Morgunblaðið - 20.03.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
27
Sigþór Magnússon
þeir hafa notað okkur sem vopn
með því að segja upp á versta
tírna," sagði Aðalheiður að lokum.
Slepp tiltölulega vel
Bryndís Hafsteinsdóttir er
einnig nemandi í Fjölbrautaskól-
anum við Ármúla. „Ég slepp til-
tölulega vel, þar sem aðeins tveir
af þeim sjö kennurum sem kenna
mér hafa sagt upp störfum. Annað
fagið get ég lesið sjálf, en því mið-
ur er ekki sömu sögu að segja um
hitt fagið. Ef ég fæ ekki kennslu i
því, er ég hrædd um að ég þurfi að
koma aftur hingað í haust. En ég
er ákveðin í að reyna við prófin í
vor, ef okkur verður gefinn kostur
á að taka þau.“
— Hafðir þú gert áætlanir fyrir
næsta vetur?
„Ég hafði ákveðið að fara að
vinna fyrir skuldum. En ég hef
heyrt um nemendur sem höfðu
ákveðið að sækja um skóla erlend-
is. Það fer auðvitað allt út um þúf-
ur hjá þeim.“
— Hvernig leist þér á uppsagnirn-
ar í byrjun?
„Mér fannst allt í lagi að fá frí í
viku. Það bjóst nefnilega enginn
við að þetta yrði svona langt. En
ég hef að vissu leyti samúð með
kennurunum i þessari baráttu
þeirra. En uppsagnirnar komu á
versta tíma fyrir okkur, sérstak-
lega þar sem skólastarf lá niðri
um tíma sl. haust vegna verkfalla.
Það hefði verið betra ef þeir hefðu
beðið með uppsagnirnar þar til
næsta haust. Þá hefðu nemendur
t.d. getað haldið áfram að vinna.
Framkoma stjórnvalda finnst mér
alveg út í hött i þessum máli. Það
er eins og þeim sé alveg sama um
okkur."
„Heilt ár í húfí“
Þau Ragnhildur Rúríksdóttir og
Jón Þór ólafsson eru bæði í 6.
bekk Menntaskólans i Reykjavík,
hún i nýmáladeild og hann í eðlis-
fræðideild, og voru að koma úr fri-
mínútum þegar blm. tók þau tali.
„Að sjálfsögðu erum við mjög
áhyggjufull," sögðu þau. „Það er
allt svo óráðið og nýjar fréttir,
sem við vitum ekki hvað er mikið
að marka, berast á hverjum degi.
Það hefur heyrst að próf, a.m.k. í
vissum fögum, verði felld niður, að
kennt verði á laugardögum og um
páskana til þess að ná upp
kennslumissinum, o.s.frv.
Það er misjafnt hvernig fólk fer
út úr þessu,“ sögðu þau Ragnhild-
ur og Jón Þór og kváðust sjálf
njóta kennslu i um 20 af 35
kennslustundum. „Sumir nemend-
ur hafa bara misst einn kennara,
aðrir geta ekki mætt nema einu
sinni i viku og þá i leikfimi. Þó
koma verkföllin náttúrufræði-
deildinni sennilega hvað verst.
Við styðjum kennarana full-
komlega, en erum uggandi um eig-
in hag,“ bættu þau við. „Ef MR
væri fjölbrautarskóli væri þó ekki
verið að strika yfir nema eina önn.
En hjá okkur er heilt ár i húfi og
tilhugsunin um að þurfa að vera
hér heilt ár i viðbót er alveg ægi-
leg.“
„Rammgötótt of vægt
orð yfír stundaskrána“
1 Menntaskólanum við Hamra-
hlíð voru nokkrir nemendur, sem
ættu að ljúka námi í vor, staddir í
skólasjoppunni Sómalíu, en ann-
ars var heldur tómlegt um að lit-
ast i skólanum.
Sómaíío
CSHm
Þeir Benjamín Sigursteinsson og Þorsteinn Kristmannsson í skólasjoppu
Menntaskólans við Hamrahlíð, en þeir eru báðir á síðustu önn.
Þorsteinn Kristmannsson er
nemandi á félagsfræðisviði og
sagðist ennþá gera sér vonir um
að útskrifast í vor, jafnvel þó að
hann fái ekki nema 10% af venju-
legri kennslu þessa dagana.
„Ég er með 25 einingar til prófs
á þessari önn,“ sagði Þorsteinn.
„En sem betur fer eru valgreinar
stór hluti af því námsefni. Ég
stunda nú ekki mikið sjálfsnám
enn sem komið er, en mun sjálf-
sagt gera það ef þetta dregst á
langinn.
Hins vegar mæti ég í þá tíma
sem völ er á,“ bætti hann við. „Þó
að það sé hálfskrítið að vera að
koma í skólann til þess að mæta í
einn til tvo tíma á dag og ramm-
götótt sé allt of vægt orð yfir
stundaskrána þessa dagana.“
„Hér er varla hræða“
„Mætingin er svona eins og þú
sérð, hér er varla hræða,“ nokkrir
strákar í Sómalíu og bættu því við
að sjálfsnám væru þeir ekki farnir
að stunda að neinu ráði, „enda
engan veginn hæfir til þess.“
„Ég tel mig a.m.k. ekki hæfan til
þess að stunda sjálfsnám í síðasta
áfanga í efnafræði,” bætti Benja-
mín Sigursteinsson við. En hann
nemur á náttúrusviði og á að ljúka
síðustu önninni við skólann i vor.
Benjamín sagðist hafa komið i
skólann þennan dag til þess að
skila söguritgerð, annars hefði
hann haldið sig heima i Mos-
fellssveitinni þar sem hann býr.
