Morgunblaðið - 20.03.1985, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
Þjóðarslys
90-1
80-
70
60-
50
40
30
20
10
-rlOJ
* Hækkun
82,1
Hækkun greiðslna umfram hækkun/
launa vegna lánskjaravísitölu /
og breyttra raunvaxta. >
55,0
í
i
t
I
i /
27,9 / /
41,6
/
34,9
.//
//
//
i/
t •
4-0,7 4-0,4 /'4-0,6
----------------1---
Hækkun greióslna umfram
hækkun launa
/ vegna lánskjaravísitölunnar einnar.
20,4
-I-
-I-
1981 1982 1983 1984 1985
Hækkun greiðslubyrði miðað við laun vegna hækkunar á
lánskjaravísitölu og vaxtabreytinga.
— eftir Björn
Ólafsson
í byrjun þessa mánaðar fóru að
heyrast auglýsingar í fjölmiðlum
frá hóp sem kallar sig „Áhuga-
menn um úrbætur i húsnæðismál-
um“ þar sem samtök þessi hvöttu
fólk til að skrá sig ef það vildi
gerast félagar að slíkum samtök-
um.
{ fyrstu var erfitt að átta sig á
hvaða samtök væru hér á ferðinni,
en málin skýrðust þó fljótlega.
Viðbrögðin urðu snögg og ofsa-
fengin. Þegar vikan var liðin
höfðu á sjötta þúsund manns látið
skrá sig og enn er skráning í full-
um gangi.
Hvað gerðist, hvers vegna urðu
viðbrögðin jafn hörð og raun bar
vitni. Hvers vegna hringdi allt
þetta fólk og lét skrá sig með þeim
orðum „mikið var“, „loksins gerð-
ist eitthvað", „þetta var svo sann-
arlega tímabært“ o.s.frv.
Hvernig stendur á því, að
stjórnmálamenn og aðrir, er láta
málefni þjóðfélagsins til sín taka,
létu sem allt væri f stakasta lagi?
Var ekki búið að sigrast á verð-
bólgunni og nú væru bjartir tímar
framundan? Getur það verið að
fólk hafi byrgt vandamál sín svo
inni eða vissu þessir menn ekki
hvað var að gerast í röðum fólks-
ins í landinu?
Ef til vill skila þessar upplýs-
ingar sér ekki vegna hinna skörpu
aldursskila sem nú eru með ráða-
mönnum þjóðarinnar og þeirri
ungu kynslóð sem nú heyr
grimmilega baráttu fyrir tilveru
sinni og réttindum.
Ég held að ungu fólki sé að
verða ljóst að hér hefur myndast
tvöfalt þjóðfélag, og að okkar
kynslóð sé orðin óvirk í þátttöku
mannlífsins, vegna þess að við er-
um orðnir þrælar hagkerfis, sem
gerir öllu venjulegu fólki ókleift
að eignast íbúðarhúsnæði fyrir
fjölskylduna.
Við gerum okkur grein fyrir og
teljum að fjölskyldan sé horn-
steinn þjóðfélagsins og að henni
þurfi að hlúa á allan hátt. Þess
vegna yrði það mikið þjóðarslys ef
þeir atburðir sem nú eru að gerast
fengju að þróast áfram.
Unga fólkið horfir upp á upp-
töku heimila sinna og um leið
ævistarfs sins.
Við þetta getum við ekki lengur
unað. Þess vegna rísum við upp í
heilagri reiði okkar og setjum
fram okkar kröfur. Kröfurnar ger-
um við til samfélagsins, kröfur
sem við ætlum að ná fram, eftir
öllum tiltækum leiðum, vegna
þess að hér er þetta spurning um
réttlæti eða ekki.
Og hverjar eru svo kröfurnar?
Á fundi með fréttamönnum
fyrir rúmri viku gerðu forsvars-
menn samtakanna grein fyrir
kröfum þessa hóps sem eru í meg-
inatriðum þessar:
Björn Ólafsson
„Árleg greiðslubyröi
stefnir í að verða tvö-
föld sú upphæð sem
ráðgjafinn gaf upp á sín-
um tíma, og er helming-
ur af þessari aukningu
vegna hækkunar á vöxt-
unum einum. Hafi ein-
hverjir verið hafðir að
ginningarfíflum þá er
það þetta fólk.“
A: Sambandið milli launa og
greiðslubyrði af lánum hefur
verið rofið. Þetta verði lagfært
þegar í stað og taki lagfæringin
til opinberra lána, bankalána
og annarra fasteignalána.
