Morgunblaðið - 06.03.1985, Page 38

Morgunblaðið - 06.03.1985, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. MARZ 1985 Minning - Sveinn Jónsson Selfossi Fæddur 15. september 1918 Dáinn 25. rebrúar 1985 Vinur minn Sveinn Jónsson er látinn, með honum er gensinn sá maður sem flestir þekktu hér um slóðir, og sem óneitanlega setti sinn svip á bæjarlífið, með ára- tuga langri þjónustu við bæj- arbúa. Bílinn hans þekkti hvert mannsbarn svo fjöldamargir höfðu ferðast með honum að nóttu sem degi, því ævinlega var hann til taks ef á þurfti að halda, boð- inn og búinn hvers manns vanda að leysa, án nokkurs fyrirvara. Ekki var hann síður að góðu kunn- ur krökkum fyrir utan á, sem oft áttu í erfiðleikum á brúnni í vond- um veðrum í og úr skóla, þá var oft margt smáfóikið í bílnum hjá Sveini, og oft lagði hann lykkju á leið sína ef honum fannst einhver hjálpar þurfi. Börn voru ákaflega hænd að Sveini, og held ég að af því megi nokkuð ráða hvern mann hann hafði að geyma. Sveinn var Rangæingur í báðar ættir fæddur að Flagbjarnarholti í Landssveit þann 15. september 1918. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, Jónssonar í Akbraut í Holtum, og Sigríður Gestsdóttir, Sveinssonar frá Stórholti i Land- eyjum. Börn þeirra hjónanna í Flagbjarnarholti auk Sveins eru Guðfinna fædd 1917 búsett á Sel- fossi, hennar maður var Sigurður Þorbjörnsson bifvélavirki sem nú er látinn, Gestur fæddur 1920 bú- settur á Selfossi, giftur Steinunni Ásgeirsdóttur frá Syðri-Hömrum í Ásahreppi, og Sigurjón fæddur 1925 giftur Gerði Guðjónsdóttur og þau eru einnig búsett á Selfossi. Auk þeirra barna sem hér eru að framan talin eignuðust þau Sig- ríður og Jón dreng sem skírður var Gestur og var hann þeirra fyrsta barn, en hann dó í frum- bernsku. Sveinn mun hafa verið efnilegur og tápmikill sem barn, en strax í æsku kenndi hann sjúkdóms sem háði honum allt hans líf. Átta ára gamall fékk hann slíkar kvalir í fótinn að hann gat ekki afborið þær og var hann fluttur á hest- vagni að Stórólfshvoli til Helga Jónassonar læknis, sem þá rak þar sjúkraskýli, og þar liggur hann í heilt ár, oftast mikið þjáður. Þeg- ar hann kemur aftur heim eftir þá erfiðu sjúkdómslegu er hann mik- ið bæklaður, átti erfitt með allar hreyfingar, en þó einkanlega gang. VELA-TENGI 7 / 2 Allar geröir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengið aldrei stál — í — stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tsskja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar SöojiiHlmÐPMir @x (öcq) , Vesturgötu 16, sími 13280 Gat þó staulast um, en farið gat hann allra sinna ferða á hesti. Þannig liðu árin fram yfir ferm- ingu, hann sótti farskóla um sveit- ina eins og þá var títt, sýslaði við féð vor og haust og alla snúninga og sendiferðir sá hann um fyrir heimilið og alltaf ríðandi. Vissulega hefur hlutskipti halta drengsins í Flagbjarnarholti verið foreldrum hans og fjölskyidu áhyggjuefni og möguleikar í þá daga ekki margir, enda framtíð- arsýn örkumla barns sannarlega ekki geislum stráð. Eitthvað varð þó að reyna að gera til að brjótast á móti hinum þungu örlögum, sem hinum unga dreng virtust búin. 14 ára gamall er hann svo send- ur suður til Reykjavíkur, til vina- fólks hjónanna í Flagbjarnarholti, Kristínar Árnadóttur, og fjöl- skyldu hennar á Skólavörðustíg 8, en hugmyndin var, að hann færi í skósmíðanám til Ingibergs skósm- iðs í Lækjargötu 10. Allt þetta fólk reyndist Sveini sérstaklega vel og var það ekki síst fyrir orð Ingi- bergs, að hann var lagður inn á Landakotsspítala þar sem hann gekkst undir mikla beinaaðgerð hjá Matthíasi Einarssyni lækni, en sú aðgerð heppnaðist svo vel að undrum þótti sæta. Eftir rúnrlega hálfs árs legu á spítalanum snýr hann aftur heim nýr og breyttur, þótt haltur væri hann alla tíð, meðan hann lifði. Þótt ekkert