Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
Heimild Islandslax til vatnstöku:
Gengur gegn reglu-
gerð Grindavíkur
— segir bæjarstjórinn, Jón Gunnar Stefánsson
Forsetinn kynnti sér stnrfsemina í öllum deUdum Póstmiðstödvarinnar við Ármúla og lét vel af heimsókninni. F.v.
Kristján Helgason, umdæmisstjóri umdæmis nr. 1, Halldór Reynisson, forsetaritari, Bragi Kristjánsson, forstjóri
viðskiptadeildar Pósts og síma, Björn Björnsson, póstmeistari Reykjavíkur, frú Vigdís Finnbogadóttir, Kristján
Hafliðason, yfírdeildarstjórí bréfadeildar og Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri.
Forsetinn heimsækir nýju Póstmiðstöðina í Reykjavík
SAMNINGUR fyrirtækisins fs-
landslax hf. við landbúnaðarráðu-
neytið um vatnstöku í landi Staðar
við Grindavík gengur gegn reglugerð
bæjarfélagsins um vatnsveitu, að
sögn bæjarstjórans, Jóns Gunnars
Stefánssonar, sem átt hefur viðræð-
ur við forráðamenn landbúnaðar-
Hitaveita Akureyrar.
25 % hækkun
Akareyri, 19. mars.
BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- I
þykkti á fundi sínum í kvöld að
hækka hitaveitugjöld á Akureyri
um 25%. Þar af eru nálega 14%
vegna hækkunar byggingarvísi-
tölu og um 11% grunnhækkun.
Hinir nýju taxtar taka gildi frá og
með morgundeginum, 20. mars.
Þá kostar mínútulítrinn 1.480
krónur á mánuði og einn rúm-
metri vatns 74 krónur. Hækkun
þessi var samþykkt með 11 sam-
hljóða atkvæðum. _ Sv.P.
Hótelþjófur
gómaður á
Loftleiðum
ráðuneytisins um málið. Samningur
landbúnaðarráöuneytisins og ís-
landslax tekur ekki gildi fyrr en
bæjarstjórn Grindavíkur hefur gefíð
heimild sína og verður málið tekið
fyrir á bæjarstjórnarfundi í næstu
viku, að sögn Jóns Gunnars.
Jón Gunnar sagði, að Grinda-
víkurbær ætti lítið landrými og
samþykkt hefði verið sl. haust að
stefna að því að kaupa jörðina
Stað af ríkinu. Hann sagði, að
ennfremur væri á döfinni að auka
samvinnu sveitarfélaga á Suður-
nesjum um vatnsnýtingu og skipu-
lag þeirra mála. Viðræður þær
sem hann ætti við ráðuneytis-
menn vegna samningsins gengju
því í þá átt, að hann yrði miðaður
við hagsmuni bæjarfélagsins
þannig að það fengi að bera
ábyrgð á kjörum íslandslax hf.
eins og annarra, sem njóta vildu
slíkrar vatnstöku. Þá væri vilji
sveitarfélagsins sá, að þannig yrði
haldið á málum að ekki yrði brotið
í bága við sameiginlega hagsmuni
sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Bæjarstjórinn sagöi í lokin, að
samningaviðræður við ráðuneyt-
ismenn gengju vel, en ekki vildi
hann spá fyrir um, hver afgreiðsla
bæjarstjórnarinnar yrði, þó svo
breytingar næðust ekki fram á
samningum.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, heimsótti í gær nýju
Póstmiðstöðin við Armúla í Reykja-
vík. Fór forsetinn úm húsakynnin f
fylgd með forráðamönnum stofnun-
arinnar og kynnti sér starfsemina í
öllum deildum.
Póstmiðstöðin við Ármúla var
formlega opnuð í maí í fyrra og
sameinast þar undir einu þaki þeir
meginþættir starfseminnar, sem á
undanförnum árum höfðu tvístr-
ast víðs vegar um borgina vegna
þrengsla og skorts á hentugu hús-
næði.
Hið nýja húsnæði hafði ýmsar
skipulagsbreytingar í för með sér.
Póstmiðstöðin var gerð að sér-
stakri rekstrareiningu innan
Póststofunnar í Reykjavík, Póst-
rekstrardeild 11, sem síðan skipt-
ist í þrjár megindeildir; bréfa-
deild, böggladeild og flutninga-
deild. Þá er einnig staðsett í hús-
inu nýtt póstútibú, Reykjavík-8.
