Morgunblaðið - 20.03.1985, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
ÓVISSAN
ER VERST
Rœtt við stúdentsefni í nokkrum
mennta- og fjölbrautaskólum
NÚ ER LIÐIÐ á þriðju viku frá því aö
uppsagnir kennara í Hinu íslenska
kennarafélagi tóku gildi og þeir gengu
út. A Alþingi fímmtudaginn 14. mars sl.
svaraði menntamálaráðherra, Ragn-
hildur Helgadóttir, fyrirspurn Hjörleifs
Guttormssonar um hvaða áhrif útganga
kennara hefur haft á skólastarf. Þar
kom m.a. fram að í Menntaskólanum í
Reykjavík voru þá 51 % kennara við
störf, 30% í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, 42 %í Menntaskólanum við
Sund, 35% í Menntaskólanum á Akur-
eyri, 54% í Menntaskólanum í Kópa-
vogi, 30% í Menntaskólanum við Laug-
arvatn, 51 % í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti, 49% í Fjölbrautaskólanum
við Ármúla, 19% í Kvennaskólanum í
Reykjavík og 38% í Flensborgarskóla.
Engin kennsla er í Menntaskólanum á
Egilsstöðum og ekki hafði mennta-
málaráðherra tölur frá Fjölbrautaskól-
anum á Sauðárkróki. í Mennta-
skólanum á ísafírði gengur kennsla
nokkurn veginn eðlilega fyrir sig. Þess
má einnig geta að lítil röskun hefur
orðið á kennslu í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ og í fleiri skólum svo sem
framhaldsskólunum í Neskaupstað og
Vestmannaeyjum.
Svanhildur Konráðsdóttir Margrét Einarsdóttir
Mbl./Arni Sæberg
Jón Þór Ólafsson og Ragnhildur Rúriksdóttir eru f 6. bekk í Menntaskólan-
um í Reykjavík.
Morgunblaðift/Bjarni
Adolph Bergsson og Sveinn Dal Sigmarsson á bókasafni Fjölbrautaskólans í Breiðholti, en þeir hyggjast Ijúka námi
frá skólanum í vor.
í svari menntamálaráðherra
kemur fram, að allmargir nem-
endur hafa ákveðið að hætta
námi, a.m.k. í vetur. Mikið hefur
verið um hringingar foreldra i
menntamálaráðuneytið þar sem
þeir lýsa yfir kvíða af þessum sök-
um og menn skírskota til sóma-
tilfinninga þeirra, sem gengið
hafa úr störfum sínum þrátt fyrir
lögleg fyrirmæli. Það segir sig
sjálft að þetta veldur auðvitað
miklum vanda í haust hjá þeim
skólum sem ekki tekst að létta
einhvern veginn undir með.
Ragnhildur Helgadóttir benti á
að athyglisvert væri að líta á
þróun kjara kennara sl. 20 ár. Þau
hafa tvisvar sinnum náð stærstum
stökkum fram á við og í bæði
skiptin gerðist það í stjórnartíð
sjálfstæðismanna. í bæði skiptin
var stjórnin undir forsæti sjálf-
stæðismanna og sjálfstæðismaður
fj ármálaráðherr a.
Áskoranir nemenda
Þá kom fram í máli mennta-
málaráðherra að borist hefðu fjöl-
mörg bréf frá nemendum fram-
haldsskóla og nemendahópum.
Hún taldi þessar yfirlýsingar svo
málefnalegar, ábyrgar og skyn-
samlegar að i öllu þessu ástandi
vekti það henni bjartsýni að sjá
hve skynsamt ungt fólk á hér hlut
að máli. Hún taldi ályktanir sem
fjölmiðlar birta vera heldur í
neikvæðara lagi. Nemendur hafi
haft frumkvæði að miklu málefna-
legri málsmeðferð en hinir full-
orðnu.
Um úrbætur sagði Ragnhildur
að komið gæti til þess að lengja
þyrfti kennslutímann nokkuð.