Þessi leiðrétting verði tryggð
til frambúðar og reiknist frá
þeim tíma er misræmis fór að
gæta að marki milli lánskjara-
vísitölu og launa.
B: Háir vextir á lánum til hús-
næðiskaupa eru óviðunandi og
ber að lækka þá þegar í stað.
í greinargerð með tillögum
komu eftirfarandi atriði fram:
Misgengi lánskjaravísitölu og
launa, háir raunvextir og
skortur á langtíma lánsfé
ásamt slæmum greiðslukjörum
á fasteignamarkaði hefur rofið
eðlilegt samhengi í húsnæð-
ismálum.
— Ungu fólki sem kaupir hús-
næði í fyrsta sinn fækkar stöð-
ugt.
— Húsbyggjendur og kaup-
endur eiga í sífellt meiri erfið-
leikum með að standa í skilum
af afborgunum, verðbótum og
vöxtum af lánum.
— Fólk, sem fyrir nokkrum ár-
um fór út í húsnæðiskaup og
gætti þess vel að reisa sér ekki
hurðarás um öxl, verður nú
vegna gerbreyttra forsendna
að horfast í augu við afborgan-
ir, sem eru að vaxa því yfir höf-
uð.
— Eigendur lítilla íbúða geta
ekki lengur skipt um íbúðir í
samræmi við fjölskyldustærð
eins og tíðkast hefur. Unga
fólkið er því fast í litlu íbúðun-
um og eldra fólkið horfir upp á
verðfall húseigna sinna og sér
ekki hag í þvi aö minnka við sig
húsnæði.
Á blaðamannafundinum greind-
um við einnig frá viðbrögðum
fólks sem hafði skráð sig í sam-
tökin og viðhorfum þeirra til þess-
ara mála. Að sjálfsögðu geta ást-
æður fyrir vandræðum sumra ver-
ið aðrar en að ofan greinir, en þau
dæmi breyta í engu þeirri stað-
reynd er við blasir, þ.e.a.s. fjár-
hagslegu gjaldþroti þúsunda
heimila.
I upphafi er vert að skoða hverj-
ar þær forsendur voru sem lánast-
ofnanir gáfu upp þegar verðtryggð
lán voru tekin upp. Ráðgjafar lán-
astofnana sýndu okkur töflur og
línurit hvernig afborganir héldust
jafnar og færu lækkandi með ár-
unum. Með 2— 2,5% vöxtum var
sýnt hvernig greiðslubyrðin yrði
yfir allt greiðslutímabilið og til
hliðar var sýnd áætluð þróun
launa á sama tímabili. Fólk var
jafnframt hvatt til að breyta eldri
lánum yfir í þetta nýja fyrirkom-
ulag þar sem greiðslubyrðin ætti
að vera jöfn og fara minnkandi og
að fólk gæti gert sínar áætlanir
samkvæmt þessu.
Vegna þess ástands sem nú ríkir
er þess vegna rétt hjá okkur að
staldra við og skoða hvernig þessi
ráðgjöf hefur reynst okkur. Dæm-
in hér á eftir eru unnin af Stefáni
Ingólfssyni hjá Fasteignamati
ríkisins og eru hirt hér með hans
leyfi.
1. Dæmi af verðtryggðu láni að
upphæð 1.000.000 m.kr. (á föstu
verðlagi dagsins I dag) sem tekið
er til 20 ára. Lánið er tekið 1980 og
ber þá 2,5% vexti.
Samanburður á greiðslum:
dálkur a. Lánið greiðist miðað við
kaupgjaldsvísitölu og fasta 2,5%
vexti (upprunalegar forsendur við
lántöku).
dálkur b. Lánið greiðist miðað við
lánskjaravísitölu og fasta vexti.
dálkur c. Lánið greiðist við láns-
kjaravísitölu og breytilega vexti
(greiðslubyrðin eins og hún hefur
orðið í reynd).
Tafla 1. I 1 (upohieðir f þús.kr.)
Ár a b c
1981 75.000 74.475 74.475
1982 73.750 73.455 73.455
1983 72^00 87.290 92.708
1984 71.250 96.116 110.449
1985* 70.000 99.120 127.440
•ietU4»r lölnr
Tölur þessar tala sínu máli og
þarf varla að ræða. Árleg
greiðslubyrði stefnir í að verða
tvöföld sú upphæð sem ráðgjafinn
gaf upp á sínum tíma, og er helm-
ingur af þessari aukningu vegna
hækkunar á vöxtunum einum.
