Morgunblaðið - 20.03.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
25
Mennt er máttur
Að vera sannur
er ekki að vera það sem þú ert
Að vera sannur er að verða það sem þú getur orðið
Gunnar Dal
Bokmenntir
i grunnskóla
Jenna Jensdóttir og
Sigríöur Ragna Sigurðardóttir
Eitt af því sem best hefur ver-
ið gert í fræðslumálum þjóðar-
innar var þegar námsflokkar
voru stofnaðir og öldungadeild-
um komið á fót við mennta- og
fjölbrautaskóla. Fullorðnu fólki
var gefinn kostur á að læra undir
stúdentspróf til háskólanáms ef
hugur þess stefndi að því.
Fólki, sem á æskuárum sínum
hafði þráð lengra nám en barna-
og gagnfræðapróf, en átti þess
ekki kost af ýmsum ástæðum.
Aukin menntun þessa fólks
hefur þegar skilað sér út í þjóð-
félagið á ómetanlega jákvæðan
hátt.
Það hljota að vera misjöfn
viðhorf til náms hjá þeim sem
setið hafa á skólabekk frá 6
ára aldri og hinum sem full-
orðnir setjast á skólabekk með
það í huga að taka samræmt
próf er veitir rétt til frekara
náms.
Okkur lék nokkur forvitni á
því að vita hvort viðhorfin
væru í rauninni ólík til skóla
og náms við áðurgreindar að-
stæður.
Við ræddum við Gunnþór-
unni Arnarsdóttur, 15 ára
nemanda i 9. bekk grunnskóla,
og Minny Bóasdóttur, sem nú
hefur alið upp þrjá syni sína,
sem allir eru komnir í fram-
haldsnám, og settist i fornám
til grunnskólaprófs í Náms-
flokkum Reykjavíkur í haust.
Spurning: Nú eru ærið mis-
jafnar forsendur fyrir að þið sitj-
ið í 9. bekk og trúlega er afstaða
ykkar til námsins ólík. Því er
best að spyrja: Hvernig líkar
ykkur námið?
Gunnþórunn: Alveg ágætt að
vera í 9. bekk. Námið er að vísu
misskemmtilegt og fer það eft-
ir fögum. Félagarnir hafa mik-
ið að segja í skóla. En stundum
finnst manni erfitt og þá skýt-
ur upp þeirri hugsun hvort
maður sé ekki að læra fyrir
kennarann og foreldrana en
ekki sjálfan sig.
Minný: Það er mjög gaman
að fá að læra á mínum aldri.
Börnin eru uppkomin. Og fátt
er að mínu mati eftirsóknar-
verðara en afla sér menntunar,
sem maður átti ekki kost á í
æsku.
Raungreinar þykja mér erf-
iðar, en allar námsgreinar
skemmtilegar. Ég nýt þess að
læra.
Spurning: Hver er afstaða
ykkar gagnvart ólíkum aldri
nemenda í sömu deildum?
Gunnþórunn: Ég ber mikla
virðingu fyrir fullorðnu fólki
sem sest á skólabekk. Og
finnst slíkt í rauninni eðlilegt
og sjálfsagt.
Minný: Ég hefi ánægju af
því að vera í námi með yngra
fólki. Viðhorf hafa breyst
gagnvart fullorðinsfræðslu á
síðustu árum og vafalaust er
hún talin mjög jákvæð og
skiptir þá ekki máli aldur
nemenda.
Spurning: Lítið þið á nám eins
og vinnu?
Gunnþórunn: Ekki alltaf. Ég
held það fari eftir fögum. Sum
fög eru leiðinleg. Þá vinn ég að
þeim fyrst, en geymi mér
skemmtilegu fögin þar til síð-
ast. Sem sagt vinna og
skemmtun.
Minný: Ég lít eingöngu á
námið sem skemmtileg for-
réttindi. Það hefur opnað mér
Minný Bóasdóttir
nýjan heim með auknum tæki-
færum.
Spurning: Hver eru kynni ykk-
ar af bókmenntum, íslenskum
og erlendum, í 9. bekk?
Gunnþórunn: Mér þykja ís-
lensku bókmenntirnar í vetur
ekki sérlega áhugaverðar.
