Morgunblaðið - 20.03.1985, Síða 39

Morgunblaðið - 20.03.1985, Síða 39
MORGUNBIAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 39 Hafnarskemmdir við Hellnar Langabrekkn, Breióavíkurhreppi. MIKLAR skemmdir urðu á hafn- armannvirkjum við Arnarstapa og Hellnar í hafrótinu, sem gerði að- faranótt 7. marz, en slíkt flóð hafði ekki gert hér síðan 1925. Á með- fylgjandi mynd sjást skemmdirn- ar, sem urðu á hafnargarðinum við Hellnar, en elzti hluti hans brotn- aði; skjólgarðurinn fór af um 45 metra löngum kafla og platan fór alveg að hluta. Fimm trillur voru í brekkunni fyrir ofan og gekk sjór- inn upp fyrir þær, en á þeim urðu engar skemmdir. FrélUriUri. Mokafli: Vantar fólk til starfa í Eyjum VeMtmannaeyjum, 19. mare. v „I*AÐ ER NÆGA atvinnu aö hafa í Vestmannaeyjum núna og vantar fólk til starfa. Hér er unniö í frystihúsunum frá morgni til kvölds alla daga og um allar helgar eins og lög leyfa. Þetta hangir í því að viö höfum undan að vinna þann mikla afla, sem borist hefur að landi upp á síðkastið,“ sagði Hjörtur Hermannsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar í Eyj- um, í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins. Mjög góður afli hefur verið hjá netabátum frá því verkfalli lauk en ógæftir nokkuð hamlað veiðum. f gær var afli bátanna frá 15 og upp í 35 tonn. Suðurey og Gjafar voru með mestan afla, 35 tonn hvor bátur. Hjá trollbátum hefur verið meiri tröppugangur í veið- inni — afli mjög misjafn en nokkrir bátar ná mjög góðum túr- um. Til dæmis landaði Frár fimm- tiu tonnum fyrir helgina. Þá hafa togarar landað góðum afla síðustu daga. Hinn 15. mars sl. var vertíðar- aflinn 7.153,6 tonn. Skiptist hann þannig, að í net höfðu aflast 3.299,3 tonn, í botnvörpu 837 tonn, Lífeyrissjóðsgreiðslur þyrftu að tvö- faldast til að standa undir réttindum MIKIÐ vantar á að greiðslur landsmanna í lífeyrissjóði standi undir þeim lífeyrisréttindum, sem sjóðunum er ætlað að tryggja félögum sínum og þyrftu lífeyrisgreiðslur að tvöfaldast tæplega, hækka úr 10% í 18,9% til þess að svo væri. Er þá miðað við að 2% raunvextir umfram hækkun kaupgjalds fáist af fé sjóðanna og gert ráð fyrir að kostnaði vegna skuldbindinga sem búið er að stofna til sé dreift á núverandi sjóðfélaga, en komi ekki á nýja. Iðgjald á sömu forsendum fyrir þá íslendinga sem fæddir eru á ár- inu 1974 yrði 11,97%, en yrði ávöxt- un fjárins 1%, yrði iðgjaldið 16,6%. Ef raunvextir yrðu engir yrði ið- gjaldið 23,02%. Er miðað við rétt- indareglur Sambands almennra líf- eyrissjóða (SAL), en meiri réttindi mundu eðlilega leiða til aukins kostnaðar og því hærra iðgjalds. Þessar niðurstöður koma fram i greinargerð sem lífeyrisnefnd skip- uð fulltrúum hagsmunasamtaka á vinnumarkaði og embættis- mönnum hefur látið frá sér fara, en nefndin hefur starfað frá árinu 1976. Greinargerðin var kynnt á lífeyrisráðstefnu Vinnuveitenda- sambands íslands I gær, en sams konar ráðstefna verður á vegum Alþyðusambandsins á mánudaginn kemur. Nefndin telur að setja beri sam- ræmda löggjöf um alla lífeyris- sjóði, en ekki beri að stefna að ein- um lífeyrissjóði fyrir alla lands- Herlögreglubfll: „Svínaði" und- ir þrýstingi yfirmanna \ nfum, 19. mire. ÁRKKSTIIR tveggja bifreiða varð á Flugvallarbraut á KeflavfkurMugvelli við gatnamót Vesturbrautar eftir há- degi sl. föstudag. Aðdragandi atburðarins var sá að bifreið frá bandarísku herlög- reglunni, USNS Security, með öku- manni og farþega var skyndilega ekið frá Vesturbraut yfir Flug- vallarbraut í veg fyrir Fiat-bifreið. Ökumaður