Alla þessa þætti starfseminnar
kynnti forsetinn sér í heimsókn-
inni, sem lauk með því að forset-
inn drakk síðdegiskaffi með
starfsmönnum Póstmiðstöðvar-
innar.
22 ARA maður var handtekinn á
Hótel Loftleiðum á mánudag eftir að
uppvíst var, að fjármunir höfðu horf-
ið úr herbergjum hótelsins. Rann-
sóknarlögreglan náöi manninum á
hótelinu og þykir Ijóst, að hann hafi
haft í hyggju að fara inn í fleiri her-
bergi, en honum hafði tekist að
komast yfír svokallaðan höfuðlykil,
það er lykil sem gengur að öllum
dyrum hússins og hafði hann lykil-
inn undir höndum.
Við húsleit á heimili mannsins
fannst þýfi, um 40 þúsund krónur
í peningum, 14 þúsund krónur í
íslenzkum peningum, á þriðja þús-
und norskar krónur, á þriðja þús-
und sænskar krónur auk belgískra
og franskra franka og danskra
króna. Manninum tókst að stela
lyklinum í afgreiðslu hótelsins á
föstudag. Hann fór tvær ferðir á
föstudag og laugardag og var í
sinni þriðju ferð á mánudag.
Rfldsstjómin um afurðagreiðslur til bænda:
Mjólk greidd innan mánaðar
og sláturafurðir um áramót
Nefnd skipuð og breytingar taki gildi 1. maí
RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að fela viðskiptaráð-
herra að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig standa skuli að
greiðslum afurðaverðs til bænda, þannig að þeir geti fengið innlagða
mjólk greidda að fullu innan mánaðar frá 1. maí nk. og sláturafurðir
um nk. áramót
Samþykkt þessi er í sam-
ræmi við ákvörðun stjórnar-
flokkanna frá 6. september sl.
og gerir ráð fyrir að bændur
fái innlagða mjólk greidda að
fullu innan mánaðar, í fyrsta
sinn 1. júní nk., og sláturafurð-
ir um áramót. Samþykkt ríkis-
stjórnarinnar er í tengslum við
ákvörðunina um að lánastofn-
anir fjármagni sjálfar afurða-
lán til innlendra framleiðslu-
atvinnuvega og lækkun bind-
iskyldu innlánsstofnana við
Seðlabanka íslands.
Viðskiptaráðherra, Matthías
Á. Mathiesen, sagði í samtali
við Mbl., að hann myndi skipa
nefndina á næstu dögum, en
„Stjórnvöld vilja þó greiða fyrir at-
vinnuuppbyggingu á Suðurnesjuma
segir Þorsteinn Ólafsson, stjórnarformaður íslandslax hf.
„MÉR SÝNIST að fólk almennt hafí ekki kynnt sér málið efnislega.
Öll okkar áform styðjast við mjög rækilegar vísindalegar rannsóknir
á svæðinu og er engin hætta á ferðum fyrir einn eða neinn,“ sagði
Þorsteinn Ólafsson, stjórnarformaður íslandslax hf. og framkvæmda-
stjóri þróunardeildar Sambandsins, í samtali við Mbl. í gær.
Eins og kunnugt er af frétt- merkilegur að því leyti að
um, heimilaði landbúnaðar-
ráðherra íslandslaxi hf. vatns-
töku í landi jarðarinnar Staðar
við Grindavík og að nýta allt
að 20 sekúndulítra af 100 gráðu
heitu vatni, auk þess sem því er
heimilað að nýta allt að 350
sekúndulítra af fersku vatni.
Stjórn Kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi hefur mótmælt þess-
ari ákvörðun landbúnaðarráð-
herra vegna þess að stjórnin
telur endurgjaldið ekki í sam-
ræmi við það sem eðlilégt
mætti teljast og einnig telur
stjórnin að áhrif slíkrar
vatnstöku á byggðarlögin á
Reykjanesi liggi ekki fyrir.
„Ég tel að þessi samningur
landbúnaðarráðherra sé mjög
stjórnvöld leggja sig þó fram
við að greiða fyrir atvinnu-
uppbyggingu á Suðurnesjum.
