Morgunblaðið - 20.03.1985, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
29
Býður Sovétmönnum eldflaugastæði
Hollenskur bóndi, Leenert Pasier, hefur boðið Sovétmönnum land undir SS-eldflaugar „til að vega upp á
móti“ eldflaugum Atlantshafsbandalagsins, sem áætlað er að setja niður í Hollandi og Belgíu. Myndin
sýnir Pasier fyrir framan fyrrnefnda landspildu.
Vestur-Þýskaland:
Sumrinu heilsað
í fjúki og frosti
Neyddir til
að ganga
tæpa 1000
kílómetra
London, 19. mara. AP.
BRESKUR námaverkfræð-
ingur, sem angólskir upp-
reisnarmenn rændu og
neyddu til aö ganga tæpa
þúsund kflómetra til höfuö-
stöðva sinna í óbyggðum
Angóla, kom heim í dag, og
varö fagnaöarfundur, er
hann hitti fjölskyldu sína.
Glen Dixon, en svo heitir
Bretinn, var ásamt 22 Banda-
ríkjamönnum, Bretum og Fil-
ippseyingi tekinn höndum af
skæruliðum UNITA-hreyfingar-
innar 29. desember sl., er gerð
var árás á miðstöð demanta-
námanna í Kafunfo-héraði ná-
lægt landamærunum við Zaire.
Þaðan var gengið til höfuð-
stöðva skæruliðanna í Jamba i
Suður-Angóla.
UNITA-skæruliðahreyfingin
hefur það að markmiði að bylta
marxistastjórninni, sem er við
völd og nýtur stuðnings Sovét-
ríkjanna.
„Þær stundir komu oft, að við
héldum, að við mundum ekki
lifa þetta af,“ sagði Dixon. Hann
léttist um 15 kíló í prísundinni.
^ Hrussel, 19. mars. AP.
Á FUNDI utanríkisráðherra Evr-
ópubandalagsins í dag þokaðist í
átt að samkomulagi í helstu
ágreiningsefnum ríkjanna að því
er varðar aðild Spánar og Portúg-
als að bandalaginu, að sögn emb-
ættismanna.
Á þriðja degi viðræðnanna sem
beinst hafa að því að komast að
samkomulagi um skilyrði fyrir
inngöngu Spánar og Portúgals 1.
janúar nk., ræddu ráðherrarnir
málamiðlunartillögu um fiskveiði-
mál. Fundirnir hafa farið fram
fyrir luktum dyrum.
Mikill tími hefur farið f að ræða
þann vanda, sem hinn geysimikli
fiskveiðifloti Spánverja mun
skapa bandalaginu.
Breskur embættismaður, sem
ekki vildi láta nafngreina sig,
sagði, að ráðherranir tíu hefðu
^ Frankfurt, Vestnr-Þýsknlandi, 19. mara. AP.
í DAG snjóaöi víðast hvar í
Vestur-Þýskalandi og var af
komist að „rammasamkomulagi“
um fiskveiðimál. Aðeins væri eftir
að ganga frá smáatriðum.
Heimildarmenn í öðrum sendi-
nefndum, sem hlut áttu að máli,
Perú:
Hermenn
Ay.cucho, Perú, 19. mara. AP.
FORINGJAR í Perúher sögðu í
gær, að 68 skæruliðar a.m.k. hefðu
verið felldir í bardögum um helg-
ina og hefur hernum ekki orðið
betur ágengt síðan ráðist var til
atlögu gegn þeim fyrir tveimur ár-
um.
Yfirvöld 1 Perú greina sjaldan
frá átökunum við skæruliða en
þeim sökum mikiö um
árekstra og umferðaröng-
kváðu ekkert samkomulag hafa
náðst um neitt sem máli skipti, að
því er varðaði málamiðlunartil-
lögu ítala um fiskveiðimál.
