Morgunblaðið - 20.03.1985, Page 21
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
21
„Fjárhagsstaðan er í réttu
hlutfalli við framkvæmdirnar"
— segir Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri í Kópavogi
„ÞAÐ ER lítill vandi að sýna góða
fjárhagsstöðu, ef haldið er aftur af
framkvæmdum, því fjárhagsstaða
stendur í flestum tilvikum f réttu
hlutfalli við framkvæmdir og rekst-
ur. Við höfum staðið í miklum fram-
kvæmdum á þessu kjörtímabili,"
sagði Kristján Guðmundsson, bæjar-
stjóri í Kópavogi, í samtali við Morg-
unblaðið, en slæm fjárhagsstaða
Kópavogs barst í tal í sjónvarps-
þætti, þar sem Davíð Oddsson sat
fyrir svörum fulltrúa minnihluta-
flokkanna um borgarmálefni.
„Því er ekki að neita að fjár-
hagsstaðan er slæm um stundar-
sakir, en það segir ekki alla sög-
una því hún getur verið breytileg á
hverjum tíma. Fjárhagsstaðan var
mjög slæm 1978, en var síðan í
mjög góðu lagi allt fram á síðari
hluta árs 1983, en þá fór að síga á
ógæfuhliðina, einkum síðari hluta
árs 1984.
Það eru ýmsar samverkandi
ástæður sem því valda. Við höfum
verið mjög duglegir við fram-
kvæmdir á þessu kjörtímabili eins
og ég sagði. Til dæmis höfum við
hyggt tvö stór dagheimili, sem
jafngildir því miðað við stærð
bæjarfélagsins að 12—14 dag-
heimili hefðu verið byggð í
Reykjavík. Við rekum mjög full-
komna félagslega þjónustu hér í
Kópavogi og erum með öfluga
heilsugæslu og án þess að ég vilji
gera lítið úr því sem gert er í
Reykjavík, þá skilst mér að 20
þúsund manns séu þar heimilis-
læknalausir.
Vanskilaskuldir bæjarins nema
nú um 40 milljónum króna, en til
samanburðar nemur fjárhags-
áætlun bæjarins fyrir árið 1985
um 500 milljónum króna. Auk
mikilla framkvæmda má rekja
hluta skýringarinnar á þessari
slæmu lausafjárstöðu, til lélegri
innheimtu en áætlað var, en hún
var tæp 84% á árinu 1984, á móti
86% 1983. Fyrirfram var engin
leið að sjá þetta og það munar
talsvert um hvert prósent. Þessi
upphæð sem þarna vantar er um
10 milljónir. Þessu til viðbótar
hafa ýmsir þættir farið fram úr
áætlun, rekstrarþættir samtals
um u.þ.b. 12 milljónir króna. Þá
fórum við í breytingar á leiðakerfi
SVK sem áttu að leiða til sparnað-
ar, en varð í staðinn til þess að
kostnaðurinn við leiðarkerfið
jókst um 3 milljónir króna, svo
eitthvað sé nefnt," sagði Kristján.
„Til þess að kippa þessu í liðinn
höfum við nú ákveðið frestun á
framkvæmdum og það fer enginn
nýr rekstur í gang á þessu ári.
Með samstilltu átaki vinnum við
þetta upp. Vanskil fyrirtækja og
einstaklinga á útsvörum, fast-
eignagjöldum og aðstöðugjöldum
eru um 62 milljónir króna. Fjár-
hagsvandi okkar er þvi um 60% af
gjaldföllnum en ógreiddum fyrr-
nefndum gjöldum," sagði Kristján
að lokum.
Sig. Ágústsson hf. og
Royal Iceland hljóta al-
þjóðlega viðurkenningu
Ellert Kristinsson veitir verðlaununum viðtöku.
Hraðfrystihús Sig. Ágústs-
sonar hf. í Stykkishólmi og
dótturfyrirtæki þess í Banda-
ríkjunum, Royai Iceland, hafa
hlotið verðlaunin „Internation-
al Trophy for Quality“ fyrir
framleiðslu á skelfiski.
Leiðrétting
RANGLEGA var sagt frá nafni
búðar þeirrar á Hótel Sögu, sem
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna heimsótti er hann
var hér á ferð í fyrri viku og frá
var sagt í Morgunblaðinu á föstu-
dag. Rétt nafn búðarinnar er Ull
og gjafarvörur. Eru hlutaðeigandi
beðnir velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Verðlaunin voru fyrir nokkru
afhent í 13. sinn í Madrid á
Spáni, en þar eru öflug alþjóðleg
samtök, „Trade Leaders Club“,
sem árlega útnefna nokkur
fyrirtæki til verðlauna, sem
þykja skara framúr á sínu sviði.
