Morgunblaðið - 06.03.1985, Page 21

Morgunblaðið - 06.03.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 21 ljós að sjá né neina mannveru. Stúlkurnar kalla en er engu svarað. Matrósarnir segja þá sofa og þær veki þá. Þær kalla enn og fer þessi kallleikur fram um hríð. Er „matrósarnir" hafa tekið upp matinn, tekið að drekka vínið, sem var ætlað Hol- lendingunum, verður vart við að einhver sé um borð. Um leið og „matrósarnir" syngja upphafs- sönginn heyrist stef hollensku sæfaranna hljóma í undirleik hljómsveitarinnar. Allt í einu taka sæfararnir til að syngja, fyrst kallstefið, sem fljótlega er brenglað af „tónskratta-tónbili". Ntn*. Schufatier Hauplmann geti an’s fancC, sern 5e- 9x/n Cosst du. Ru(i’! f þessum draugakór segja þeir sögu Hollendingsins og að hann sé óheppinn í ástum. Þeir séu dæmdir af djöflinum og hann sleppi þeim ekki að eilífu. Það setur hroll að „matrósunum” og þeir reyna að yfirgnæfa söng Hollendinganna. Það tekst þeim ekki og þeir enda atriðið með söng sínum og draugalegum hlátri. Niðurlag óperunnar hefst á því að Eiríkur reynir enn að telja Sentu hughvarf en hún vill ekki hlusta á hann. Að síðustu syngur hann Cavatínu er fjallar um þá daga er þau voru ham- ingjusöm. Nr.'t £>'r,kt jinncn, akduzu Mnrudn Tiajest indos TcJ. Hollendingurinn sem hefur heyrt söng Eiríks, ryðst fram í ofsa og segist vera glataður og svikinn. Senta reynir að sefa Hollendinginn og Eiríkur sér nú hver hann er. Hollendingurinn skipar sínum mönnum að gera sjóklárt. Upphefst nú æðisgeng- inn þrísöngur. Senta spyr hví hann efist um tryggð hennar. Hollendingurinn segir hana hafa haft sig að fífli og Eiríkur reynir að vara Sentu við hræðilegum örlögum. //r /Q ■þr\JO*t)urt* # Þessum þrísöng lýkur og Hol- lendingurinn harmar örlög sín, að nú sé hann að eilífu glataður. Eiríkur hleypur til að sækja hjálp. Senta segir Hollendingn- um, að frá því er hún sá hann fyrst, hafi hún þekkt hann og vitað um ógæfu hans. Hún muni vera honum trú til dauðans og frelsa hann. Fólkið, stúlkurnar, matrósarnir, María, Eiríkur og Daland koma. Hollendingur seg- ir við Sentu: „Þú þekkir mig ekki, veist ekki hver ég er.“ Hann segir til sín og Sæfararnir hefja söng sinn. Fólkið hrópar á Sentu, sem hefur klifrað upp á klett. Áður en hún steypir sér I sjóinn, hrópar hún: „Hér stend ég, trú þér allt til dauðans." Hljómsveitarkaflinn sem kemur á eftir er byggður á stefi Sentu, en síðan kemur kafli byggður á stefi Hollendingsins, sem gæti átt að tákna upprisu þeirra. Óperan endar svo á stefi Sentu upphöfnu og blíðu. PJS, Tína mætti til fleiri stef sem bæði eru sungin og heyrast í hljómsveitinni en þetta verður látið nægja að sinni. Jón Ásgeirsson Harpa GK — nýtt skip til Grindavíkiir Vestnumuejjum, 4. mars. GLÆSILEGT fiskiskip renndi sér inn í Vestmannaeyjahöfn um há- degisbilið á sunnudaginn. Ekki var þó þarna á ferð nýtt skiþ í fiskiskipaflota Eyjamanna hversu kærkomið það annars hefði verið, heldur var þarna á ferð Harpa GK 111, nýtt og fullkomið fiskiskip sem var á leið til heimahafnar í Grindavík. Skipið var smíðað á Seyðisfirði. Það var Hekla hf. sem stóð fyrir því að skipið kom við í Eyjum og bauð fyrirtækið ýmsum útgerðar- mönnum og skipstjórum í Eyjum að skoða hið glæsta fley meðan það gerði stuttan stans á heim- siglingunni. Fjölmargir notfærðu sér þetta boð enda stóð vel í bólið hja þessari stétt manna mitt í sjó- mannaverkfallinu, allur flotinn bundinn í höfn. Allir að farast úr leiðindum athafnaleysisins og því kjörið að skoða skipið. Þótti mönnum mikið til um hversu vel hefur til tekist með smíði skipsins, tækjakostur allur af fullkomnustu gerð og starfsaðstaða og aðbúnað- ur skipverja með miklum ágætum. Harpa GK 111 ber gott vitni um ágæti innlends skipasmíðaiðnaðar en svo er það bara stóra spurning- in um verðið. Það voru ekki allir sem þorðu að spyrja þeirrar spurningar þó vel litist þeim á skipið. - hkj. Glerborgar K-qlerið sannar að stundum er.... Samkvæmt ákvæðum nýrrar byggingareglugerðar á nú að nota þrefalt gler, eða gler með samsvarandi einangrunargildi, í nýbyggingar á íslandi. K-glerið frá Glerborg er svarið við auknum einangrunar- kröfum. Enn sem fyrr er Glerborg í fararbroddi íslenskra glerframleiðenda og býður nú húsbyggjendum tvöfalt gler með mun betra einangrunargildi en venjulegt þrefalt gler hefur. K-gler Glerborgar er ný tegund glers, þar sem önnur glerskífan er húðuð sérstöku einangrandi efni sem hleypirsólarljósi ogyl inn, en kemur í veg fyrirað hitinn streymi út. K-glerið frá Glerborg uppfyllir ákvæði hinnar nýju byggingareglugerðar, það minnkar hitunarkostnað, en veitir óskert og fullkomið útsýni. Einangrunargildi glers: Tegund einangrunarglers Loftrúm mllli glerja K-gildi K-glldi m/argon Venjulegt tvöfalt gler 12 mm 3,0 2,8 Venjulegt þrefaltgler I2mm 2,1 1,9 K-gler tvöfalt (diaplus) 12 mm 1,8 1,45 Einangrunargildi er mælt í W/m2 og kallast k-gildi. Því lægri sem k-gildistalan er, þeim mun betri einangrun. K-gler. Elnangrunarhúð á innanverðu glerlnu. Hafðu samband strax við sölumenn okkar og fáðu nánari upplýsingar. K-glerið á erindi til allra húsbyggenda í dag. K-gler. Sólarljós naer óhlndrað i gegn, 90% af hitanum haldið innl. GLERBORG HE DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.