Hafi einhverjir verið hafðir að
ginningarfíflum þá er það þetta
fólk.
Ef til vill er þetta allt saman
löglegt, en siðlaust hlýtur þetta að
teljast. Fyrir lögfróða menn gæti
verið íhugunarefni hvort þetta
brjóti ekki í bága við einhverja
grein okurlaga, sem sett eru m.a.
til að verja einstaklinga fyrir
áföllum sem þessum.
Og enn á ný eru ráðgjafarnir
komnir fram á sjónarsviðið.
Ég vona að þeir, samfara ráð-
gjöfinni, geri sér ljóst í hverju
vandamáliö liggur að stórum
hluta og komi þeim upplýsingum
áfram til réttra aðila.
í frumvarpi félagsmálaráðherra
sem nú liggur fyrir Alþingi er gert
ráð fyrir, að greiðslubyrði sé jafn-
að á milli tímabila með notkun á
svokölluðum mismunarreikningi.
Þannig skal við útreikninga á
greiðslubyrði taka tillit til hlut-
falls launa og lánskjaravísitölu og
sé lokastaðan neikvæð á þessum
reikningi komi eftirstöðvar til
greiðslu í lok lánstíma.
Gagnvart sveiflum milli launa
og lánskjaravísitölu er þessi
hugmynd áhugaverð og hefðu
þessar reglur raunar átt að taka
gildi um leið og verðtryggðu lán-
unum var komið á. Ef svo hefði
verið ættu lántakendur nú inni
verulegar upphæðir á mismunarr-
eikningum, þ.e.a.s. greiðslur und-
anfarin tvö ár hafa verið mun
þyngri en þær hefðu orðið sam-
kvæmt frumvarpinu.
Til að ná fram leiðréttingu aftur
í tímann á vísitöluþætti lánsins
væri þannig eðlilegt að gera hlé á
afborgunum lána þar til jöfnuði
væri náð á mismunarreikningum
og vinnuregla þessi síðan látin
gilda eftir það.
Með þessu móti gæfist fólki
kostur á að greiða úr vísitölu-
bundna hluta vanskilaskuldanna.
Um aukna greiðslubyrði vegna
vaxtabreytinga gildir allt öðru
máli, hér hefur lánskostnaði verið
breytt stórkostlega og í engu sam-
ræmi við það sem um var talað er
lánin voru tekin.
Við munum ekki sætta okkur
við slíka eignaupptöku sem byggð
er á jafn vafasömum forsendum
og áður er getið.
Til að skýra nánar um hvaða
upphæðir er hér að ræða hefur
Stefán Ingólfsson áætlað, að mið-
að við veltu fasteignamarkaðarins
sl. 5 ár og það lánsfé sem þar er
bundinn hafa íbúðarkaupendur og
byggjendur þessara ára greitt
aukalega, miðað við upphaflegar
forsendur, um 840 millj.kr. vegna
misgengis launa og lánskjaravísi-
tölu og um 330 millj. kr. vegna
hækkaðra vaxta.
Á þessu ári má áætla að þessar
upphæðir aukist um 810 millj.kr.
vegna misgengisins og um 580
millj.kr. vegna vaxtabreyt-
inganna.
Lokaorð
Sá vandi sem nú er hjá fólki
vegna öflunar húsnæðis er fyrst
og fremst vegna aðgerða stjórn-
valda og ráðamanna lánastofnana.
Þessar aðgerðir, eða aðgerðaleysi,
eru að grafa undan velferð heillar
kynslóðar og við það verður ekki
unað.
Við skorum á stjórnvöld og alla
þá ráðamenn er málið varðar að
bregðast skjótt við og leiðrétta
þær misgjörðir er við höfum þurft
að þola og tryggja að slíkir at-
burðir endurtaki sig ekki í fram-
tíðinni.
Við skulum alltaf hafa í huga að
það sem er dýrmætast með þjóð-
inni er fólkið sjálft.
Björo Ólafsson er deildaryerkfræó-
r bjá Vegagerö ríkisins.
% Hækkun
Hækkun greiðslubyrði vegna breytinga á vöxtum,
miðað við óbreytt verðlag.