við Bjarnhólastíg um
helgina. Svo sem skýrt var frá í Mbl.
í gær, var brotist inn í barnaheimilið
og mikil skemmdarverk unnin á því,
málningu kastað á veggi, húsgögn og
gluggatjöld. Barnaheimilið var bók-
staflega lagt í rúst og var því lokað á
mánudag á meðan viðgerð fór fram.
Við yfirheyrslur viðurkenndu
drengirnir að hafa verið að verki á
barnaheimilinu og raunar komið
víðar við að undanförnu. Þeir við-
urkenndu að hafa tvivegis farið
inn í barnaheimilið Kópasel. Þá
viðurkenndu þeir innbrot í sex
fyrirtæki og stofnanir í Kópavogi
þar sem skemmdarverk voru unn-
in.
Þeir brutust inn í Heildverslun-
ina Hrísnes, Bílasprautunina
Varma, Sundlaug Kópavogs,
Formbólstrun í Auðbrekku, Vita-
og hafnarmálastofnun og hjólhýsi
við Löngubrekku. Drengirnir stálu
hvergi neinum verðmætum, held-
ur unnu skemmdarverk á húsnæði
og húsmunum. Þeir hafa ekki áður
komið við sögu afbrota.
Morgunblaðið/Gunnar G. Vigfússon
Schltíter lemur húðirnar
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bauð þingmönnum
borgaraflokka á Norðurlöndum til kvöldverðar í veitingahúsinu Nausti
á mánudagskvöldið. Var það fagnaður góður og hámarki náði hann
þegar þeir hófu hljóðfæraleik, Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra
á hljómborð, Árni Johnsen alþingismaður á gítar og Poul Schltiter,
forsætisráðherra Dana, á trommur.
Inflúensan
af sama stofni
og sú sovéska
— ekki hætta á jafn
slæmum áhrifum
hennar hér
INFLÚENSAN, sem herjað hefur á
landsmenn síðan í janúar, er af
sama stofni og inflúensa sem geysað
hefur í Sovétríkjunum allan febrú-
armánuð með slæmum afleiðingum,
ekki síst fyrir ung börn. Er inflúens-
an svo skæð þar eystra að öll sjúkra-
hús í Moskvu hafa verið sett i hálf-
gildings sóttkví.
Að sögn Guðjóns Magnússonar,
setts landlæknis, er þó ekki hætta
á slíkum afleiðingum af völdum
flensunnar hér á landi. Sagði hann
að flensa af sama stofni gæti haft
mismunandi áhrif eftir löndum.
Áhrifin gætu farið eftir þeim
tíma, sem liðinn er frá því inflú-
ensa af sömu tegund hefur geysað
í viðkomandi landi, almennu heil-
brigðisástandi í landinu og fleiri
þáttum.
Leiktjaldasmiðir hjá Þjóðleikhúsinu segja upp:
Framleiða leikmyndir
fyrir almennan markað
ÞRÍR starfsmenn í leikmunadeild
Þjóðleikhússins hafa sagt upp störf-
um sínum og hafa þeir stofnað fyrir-
tæki sem ber heitið Sviðsmyndir hf.
Fyrirtækið mun sérhæfa sig í fram-
leiðslu á leikmyndum fyrir leikhús,
óperu, auglýsingar, kvikmyndir og
bakgrunna fyrir Ijósmyndara.
Birgir Sveinbergsson, yfirleik-
munavörður Þjóðleikhússins, sem
ásamt tveimur leiktjaldasmiðum
hefur sagt starfi sinu lausu, sagði
í samtali við Mbl., að ástæðan
væri fyrst og fremst launakjörin
hjá hinu opinbera. „Við höfum
verið með þessa hugmynd í ein sex
ár, að fara út í sjálfstæðan rekstur
á þessu sviði. Bæði er að eftir-
spurn hefur verið mikil og einnig
hitt, að launakjörin hjá hinu
opinbera eru svo slæm að það lifir
enginn á þessum launum. Við
ákváðum því endanlega að láta
verða af þessu nú um áramótin og
sögðum upp með venjulegum upp-
sagnarfresti," sagði Birgir.
Skartgripir
Einstök
fegurö
og enginn
gripur
eins
Sjaldan hefur dönsk listhönnun risiö hærra en meö Flora Danica skargripunum. Þú færö meistara-
verk náttúrunnar steypt 24 karata gullhúöun og þriggja ára ábyrgö á ótrúlega lágu verði. Og þaö sem
er mest um vert. Það eru engir tveir gripir eins.
Einkasöluumboð í Reykjavík.
FRANCH MICHELSEN
ÚRSMIÐAMEISrARI
LAUGAVEGI 39, SÍMI 28355
REYKJAVÍK