Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
5
Bassasöngvarinn Carlo de
Bortoli sigraði í alþjóðlegri
söngkeppni í Vercelli 1972 og
sama ár kom hann fyrst fram á
fjölum Regio-leikhússins í Tor-
ino. Síðan hefur hann komið fram
í mörgum þekktustu óperuhúsum
á Ítalíu og víðar um Evrópu. Á
verkefnaskrá hans eru um það bil
50 óperuhlutverk. Hann kemur
einnig mjög oft fram á tónleikum
og í útvarpsdagskrám á ítalfu og
víðar, svo og á alþjóðlegum tón-
listarhátfðum.
Carlo de Bortoli kom fram á
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Islands og Pólýfónkórsins árið
1984 þegar flutt var „Stabat Mat-
er“ eftir Rossini.
Ingólfur Guðbrandsson stund-
aði tónlistarnám jafnhliða kenn-
aranámi og sfðan háskólanámi í
tungumálum. Meðal kennara
hans hér heima voru dr. Róbert
A. Ottóson og Pétur Á. Jónsson.
Framhaldsnám stundaði hann
við Guildhall-tónlistarskólann í
London og Tónlistarháskólann f
Köln. Hann fór einnig margar
námsferðir og dvaldist um skeið
við Söngskólann í Augsburg og
ennfremur í Mílanó og Róm.
Hann var fyrsti námsstjóri f tón-
list á íslandi, en sagði því starfi
lausu 1963 og hefur síðan verið
brautryðjandi á sviði ferðamála.
Ingólfur stofnaði Pólýfónkór-
inn 1957 og hefur stjórnað honum
síðan við mikinn orðstír. Verk-
efnaskráin spannar svið kórsöngs
frá 14. öld til nútímans en eftir-
minnilegust eru vafalaust stóru
verkin eftir Hándel og Bach, en
sum þeirra hefur Ingólfur frum-
flutt á íslandi. Hann hefur einnig
stjórnað kórnum í rómuðum tón-
leikaferðum erlendis, m.a. til ít-
alíu 1977 og Spánar 1982.
Ingólfur Guðbrandsson stjórn-
aði Sinfóniuhljómsveitinni á tón-
leikum með Pólýfónkórnum vorið
1984 og var þar flutt m.a. Te De-
um eftir Verdi og Stabat Mater
eftir Rossini."
/ Grænmetismarkaðinum,
á homi Síðumúla og Fellsmúla,
miðvikudaginn 20. mars.
Viö bjóðum mikið úrval af alls kyns grænmeti og
ávöxtum, en íslenska kartaflan verður í aðalhlutverkinu.
Við veitum upplýsingar um matreiðslu og geymslu,
kynnum óvenjulegan 14 daga „kartöflu“ megrunarkúr
og bjóðum girnilega smakkrétti o.fl. o.fl.
s
kynnuin óvenjulegan
14 daga „kartöOu“ megrunarkúr
Grœnmetisverslun
landbúnaðarins
Síðumúla 34 — Sími 81600
¥
Þessa mynd tók RAX í Háskólabíói í gærmorgun af æfingu Sinfóníuhljómsveitarinnar og Pólýfónkórsins undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar.
Sinfóníuhljómsveitin og Pólýfón-
kórinn flytja H-moll-messu Bachs
Fjórir erlendir einsöngvarar - stjórnandi Ingólfur Guðbrandsson
Sinfóníuhljómsveit íslands og
Pólýfónkórinn ásamt fjórum er-
lendum einsöngvurum flytja h-moll
messu Bachs í Háskólabíói á
fímmtudag og laugardag undir
stjórn Ingólfs Guðbrandssonar.
í tilefni þessara tónleika sendi
Sinfóníuhljómsveit íslands frá sér
eftirfarandi fréttatilkynningu:
„Fimmtudaginn 21. mars nk.
eru 300 ár liðin frá fæðingu hins
mikla tónjöfurs Jóhanns Sebasti-
ans Bach. í tilefni þess mun Sin-
fóníuhljómsveit íslands efna til
tónleika og taka til flutnings eitt
mesta kórverk tónbókmenntanna,
þ.e. h-moll messuna, og heiðra
með því minningu Bachs.
Flytjendur ásamt Sinfóní-
uhljómsveitinni eru einsöngvar-
arnir Jacquelyn Fugelle, Berna-
dette Manca di Nissa, Renzo Cas-
ellato og Carlo de Bortoli, sömu-
leiðis Pólýfónkórinn, sem skipar
á annað hundrað söngvara.
Stjórnandi tónleikanna verður
Ingólfur Guðbrandsson. Tónleik-
arnir á fimmtudaginn verða í Há-
skólabíói og hefjast að þessu
sinni kl. 20.00. Þeir verða endur-
teknir á sama stað laugardaginn
23. mars nk. og hefjast þeir tón-
leikar kl. 14.00.
Sópransöngkonan Jacquelyn
Fugelle stundaði nám við Guild-
hall-tónlistarskólann í London og
vann þá þegar til ýmissa verð-
launa. Fyrstu tónleika sína hélt
hún í Wigmore Hall og hlaut
fyrir þá mikið lof. Síðan hlaut
hún styrki sem gerðu henni kleift
að stunda framhaldsnám f Róm
og Vín. Hún hefur komið fram
bæði á tónleikum og í óperum, en
sérsvið hennar er óratóríusöngur.
Hún hefur sungið í flestum helstu
tónieikahúsum og kirkjum Eng-
lands og víða annars staðar, og er
mikill annatími framundan hjá
henni.
Altsöngkonan Bernadette
Manca di Nissa er fædd á Sardínu
en lauk glæsilegum námsferli í
Mozarteum í Salzburg. Hún hefur
unnið til frægra alþjóðlegra verð-
launa og tekið mikinn þátt f tón-
leikahaldi og óperuflutningi, m.a.
í Feneyjum, Róm, Berlín, Köln og
viðar. Túlkun hennar á tónlist
barokk-tímans og Rossinis þykir
frábær, og nútfmatónlist er einn-
ig á verkefnaskrá hennar. Hún
hefur komið fram í útvarpi á ít-
alíu og í Þýskalandi og sungið inn
á hljómplötur, m.a. fyrir De-
utsche Grammophon Gesell-
schaft.
Renzo Castellato, tenór, er
fæddur í borginni Adria, skammt
suður af Feneyjum, stundaði nám
í þeim borgum báðum og lauk
brottfararprófi frá skóla Fen-
eyjaóperunnar 1961. Á námsár-
unum hafði hann sungið hlutverk
Normans í „Lucia di Lammer-
moor“ í upptöku þar sem Maria
Callas var i aðalhlutverkinu,
stjórnandi var Tullio Serafin og
útgefandi: His Master’s Voice.
Frá 1963 hefur hann starfað mik-
ið í Scala-óperunni í Mflanó og
víðar á ítaliu, einnig m.a. f Vfn,
París, London, Berlín, Kaup-
mannahöfn og Rio de Janeiro.