Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
Félag íslenzkra rithöfunda:
Engar spurnir hafa
borizt af tillögu-
gerð launanefndar
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi frá stjórn Félags ís-
lenzkra rithöfunda:
„Stjórn Félags íslenskra rithöf-
unda lýsir furðu sinni vegna þess,
að enn hafa engar spurnir borist
af tillögum þeirrar nefndar, sem
menntamálaráðherra skipaði í
hitteðfyrra til þess að fjalla um
launamál rithöfunda og lista-
manna, framtíðarskipan þeirra
mála.
Ár er liðið frá því búist var við
fyrstu tillögum nefndarinnar.
Vakin er athyugli á þessu nú,
einkum með tilliti til síðustu út-
hlutunar úr Launasjóði rithöf-
unda, þar sem sömu pólitísku
klíkusjónarmiðin ríkja og áður
hafa valdið megnri óánægju,
sundrungu og fjöldamótmælum i
rithöfundastétt.
Stjórn launasjóðs er tilnefnd
einhliða af stjórn rithöfundasam-
bandsins, sem er aðeins annað rit-
höfundafélagið i landinu. Enginn
úr Félagi íslenskra rithöfunda er í
þremur efstu úthlutunarflokkun-
um, sem þrjátíu og einn rithöf-
undur fyllir, þar af fimm af sjö
stjórnarmönnum Rithöfundasam-
bandsins, svo aðeins sé bent á það
talandi dæmi.“
Hilmar Jónsson skorar
á Jón Baldvin í kappræð-
ur um áfengismál
HILMAR Jónsson, stórtemplar, hef-
ur skorað á Jón Baldvin Hannibals-
son, formann Alþýðuflokksins, í
kappræður um „áfengisvandamálið
og áfengan bjór.“
Bréf Hilmars fer hér á eftir:
„Sem kunnugt er hafnaði út-
varpsráð kröfu Stórstúku íslands
um kappræður í sjónvarpssal um
áfengisvandamálið og áfengan
bjór milli fulltrúa Stórstúkunnar
og bjórflutningsmanna á Alþingi.
Neitunin staðfesti ennfrekar þá
hlutdrægni, sem ríkisfjölmiðlarn-
ir hafa iðkað í fréttaflutningi af
áfengismálum. Einn útvarpsráðs-
maður kórónaði kurteisa fram-
komu þessarar stofnunar í garð
viðskiptamanna hennar með því
að viðhafa þau orð í dagblaöi að
beiðni Stórstúkunnar um mál-
frelsi fyrir báða deiluaðila væri
dónaskapur. Hvað var dónaskap-
ur? Að skora á færustu andstæð-
inga sína í besta fjölmiðli þjóðar-
innar og biðja jafnframt um al-
mennt viðurkenndasta starfs-
mann stofnunarinnar sem stjórn-
anda? Hverjir eiga ríkisfjölmiðl-
ana, Jón?
INNLENT
Eftir stendur hins vegar spurn-
ingin: Þorir þú, Jón Baldvin
Hannibalsson, ekki í kappræður
um áfengisvandamálið og áfengan
bjór? Úr því fæst skorið á næstu
dögum. Ég skora á þig að mæta
mér á opnum málfundi um fyrr-
greint efni í einhverjum
samkomusal Reykjavíkur. Sam-
komulag verði um tilhögun, stað
og tíma. Ég legg áherslu á að
fundurinn fari sem fyrst fram.
Svar berist mér fyrir 23. þ.m.“
Japönsk kvikmynda-
vika í Regnboganum
JAPÖNSK kvikmyndavika hefst í
kvikmyndahúsinu Regnboganum í
Reykjavík á morgun, fimmtudag.
Á þessarí kvikmyndaviku verða
sýndar tíu japanskar kvikmyndir
jafnmargra leikstjóra og eru
myndirnar aliar gerðar eftir 1980.
Þessar kvikmyndir eru allar leikn-
ar, nema ein, sem er heimilda-
mynd, og þar á meðal eru fjórar
verðlaunakvikmyndir, sem m.a.
hafa hlotið verðlaun á kvikmynda-
hátíðinni í Feneyjum.
Kvikmyndavikan hefst klukkan
17 með sýningu myndarinnar
Iæirá, sem Oguri Kohei leikstýrði.
Frá vinstri: Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógrækterfélags íslands, Hallgrímur Indriðason. fulltrúi Skógrækt-
arfélags Eyfirðinga, Haukur Hafstað, í ræðustól, fulltrúi Skógræktarfélags Skagfirðinga, ÓlaUa Jakobsdóttir,
fulltrúi Skógræktarfélagsins Markar í A-SkafL, Kjartan Ólafsson, form. Skógrækterfélags Árnessýslu, og Jón
Birgir Jónsson, form. Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Fulltrúafundur Skóg-
ræktarfélags íslands
Á FÖSfTUDAG og laugardag í síð-
ustu viku gekkst Skógræktarfélag
fslands fyrir fundi með fulltrúum
frá héraðsskógræktarfélögunum í
Borgartúni 6 í Reykjavík.
Fundinn sátu fulltrúar frá
flestum aðildarfélögunum auk
stjórnar Skógræktarfélags ís-
lands.
Flutt voru fjögur framsöguer-
indi þar sem aðallega voru tekin
fyrir innri félagsmál og lagðar
fram hugmyndir um hvernig
efla mætti störf félaganna og
laga þau að breyttum aðstæðum.
