Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUft 20.MARZ 1985 Albani dæmdur í Júgóslavíu Belgrað, 19. marz. AP. IKÍMSTOLL í borginni Titova Mitrovica í héraðinu Kosovo, dæmdi 39 ára mann af albönsku þjóðerni, Gani Kadriu, til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að dreifa óhróðri, eins og það er orðað í dómsorði er sagt að Kadriu hafi numið á hljóðband „ögrandi" sönglög, sem ætlað var að ala á hatri meðal þjóðflokka í Júgóslav- íu. Hafi hann einnig hlustað á slíkar upptökur og leikið fyrir aðra. Hafi hann og hlustað á sönglög útvarpsstöðvarinnar í Tir- í blaðinu Politika í dag. ané, þar sem sungið var lof um Enver Hoxha Albaníuleiðtoga og kommúnistaflokk Albaníu. Sagði að Kadriu hafi m.a. fram- ið glæp sinn í viðurvist skólastjóra og kennara í skóla þeim, þar sem hann starfaði sem skrifstofumað- ur. Botha rífst við Tutu í sjónvarpi New York, 19. marz. AP. ^ Ræddu um Persaflóastrídid AP/Simamynd R.F. BOTHA utanríkisráðherra Suður-Afríku og Desmond Tutu biskup rifust harkalega um aðskiln- aðarmál í fyrsta viðræðuþætti þeirra, sem ABU-sjónvarpsstöðin banda- ríska tók upp í gær og sýndi síðar um kvöldið. væri jafn slæm og klerkurinn vildi vera láta. „Það er hrein móðgun að líkja okkur við nazista,“ sagði Botha. Tutu hélt því fram að stjórnvöld í Suður-Afríku hefðu sett inn- fædda á bás með framandi Hussein forseta. Þeir sneru síðan til heimalanda sinna í gærmorgun. Botha var í Höfðaborg og Tutu í mönnum i fæðingarlandi sínu. Jóhannesarborg en beint samband Kvaðst hann t.d. ekki njóta kosn- á milli gerði þeim kleift að skipt- ingaréttar né gæti hann ferðast ast á skoðunum. Hnakkrifust þeir um land sitt frjáls. á stundum í þættinum. Botha kvaðst gera sér grein Japansprins heimsækir Norðurlönd Tutu líkti aðskilnaðarstefnu fyrir því að breytingar þyrftu að stjórnarinnar við nazismann í eiga sér stað i Suður-Afriku, en Þýzkalandi, en utanríkisráðherr- stjórnin mundi þó ekki láta undan an kvaðst ekki trúa því að stjórnin þrýstingi erlendra ríkja. Kysi stjórnin að vinna að lausn í sam- vinnu við leiðtoga þeldökkra, en því aðeins að þeir lýsi andstöðu við utanaðkomandi afskipti og hætti baráttu fyrir efnahags- þvingunum gagnvart S-Afriku. Tutu sagði aðeins þrjár leiðir til að fá stjórnina til að breyta mál- um, kosningar, ofbeldi eða al- þjóðaþrýsting. Þar sem þeldökkir S-Afríkumenn, 24 milljónir tals- ins, gætu ekki kosið og flestallir þeirra vildu forðast ofbeldi, væri aðeins einn kostur eftir, aðstoð erlendra ríkja, sem beitt gætu þrýstingi og refsingum af ýmsu tagi. Botha sagði stjórnina fúsa til samninga við sérhvern þann sem lýsti andstöðu við ofbeldi. „Utan- aðkomandi aðilar ættu ekki að þurfa að leiðbeina okkur, hvorki blökkum né hvítum. Við eigum að leysa málin í sameiningu," sagði Botha. Áköf leit að sovézkum sendifulltrúa í Delhí DeiU, 19. nun. AP. LÖGREGLA leitar ákaft að sovézkum sendiráðsmanni, sem horfinn er spor- laust í Indlandi. Fjölmiðlar gera því skóna í dag að hann hafi leitað hælis í sendiráði vestræns ríkis. Tókýo, 19. mdl AP. AKIHITO Japansprins og kona hans, Michiko prinsessa, koma í opinbera heimsókn til fjögurra Norðurlanda í júní nk., að því er blaðafulltrúi keisarafjölskyldunnar greindi frá í dag. Akhito, sem er 51 árs að aldri, fer fyrst til Finnlands, en heldur þaðan til Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Ferðin til Finnlands er í boði Koivisto forseta, en ferð- in til hinna landanna þriggja er farin til að endurgjalda heimsókn- ir Karls Gústavs Svíakonungs, Margrétar Danadrottningar og ólafs Noregskonungs til Japans. Sendifulltrúinn, Igor Gezha, er 37 ára og gegndi stöðu þriðja sendiráðsritara í upplýsingadeild sovézka sendiráðsins í Delhí. Fór hann út að skokka i Lodhi-garðin- um í suðurhluta borgarinnar á sunnudag og hefur ekkert spurst til hans síðan. Ljósmynd af Gezha hefur verið dreift um ýmsar stofnanir, svosem til flugvalla, járnbrautarstöðva og sjúkrahúsa. Af hálfu lögreglunnar er ekki talið að um mannrán hafi verið að ræða, en helztu blöð Ind- lands sögðu í dag að Gezha hefði að líkindum leitað