Morgunblaðið - 20.03.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
7
Ný samtök á Norðausturlandi:
Styðja eftirlitsratsjár í
þágu friðar og öryggis
Ágúst Gíslason
trúboði látinn
ÁGÚST Gíslason trúboði á Siglufírði
er látinn, á 88. aldursári. Ágúst
fæddist 29. ágúst 1897 í Dýrafírði.
í viðtali í Morgunblaðinu fyrir
nokkrum árum við Gústa guðs-
mann, sagðist hann hafa hitt Guð
á Akureyri árið 1948 og það hefði
samist svo um með þeim, að þeir
færu í kristniboðsútgerð saman.
Gústi keypti trilluna Sigurvin á
Akureyri og fluttist til Siglufjarð-
ar þar sem hann hóf kristniboð
víða um heim. f liðlega þrjá ára-
tugi prédikaði Gústi guðsmaður
reglulega á torginu í miðjum bæn-
um og hann var sinn eigin kór í
athöfninni. Hann sótti sjóinn til
að afla fjár til kristniboðsins og í
áratugi hefur hann kostað hundr-
uð barna víða um heim til náms.
Ræður og skrif Gústa og þakk-
arbréf utan úr hinum stóra heimi
fylla heilu koffortin. Lengst af bjó
Bach-tón-
leikar í Akur-
eyrarkirkju
„BACH-tónleikar“ verða haldnir á
fímmtudagskvöld í Akureyrarkirkju
kl. 20.30, en Johann Sebastian Bach
fæddist einmitt á þeim degi fyrir 300
árum.
Helga Ingólfsdóttir mun leika á
sembal prelúdíu og fúgu, franska
svítu nr. 5, ítalska konsertinn og
ljúka tónleikunum með konsert i
d-moll með aðstoð strengjakvart-
etts, sem skipaður er kennurum
við Tónlistarskólann á Akureyri.
Kvartettinn skipa þau: Lilja
Hjaltadóttir og Magna Guð-
mundsdóttir á fiðlu, Michael
Clarke á lágfiðlu og Oliver Kent-
ish á selló.
í fréttatilkynningu um tónleik-
ana segir:
„Á efnisskránni eru verk sem
tvímælalaust flokkast meðal vin-
sælustu tónverka meistarans, s.s.
ítalski konsertinn. Það er at-
hyglisvert að Bach notaði tvo
þætti úr d-moll konsertinum í
kantötu sinni „Vom Reiche Gott-
es“, sem Passíukórinn á Akureyri
flytur á tónleikum eftir páska.
Helga Ingólfsdóttir hefur haldið
fjölda tónleika hér heima og víðs-
vegar um Evrópu.
Einleikstónleikar hennar í
Kristskirkju á Listahátíð i
Reykjavík vorið 1984 vöktu feikna
hrifningu áheyrenda og hlutu ein-
róma lof tónlistargagnrýnenda.
Helga hefur einkum sérhæft sig i
flutningi á tónverkum eftir Bach
og fyrir síðustu jól kom úr
einleiksplata hennar með verkum
hans.
f tengslum við heimsókn Helgu
Ingólfsdóttur gengst Tónlistar-
skólinn á Akureyri fyrir nám-
skeiði í túlkun á verkum eftir
Bach og barokktónlist og mun
Helga bæði halda fyrirlestra um
þetta efni og leiðbeina nemendum
á ýmsum stigum hljómborðsleiks
og einnig í samleik."
Tónleikarnir i Akureyrarkirkju
verða á vegum Tónlistarskólans og
Tónlistarfélags Akureyrar, og
gilda áskriftarmiðar félagsins á
þessa tónleika i stað tónleikanna
þann 9. mars sl., sem féllu niður af
ófyrirsjáanlegum ástæðum. Að-
göngumiðar verða seldir við inn-
ganginn.
35 ára maður í
gæzluvarðhald
35 ÁRA gamall maður var úrskurð-
aður í 10 daga gæzluvarðhald í saka-
dómi í ávana- og fíknefnamálum um
helgina.
Maðurinn var handtekinn á
föstudag og við húsleit fundust 60
grömm af hassi, nokkurt magn af
amfetamíni og milli 20 og 30
skammtar af ofskynjunarlyfinu
LSD. Maðurinn er grunaður um
ólöglega sölu og innflutning fíkni-
efna.
Ágúst Gíslason
Gústi í Antonsbragga i Siglufirði
en síðustu árin hefur hann verið á
sjúkrahúsinu. Síðasta árið sem
Gústi reri á Sigurvin um áttrætt
var trillan vélarvana en þá réri
gamli maðurinn með árum, Guð sá
um að þeirra útgerð gengi. Gústi
guðsmaður átti það til, að blóta
hressilega í prédikunum sínum, en
það eitt vissi hann að var holdlegt
vandamál en ekki andlegt.