Starfsmenn Skógræktar ríkis-
ins sátu einnig árlegan fund sinn
með skógræktarstjóra, Sigurði
Blöndal, á sama stað. Síðdegis á
föstudag hlýddu hvorir tveggja
aðilar á erindi skógræktarstjóra
um stöðu skógræktarmála á ís-
landi í dag.
Á laugardag var unnið í
starfshópum en þeir skiluðu síð-
an áliti.
Að sögn Huldu Valtýsdóttur,
formanns Skógræktarfélags fs-
lands, er mikill hugur í íslensku
skógræktarfólki, enda auðfundið
að áhugi á trjám og skógrækt fer
ört vaxandi með þjóðinni. „Verk-
efnin blasa við hvert sem litið er
og kalla á fólk til starfs, hvort
heldur sem er á vegum hins
opinbera aðila, sem er Skógrækt
ríkisins, eða áhugamannafélaga,
sem eiga aðild að Skógræktarfé-
lagi fslands.“
Séð yfir hlute fulltrúanna á fundi Skógræktarfélags fslands. Lengst til vinstri: Aðalsteinn Símonarson, frá
Skógræktarfélagi Borgfirðinga, Sigurgeir fsaksson, fulltrúi frá Skógræktarfélagi Þingeyinga, Jóhann Þorvalds-
son, form. Skógræktarfél. Siglufjarðar, Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, og Snorri Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Skógræktarfélags fslands.
A sýslumaður einn orðið?
athugasemd við ummæli sýslumanns i Barðastrandarsýslu
AÐ BRJÓTA freklega reglur
Ríkisútvarpsins um óhlutdrægni
og að ala á úlfúð með fréttaflutn-
ingi, eru þyngstu ásakanir, sem
fréttamaður við ríkisfjölmiðil er
borinn.
Stefán Skarphéðinsson, sýslu-
maður Barðstrendinga, ber undir-
ritaðan fréttamann við Ríkisút-
varpið þessum og reyndar fleiri
sökum í Morgunblaðinu þriðju-
daginn 19. mars (bls. 58). Ástæðan
er fréttaflutningur af þeirri að-
gerð sýslumanns að fá skyttur í
þyrlu til að skjóta um 30 kindur á
færi í Barðastrandarsýslu í síð-
ustu viku. Sauðfjárveikivarnir
höfðu falið sýslumanni að sjá um
niðurskurð kindanna.
Þar sem dómsvaldið í Barða-
strandarsýslu ber mig þessum
ásökunum skriflega í Morgunblað-
inu, vil ég í sama blaði verja mig
skriflega, þótt hart sé að þurfa að
sanna sakleysi sitt fyrir áburði
löglærðs manns í ábyrgðarstöðu.
í kvöldfréttum föstudaginn 15.
mars sagði ég frá aðgerðum sýslu-
manns og hafði eftir honum að til
þessarar aðferðar hafi verið gripið
þar sem menn hefðu talið útilokað
að ná til kindanna með öðrum
hætti. Þá frétt las ég fyrir sýslu-
mann áður en hún var birt og
gerði hann engar athugasemdir.
Á laugardaginn linnti ekki sím-
hringingum til fréttastofunnar
frá fólki á Barðaströnd, sem lýsti
óhug sínum vegna aðfaranna. Þar
á meðal hreppsnefnd Ketildala-
hrepps, sem mótmælti harðlega
óverjandi aðferð við lógun dýra:
„nýafstöðnum fyrirvaralausum
loftárásum á búsmala nokkurra
bænda í Vestur-Barðastrandar-
sýslu." Þetta kom fram í kvöld-
fréttum á laugardagskvöld, einnig
frásögn fulltrúa bænda, sem höfðu
skoðað verksummerki í Tálkna,
orðrétt og óstytt skýring sýslu-
manns á atburðarásinni og að-
draganda hennar og sjónarmið
dýralæknis Barðstrendinga, sem á
samstarf við Sauðfjárveikivarnir.
Þá er enginn málsaðili eftir
nema þolendur í málinu, kindurn-
ar sjálfar, en þær voru þá dauðar.
Þar varð mér ef til vill hált á regl-
unni um óhlutdrægni.
{ hádegisfréttum á sunnudag
kom fram það sjónarmið Jórunnar
Sörensen, formanns Sambands
dýraverndunarfélaga á íslandi, að
ef dýralæknir og sýslumaður hafi
ekki talið mögulegt að fella féð
með öðrum hætti en gert var, væri
aðferðin réttlætanleg.
Mér er ekki fjarri lagi að halda
að þessi tæmandi málsmeðferð
hafi orðið sýslumanni hvati þess
að grípa til nýrra röksemda til að
styrkja ásakanir sínar í minn
garð. Hann segir í áðurnefndu við-
tali í Morgunblaðinu að frétta-
maður (undirritaður) hafi bein-
línis ýtt undir áhrifamikla frá-
sögn talsmanns fjárbænda með
því að spyrja hann hvort þarna
hafi runnið mikið blóð. Þetta er
alrangt. Sýslumanni, og hverjum
sem er, stendur til boða hljóðritun
af kvöldfréttatima útvarps á laug-
ardagskvöld. Þar er þessarar
spurningar aldrei spurt. Spurt er:
„Sáuð þið einhver ummerki um
það að kindur hafi háð þarna
langt dauðastríð?" (skv. hljóðritun
úr fréttatímanum.)
Ég kæri mig ekki um þann al-
genga ósið að gera blaða- og
fréttamenn að blórabögglum þeg-
ar aðrir hafa komið málum sínum
í ógöngur, — ég er ekki hinn „blóð
þyrsti" í þessu máli.
Gissur Sigurðsson, fréttamaður
á fréttestofu útvarps.