Morgunblaðið - 06.03.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 06.03.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 23 Léttur vals í Hjáleigunni Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélaf; Kópavogs sýnir Vals eft ir Jón Hjartarson. Ljósamcistari: Lárus Björnsson. Tónlist: Stefán P. Leikstjóri: Jón Hjartarson. Leikfélag Kópavogs tók til notkunar nýjan sal á föstu- dagskvöldið þegar leikur Jóns Hjartarsonar var frumsýndur. Kallar salinn Hjáleiguna, þægi- legur lítill salur í sömu byggingu og Félagsheimili Kópavogs er til húsa. Vals er afar snotur smámynd, þar sem dregin er upp mynd af gamalli konu sem hefur ákveðið að „verða" eitthvað á efri árum, en líklega er hún þó einfaldlega að eyða tímanum svo að henni leiðist ekki. Og hún tekur upp á því að sækja um hin ýmsu störf sem eru auglýst. Þetta finnst gömlu konunni fjarska skemmti- legt, hun hittir hópa af bráð- ágætu fólki og fær svalað félags- þörf sinni, að því er virðist. En mönnum stendur ekki á sama um uppátektina, þessi gamla kona hlýtur að vera eitthvað meira en lítið skrítin og væri kannski ráð að láta rannsaka hana. Og er hún þó augsýnilega heilbrigðari flestum öðrum sem koma við sögu. Sólrún Yngvadóttir fór með hlutverk ömmunnar og bar sýn- inguna uppi, hún er mikið og skemmtilegt náttúrutalent og leikstjóri og hún hljóta að hafa átt ágæta samvinnu. Aðrir leik- arar skila sínum hlut svona upp og ofan, það er bara gaman að hressilegum kækjum starfs- mannastjórans og viðbrögð þeirra sem amman talar við eru vel gerð, unz kemur að prestin- um. Þar er að vísu ekki leikara einum um að kenna, því að þessi endalok voru nokkuð vandræða- leg. Af hverju í ósköpunum skyldi amman ekki bara halda áfram að sækja um störf á jörðu niðri? Þetta virðist ganga svona ágætlega þó svo hún fái reyndar hvergi vinnu. Að minnsta kosti verða engin sjúkleikamerki á henni séð. En auðvitað verður einhvern veginn að botna þátt- inn og ég var ekki nógu ánægð með hvernig höfundi fórst það. En margt gott og hlýtt er í sýningunni og sagður þar ýmis sannleikur sem er hollt fyrir okkur að hugleiða. Á undanförnum árum hefur eflirspurn eftir sumarhúsum og íbúdum erlendis sífellt aukist. í sumar bióöum vid þess vegna mjög fjölbreylt úrval slíkra gistislada í 7 Evrópulöndum: Austurríki, Bretlandi, Danmörku, Svíþjód, Noregi, Frakklandi og Þýskalandi. Adalskrautfjödrin er ad sjálfsögdu hinn stórglæsilegi letigarður í Daun Eifel sem geröi stormandi lukku sl. sumar. Flug, bíll og sumarhús er sennilega ódýrasti feröamáti sem íslendingum býöst í sumar. I bæklingnum okkar eru upplýsingar um staösetningu. aöbúnaö og þjónustu á hverjum staö. Hér koma nokkur verödæmi miöað við hjón meö 2 börn 2— 11 ára. Innifaliö: er flug, bílaleigubíll í 1 viku meö ótakmörkuðum akstri, ábyrgöar- og kaskó- tryggingu og söluskatti. sumarhús eöa íbúö í 1 viku. Rafmagn. hiti, rúmföt og ræsting er innifalið í flestum tilfellum. Austurríki: Verö frá kr. 58.790.- Noregur. Verð frá kr. 51.996.- England: Verð frá kr. 47.070.- Svíþjóð: Verð frá kr. 56.880.- Danmörk: Frakkland: Verö frá Verð frá kr. 55.010.- kr. 48.484.- Þýskaland: Verð frá kr. 45.784,- FERMSKRIFSTOON ÚRVAL Þú ferö varla í ódýrara frí! mmmmmmnmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmBmmmmmmmmmmmm Feröaskrifstofan Úrval viö Austurvöll, sími (91F26900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.