Fiat-bifreiðarinnar snögghemlaði með þeim afleiðing- um, að bifreiðin snerist til og lenti á Volvo-bifreið er kom úr gagnstæðri átt. Báðar bifreiðirnar skemmdust talsvert. Bifreiðin frá USNS hélt áfram eftir Vesturbraut. Síðar kom í ljós, að í bifreiðinni frá USNS Security voru tveir hei lögreglumenn og kvaðst ökumaður- inn hafa verið undir þrýstingi yfir- manns síns, sem var farþegi, að þvi er segir í lögregluskýrslu um at- burðinn. Flugvallarbraut hefur að- albrautarrétt. — EG. menn. Telur nefndin að sennilega verði ekki komist hjá einhverri hækkun iðgjalda, en til þess að draga úr þeirri hækkun eins og kostur sé leggur hún til nokkrar breytingar á lífeyrisréttindum, sem leiði til sparnaðar. Gert er ráð fyrir að iðgjald greiðist af heildar- launum, en ekki dagvinnulaunum eins og nú er í flestum tilvikum. Þá telur nefndin að núverandi lífeyriskerfi, að safna fé í sjóði, sé það rétta, fremur en svonefnt gegn- umstreymiskerfi, en það myndi þegar fram liðu stundir leiða til stórhækkaðs iðgjalds vegna breyt- inga í aldursgerð þjóðfélagsins, þ.e. fjölgunar lífeyrisþega í hlutfalli við fólk á vinnumarkaði. Þá er einhug- ur um það i nefndinni að það eigi að vera meginregla að iðgjaldstekj- ur standi undir þeim réttindum sem lofað sé. Þjóðskjalasafn: Sýning í tilefni 20 ára af- mælis viðgerðarstofu safnsins í ÞJÓÐSKJALASAFNI stendur nú yfir sýning í tilefni 20 ára afmælis viðgeróarstofu safnsins. Viðgerðarstofa Þjóðskjalasafns tók til starfa í febrúarmánuði árið 1965. Hlutverk hennar er að ann- ast viðgerðir handrita, bréfa og prentmáls. Fyrsti forstöðumaður stofunnar var Vigdís Björnsdóttir, en hún hafði lært til starfans á Englandi hjá Roger Powell. Fyrstu tvö árin var Vigdís eini starfsmaðurinn en i aprílmánuði 1%7 var öðrum starfsmanni í fullu starfi bætt við og þeim þriðja haustið 1972. Vigdís Björnsdóttir lét af störf- um í árslok 1978, en þá tók Hilmar Einarsson við forstöðu viðgerð- arstofu og gegndi starfinu til síð- ustu áramóta. Núverandi for- stöðumaður er Áslaug Jónsdóttir. Á stofunni er unnið að viðgerð- um fyrir Þjóðskjalasafn, Lands- bókasafn og Árnastofnun. Verk- efni eru afar fjölþætt. Frá Þjóð- skjalasafni koma til viðgerðar m.a. kirkjubækur, bréfabækur og skjöl embætta, hreppabækur, kort o.fl., frá Landsbókasafni handrit, bréfasöfn, gamalt prent, dagblöð o.fl. Allt er þetta í misjöfnu ástandi, en talsvert er fúið og myglað sem rekja má til rakra húsa og slæmrar umhirðu. Þessari sýningu er ætlað að sýna ástand bóka og skjala sem til stofunnar koma og mismunandi aðferðir við viðgerðir. Allt sem er fúið er styrkt (með Calaton 5%), síðan þvegið ef blekið þolir þvott. Viðgerðir fara einkum fram á tvennan hátt. í fyrsta lagi þurr aðferð, þá er gert við með hand- unnum pappir eða japanpappír og límt með linsupappír, að lokum pressað í heitri pressu. í öðru lagi blaut aðferð, þá er notuð ífyll- ingarvél. í hana er notaður papp- írsmassi, hann er rifinn í kvörn, og honum síðan hellt í vatnshólf í vélinni, stærð blaðsins eða blað- anna er afmörkuð með plastrenn- ingum, þá er vatninu með massan- um dælt yfir. Þegar vatnið sígur niður verður pappírsmassinn eftir þar sem eyður voru í blaðinu, sið- an eru blöðin pressuð i þykkum filtstykkjum. Þess má geta að handunninn pappír er gerður á sama hátt. FrétUtilkynning. Skákkeppni: A-sveit MH sigurvegari A-SVEIT Menntaskólans viö Hamrahlíö sigraði í íslandsmóti framhaldsskóla um helgina. Alls tóku 22 fjögurra manna sveitir þátt í mótinu frá 10 framhalds- skólum. A-sveit