Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 5 Bassasöngvarinn Carlo de Bortoli sigraði í alþjóðlegri söngkeppni í Vercelli 1972 og sama ár kom hann fyrst fram á fjölum Regio-leikhússins í Tor- ino. Síðan hefur hann komið fram í mörgum þekktustu óperuhúsum á Ítalíu og víðar um Evrópu. Á verkefnaskrá hans eru um það bil 50 óperuhlutverk. Hann kemur einnig mjög oft fram á tónleikum og í útvarpsdagskrám á ítalfu og víðar, svo og á alþjóðlegum tón- listarhátfðum. Carlo de Bortoli kom fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands og Pólýfónkórsins árið 1984 þegar flutt var „Stabat Mat- er“ eftir Rossini. Ingólfur Guðbrandsson stund- aði tónlistarnám jafnhliða kenn- aranámi og sfðan háskólanámi í tungumálum. Meðal kennara hans hér heima voru dr. Róbert A. Ottóson og Pétur Á. Jónsson. Framhaldsnám stundaði hann við Guildhall-tónlistarskólann í London og Tónlistarháskólann f Köln. Hann fór einnig margar námsferðir og dvaldist um skeið við Söngskólann í Augsburg og ennfremur í Mílanó og Róm. Hann var fyrsti námsstjóri f tón- list á íslandi, en sagði því starfi lausu 1963 og hefur síðan verið brautryðjandi á sviði ferðamála. Ingólfur stofnaði Pólýfónkór- inn 1957 og hefur stjórnað honum síðan við mikinn orðstír. Verk- efnaskráin spannar svið kórsöngs frá 14. öld til nútímans en eftir- minnilegust eru vafalaust stóru verkin eftir Hándel og Bach, en sum þeirra hefur Ingólfur frum- flutt á íslandi. Hann hefur einnig stjórnað kórnum í rómuðum tón- leikaferðum erlendis, m.a. til ít- alíu 1977 og Spánar 1982. Ingólfur Guðbrandsson stjórn- aði Sinfóniuhljómsveitinni á tón- leikum með Pólýfónkórnum vorið 1984 og var þar flutt m.a. Te De- um eftir Verdi og Stabat Mater eftir Rossini." / Grænmetismarkaðinum, á homi Síðumúla og Fellsmúla, miðvikudaginn 20. mars. Viö bjóðum mikið úrval af alls kyns grænmeti og ávöxtum, en íslenska kartaflan verður í aðalhlutverkinu. Við veitum upplýsingar um matreiðslu og geymslu, kynnum óvenjulegan 14 daga „kartöflu“ megrunarkúr og bjóðum girnilega smakkrétti o.fl. o.fl. s kynnuin óvenjulegan 14 daga „kartöOu“ megrunarkúr Grœnmetisverslun landbúnaðarins Síðumúla 34 — Sími 81600 ¥ Þessa mynd tók RAX í Háskólabíói í gærmorgun af æfingu Sinfóníuhljómsveitarinnar og Pólýfónkórsins undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Sinfóníuhljómsveitin og Pólýfón- kórinn flytja H-moll-messu Bachs Fjórir erlendir einsöngvarar - stjórnandi Ingólfur Guðbrandsson Sinfóníuhljómsveit íslands og Pólýfónkórinn ásamt fjórum er- lendum einsöngvurum flytja h-moll messu Bachs í Háskólabíói á fímmtudag og laugardag undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. í tilefni þessara tónleika sendi Sinfóníuhljómsveit íslands frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: „Fimmtudaginn 21. mars nk. eru 300 ár liðin frá fæðingu hins mikla tónjöfurs Jóhanns Sebasti- ans Bach. í tilefni þess mun Sin- fóníuhljómsveit íslands efna til tónleika og taka til flutnings eitt mesta kórverk tónbókmenntanna, þ.e. h-moll messuna, og heiðra með því minningu Bachs. Flytjendur ásamt Sinfóní- uhljómsveitinni eru einsöngvar- arnir Jacquelyn Fugelle, Berna- dette Manca di Nissa, Renzo Cas- ellato og Carlo de Bortoli, sömu- leiðis Pólýfónkórinn, sem skipar á annað hundrað söngvara. Stjórnandi tónleikanna verður Ingólfur Guðbrandsson. Tónleik- arnir á fimmtudaginn verða í Há- skólabíói og hefjast að þessu sinni kl. 20.00. Þeir verða endur- teknir á sama stað laugardaginn 23. mars nk. og hefjast þeir tón- leikar kl. 14.00. Sópransöngkonan Jacquelyn Fugelle stundaði nám við Guild- hall-tónlistarskólann í London og vann þá þegar til ýmissa verð- launa. Fyrstu tónleika sína hélt hún í Wigmore Hall og hlaut fyrir þá mikið lof. Síðan hlaut hún styrki sem gerðu henni kleift að stunda framhaldsnám f Róm og Vín. Hún hefur komið fram bæði á tónleikum og í óperum, en sérsvið hennar er óratóríusöngur. Hún hefur sungið í flestum helstu tónieikahúsum og kirkjum Eng- lands og víða annars staðar, og er mikill annatími framundan hjá henni. Altsöngkonan Bernadette Manca di Nissa er fædd á Sardínu en lauk glæsilegum námsferli í Mozarteum í Salzburg. Hún hefur unnið til frægra alþjóðlegra verð- launa og tekið mikinn þátt f tón- leikahaldi og óperuflutningi, m.a. í Feneyjum, Róm, Berlín, Köln og viðar. Túlkun hennar á tónlist barokk-tímans og Rossinis þykir frábær, og nútfmatónlist er einn- ig á verkefnaskrá hennar. Hún hefur komið fram í útvarpi á ít- alíu og í Þýskalandi og sungið inn á hljómplötur, m.a. fyrir De- utsche Grammophon Gesell- schaft. Renzo Castellato, tenór, er fæddur í borginni Adria, skammt suður af Feneyjum, stundaði nám í þeim borgum báðum og lauk brottfararprófi frá skóla Fen- eyjaóperunnar 1961. Á námsár- unum hafði hann sungið hlutverk Normans í „Lucia di Lammer- moor“ í upptöku þar sem Maria Callas var i aðalhlutverkinu, stjórnandi var Tullio Serafin og útgefandi: His Master’s Voice. Frá 1963 hefur hann starfað mik- ið í Scala-óperunni í Mflanó og víðar á ítaliu, einnig m.a. f Vfn, París, London, Berlín, Kaup- mannahöfn og Rio de Janeiro.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.