Morgunblaðið - 20.03.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 20.03.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 Kísilmálmyerksmiðja á Reyðarfirði: Bruðl eða búbót — eftir Eggert Steinsen Um árabil hefur verið rætt um það að nýta orku fallvatnanna í orkufrekum iðnaði. Með álverinu í Straumsvík var stigið fyrsta stóra skrefið í þessa átt. Síðan það var reist hefur mikið vatn runnið ónotað til sjávar, en marga ráða- menn hefur dreymt stóra hluti á þessu sviði. Margt af því sem rætt hefur verið um að gera hefur verið draumórakennt og hefur lýst furðulegu óraunsæi þeirra manna sem með völdin hafa farið. Slík viðfangsefni verða óhugnanlega oft að sérstökum gæluverkefnum í höndum alþingismanna og ráð- herra sem þeir beita sér fyrir með offorsi. Oftast hafa þessir sömu menn hátt um það að arðsemis- sjónarmið skuli ráða ferðinni þeg- ar ráðist er í framkvæmdir af þessu tagi. Þegar kemur að þeirra eigin gæluverkefnum vill þetta sjónarmið gleymast og einungis er hugsað um ímynduð þröng sjón- armið eigin kjördæmis án þess að hugsa um þjóðarheildina. Fleyg eru orð kommúnistans á Siglu- firði: „Hvað varðar mig um þjóð- arhag." Dæmigert gæluverkefni af þessu tagi er Kísilmálmverk- smiðja á Reyðarfirði. Við ákvarð- anatöku í sambandi við hana hef- ur ýmsum mikilvægum atriðum verið sleppt svo hér sýnist um heppilegri valkost til orkunýt- ingar en hann raunverulega er. Fyrrverandi iðnaðarráðherra staðsetti verksmiðjuna á Reyðar- firði. Hvergi hefur komið fram að gerð hafi verið athugun á því hvar á landinu slík verksmiðja myndi skila mestum arði í þjóðarbúið, skili hún arði á annað borð. Allir kostnaðarreikningar og arðsemisreikningar hafa náð að lóðarmörkum fyrirhugaðrar verk- smiðjulóðar á Reyðarfirði; út fyrir girðingu lóðarinnar hefur ekki verið farið og allmikillar bjartsýni hefur gætt við gerð þeirra. Ekki hefur verið reynt að leggja niður fyrir sér hversu mikið fé þjóðar- búið þyrfti að leggja af mörkum til þess að unnt væri að reisa slíka verksmiðju á Reyðarfirði og því síður verið reynt að gera sér grein fyrir arðsemi þeirrar fjárfest- ingar. Um er að ræða meðal annars lagningu á rafmagnslínum, bygg- ingu nýrrar hafnar, vatnsveitu, fólksflutninga á svæðið o.s.frv. Allt kallar þetta á fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum þjóðarinn- ar og það hlýtur að verða að gera þá kröfu til stjórnvalda að dæmið sé reiknað til fulls og arðsemi allr- ar fjárfestingarinnar reiknuð en ekki einungis þess hluta sem ligg- ur innan girðingarinnar um verk- smiðjulóðina. Samanburður á ReyÖar- firði og Grundartanga Af hálfu stjórnvalda hefur ekki verið gerður neinn samanburður á hagkvæmni þess að reisa verk- smiðjuna á Reyðarfirði eða að stækka verksmiðjuna á Grundar- tanga. Framleiðsla á kísilmálmi og kísiljárni er nánast sami fram- leiðsluferillinn, einungis eru gerð- ar meiri kröfur til hreinleika hrá- efnanna fyrir kísilframleiðslu. Hægt er að framleiða kísiljárn í öllum kísilmálmofnum og sumir slíkir ofnar notaðir til framleiðslu á þeirri afurðinni sem kemur hag- stæðast út fjárhagslega hverju sinni. Hreinan kísilmálm er aftur á móti ekki hægt að framleiða í ofnum eins og þeim sem nú eru á Grundartanga. Það sýnir ef til vill best að hér er um sama fram- leiðsluferil að ræða að þegar starfsmenn Grundartangaverk- smiðjunnar voru við starfsþjálfun í Noregi fékk hluti þeirra sína þjálfun við rekstur kísilmálmofns. Kostnaður við byggingu kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði með tveimur bræðsluofnum var í ársbyrjun 1983 áætlaður um 1200 milljónir króna. Hér var einungis um að ræða byggingarkostnað sjálfrar verksmiðjunnar en ekkert tillit tekið til þess viðbótarfjár- magns sem þjóðin þarf að inna af hendi svo unnt sé að reisa verk- smiðjuna á þessum stað. Á sama tíma sýndi lausleg áætl- un að kostnaður við byggingu eins ofns til kísilmálmframleiðslu á Grundartanga nam um það bil 300 milljónum. Ekki þarf að leggja í neinn kostnað utan sjálfrar