„Ég fæ kennslu i sem nemur 10
einingum af 23, sem ég er með til
prófs i vor,“ sagði Benjamín. „Það
gerir fjögur fög og af þeim mæti
ég í tvö. Mánudaga og fimmtudaga
er ég t.d. bara í ítölsku og það
segir sig sjálft, að ég er ekki að
fara ofan úr Mosfellssveit til þess
að mæta í einn tima. Aðra daga er
um að ræða einn tima klukkan 8 á
morgnana og svo annan eftir há-
degið og þá sleppi ég morguntim-
unum.“
Aðspurður hvort mikið væri um
úrsagnir úr skóla af völdum þessa
ástands, sagði Benjamin að þeir
sem væru að útskrifast héldu enn-
þá í vonina og þó að nokkrir hefðu
skráð sig úr skóla, þætti fæstum
taka þvi, þar eð mætingarskylda
félli hvort eð er úr gildi við þessar
aðstæður.
Einn félagi Benjamins, sem
stundar nám í öldungadeild skól-
ans, sagði svipaða sögu þaðan,
enda um sömu kennara að ræða.
„Ætli það séu ekki svona 20%
nemenda sem mæta í skólann,"
sögðu Sómalíumenn að lokum.
„Svo það liggur við, að þessir fáu
kennarar, sem mæta, nenni ekki
að kenna."
„Kominn alveg á síö-
asta snúning“
I Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti stóð yfir almennur nemenda-
fundur þar sem verið var að ræða
stöðuna þegar blm. Mbl. bar að
garði. Þeir Sveinn Dal Sigmarsson
og Adolph Bergsson gáfu sér þó
tíma til að bregða sér inn á bóka-
safn skólans i stutt spjall.
„Fólk er að verða vonlitið, bæði
hér og annars staðar,“ sögðu þeir.
„Verst er að vita ekkert hvað ger-
ist. Okkur er ekki sagt neitt.
Við, sem ætluðum áð útskrifast
i vor, vorum búin að fyrirhuga
Aðalheidur Kristjánsdóttir
ferð til Rhodos í vor. En aðal fjár-
öflunarleiðin er skólasjoppan og
það gefur augaleið að hún gengur
ekki vel þegar enginn er í skóian-
um. Það litur þvi helst út fyrir að
enginn komist nema þeir allra
efnuðustu og jafnvel ekki þeir ef
ferðin dregst á langinn.
Svo eru margir búnir að sækja
um háskóla í útlöndum, sem er
mikil vinna, eins og allir vita. Það
þarf oft að skrifa tugum skóla til
þess að fá vist i einum og þetta
gæti seinkað því fólki um a.m.k.
eitt ár, ef það verður þá ekki búið
að missa plássin, hver veit hvað
gerist?" sögðu þeir og Sveinn
bætti því við, að hann hefði sjálfur
ætlað til náms i Þýskalandi, en
vissi nú ekki hvað yrði.
Sveinn stundar nám á bók-
námsbraut en Adolph á viðskipta-
sviði og báðir taka þeir híuta ein-
inganna i kvöldskólanum. Sveinn
er að ljúka einni og hálfri önn á
einni, en fær aðeins kennslu i sem
svarar fjórum af þrjátíu eining-
um, auk þess sem hann fær
Bryndís Hafsteinsdóttir
blokkflautunám metið til fjögurra
eininga.
„Þetta kemur afar illa út fyrir
mig, maður er kominn alveg á síð-
asta snúning," sagði hann. „Ég
þarf mjög nauðsynlega á kennslu
að halda með allt þetta námsefni.
Ef einingarnar væru færri gæti ég
ef til vill stundað sjálfsnám, en
ekki þegar námið er svona viða-
mikið."
Þeir Adolph og Benjamín sögð-
ust mæta vel í þá fáu tíma, sem í
boði væru, en Adolph fær kennslu
í 8 einingum af 26, 5 í dagskólan-
um og 3 í kvöldskólanum. í hans
tilviki þýðir það, að hann getur
sótt tíma í tveimur fögum í dag-
skólanum. „Svo er ég I nemenda-
ráði og það vill nú stundum toga
mann út úr tímunum," sagði hann.
„Við erum bæði reiðir og sárir
út af þessu ástandi,“ sögðu þeir.
„En við vitum varla hvern við eig-
um að vera reiðir út í. Við skiljum
þó kennarana og þeirra kjarabar-
áttu, hvort sem hún er lögleg eða
ólögleg, þannig að reiðin hlýtur að
beinast frekar að ríkisvaldinu.“
Klassískt kvöld
í Arnarhóli
í kvöld
Marakvartettinn
leikur kammertónlist undir borðhaldi.
NÝR, STÓRKOSTLEGUR SÉRRÉTTASEÐILL
í KONÍAKSSTOFUNNI
eftir ljúffengan kvöldverð er notalegt að
setjast í Koníaksstofuna og hlusta á fallegan
söng sópransöngkonunnar Höllu S. Jónas-
dóttur. Halla S. Jónasdóttir stundaði söng-
nám hjá Sigurði Demetz Franzsyni undan-
farin ár og tekur lokapróf frá Nýja tónlistar-
skólanum í vor. Undirleikari er Vilhelmína
Ólafsdóttir.
Vinsamlegast pantið borð tímanlega.
Vinsamlegast pantið borð tímanlega.
Með ósk uni cn) þið eigið ánægjulega kvöldstund.
ARTiARHÓLL
Áhorni Hveifisgötu og Ingólfsstnvtis.
Bordapantanir í shna 18833.