hælis í sendi- ráði óþekkts vestræns ríkis. Sendiráð Bretlands og Banda- ríkjanna segjast engar upplýs- ingar hafa um ferðir hans. Sovézkur heimildamaður útilok- ar þann möguleika að Gezha hafi flúið, þar sem hann væri mjög þjóðrækinn og ætti afar vingott við samstarfsmenn sína. Igor Gezha hefur starfað við sovézka sendiráðið í Delhí undan- farin fimm ár. Þar hefur hann bú- ið ásamt konu sinni og 10 ára dótt- ur. Var hann ritstjóri sovézks ár- óðursrits, „Fréttir frá Sovétríkj- unum“, sem sendiráðið í Delhí gef- ur út. Var hann fyrst skipaður til tveggja ára, en síðan beðinn að framlengja dvölina í Indlandi um þrjú ár. Átti hann að hverfa til Moskvu síðar á þessu ári. Fundur Mulroneys og Reagans: Bættar loftvarnir og greitt fyrir verslun tjuebec, Kanada, 19. mara. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjafor- seti, og Brian Mulroney, forsætis- Eþíópíustjóm: Flóttafólkið í Súdan getur snúið heim á ný Addis Ababt, 19. mare. AP. HAFT er eftir fulltrúum alþjóð- legra hjálparstofnana í Eþíópíu, að margir Eþíópíumenn, sem flúðu land vegna hungursneyðarinnar þar og fóru til Súdan, vilji snúa aftur ef þeir verða ekki neyddir til að setjast að fjarri heimkynnum sínum. Talsmaður hinnar opinberu hjálparnefndar í Eþíópíu, sem hefur með höndum yfirstjórn matvæladreifingar í landinu og skipuleggur hina umdeildu flutninga hálfrar annarrar milljónar manna frá hungur- svæðunum, segir að flóttafólkið sé velkomið heim á ný. „Þeir sem snúa vilja heim frá nágrannalöndunum, mega setj- ast að hvar sem þeir vilja í Eþíópíu," sagði Derhanu Der- essa, varaformaður nefndarinn- ar, í samtali við fréttamann AP. Samkvæmt upplýsingum Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna flúðu rösklega 770 þús- und manns frá Norður-Eritreu og Tigre til Súdan og búa nú þar í sérstökum búðum, sem stjórn- völd og alþjóðlegar hjálparstofn- anir hafa reist. Margir þessara flóttamanna hafa skýrt vestrænum blaða- mönnum og fulltrúum hjálpar- stofnana frá því, að þeir hafi farið til Súdan til að komast undan því að vera kallaðir í her marxistastjórnarinnar í Addis Ababa eða vera fluttir nauðugir til suðurhéraða Eþiópíu, þar sem er frjósamara en í norðurhluta landsins. Fólksflutningar þessir njóta stuðnings Sovétrikjanna, en fulltrúar Vesturlanda hafa gagnrýnt hvernig að þeim er staðið og telja Eþiópiustjórn sýna miskunnarleysi og beita ómannúðlegum aðferðum við þá. Þá hefur fólkið i búðunum i Súdan einnig greint frá dæmum þess, að á flóttanum þangað hafi herþotur Eþiópíustjórnar varp- að sprengjum á þaö og stjórn- arhermenn ráðist á það. Talsmenn Sameinuðu þjóð- anna telja líklegt, að ef ekki verður gripið til einhverra ráð- stafana, muni 600 þúsund Eþíóp- íumenn til viðbótar flýja til Súd- an á næstu þremur mánuðum. ráöherra Kanada, sem verið hafa á fundi í Quebec I Kanada, létu að sögn í Ijós það sameiginlega álit, að fundur með Gorbachev, leiðtoga Sovétmanna, gæti orðið mjög gagn- legur. Bandariskur embættismaður, sem ekki vill sjá nafn sitt á prenti, sagði fréttamönnum, að Reagan teldi, að ef Gorbachev væri reiðu- búinn gæti fundur þeirra komið mörgu góðu til leiðar. í ræðu, sem Reagan flutti i hádegisverði hon- um til heiðurs, var hann þó harð- orður um Sovétmenn, sem hann sagði hafa brotið Yalta-samkomu- lagið, sem kveðið hefði á um frjálsar kosningar í Evrópu eftir stríð, Genfarsamþykktina um bann við efnavopnum hefðu þeir brotið og samninginn um kjarn- orkuvarnir auk þess, sem þeir hefðu ekki virt ákvæði Helsinki- sáttmálans um mannréttindi. Við lok tveggja daga fundar þeirra Reagans og Mulroneys und- irrituðu þeir samning um að endurnýja loftvarnakerfið í Norður-Ameríku og um að vinna að frjálsari viðskiptum milli grannríkjanna tveggja. Reagan er nú kominn aftur til Washington. í Moskvu sagði í fréttaskýringu Novosti-fréttastofunnar um fund- inn, að þar sem Kanadamenn hefðu fallist á að endurnýja loft- varnakerfið í landinu væru þeir þar með orðnir samsekir Banda- ríkjamönnum og þátttakendur i „stjörnustríðsáætlunum" þeirra. ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.