þessar fréttir eru hafðar eftir for-
ingjum í hernum. Samkvæmt
þeim voru 30 skæruliðar felldir í
Chapi-héraði, 23 í bænum Gringo
Yacu og 15 við Nina Quasa.
óbreyttir borgarar á þessum slóð-
um hjálpuðu hernum við að hafa
uppi á skæruliðunum en auk þess
þveiti. Veöurfræðingar spáöu
meiri snjókomu á morgun,
miðvikudag, en þaö er
sumardagurinn fyrsti í
Þýskalandi.
í Bæjaralandi þar sem jafn-
fallinn snjór var 40 sm var vitað
um 1.000 árekstra og umferðar-
óhöpp í gær og eitt dauðsfall.
Átta menn grófust í snjóflóði en
komust lífs af og var vegum
víða lokað vegna snjóflóða-
hættu, einkum þó í ölpunum
þar sem hættan hefur aukist
vegna nýfallinnar mjallarinnar,
sem er 60 sm djúp.
fannst mikið af vopnum, fjar-
skiptatækjum og áróðursritum.
Talið er, að 4.000 manns hafi
fallið og 1.000 er saknað siðan
átökin hófust við skæruliðana,
sem játa marxíska trú og kalla
hreyfinguna „Silfurbrautina” eða
„Skinandi stig“.
Briissel:
Þokast nær samkomulagi á utan-
ríkisráðherrafundi EB-landa
fella 68 skæruliða
Fjölskyldan fer með 11.000
kr. á mánuði í áfengiskaup
Grænland:
ivaupmannaiHiin, i». mars. rra ivua j. nruun, urKniaiHUireuariuua iviui.
STJORNMÁLAMENN og aðrir áhrifamenn í grænlensku þjóðlífi
sitja nú á rökstólum í Nuuk og velta því fyrir sér hvernig unnt sé
að draga úr áfengisdrykkjunni í landinu, sem er óhemjuleg.
Tölur benda til, að hver einasti Grænlendingur drekki að jafnaði
þrjá áfengisskammta á dag en það þýðir, að hver fjögurra manna
fjölskylda fer með 3.000 dkr. (tæpar 11.000 ísl. kr.) í áfengi í
hverjum mánuði. Er þá ótalin tóbaksnotkunin, sem líka er miklu
meiri en víðast gerist.
Á árunum 1977—79 var áfengi
skammtað á Grænlandi og fékk
þá hver fullorðinn maður svo-
kölluð stig eða skömmtunar-
seðla, sem fá mátti fyrir 72
áfengisskammta (sjússa) á mán-
uði. Þessari skipan var hætt m.a.
vegna þess, að stjórnmálamönn-
unum fannst hún gefast illa og
hafa í för með sér svartamark-
aðsbrask með skömmtunarseðl-
ana.
Skoðanakannanir á Græn-
landi benda nú til, að meirihluti
fólks sé því hlynntur, að til ein-
hvers konar takmarkana á
áfengiskaupum verði gripið að
nýju. 10% vildu raunar gera
áfengið útlægt á Grænlandi en
47% taka upp skömmtun. Á
fundinum f Nuuk hefur Arkaluk
Lynge, sem hefur með áfengis-
mál að gera í landstjórninni, lýst
þeirri skoðun sinni, að ekki sé í
raun unnt að fylgja eftir tak-
mörkunum við áfengissölunni til
langs tíma hvað sem líði skoð-
anakönnunum núna. Einnig hef-
ur verið kynnt það álit danska
„áfengis- og eiturlyfjaráðsins“,
að takmarkanir við sölu og
neyslu áfengis komi að engu
haldi nema mikil samstaða sé
um það í landinu. Til þess benda
einmitt skoðanakannanirnar.
Enn er hitastillta baö-
blöndunartækiöfrá
Danfoss nýjung fyrir
mörgum. Hinirsemtil
þekkjanjótagæða
þeirraogundrast
lágaverðið.
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2, REYKJAVÍK.