Einnig þarf að velta fyrir sér
hvernig best er að ljúka skólaár-
inu við þessar aðstæður. Til greina
kæmi að draga úr umfangi próf-
anna, leggja áherslu á að prófa í
lokaáföngum og prófa þá sem eru
að útskrifast. Vitnisburði í öðrum
áföngum mætti byggja á vinnu
nemandans á þeim tíma, sem
kennsla hefur verið í skólanum.
Próf yrði að miðast við það efni,
sem farið hefur verið yfir á önn-
inni án tillits til kennsluáætlana
og leitast verði við að jafna þann
mismun sem fram kann að koma
hjá nemendum í byrjun næstu
annar.
Ragnhildur Helgadóttir taldi aö
nú væri liðinn svo langur tími frá
því að uppsagnir kennara tóku
gildi að óforsvaranlegt væri annað
en að kanna möguleika á ráðningu
forfallakennara. Hún sagði að ef
óskir kæmu frá skólameisturum,
skólastjórum eða rektorum um að
menntamálaráðuneytið auglýsi
fyrir þá eftir forfallakennslu, þá
væri auðvitað sjálfsagt að verða
við því. Það væri það minnsta, sem
hægt væri að gera til þess að
reyna að hjálpa þeim nemendum,
sem á þvi þurfa að halda til þess
að ljúka því námi, sem þeir hófu í
byrjun þessarar annar.
Rætt við stúdentsefni
Flestir skólar á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu voru sóttir heim í gær
og stúdentsefni þar tekin tali.
Einnig var rætt við einn nemanda
í Menntaskólanum á Akureyri.
Það skal tekið fram að engin
kennsla fór fram í Flensborgar-
skóla, Menntaskólanum við Sund
og Kvennaskólanum þennan dag,
og náðist því ekki í nemendur
þeirra.
Óvissan er verst
Svanhildur Konráðsdóttir er
nemandi í Menntaskólanum á Ak-
ureyri. Hún var spurð að því hvort
uppsagnir kennara kæmu sér illa
fyrir hana.
Hún kvað svo vera. „Þeir sem
ætluðu að taka stúdentspróf í vor
geta ekki ákveðið neitt með fram-
tíðina. Þetta er ekki bara spurning
um tíma, heldur líka peninga. Sér-
staklega fyrir þá sem ætluðu að
fara til náms erlendis i haust.
Óvissan í þessu máli er verst. Við
vitum ekkert."
— Veistu til þess að nemendur
hafi hætt námi?
„Það gæti verið að einhverjir í 1.
og 2. bekk hafi hætt. En við sem
erum á síðasta ári eigum svo lítið
eftir og reynum því í lengstu lög
að halda áfram."
— Bjóstu við að kennarar yrðu
þetta lengi frá vinnu?
„Nei, ég held að enginn hafi trú-
að þvi að þetta yrði svona langt.
Enginn hafði áhyggjur til að byrja
með, en þegar liða tók á aðra vik-
una fór fólk að sjá alvöruna i
þessu.
Ég held að flestir standi með
kjarabaráttu kennara, ég er bara
ekki sammála aðferðum þeirra.
Það eru okkar hagsmunir að fá þá
sem fyrst inn í skólana og það
verður að leysa þessa deilu, hvern-
ig sem farið verður að því. Skóla-
meistarinn i MA, Tryggvi Gísla-
son, vill að reynt verði að halda
próf í vor og koma stúdentsefnun-
um í gegn. Það hefur verið talað
um að slaka á kröfunum, en það er
ekki okkur í hag. Við erum ef til
vill betur í stakk búin i MA, ef
deilan leysist fljótt, vegna þess aö
við útskrifumst ekki fyrr en 17.
júní,“ sagði Svanhildur að lokum.