Við höfum haft góða samvinnu
við Grindvíkinga og eru þeir
mjög jákvæðir. Ég er viss um
að þeir séu fullhuga um að
fyrirtækið geti orðið að veru-
leika,“ sagði Þorsteinn.
BVið styðjumst í öllu við álit
sérfræðinga okkar varðandi
vatnstöku á svæðinu og er eng-
in hætta á að þetta hafi áhrif á
aðra vatnstöku annarra aðila.
Varðandi gagnrýni á verð
heitavatnsréttindanna, sem
eru mjög takmörkuð, eru rétt-
indin seld á mjög hliðstæðu
verði og samið var um milli
ríkisins sem eiganda Lauga-
lands í Eyjafirði annars vegar
og Hitaveitu Akureyrar hins
vegar. í samningi þeim sem nú
er talað um, eru mjög hliðstæð
ákvæði og giltu þá.
Okkar framkvæmdir miða að
öflugri atvinnuuppbyggingu í
nágrenni Grindavíkur og ég
trúi ekki öðru en að þeir sem
láta sig varða framgang þess
styðji þetta mál heilshugar en
hengi sig ekki í deilur sem eru
smáatriði," sagði Þorsteinn.
Þorsteinn sagði ennfremur
að Ilitaveita Suðurnesja hefði
ekki getað boðið upp á betra
tilboð en svo að Islandslax
myndi sjálft þurfa að borga
15,5 milljónir króna í tengi-
gjald fyrir heitavatnslögn frá
Grindavík til Staðar, sem
fyrirtækið myndi þó ekkert
eiga í. í öðru lagi myndi ís-
landslax þurfa að greiða 26
krónur fyrir tonnið, sem er
nær helmingi dýrara en heita
vatnið er t.d. í Reykjavík.
„Verð á orku til fiskeldis á
þessum kjörum er ekki sam-
keppnishæft og þar með er
heita vatnið ekki sú auðlind í
þessu sambandi eins og allir
hafa verið að tala um,“ sagði
Þorsteinn. „Við hljótum því að
leita leiða í heitavatnsöflun
sem eru ódýrari og sem gera
heita vatnið samkeppnisfært.
Við höfum möguleika á því að
fá takmarkaða heimild til þess
að leita sjálfir að heitu vatni. í
landi Staðar þurfum við að
taka þá áhættu að þær boranir
sem við munum sjálfir kosta,
skili ekki árangri. Ef, hinsveg-
ar, við verðum heppnir, teljum
við okkur geta með þessu móti
fengið mun ódýrara heitt vatn
en tilboð Hitaveitu Suðurnesja
hljóðar upp á. Við vitum líka
að hugur allra aðila sem
standa að fiskeldisstöðvum á
Suðurnesjum stendur til þess
að fá mun ódýrari orku en
þeim hefur tekist að ná í samn-
ingum við hitaveituna," sagði
Þorsteinn að lokum.
hann hefði ekki tekið ákvörðun
um hverja hann myndi skipa í
hana. Hann sagði þessa ákvörð-
un í tengslum við breytingarn-
ar á bindiskyldu og afurðalán-
um og sagði síðan: „Það verður
að sjálfsögðu að endurskoða
reglurnar um veitingu afurða-
lána og niðurgreiðslurnar,
tímasetningu á greiðslum úr
ríkissjóði, svo og hver lág-
marksfjármögnun birgða verð-
ur að vera hjá vinnslustöðvun-
um sjálfum. Það verður hlut-
verk nefndarinnar, að gera til-
lögur þar að lútandi."
Ríkisstjórnar-
samþykkt í gæn
Bindiskylda
innláns-
stofnana úr
28% í 18%
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum í gær, að afurðalán
Seðlabankans vegna innlendra
framleiðsluatvinnuvega verði færð
yfír í viðskiptabankana og bindi-
skylda innlánsstofnana af innlánsfé
því lækkuð úr 28% í 18%. Viðskipta-
ráðherra hefur falið Seðlabanka ís-
lands nánari útfærslu á atriðum sem
tengjast málinu.
Viðskiptaráðherra, Matthías Á.
Mathiesen, sagði í viðtali við Mbl.
eftir fundinn í gær, að hann hefði
falið Seðlabanka íslands að sjá
um nánari útfærslu á þeim atrið-
um sem væru máli þessu viðkom-
andi, en þar væri um margþætta
liði að ræða sem snertu lánastofn-
anir í landinu.