Nema ljóðakennslan. Við erum
nýbyrjuð með ljóð og mér
finnst mjög gaman að þeim.
Hvað snertir erlendar bók-
menntir kynntumst við þeim
aðeins. Það er ekki mikið og
fer eftir því hvað kennarar
leggja áherslu á.
Minný: mér þykir gaman að
íslenskum bókmenntum og
einnig þeim sem ég hefi kynnst
i kennslu erlendra mála.
Gunnþórunn Arnarsdóttir
Spurning: Nú standið þið á
tímamótum í vor, hver eru fram-
tíðaráform ykkar?
Gunnþórunn: Auðvitað fer ég
í lengra nám, en hvað það
verður veit ég ekki enn. Núna
hugsa ég um framhaldsnám í
þeim fögum sem mér þykir
skemmtilegust. Lífið yrði
fljótt tilgangslaust án góðrar
menntunar.
Minný: Ef ég næ prófi fer ég
örugglega í lengra nám. Það
eru forréttindi hverrar mann-
eskju að hafa tækifæri til
menntunar. Þetta er í senn
stórkostlegt og viss mannrétt-
indi sem fólk ætti að notfæra
sér.
UTTLE TRAMP CHARACTER LICENSED BY BUBBLES INC S A GGK <0
Matvörukaupmaðurinn
notar hana til þess að fylgjast
með vörubirgðum.
Foretjórinn notar hana
til að leita i
upplýHÍngabankanum.
Tannlæknirinn geymir í henni Auglýsingamaðurinn
sögu allra sjúklinganna notar hana til vinnslu-
og tölvan sér um að gefa þeim skráningar.
tíma þegar við á.
Skókaupmaðurinn notar hana Einkaritarinn notar hana
til að fylgjast með sölunni. til skýrelugerðar og
bréf&8krifta.
Nemandinn notar hana til að
ná betri árangri.
Matsveinninn notar hana
til að setja saman matseðil
dagsins, reikna hita-
einingar o.fl.
Ferðaskrifstofan notar hana
til að gera ferðaáætlanir
um allan heim.
Bilaleigan notar hana
til að reikna leigugjöld.
Bankinn notar hana til að
veita greiðari upplýsingar og
betri þjónustu.
Skrifstofustjórinn notar hana
til að geyma og senda skilaboð.
Hótelstjórinn notar hana
til að skrifa reikninga.
Bóndinn notar hana til að
fylgjast með fóðurgjöf
og bæta hana.
Visindamaðurinn notar hana
til að leita i gagnaskrám.
Rithöfundurinn notar hana
til að skrifa handrit
Arkitektinn notar hana til að
spara sér undirbúningsvinnu.
Verktakinn notar hana til
að gera hagkvæm tilboð.
Opinberar stofnanir nota hana
til þess að draga úr álagi
á stóru tölvunum.
Tivggingamaðurinn notar
nana til að flýta fyrir
útreikningi á iðgjöldum.
Lyfjafræðingurinn notar hana
til að muna 45000 lyfjaheiti.
Fólk á borð við þig, hundruð
þúsunda sem sinntu kalli tölvu-
væðingarinnar. Fólk sem hafði
ekki litið á sig sem tölvusérfræð-
inga. (Sumir voru meira að segja
lélegir í stærðfræði í skóla). Þá
kom IBM PC einkatölvan til
sögunnar með fiölda forrita oer
allt varð svo einfalt. Fólk komst
að raun um að hæfni tölvunnar
var slík að notandinn þurfti ekki
að vera tölvusérfræðingur. Það
þurfti heldur ekki forritunar-
nám - þægileg forrit voru til í
miklu úrvali og ný bætast við
daeleera. Allt sem til burfti var
ákveðin peningaupphæð og
einlægur vilji til þess að standa
sig í samkeppnisþjóðfélagi nú-
tímans. Ertu með? Hafðu sam-
band við einhvern söluaðila
IBM PC, hann kemur þér á
sporið.
Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvur :
Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf.,
Smiðjuvegi 8, Kópavogi, simi 73111
Skrif8tofuvélar hf. Ottó A. Michelsen,
Hverfisgötu 33, Reykjavík sími 20560
Örtölvutækni hf., Ármúla 38
Reykjavík, sími 687220 ==^=