Flestir sjá fram
á að útskrifast
Margrét Einarsdóttir í Fjöl-
brautaskólanum í Garðabæ sagði
að lítil röskun hefði orðið á
kennslu i skólanum, enda hefðu
aðeins fjórir kennarar sagt upp
störfum þar. „Ég hef aðeins misst
tvo kennara," sagði Margrét. „Að
visu kennir annar þeirra fag, sem
ég verð að taka próf i, ef ég ætla
að útskrifast i vor. Hinn kennir
valfag, svo það er ekki eins alvar-
legt með hann. Ég gæti útskrifast,
þó að ég lyki ekki prófi í því fagi.“
— En hvernig er ástatt með aðra
nemendur?
„Ég held að flestir sjái fram á
að geta útskrifast í vor. Það eru
helst þeir sem eru með félagsfræði
og sálarfræði sem missa svolitið
úr. En yfirleitt hafa nemendur i
þessum skóla ekki misst úr
kennslu nema i einu fagi eða svo,
vegna uppsagna kennara. Þetta
kemur þvi ekki mjög illa * við
okkur. Það er nefnilega allt svolít-
ið sérstakt hérna í Garðabænum,"
sagði Margrét Einarsdóttir.
Þetta hlýtur að leysast
Sigþór Magnússon nemandi i
Menntaskólanum i Kópavogi var á
leið út úr skólanum ásamt nokkr-
um félögum sínum, þegar blm.
Mbl. bar að garði. Ekki var fleiri
nemendur að sjá í skólanum, enda
hafði aðeins einn kennari mætt til
vinnu þennan dag. Sigþór var
spurður hvernig uppsagnirnar
hafi komið niður á skólastarfinu.
„Þær koma mjög misjafnlega
niður á deildum skólans. Nemend-
ur í máladeild fá nærri þvi fulla
kennslu á meðan nemendur í
stærðfræðideild hafa aðeins einn
til tvo kennara. Um helmingur
kennara sagði upp störfum hér í
MK, aðallega fastráðnir kennar-
ar.“
— Áttir þú von á að kennsla félli
niður í svo langan tíma?
„Nei, ég bjóst alls ekki við því.
Ég fór reyndar að vinna og mætti
þvi lítið i skóiann. Annars hlýtur
þessi deila að fara að leysast, svo
fólk geti útskrifast. Það kemur þá
til greina að stytta prófin, kenna í
páskafriinu og á laugardögum til
þess að bjarga þessu."
— Veistu um einhvern sem hefur
hætt námi af þessum sökum?
„Ég veit ekki um neinni í fjórða
bekk, en ég held að einhverjir í
neðri bekkjunum hafi hætt námi.“
— Varstu búinn að ákveða hvað
þú ætlaðir að gera næsta vetur?
„Nei, ég var ekkert búinn að
ákveða. Ég veit ekki hvort ég fer í
skóla í haust.“
Fæ kennslu í smíði
Aðalheiður Kristjánsdóttir
nemandi í Fjölbrautaskólanum við
Ármúla sagðist vera orðin mjög
svartsýn. „Þetta kemur sér mjög
illa fyrir mig,“ sagði hún. „Ég er í
6 fögum. Eitt þeirra, smíði, er val-
fag hjá mér, en það er jafnframt
eina fagið sem ég fæ kennslu í. Ég
bíð og vona að eitthvað gerist eftir
þennan fund í dag. Þetta ástand
eyðileggur allar áætlanir hiá mér
og auðvitað öllum öðrum. I ágúst
ætlaði ég að fara út til Bandaríkj-
anna og vera þar í hálft eða eitt
ár. En það get ég ekki gert ef ég
klára ekki námið í vor. Svo ætluðu
þeir, sem áttu að útskrifast í vor,
að fara í utanlandsferð í maí, en
auðvitað er allt í óvissu með það.
Einnig vegna þess að við áttum að
fá styrk úr sjoppunni, en rekstur
hennar hefur að sjálfsögðu gengið
mjög illa núna. Fólk er ekkert far-
ið að hugsa um dimmisjón, og all-
ur undirbúningur liggur niðri. Ég
vona bara að manni verði gefinn
kostur á að ljúka þessum prófum í
vor.“
— En styður þú baráttu kennar-
anna?
„Já, ég styð þá að vissu leyti. En