verk- smiðjunnar til þess að unnt sé að stækka hana um einn ofn. Framleiðslugeta tveggja ofna verksmiðju á Reyðarfirði yrði helmingi meiri en framleiðslugeta eins ofns á Grundartanga. Þannig að fjárfesting fyrir hvert fram- leitt tonn af kísilmálmi á Grund- artanga yrði ekki nema helmingur þess sem hún yrði á Reyðarfirði og þá er kostnaður þjóðarbúsins utan verksmiðjulóðarinnar ekki talinn með, en væri hann meðtalinn breyttist þetta hlutfall verulega Grundartanga í vil. í dag er stofnkostnaður verksmiðjunnar áætlaður 2.400 milljónir króna, en ekki er ástæða til að ætla að hlut- föllin milli þessara tveggja val- kosta hafi breyst verulega. Rafmagn á útsölu Á undanförnum árum hefur verið mikið rætt um rafmagnsverð til stóriðju og hefur ýmsum þótt Landsvirkjun bera of lítið úr být- um með því verði sem samið hefur verið um. í greinargerð frá RARIK sem gerð var á fyrri hluta árs 1982 um flutninga á raforku til Kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði stendur: „Á tímum mesta álags getur því þurft að framleiða um 1,2 Mw í virkjun fyrir hvert 1 Mw sem not- að er í kísilmálmverksmiðjunni." Þetta þýðir að tap á leiðinni austur frá núverandi virkjunum yrðu við þessar aðstæður mjög mikið. Við flutning raforkunnar til Grundartanga yrðu þau ekki nema lítill hluti af þessu. Þetta þýðir í reynd að Landsvirkjun fær mun minna fyrir hverja kíló- wattstund sem hún myndi selja á Reyðarfirði heldur en á Grundar- tanga. Það gefur augaleið á hvor- um staðnum hagkvæmara er fyrir Landsvirkjun að selja raforkuna. Þessu til viðbótar kemur það að byggðalínukerfið er hvergi nærri nógu öflugt til þess að flytja þessa raforku austur og þarf því auknar línulagnir vegna verksmiðjunnar. Þetta kemur greinilega fram í greinargerð Landsvirkjunar frá árinu 1982 um „Framkvæmdaþörf og rekstraröryggi í hinu sam- tengda landskerfi á tímabilinu 1982—1988“, en þar segir svo þar sem rætt er um orkuflutningsgetu byggðalína: „Hinsvegar er orku- flutningsgeta línunnar ekki meiri en svo að nokkur óvissa ríkir um, hversu vel þetta línukerfi geti tek- ið á sig orkuflutning til kísilmálm- verksmiðjunnar, þegar hún hefur starfsemi sína 1985, án þess að samhliða komi frekari línulagnir." Þessi orð eru í fullu gildi i dag þótt framkvæmdum hafi seinkað. Frekari línulagnir leiða að sjálf- sögðu af sér aukinn kostnað við flutning raforkunnar til Reyðar- fjarðar. Hver á að greiða hann? Eggert Steinsen „Framleiðslugeta tveggja ofna verksmiðju á Reyöarfirði yrði helm- ingi meiri en fram- leiðslugeta eins ofns á Grundartanga. Þannig að fjárfesting fyrir hvert framleitt tonn af kísil- málmi á Grundartanga yrði ekki nema helming- ur þess sem hún yrði á Reyðarfirði og þá er kostnaður þjóðarbúsins utan verksmiðjulóðar- innar ekki talinn með, en væri hann meðtalinn breyttist þetta hlutfall verulega Grundartanga í vil.“ Landsvirkjun, það er að segja hinn almenni borgari, eða kísil- málmverksmiðj an. Erlendur eignaraðili Það hefur réttilega verið stefna núverandi iðnaðarráðherra að verksmiðjan yrði helst algerlega í eigu erlendra aðila þannig að ís- lenska ríkið þyrfti ekki að taka á sig áhættuna af rekstri hennar. Ekki hafa þó erlendir aðilar staðið í biðröðum eftir því að fá að yfirtaka fyrirtækið. Þess í stað virðist vera allnokkur tregða á því að þeir vilji gerast eignaraðilar, jafnvel að minnihluta til. Þetta kemur mér ekki á óvart, því ég tel ýmsar hugmyndir um þessa verk- smiðju vera all draumórakenndar. Sú saga gengur manna á meðal að þegar japanska fyrirtækinu Sum- itomo sem orðið er eignaraðili á Grundartanga hafi verið boðin að- ild að verksmiðjunni, þá hafi þeir svarað: „Þið getið haft ykkar byggðastefnu sjálfir, við erum í bisness." Hvort sem sagan er sönn eða ekki, þá lýsir hún aðstæðum vel. En menn mega ekki gleyma því að þó svo verksmiðjan væri reist al- gerlega af erlendum aðila, þá þarf þjóðarbúið að leggja í mikinn kostnað til þess að gera byggingu hennar og rekstur mögulegan. Þetta fjármagn verður