yrði úr skósmíða- náminu fann hann sjálfan sig heima í sveitinni sinni fögru og með endurnýjuðum lífsþrótti, í hópi vina og jafnaldra, ófust nú þeir þættir sem alla tíð urðu hinir sterku drættir i skaphöfn hans. Það er fagurt og víðsýnt á hlað- inu í Flagbjarnarholti. Fjalla- hringurinn er stórbrotinn inn á landið og til vesturs nær augað að greina hinar endalausu viðáttur hafsins. Ég held að þetta umhverfi hafi á vissan hátt mótað skaphöfn Sveins, hann var alla tíð maður víðáttunnar, unni hinu frjálsa lífi á ferð og flugi líkt og farfuglarnir, sem koma að vori, en kveðja að hausti. Þegar unglingsárin voru að baki tók Sveinn að sér hin ýmsu störf, sem til féllu, hann var fimm sum- ur á Holtamannaafrétti við fjár- gæslu á vegum sauðfjárveikivarna og tvö sumur í byggð gætti hann fjár fyrir sömu aðila, geta þeir sem til þekkja gert sér í hugar- lund hver yfirferðin hefur verið á hestum hans, þar sem svæðið sem gæta þurfti náði frá Hvassatanga, sem er landmegin við Þjórsá, móti Búrfelli, allt til sjávar hjá Sauð- holti. Landmaður var hann nokkrar vertíðir í Grindavík og eina vertíð réri hann, en sjóróðrar áttu illa við hann sökum þess hve sjóveikur hann var. Á þessum árum var bretavinnan í fullum gangi í Kaldaðarnesi, þangað réð hann sig í vinnu og þar var hann til stríðsloka. Þáttaskil urðu í lífi fjölskyldunnar í Flag- bjarnarholti, er hún flytur á Sel- foss árið 1947. Guðfinna var þá Á AÐALFUNDI Félags íslenskra leikara, 25. febrúar síðastliðinn, var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Félags íslenskra leikara, 25. febrúar 1985, mótmæl- ir harðlega því tilræði við íslenska kvikmyndagerð að svíkja kvik- myndasjóð um það fé sem honum ber lögum samkvæmt. Kvikmyndagerðarmenn, sem hafa lagt aleigu sína að veði til að auðga íslenskt menningarlíf með þegar búsett hér og byggðu þeir bræður Sveinn og Gestur hús að Ártúni 8 í næsta nágrenni við hana „fyrir utan á“ eins og það er kallað hérna á Selfossi. Þegar Sveinn var fluttur réðst hann fljótlega til Kaupfélags Ár- nesinga þar sem hann starfaði að- allega á lagernum auk annarra starfa allt til ársins 1962 að hann segir upp hjá Kaupfélaginu og gerist leigubílstjóri, sá fyrsti hér á Selfossi sem gerir það að aðal- starfi. Áður en lengra er haldið vil ég geta þess að árið 1953 flytur inn á heimilið á Ártúni 8 Bjarnheiður Ástgeirsdóttir frá Syðri-Hömrum með son sinn, Ástgeir, þá sex ára gamlan, en þessari konu hélt Sveinn heimili alla tíð síðan, og veit ég að miili þeirra var gagn- kvæm virðing og einlæg vinátta og heimilið rómað fyrir gestrisni og myndarskap í hvívetna. Bjarnheiður annaðist gömlu hjónin af nærgætni og hlýju en Jón andaðist árið 1963. Sveinn byggði nýtt hús á næstu lóð fyrir austan Ártún 10 og í það fluttu þau Bjarnheiður með gömlu konuna 1968, og vissi ég að þar leið henni vel, ég kom þar oft á þeim árum, hún var blind síðustu ævi- árin en einkar minnug og skemmtileg kona. Hún andaðist í hárri elli á heimili þeirra Sveins og Bjarnheiðar 1975 án þess að þurfa nokkurntíma að yfirgefa drenginn sinn sem svo dapurleg örlög virtust ætla að yfirbuga í æsku, en sem varð hennar sterkasta stoð í ellinni. Þegar við, nokkrir ungir menn í þá daga, stofnuðum Bifreiðastöð Selfoss 1960 var Sveinn þar á með- al, og eins og áður er getið varð hann fyrstur til að gera akstur leigubíla hér á Selfossi að sínu að- alstarfi. Auðvitað var það nokkur áhætta að segja upp föstu starfi og taka sér þetta fyrir hendur, því oft var lítið að gera og engin kaup- trygging, en Sveinn var ósérhlíf- inn og til þjónustu reiðubúinn hvenær sem var sólarhrings og taldi ekki eftir sér að rífa sig upp um nætur vantaði bíl, þó ekki væri nema milli húsa hér á staðnum. Með þessu móti komst hann til- tölulega vel af fjárhagslega og ég hygg að hann hafi aldrei séð eftir innlendri