MH hlaut 22 vinninga af 28 mögulegum, en tefldar voru sjö umferöir eftir Monrad-kerfi. A-sveit MH skipuðu Halldór Grétar Einarsson, Lárus Jó- hannesson, Hrafn Loftsson og Snorri Bergsson. Sveit Verzlun- arskóla Islands hafnaði í öðru sæti, hlaut 20 vinninga. Þeir Andri Áss Grétarsson og Davíð Ólafsson, sem tefldu á 1. og 2. borði fyrir Vl, sigruðu í öllum skákum sínum á mótinu, en það dugði ekki til sigurs vegna slaklegs árangurs á 4. borði. I þriðja sæti varð B-sveit MH með 19'A vinning, C-sveit MH varð í fjórða sæti með 17 Vfe vinning og A-sveit Fjölbrauta- skólans í Garðabæ hafnaði í 5. sæti með 16 V4 vinning. Mennta- skólinn í Hamrahlíð sendi sjö sveitir til keppni. á línu 281,9 tonn, á handfæri 68 tonn, í dragnót 15,1 tonn og togar- ar höfðu landað 2.652,3 tonnum. Aflahæsti netabáturinn 15. mars var Suðurey með 419 tonn og Ófeigur var með 324 tonn. Helga Jóh. var aflahæst trollbáta með 128 tonn. Breki var með mestan afla togaranna, 763 tonn í fimm veiðiferðum. Eins og fram kom hjá Hirti Hermannssyni hér að framan er nú skortur á vinnuafli í fiskvinnsl- unni í Eyjum. Hjörtur sagði að auglýst hefði verið eftir verkafólki til starfa í frystihúsunum en þær auglýsingar lítinn árangur borið þrátt fyrir fréttaflutning af at- vinnuleysi á ýmsum stöðum á landinu. „Mér vitanlega hefur eng- inn kennari sótt um vinnu í frysti- húsunum hér enda fást víst ekki mannsæmandi laun fyrir fisk- vinnu að mati þeirra hópa í þjóð- félaginu, sem hæst hafa í kjara- baráttunni," sagði Hjörtur. Hann sagði að hráefnið, sem borist hefur að landi undanfarna daga, væri frekar slakt — fiskur- inn væri í lélegu ástandi vegna ofáts á loðnu. „Frá þjóðhagslegu sjónarmiði hefði að mínu áliti ver- ið eðlilegra að stöðva netaveiðar í eina viku meðan fiskurinn væri að jafna sig eftir loðnuátið en að stöðva um páskana þegar líkur eru á að fiskurinn sé kominn $ gott ástand," sagði Hjörtur Her- mannsson. — hkj. Enginn fundur verið boðaður ENGINN fundur hefur veriö boöaö- ur í kjaradeilu ísfirskra sjómanna og útvegsmanna. Verkfalliö kemur til framkvæmda á miðnætti hafi samn- ingar ekki tekist, en ekkert útlit er fyrir aö svo veröi. Ekki er búist við, aö áhrifa verkfallsins gæti fyrr en undir mánaöamót; togarar stöövist þegar þeir koma úr veiöiferö í næstu viku. Verkfall sjómanna á landróör- arbátum er boðaö frá mánaöamót- um. 0 INNLENT Borgarfógeti: Kröfu um Lögbann við gerð forrita hafnað En lögbann lagt við því, að Islensk tölvuforritaþróun einkenni hugbúnað EMBÆTO borgarfógeta hafnaði í Hins vegar féllst borgarfógeti gær kröfu Tölvubúöarinnar um aö á, að lögbann verði lagt við því. lagt verði lögbann viö gerö, dreif- að Islensk tölvuforritaþróun ein- ingu og notkun allra þeirra forrita, sem íslensk forritaþróun sf. hefur gert og selt. Þá var varakröfu Tölvubúðarinnar um lögbann viö gerð, dreifingu og notkun forrita fyrir fjárhagsbókhald, sem Islensk forritaþróun geröi og seldi, einnig hafnað. kenni verk sín og þjónustu á sviði hugbúnaðar með orðinu plús í samsettum orðum eða eitt sér og var sett 80 þúsund króna trygging fyrir banninu. Forsaga málsins er, að eigend- ur Islenskrar tölvuforritaþróun- plús“ ar störfuðu hjá Tölvubúðinni til skamms tíma. Þeir stofnuðu eig- ið hugbúnaðarfyrirtæki, Islensk tölvuforritaþróun sf., og telur forráðamaður Tölvubúðarinnar að þeir hafi notað sér vinnu og gögn Tölvubúðarinnar við hönn- un forrita. Forráðamenn ís- lenskrar tölvuforritaþróunar mótmæla þessari staðhæfingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.