Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
43
Elín Sigurðar-
dóttir — Minning
Fædd 24. júní 1891
Dáin 4. mars 1985
Er við nú kveðjum okkar ást-
kaeru ömmu, Elínu Sigurðardótt-
ur, Mávahlíð 33, er lést 4. mars sl.,
er okkur bæði ljúft og skylt að
minnast hennar litillega hér.
Amma okkar var einstaklega
hreinlynd og heiðarleg mann-
eskja, sagði meiningu sína hreint
út sama hver í hlut átti.
Hún var stolt og stórlynd kona
hún amma okkar, af gamla skól-
anum. Skuldaði aldrei neinum
neitt, en með eindæmum hlédræg
manneskja.
Hún lifði og starfaði fyrir
barnahópinn sinn og síðan þeirra
fjölskyldur, en afa okkar, Þorleif
Þorleifsson, ljósmyndara, missti
hún hún var rétt fimmtug. Það er
auðséð hvílík umskipti það hafa
verið með 8 börn og yngsta 5 ára.
En elstu bræðurnir, Oddur og
Þorleifur, ljósmyndarar, tóku við
rekstri ljósmyndastofunnar og
gengu, ef svo má að orði komast,
öllum systkinunum í föðurstað þá
aðeins tvítugir að aldri, þeir
reyndust öllum systkinunum ein-
staklega vel og er amma gerðist
aldin að árum bjó hún að síðustu
ein hjá Oddi eftir að Lilli frændi
féll frá aðeins 57 ára. Eftir það fór
ömmu að hnigna mjög en Oddur
var henni einstaklega góður sonur.
Sérstaklega er okkur systkinun-
um minnisstætt hversu gott var
að koma til ömmu á Rauðarárstíg-
inn og fá heitt kakó og rúgbrauð
með púðursykri. Þetta þótti sæl-
gæti í þá daga, en þætti ekki mikið
í dag, en þannig var nú amma, hún
hafði gaman af að gleðja okkur
barnabörnin og þá gaf hún okkur
það sem hún átti best, þó það
þætti ekki mikið í dag.
Við minnumst líka með gleði
jólanna heima hjá ömmu og
bræðrunum, þá kom allur hópur-
inn á aðfangadagskvöld og var
safnast saman við píanóið, Oddur
lék undir og stjórnaði fjölda-
söngnum, misjafnar voru nú radd-
irnar að styrk og gæðum og vakti
það mikla kátínu gestanna. Við
gætum talið svo margt upp af öllu
því góða er amma gaf okkur, en
ætlum ekki að tíunda það hér, það
hefði síst verið henni að skapi,
gömlu konunni. En von okkar og
vissa er sú að allt verði reiknað
henni til góðs veganestis til nýrra
og æðri heimkynna.
Við söknum elskulegrar ömmu
mikið, en gleðjumst hennar vegna
að hafa nú fengið langþráða hvíld
og i þeirri trúarvissu að þar sé
hún nú alsæl meðal ástvina er á
undan hafa kvatt þessa jörð. Biðj-
um við góðan Guð að blessa minn-
ingu hennar.
Auðunn, Elísabet og Guðlaug.
í gær var kvödd hinstu kveðju
frá Dómkirkjunni í Reykjavík El-
in Sigurðardóttir. Hún andaðist 4.
mars sl. í Hafnarbúðum í Reykja-
vík, en þar hafði hún dvalið síð-
ustu æviárin. Elín fæddist 24. júní
1891 á Innra-Hólmi í nágrenni
Akraneskaupstaðar. Hún var elst
af 12 börnum þeirra hjóna Þuríðar
Árnadóttur og Sigurðar Jónsson-
ar, þeirra sem á legg komust, en
þau voru alls 15 að tölu.
Elín var því orðin háöldruð, eða
tæplega 94 ára, er hún fékk hvíld-
ina. Ég held að lausnin úr viðjum
þessa heims hafi verið orðin þess-
ari starfsömu, grandvöru og góðu
konu kærkomin. Hún var búin að
hafa alllanga og erfiða sjúkdóms-
legu, meira eða minna ófær um að
tjá sig með orðum, lá ýmist fyrir
eða sat í stól, en virtist þó skilja
það sem fram fór í kringum hana.