kvikmyndagerð, eiga betra skilið en þá ömurlegu af- greiðslu sem þessi unga listgrein hlaut á Alþingi við gerð fjárlaga. Fundurinn skorar á yfirvöld menningarmála að beita sér af al- efli fyrir því að staðið verði við þau fyrirheit um aukinn stuðning við kvikmyndagerð sem gefin voru með nýsamþykktum lögum um kvikmyndasjóð." (FrcItntilkynninK) fyrir hendur. Þessu fylgdi visst frjálsræði, það fann hann og kunni að meta, enda fór hann oft ef færi gafst og lítið var að gera að heimsækja vini sína austur í Holt eða upp á Land því þar var hans hugur jafnan bundinn, eða eins og Guðfinna systir hans segir, hann fór aldrei að heiman, þarna voru hans rætur, þarna þekkti hann hvern stein og hverja þúfu, frjáls í hinni endalausu víðáttu. Sveinn var afskaplega sam- viskusamur maður og nákvæmur um allt sem hann tók að sér, að orð skyldu standa voru hans lög. Þó hann væri hlédrægur í eðli sínu hélt hann fast á sínum mál- um, og honum gast ekki að mönnum sem voru reikandi í skoð- unum. Hann gat verið kaldur og fá- skiptinn, jafnvel hrjúfur, og sann- arlega var hann ekki allra, eins og sagt er, en þeim sem hann tók var hann sannur og tryggur vinur. Honum var allt frá fyrstu tíð mjög annt um fyrirtæki það sem hann var stofnandi að ásamt okkur félögunum, Bifreiðastöð Selfoss, og margt handtakið og margan snúninginn er hann búinn að fara fyrir það gegnum tíðina án þess að nokkurt gjald kæmi fyrir. Sannarlega var það sárt að honum skyldi ekki auðnast að vera við- stáddur þegar síðasta áfanga var náð og Inghóll var vígður nú í þorrabyrjun. Það mikill áhuga- maður var hann um þá fram- kvæmd alla. Hann átti svo að segja frá upphafi sæti í stjórn stéttarfélags leigubifreiðastjóra hér á Selfossi og mörg ár sem formaður. Fyrir rúmum fjórum árum fékk Sveinn slæmt hjartaáfall, svo slæmt að tvísýnt virtist vera um heilsu hans um tíma, en þó ótrú- legt sé þegar slíkur sjúkdómur er annarsvegar náði þrek hans að yf- irbuga hann, en maðurinn með ljáinn var kominn í túnið þó með öðrum hætti væri. Hann kenndi nú þess sjúkdóms sem fleiri íslendinga fellir til jarð- ar en nokkur önnur síðari tíma plága, fyrir tveimur árum gekkst Sveinn undir stóra aðgerð og vel virtist taka til í fyrstu en meinið beið færis og var hann lagður inn á sjúkrahús og fjórar stóraðgerðir gekkst hann undir áður en yfir lauk. Þegar ég í dag kveð þennan vin minn í kirkjugarðinum í Skarði á Landi þá hljómar fyrir eyrum mér rödd, svo dularfull og djúp og spyr: Hvað vann hann Drottins veröld til þarfa, og svarið sé ég endurspeglast í svipmóti fólksins, söknuð og virðingu á skilnaðar- stund. Það segir fleira en nokkur orð ná að iýsa. Öllum aðstandendum Sveins og vinum sendi ég hugheilar samúð- arkveðjur. Við félagarnir á Bif- reiðastöð Selfoss og fjölskyldur okkar sendum honum hinstu kveð- jur með þökk fyrir allt og allt. Árni Valdimarsson í dag verður til moldar borinn frá Skarðskirkju, Sveinn Jónsson frá Neðribænum í Flagbjarnar- holti á Landi. Sveinn andaðist 25. febrúar sl. á Borgarspítalanum í Reykjavík eftir langt og erfitt veikindastríð. Nú þegar ég minnist þessa góð- vinar og fyrrum sveitunga, stend- ur furðu skýrt fyrir sjónum mér traust og trúverðugt samfélag á Landinu sem öðru fremur mótaði lífsmynstur og skaphöfn Sveins og þeirra annarra sem ólust upp við hin litríku og sterku form sem voru umgjörð um allt mannlíf í uppsveitum Rangárvallasýslu á þessum árum og eru sjálfsagt enn þann dag í dag. Sveinn Jónsson fæddist í Flagbjarnarholti 15. september 1918, sonur hjónanna Sigríðar Gestsdóttur frá Flagbjarnarholti og Jóns Jónssonar frá Akbraut í Holtum. Þau Jón og Sigríður voru mikilsvirt sæmdarhjón og búnað- ist vel að þeirra tíma hætti. Þau Neðribæjarhjón í Flagbjarnar- holti áttu sannarlega góðu barna- láni að fagna, þau eignuðust fjög- ur mannvænleg börn, þrjá syni og eina dóttur sem öll komust til manndóms og þroska. Sveinn var næstelstur sinna systkina. Með vissum hætti varð æska og uppvöxtur Sveins honum erfið. Átta ára að aldri veiktist hann af beinígerð í mjöðm og átti af þeim sökum við bæklun og veik- indi að stríða. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður til lækninga á þessum árum, hafa foreldrar Sveins, þau Jón og Sigríður, ekki gefið upp von um lækningu syninum til handa, því varð það að ráði árið 1932, að Sveinn, þá 14 ára að aldri, gekkst undir mikla beinaðgerð sem tók marga mánuði og harða baráttu. Þessi skurðaðgerð tókst frábær- lega vel og fékk Sveinn undraverð- an bata. Eg held að ég muni það rétt að Sveinn þakkaði Matthíasi Einarssyni lækni á Landakotsspít- alanum þann frábæra árangur. Þegar hafa orðið mikil og góð umskipti fyrir Svein, gekk hann nú að hverju starfi sem heill væri, kvikur í spori og beinn í baki, þótti hann sverja sig í ætt við frændur sína sem margir voru hinir rösk- ustu menn. Á því leikur ekki vafi, að veikindi Sveins á þessu ævi- skeiði höfðu varanleg áhrif á hann sjálfan og fjölskyldu hans og treystu fjölskylduböndin. Vinátta og hjálpsemi voru ríkir eiginleikar í fari hans alla tíð. Á árum áður stundaði Sveinn öll algeng störf til sjós og lands jafnframt því sem hann stundaði gæslustörf með Þjórsá fyrir Sauðfjárveikivarnirnar, fyrstu ár- in í byggð en síðan á Holtamanna- afrétti. Þessi gæslustörf áttu mjög vel við Svein og féllu vel að eftir- lætisáhugamáli hans á þessum ár- um sem var hestamennska en hann var sem Jón faðir hans ágætur hestamaður og hestaunn- andi. Árið 1937 var Sveinn vetrar- maður hjá afa mínum, Guðna Jónssyni, og hafði með sér í vist- ina bleikblesóttan fola örviljugan. Glöggt man ég hvað ég leit upp til þeirra félaga, ekki síst vegna þess hve misjafnlega eigandanum gekk að hemja folann. Á þessum árum var Sveinn glaður og reifur, en mjög dró úr lífsfjöri hans á seinni árum þegar heilsan fór að bila. Árið 1947 flyst Sveinn frá Flagbjarnarholti til Selfoss ásamt foreldrum sínum. Hann vann um árabil lagerstörf hjá Kaupfélagi Árnesinga eða þar til hann á þess- um árum hóf sjálfur leigubíla- akstur sem hann stundaði til dauðadags, þrátt fyrir veikinda- stríð á seinni árum. Fyrir 25 árum gerðist Sveinn, ásamt fleirum, þátttakandi og hluthafi í Fossnesti á Selfossi. Fossnesti er nú öflug og vel starf- rækt þjónustumiðstöð fyrir ferða- fólk með umfangsmiklum veit- ingarekstri. Það var ánægjulegt fyrír Svein og þá félaga að sjá Fossnesti, þessa ágætu þjónustu- miðstöð, vaxa og dafna og á þann hátt verða traustur hlekkur í viðskiptalegu hlutverki Selfoss á Suðurlandi og þróttmikilli at- vinnuuppbyggingu í kaupstaðnum. Sveinn fylgdist grannt með vexti og viðgangi Selfoss og vildi veg bæjarins sem mestan. Fyrir 30 árum flytur Bjarnheið- ur Ástgeirsdóttir á heimili Sveins og foreldra hans, með ungan son sinn, Ástgeir Ingólfsson. Eftir fráfall Jóns, föður Sveins, hafa þau Bjarnheiður haldið heimili saman með farsælum hætti. Jafnframt bjuggu þau Sig- ríði, móður Sveins, fagurt ævi- kvöld á heimili sínu en hún var nær blind tíu síðustu ár ævinnar. Að leiðarlokum vil ég, eins og sjálfsagt margir aðrir vinir hans, samstarfsmenn og fyrrum sveit- ungar, þakka Sveini Jónssyni fyrir trausta vináttu og tryggð í gegn- um árin, ég minnist þessa hóg- væra og grandvara manns með virðingu og þökk. Atvikin höguðu því þannig að leiðir okkar lágu furðulengi saman, fyrst í fæð- ingarsveit okkar beggja, síðan um tveggja ára skeið á Selfossi. Ávallt síðan höfum við rækt vináttu okkar í milli. Bjarnheiði, systkinum og venslafólki votta ég samúð mína. Hákon Kristinsson því að hafa tekið sér þetta starf Félag íslenskra leikara: Staðiö verði viö fyrirheit um stuðning við kvikmyndagerð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.