Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd: Eðlilegt og sjálfsagt að íslendingar taki þátt í umræðunni — sagði utanríkisráðherra, Geir Hallgrímsson UTANRÍKISRÁÐHERRA, Geir Hallgrímsson, sagði í um- ræðum á fundi í sameinuðu Alþingi í gær um þingsályktun um kjarnorkuvopnalaus svæði á Norðurlöndum, að hann teli eðlilegt og sjálfsagt að íslendingar tækju þátt í umræðum og athugunum er þeim tengjast, til þess að gera sér betur grein fyrir hvað þjóni öryggishagsmunum íslands og friðargæslu í heiminum almennt. Flutningsmenn þingsályktunar- innar eru þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum, en þeir eru: Páll Pétursson (F), Eiður Guðna- son (A), Ellert B. Schram (S), Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.), Guð- mundur Einarsson (BJ) og Guðrún Helgadóttir (Abl.). Tillagan hljóð- ar svo: „Alþingi áréttar þá stefnu Islendinga að á Islandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn eða eld- flaugar, sem slík vopn geta borið, og ályktar að kjósa sjö manna nefnd er kanni hugsanlega þátt- töku íslands í umræðu um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum." Ólafur Ragnar Grímsson, vara- þingmaður Svavars Gestssonar, Alþýðubandalagi, gerði að umtals- efni ósamkvæmni í málflutningi forustumanna ríkisstjórnarinnar varðandi staðsetningu kjarnorku- vopna á Islandi. Mikill munur er á því að hér skuli ekki verða slík vopn nema með samþykki ríkis- stjórnarinnar eða segja að á Is- landi verði ekki kjarnorkuvopn. Benti ólafur Ragnar á að ef um- rædd þingsályktunartillaga yrði samþykkt, yrði utanríkisráðherra að breyta um stefnu í þessum mál- um. Ellert B. Schram, Sjálfstæðis- flokki, sagði það útilokað fyrir sig að sjá að samþykkt tillögunnar veikti stöðu íslendinga eða hefði áhrif á þátttöku þeirra í starfsemi Atlantshafsbandalagsins, er hann sagði sterkustu friðarsamtök okkar tíma. Sagði þingmaðurinn tillöguna í anda þorra Islendinga. I ræðu sinni lagði Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, á það áherslu að umræðan um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd mætti verða til þess að gefa í skyn að kjarnavopn séu þar nú. Menn verða að hafa í huga að Norður- löndin eru kjarnorkuvopnalaus. Veruleikinn er mun meira virði en allar yfirlýsingar. Þá sagði ráð- herra að hann fengi ekki séð að sérstök yfirlýsing um kjarnorku- vopnalaus svæði á Norðurlöndum efli öryggi íslands eða annarra Norðurlanda. Það ætti frekar að beina athyglinni að umræðum um útrýmingu kjarnorkuvopna, þar sem þau eru nú til staðar. Geir Hallgrímsson benti einnig á að þó kjarnorkuvopn væru ekki á Norðurlöndum væri þessum lönd- um ógnað af slíkum vopnum og átti þar við víghreiðrin á Kóla- skaga og við Eystrasalt. Ræddu vandamál húseigenda Mor"',blaft'ðBjarn' Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum áttu í gær fund með forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Alþingishúsinu, þar sem rædd voru vandamál húseigenda og húsbyggjenda sem þynging greiðslubyrðar lána hefur skapað. Á myndinni eru vinstra megin þeir Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en hægra megin eru forystumenn áhugahópsins. Reiðubúinn að gangast fyrir samanburði á kjörum sam- kvæmt dagvinnugrundvelli Forsætisráðherra: UTANDAGSKRÁRUMRÆÐU um kennaradeiluna sem hófst síðatliðirm fímmtudag var framhaldið í sameinuði þingi í gær. Hjörleifur Guttormsson, Alþýðubandalagi, tók fyrstur til máls og gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir að aðhafast ekkert henni til lausnar. Forsætisráðhcrra, Steingrímur Her- mannsson, sagði að til að samkomulag næðist þyrfti vilji beggja aðila til þess að vera fyrir hendi. I ræðu sinni ítrekaði forsætis- ráðherra að opinberir starfsmenn ættu að hafa sömu laun og aðrir launþegar á almennum markaði. Ríkisstjórnin er tilbúin til að gangast fyrir samanburði á kjör- um kennara og annarra starfs- stétta á dagvinnugrundvelli. Menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, spurði Hjörleif Gutt- ormsson við þetta tækifæri hvers vegna hann hvetti ekki kennara til að snúa aftur til vinnu eða hvort hann teldi aðgerðir þeirra lögleg- ar. Lagði hún áherslu á að aðgerð- ir kennara væru ekki til þess fallnar að greiða fyrir samkomu- lagi. Kennarar verða að gegna skyldustörfum lögum samkvæmt og forða nemendum, sem ekki eru aðilar að kjaradeilunni, frá ör- væntingu. Ólafur Ragnar Grímsson, Al- þýðubandalagi, sagði að ríkis- stjórnin hefði hafnað leið sátta en færi þess í stað leið ögrunar. Þá spurði hann hvort skólakerfið ætti að vera lamað til loka apríl, en niðurstöður kjaradóms gætu dreg- ist þangað til. Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, benti á að fullreynt hefði verið að reyna að ná sam- komulagi við kennara en þeim var boðin til bráðabirgða eins til tveggja launaflokka hækkun. Geir Hallgrímsson Ýmsir hafa varpað fram þeirri hugmynd að mögulegt sé að heyja takmarkað kjarnorkustrið, en slíkum hugmyndum hefur verið mætt með skelfingu, enda öll heimsbyggðin því ofurseld. ósk íbúa kjarnorkuvopnalausra svæða um vernd er álíka óraunsæ og ímyndunin um takmarkað stríð með kjarnorkuvopnum. Þá lagði utanríkisráðherra áherslu á að samningar um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd yrðu að vera hluti af stærra samkomu- lagi er miðaði að útrýmingu vopn- anna í Evrópu. Bandaríkin og Sov- étríkin að bera ábyrgð á að sam- komulag um kjarnorkuvopnalaus Norðurönd verði haldið. Ólafur Ragnar Grímsson tók af- tur til máls og gagnrýndi utanrík- isráðherra m.a. fyrir að ætla sér að gefa stórveldunum tveimur for- ræðisvald yfir málum íslands og annarra Norðurlanda. Guðrún Helgadóttir, Alþýðu- bandalagi, sagði að þessi umræða hefði ekki þurft að fara fram og átaldi Ólaf Ragnar fyrir aðdrótt- anir að flutningsmönnum um að þeim væri ekki sjálfrátt með til- löguflutningnum. Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, svaraði ólafi Ragnari Grímssyni, og sagði að einhliða yf- irlýsing Norðurlanda um kjarn- orkuvopnalaustsvæði breytti í engu núverandi ástandi. Það sem skipti máli væri að önnur svæði yrðu það einnig. Fleiri þingmenn tóku til máls en ekki verður gerð grein fyrir mál- flutningi þeirra hér. Útflutnings- bætur og niðurgreiðsl- ur 1984 námu sam- tals um 1,2 milljörð- um króna Útflutningsbætur á sein- asta ári námu rúmum 468 milljónum króna, en niður- greiðslur um 813 milljónum króna. Þessar upplýsingar koma fram í skriflegu svari landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Eyjólfí Konráð Jónssyni, Sjálfstæðisflokki, og Sighvati Björgvinssyni, AI- þýðuflokki, þessa efnis. Stærsti hluti útflutningsbót- anna er vegna kindakjöts eða tæpar 318 milljónir króna, vegna útflutnings á mjólkuraf- urðum voru greiddar um 82 milljónir króna og vegna vaxta- og geymslukostnaðar nær 47 milljónir króna. Mjólk var greidd niður á seinasta ári um 297,4 milljónir króna, kindakjöt um 172,7 milljónir króna. Niðurgreiðslur vegna vaxta- og geymslu- kostnaðar námu 165,5 milljón- um króna. Lífeyrissjóður bænda fékk 75,9 milljónir króna, en aðrir liðir minna. AIMnCI Auglýsingakostnaður Búnaðarbankans á seinasta ári nam rúm- um 11 milljónum króna BÚNAÐARBANKINN ráðstafaði mestum fjármunum ríkisbank- anna til auglýsinga, eða rúmum 11 milljónum króna á seinasta ári. spurn frá Kjartani Jóhannssyni, Alþýðuflokki, um auglýsinga- kostnað banka á seinasta ári. Sundurgreint yfirlit um Þetta kemur meðal annars fram í kostnað ríkisbankanna þriggja svari viðskiptaráðherra við fyrir- vegna auglýsinga fer hér á eftir: lltvcgsbankinn: j ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj.4. ársfj. Árið Ríkisútvarp/sjónvarp 0 690 104 5381.332 Morgunblaðið 0 139 180 411 730 DV 0 94 89 191 374 NT 0 16 109 33 158 Þjóðviljinn 0 7 33 26 66 Alþýðublaðið 15 17 22 9 63 Annað Búnaðarbankinn: 390 697 367 1.7523.206 Ríkisútvarp/sjónvarp 65 480 439 8501.834 Morgunblaðið 45 42 65 107 259 DV 0 13 24 99 136 NT 5 12 27 23 67 Þjóðviljinn 8 7 23 21 59 Alþvðublaðið 1 8 8 5 22 Annað Landsbankinn: Ríkisútvarp/sjónvarp Morgunblaðið DV NT Þjóðviljinn Alþýðublaðið Annað 1.019 667 3.087 4.0498.822 551 298 205 169 219 134 6.283
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.