Við slíkar aðstæður má segja að
engill umbreytingarinnar hafi
verið henni kærkominn gestur.
Nú þegar hún er horfin sjónum
okkar yfir móðuna miklu vakna
margar ánægjulegar minningar
um þessa konu og móður, sem á
fagran og ósérhlífinn hátt helgaði
líf sitt velferð fjölskyldu sinnar og
lagði öllum gott til, er henni
kynntust. Ég, er þessar línur rita,
átti því láni að fagna að kynnast
Elínu strax í barnæsku, þar sem
Þorleifur sonur hennar, látinn
fyrir nokkrum árum, var æskuvin-
ur minn. Við bjuggum lengi í sama
húsi, Kirkjutorgi 6, rétt við Dóm-
kirkjuna, og var ég því svo til
heimagangur á heimili Elínar og
manns hennar, Þorleifs Þorleifs-
sonar ljósmyndara og kaupmanns,
en hann er látinn fyrir mörgum
árum.
Hinar mörgu og skemmtilegu
endurminningar frá mannmörgu
og glaðlegu heimili þessarar fjöl-
skyldu geymi ég af þakklátum
huga, ekki síst minninguna um
konu sem af gnægð hjartahlýju og
umhyggju sinnar ætíð gat gefið
öðrum meira en hún kannski að-
njótandi varð sjálf.
í mörg ár starfaði Elín í kvenfé-
laginu Hvítabandinu og hafði ver-
ið gerð að heiðursfélaga í því fé-
lagi.
Ekki er hægt annað en dást að
hugprýði og ósérhlífni Elínar er
hún skyndilega stóð ein uppi eftir
lát manns síns með 8 börn sem
hún þurfti að sjá farborða. En allt
blessaðist þetta og þau geta nú
horft yfir farinn veg með virðingu
og þakklæti til góðrar móður.
Við útför Elínar Sigurðardóttur
lúta ættingjar og vinir höfði í þög-
ulli virðingu og með þakklátum
huga til þessarar mætu konu sem
hér er kvödd að sinni og biðja
henni fararheilla. f því sambandi
kemur mér í hug sálmur Herdísar
Andrésdóttur:
Lækkar lifdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
Með þessum fátæklegu minn-
ingarbrotum langar mig fyrir
mína hönd og fjölskyldu minnar
að votta eftirlifandi dætrum, son-
um og öðrum aðstandendum Elín-
ar okkar innilegustu samúð.
Hvíli hún í friði, friður Guðs
blessi hana.
Geir R. Tómasson
Kveðja frá syni
Það kom mér ekki svo mjög á
óvart þegar síðdegis þann 4. þessa
mánaðar kom tilkynning frá
sjúkrahúsi aldraðra Hafnarbúð-
um, að móðir mín væri látin.
Flensan hafði lagst þungt á gaml-
an líkamann. — Ég hafði kvöldið
áður heimsótt móður mína og þeg-
ar ég sá hversu henni hafði hrakað
grunaði mig að hverju stefndi.
Eigi að síður var ég harmi sleg-
inn, blessuð gamla mamma mín
var dáiri. — Því þótt þetta væri
besta lausnin og að þessu hlyti að
koma fyrr eða síðar leyndist ein-
hver dulin ósk um frestun á því
óhjákvæmilega.
Það eru fá orðatiltæki sem segja
jafnmikið í fáum orðum og mál-
tækið „tvisvar verður gamall mað-
ur barn“. Það var sorglegt að sjá
hversu ellin lék móður mína grátt.
Hún sem áður var hugrökk og
sterk og gat miðlað öðrum var
orðin sem ósjálfbjarga barn. En
hún var í góðum höndum. Það var
okkur, börnum hennar, mikil
huggun. Starfsfólki Hafnarbúða
flyt ég þakkir fyrir auðsýnda um-
hyggju og ástúð, þau ár er móðir
mín dvaldi þar. Blessað sé það
líknarstarf, sem þar er unnið.