ekki tekið annars staðar en af hinum al- menna skattborgara og er ekki mál að linni á þeim vettvangi? Dæmin frá Grundartanga ættu að vera víti til varnaðar, en þar hefur mikill kostnaður fallið á íslenska skattgreiðendur, kostnaður sem menn gerðu sér ekki grein fyrir í upphafi. Hvað ber að gera Þótt það sé að mínu mati ótíma- bært að reisa kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði við þær að- stæður sem við búum við í dag, þýðir það ekki að ekki eigi að stefna að uppbyggingu iðnaðar þar þegar það er tímabært. Þar þarf þá að sníða sér stakk eftir vexti og velja iðnað sem er arðbær og getur staðið undir þeim fram- kvæmdum sem nauðsynlegar reynast hans vegna. Við skulum minnast þess að við lifum í hörð- um heimi þar sem ekkert er gefið á viðskiptasviðinu. Ég gæti hugs- að mér framhaldið eitthvað á þessa leið: 1. Kísilmálmvinnslunni hf. verði falið að kanna iðnaðarkosti sem keppilegri gætu reynst á Reyð- arfirði við núverandi aðstæður. Ef til vill mætti hugsa sér að koma þar upp einhverskonar fríhöfn svipaðri og nú er í Straumsvík og á Grundartanga þannig að iðnfyrirtæki flyttu inn hráefni sem þau síðan gætu fullunnið hér og notað til þess innlent vinnuafl og innlenda orku. 2. Kannað verði í samráði við eignaraðilana á Grundartanga hvort arðbært sé að stækka verksmiðjuna um einn ofn sem ætlaður væri til kísilmálm- framleiðslu. Hér þarf að standa þannig að málum að ekki sé um að ræða kjördæmapot heldur þarf að vinna að málinu á grundvelli arðsem- issjónarmiða, bæði fyrir þau fyrir- tæki sem um er að ræða og þjóð- ina í heild. Eggert Steinaen er rafmagnsrerk- fræóingur og fyrrverandi stjórnar- maður í Kísilmálmvinnslunni bf. Akureyri: Vegur lagður í gegnum Vaðlareit Akureyri, 18. mare. VEGARLAGNING gegnum Vaðlareit gegnt Akureyri hófst fyrir hálfum mánuði og gengur mjög rösklega. Verktakar eru Ytan sf. á Akureyri og Reynir og Stefán sf. á Sauðárkróki sem í sameiningu kalla sig Samtak sf. og eiga þeir að hafa lokið verkinu 1. október 1985. Sjálfir áætla þeir að skila veginum í júlflok nokkurn veginn fullbúnum undir bundið slitlag. Þessi hluti af þjóðvegi númer 1, það er norðan frá Halllandi og suður að þeim kafla, sem gerður var á Leirunni í fyrrasumar, er 2,7 kílómetrar á lengd. Vegarstæðið liggur eftir endilöngum Vaðlareit, sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur verið að rækta upp síðustu áratugina. Reynt er að hlífa þessu svæði eftir megni og valda sem minnstu jarðraski. Ekki verður ýtt að veginum heldur verður efn- inu í hann ekið annars staðar frá. Klappir mun þurfa að sprengja, bæði nyrst og syðst í vegarstæðinu og á einum stað innan Vaðlareits. Samningum við landeigendur og Skógræktarfélag Eyfirðinga er lokið og mun Vegagerð ríkisins greiða verulegar bætur fyrir landspjöll. Til að mynda mun Skógræktarfélag Eyfirðinga fá um 1,5 milljónir í bætur fyrir þann skóg, sem ryðja verður burt. Allur Leiruvegurinn verður sennilega opnaður til umferðar snemma vors 1987, en þá á að vera lokið lagningu vegarins, yfir Vaðl- ana fyrir botni Eyjafjarðar og smíði 120 metra langrar brúar yfir Eyjafjarðará. önnur brú 12 metra löng verður vestan við norðurenda flugbrautarinnar á Akureyrar- flugvelli. Vegurinn á að koma að landi á Akureyri í krikanum sunn- an við svonefndan Árnagarð. Framangreind tímaáætlun gæti þó breyst við endurskoðun vega- áætlunar í næsta mánuði. Sv.P. Skák: Guðlaug á svæðamóti í Svíþjóð GUÐLAUG 1‘orsteinsdóttir tek- ur nú þátt í svæðamóti í skák í Ekssjö í Svíþjóð. í 1. umferð tapaði Guðlaug fyrir sænsku skákkonunni Piu Cramling. í 2. umferð sigraði hún Pirkko Pi- hljahaki frá Finnlandi. í gær tefldi Guðlaug við Önnu Hoy- berg frá Danmörku. Guðlaug fékk mjög vænlega stöðu, en undir lok setunnar missti hún þráðinn og á líklega tapaða biðskák. Átta skákkonur taka þátt i mótinu og verða tefldar 7 um- ferðir. Pia Cramling er efst að loknum þremur umferðum, hefur unnið allar skákir sínar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.