Útför Ágústs Gíslasonar verður
gerð frá Siglufjarðarkirkju,
fimmtudaginn 21. marz. Við jarð-
arförina verður flutt efni, prédik-
un sem hann talaði sjálfur inn á
segulband áður en hann lézt.
ÁHUGAFÓLK um vestrænt varnar-
samstarf, sem búsett er í fjónim
hreppum á Norðausturlandi, hefur
stofnað með sér samtök. Er það
stefna samtakanna að vinna að efí-
ingu friðar og öryggis í heiminum,
meðal annars með uppsetningu eftir-
lits-ratsjárstöðva á Norðausturlandi,
sem að mestu leyti yrðu kostaðar af
Atlantshafsbandalaginu, reknar á
kostnað Bandaríkjanna en undir
stjórn íslendinga, eins og segir í
fréttatilkynningu hinna nýju sam-
taka.
Morgunblaðið sneri sér til
Björgvins Þóroddssonar, bónda á
Garði í Svalbarðshreppi, sem er
einn af niu stofnendum Samtaka
áhugafólks um vestrænt varnar-
samstarf og spurði hann um sam-
tökin.
„Hér er alls ekki um flokkspóli-
tísk samtök að ræða,“ sagði
Björgvin Þóroddsson. „Samtökin
eru til komin vegna umræðna um
byggingu væntanlegra ratsjár-
stöðva. Ekki kemur neinum á
óvart, að menn séu ekki á einu
máli um stöðvarnar. En þeir sem
Björgvin Þóroddsson
eru á móti þeim hafa kallað þessi
nýju samtök fram.“
Björgvin Þóroddsson sagðist
þeirrar skoðunar, að við vaxandi
umræður ættu andstæðingar
ratsjárstöðvanna undir högg að
sækja. Fundur Geirs Hallgríms-
sonar, utanríkisráðherra, á Þórs-
höfn hefði mælst mjög vel fyrir.
„Þeim mun meira sem fólk
hugsar um þessi mál,“ sagði
Björgvin, „því viturlegri niður-
stöðum hljóta menn að komast að.
Umræðurnar hafa því síður en svo
spillt málstað okkar, sem að hinu
nýja félagi stöndum. Rök and-
stæðinganna mega sín lítils, þegar
málið er brotið til mergjar. Sam-
tök okkar vilja stuðla að áfram-
haldandi veru íslands í Atlants-
hafsbandalaginu. Þau eru öllum
opin sem áhuga hafa á þessu mál-
efni.“
Auk Björgvins Þóroddssonar
standa Eiríkur Kristjánsson,
Svalbarðshreppi, Úlfar Þórðarson,
Sauðaneshreppi, Kristbjörn Jó-
hannsson, Sauðaneshreppi, Ægir
Lúðvíksson, Þórshafnarhreppi,
Jón Aðalbjörnsson, Þórshafnar-
hreppi, Jón Gunnþórsson, Þórs-
hafnarhreppi, Sigurbjörn Þor-
steinsson, Skeggjastaðahreppi, og
Kristinn Pétursson, Skeggja-
staðahreppi, að stofnun Samtaka
áhugafólks um vestrænt varnar-
samstarf á Norðausturlandi.
Nú -verður
m
Árni Tryggvason
i Austurbæjarbioi *ea- Ur^tfð
Afmælishátíö Árna endurtekin vegna gífurlegrar aö-
sóknar
Hvernig væri að árna Árna heilla meö léttu brosi á vör?
Föstudagskvöld 22. mars kl. 23.30.
Stórkostlegur skemmtikraftur í 30 ár
Frænka Charleys
mætir auövitað
í afmæliö
Allir helstu gleðigjafar þjóö-
arinnar fara kátir á kostum
meö ykkur og Árna Tryggva
ÁRNITRYGGVASON
Örn Árnason
Róbert Arnfinnsson
Jörundur Guömundsson
Elín Sigurvinsdóttir
Pálmi Gestsson
Einar G. Sveinbjörnsson
Seodo<9<e^eS,eöa
verö'aa"-
Allir fara í hláturshlutverkin. Já, það er vel
þegið að geta hlegið.
I '•'iL'
- u* 1*.
Ef þú hlærö ekki núna, þá
bara á föstudagskvöldiö
Randver Þorláksson
Siguröur Sigurjónsson
Jón Sigurbjörnsson
Rurik Haraldsson
Halli og Laddi
Stjupsystur
Jonas Þ. Dagbjartsson
Ellert Ingimundarson
og fleiri.
Kynnir: Gunnar
Eyjólfsson.
Fyrr má nú brosa
en sprengja varirnar.
Hljómsveit: Jónas Þórir, Ólafur Gaukur, Stef-
án Jökulsson og Þorvaldur Steingrímsson.
Stjórnandi: Sigríöur Þorvaldsdóttir.
Engin læti, sýnið kæti, pantió sæti í tíma í síma 11384.
Forsala
aðgöngumiða í Austur-
bæjarbíói frá kl. 16 í dagl
alveg þangaö til uppselt [
verður.