Ellert Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Sig. Ágústsson,
veitti verðlaununum viðtöku
fyrir hönd fyrirtækisins. Sagði
hann í samtali við Morgunblað-
ið, að þessi viðurkenning væri
fyrirtækinu mjög mikils virði
sem hvatning og opnaði því
möguleika á ýmsum nýjum
viðskiptasamböndum.
Ellert sagði ennfremur, að í
Madrid hefðu verið saman
komnir forráðamenn fyrirtækja
úr öllum heimsálfum, en afhend-
ing þessara verðlauna vekti jafn-
an mikla athygli og væri gerð
góð skil í fjölmiðlum á Spáni og
fagtímaritum samtakanna, sem
gefin væru út um allan heim.
vERZLANIR-VERKTAKAR-STOFNANIR-EINSTAKLINGAR
Einstakt vöruúrval á einum staö.
ÆýátA HNÍFAR
^LATNINGSHNÍFAR BEITUHNÍFAR ÁjT ABA jj
HAUSINGASVEDJUR FLÖKUNARHNÍFAR KÚLUHNÍFAR — STÁLBRÝNI
SLÖNGUKLEMMUR
ÍUSAG
VÍRAR — TÓG LANDFESTAR VÉLATVISTUR BÓMULLARGARN HVERFISTEINAR í KASSA OG LAUSIR RAFMAGNS- HVERFISTEINAR
STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLASETT TENGUR SKRÚFSTYKKI ALLAR STÆRDIR MJÖG GOTT VERÐ
ST1LLOIMGS
ullar-nærfötin halda á
þér hita.
ST1L-LONGS
ullarnærfötin eru hlý og
þægileg. Sterk, dökkblá
aö lit og fást á alla fjöl-
skylduna.
SOKKAR
— meö
tvöföldum
botni.
HLÍFÐARFATNAÐUR
ÖRYGGISSKÓR
GÚMMÍSTÍGVÉL
MURVERKFÆRI
VERKFÆRI TIL
PÍPULAGNA
FISKSTINGIR —
GOGGAR
SALTSKÓFLUR
ÍSSKÓFLUR
KLAKASKÖFUR
ÚTIDYRAMOTTUR
kókós — gúmmí
POLYFILLA —
FYLLINGAREFNI
PdmS UIESSEX ^
SCHERfTIULY
LÍNUBYSSUR
NEYÐARMERKI
SKOÐUNARBÚNAÐUR
BLÝ-TEINATÓG
FLOTTEINN
Þetta er aöeins lítiö sýnishorn. Viö bjóöum einnig í ótrúlegu úrvali
VEIÐARFÆRI - ÚTGERDARVÖRUR - VÉLAÞÉTTINGAR - VERKFÆRI - MÁLNINGARVÖRUR - TJÖRUR
BYGGINGAVÖRUR - SJ0FATNAÐ - VINNUFATNAÐ og ótalmargt fleira.
8000 vörutegundir S ILilLID ÍHIK iii HF.
á lager. Ánanaustum, Grandagaröi. Sími 28855.
Heildsala — smásala.
Þrýstimælar
Allar stæröir og geröir
\
SdMir(lðiiii®(U)(r
Vesturgötu 16, sími 132^
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
HULL/GOOLE:
Dísarfell 25/3
Dísarfell 8/4
Disarfell 22/4
Dísarfell 6/5
ROTTERDAM:
Dísarfell 26/3
Dísarfell 9/4
Dísarfell 23/4
Dísarfell 7/5
ANTWERPEN:
Dísarfell 27/3
Dísarfell 10/4
Dísarfell 24/4
Dísarfell 8/5
HAMBORG:
Dísarfell 29/3
Dísarfell 12/4
Disarfell 26/4
Dísarfell 10/5
HELSINKI/TURKU:
Arnarfell 9/4
OSLO:
Hvassafell 29/3
LARVÍK:
Jan 22/3
Jan 4/4
Jan 15/4
Jan 29/4
GAUTABORG:
Jan 21/3
Jan 3/4
Jan 16/4
Jan 30/4
KAUPMANNAHÖFN:
Jan .. 2/4
Jan .. 17/4
Jan .. 1/5
SVENDBORG:
Jan .. 1/4
Jan .. 18/4
Jan .. 2/5
ÁRHUS:
Jan ... 1/4
Jan ... 18/4
Jan ... 2/5
GLOUCESTER, MASS.:
Jökulfell ... 13/4
HALIFAX, KANADA:
Jökulfell ........ 14/4
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101