Nú kveð ég og þakka móður
minni fórnfýsi hennar og ást.
Fari hún í friði.
Oddur H. Þorleifsson
+
Móðir min,
UNNUR CARLSON l»dd GUNNARSDÓTTIR,
andaöist i Bandarikjunum 8. mars sl.
Ronald Carlson,
3920 NW 106 Drivo, Coral Springs,
Florida.
t
Móöir min, amma og langamma,
HERTHA LÁRINA HELENA JENSEN.
Brávallagötu 42,
er lóst 10. mars sl., verður jarösungin miövikudaginn 20. mars frá
Fossvogskapellu kl. 15.00.
Jons Friörik Jóhannesson,
Jóhannes Ragnar Jensson,
Hulda Jensdóttír,
Helena Jensdóttir,
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mln, móöir og dóttir,
ÞÓRHILDUR BRYNJÓLFSDÓTTIR,
Breiövangi 14,
veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni I Hafnarfiröi fimmtudaginn 21
mars kl. 13.30.
Jón Guómundsson,
Valgeröur Steinarsdóttir,
Salbjörg Jónsdóttir,
Valgeröur Þórarinsdóttir.
+
Móöir okkar,
ELÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Mávahliö 33,
andaöist 4. mars i Hafnarbúöum. Útför hennar hefur fariö fram I
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd okkar systkinanna,
Oddur Þorleifsson.
+
Maöurinn minn, faöir okkar og bróðir,
HALLDÓR GUÐBJARTSSON,
lést i Kristiansand, Noregi, mánudaginn 18. mars.
Sigriöur Hansdóttir Guöbjartsson,
Halldóra Halldórsdóttir,
Ólafur Halldórsson,
Guöbjörg Guöbjartsdóttir.
+
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
HALLGRÍMUR GUÐMUNDSSON,
Hrafnistu,
lést aöfaranótt 19. þ.m. i Landspitalanum.
Jaröarförin veröur auglýst siöar.
Fyrir hönd aöstandenda.
Óskar Hallgrfmsson, Rakel Snmundsdóttir,
Kristin Hallgrimsdóttir, Hilmar Vilhjálmsson.
+
Faöir okkar,
KARL BJÖRGÚLFUR BJÖRNSSON,
frá Reyöarfiröi,
andaölst i Hrafnistu 17. þ.m.
Björg Karlsdóttir, Hjalti Karlsson,
Ingunn Karlsdóttir, Björn Karlsson,
Marta Cahalan, Einar Karlsson,
+
Sambýlismaöurinn minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi,
KOLBEINN STEINGRÍMSSON,
fyrrverandi vörubilstjóri, Þrótti,
frá Gljúfrá I Borgarfirói,
Reykási 43,
Reykjavík,
lést 7. mars. Útförin hefur fariö fram.
Þórhildur Árnadóttir,
Hulda B. Kolbeinsdóttir, Gunnar Bjartmarsson,
Steingrfmur Kolbeinsson, Hjördfs Arnfinnsdóttir,
Sigurborg Kolbeinsdóttir, Svavar Á Sigurösson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
EDVALD B. MALMOUIST,
yfírmatsmaóur garöávaxta,
veröur jarösunginn fimmtudaginn 21. mars nk. kl. 15.00 frá
Dómkirkjunni i Reykjavik.
Jarösett verður i Gufuneskirkjugaröi.
Asta Th. Malmquist,
Guömundur Malmquist,
Jóhann Pátur Malmquiat,
Þórdfs Ragnheiöur Malmquist.
+
Sonur okkar,
JÓSEF LILJENDAL SIGURÐSSON
frá Torfufelli,
sem lóst 14. mars, veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju iaugar-
daginn 23. mars kl. 10.30 f.h. Þeim sem vildu minnast hans er vin-
samlegast bent á liknarstofnanir.
Fyrir hönd sona hans og annarra vandamanna,
Svava Fríöjónsdóttir,
Siguröur Jósefsson.
+
Útför
ÓLAFÍU PÁLSDÓTTUR,
Hverfisgötu 102A,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. mars kl. 10.30.
Vandamenn.