Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.03.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985 45 Þórður Þórðarson, læknir, fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á þann hátt, sem aðrir drengir áttu almennt við að búa, að því undanskildu, að föður sínum kynntist hann aldrei, því hann fórst í róðri hér í flóanum er hann fór í forföllum annars manns, en hann var annars kennari. — Móðir Þórðar hefir verið hin mikilhæf- asta kona, vafalítið mjög góðum gáfum gædd umfram það sem al- mennt gerist. Hún lét ekki bugast heldur einsetti sér að koma syni sínum áfram á eigin spýtur, enda þekktust þá engir styrkir eða bæt- ur. Hún leitaði sér atvinnu og fór víða um í því skyni, t.d. í síldar- söltun, og tók hún soninn með sér í þetta erfiði. Þórður kynntist því frá blautu barnsbeini að vinna og bera virð- ingu fyrir vinnu, hver sem hún var, við allskonar aðstæður. Aldr- ei fannst á Þórði beiskja eða kergja vegna þess hve erfitt þau mæðgin höfðu átt langt fram eftir æsku hans. Skapgerð hans var stór, hann stóð af sér slíkt, sem þó má ósjaldan heyra hjá þeim, sem erfitt hafa átt og skattyrðast alla ævi vegna þess að hafa þurft að vinna erfið störf hér áður fyrr. Móður sinni var hann alla ævi þakklátur og þó hann væri fátal- aður hér um fann maður oft hve Ijóst honum var gildi fórnfýsi og þolgæðis er hún hafði sýnt. Naut hún þess seinna á ævinni eftir því sem frekast var hægt. Móðir hans kom syni sínum í Menntaskólann í Reykjavík, þótti það nokkuð djarft af einstæðri konu. Henni var ljóst og kennur- um reyndar líka, að hann var efni í afburða námsmann, mjög jafn- vígur á námsefnin öll, enda rætt- ist það. — Þórður lauk námi sínu í MR með hárri einkunn, var meðal efstu manna 18 ára. Á þessum skólaárum var auk þess komið í ljós, að Þórður hafði mjög góða söngrödd og næmt eyra fyrir hljómlist, — mjög efnilegur leik- ari, — hefði hann vafalaust getið sér gott orð sem listamaður á því sviði, ef hugur hans hefði hneigst í þá átt. Á skólaárunum vann hann fyrir sér líkt og aðrir skólapiltar en þó fékk hann einnig starf á skrifstofu og náði fljótt mjög góð- um tökum á bókhaldi, var störfum hans þar viðbrugðið fyrir góðan frágang og snyrtileika. Reyndar lagði hann gjörva hönd á ýmis- konar önnur störf, sem öll ein- kenndust af samskonar fullkomn- um frágangi, líkt og síðar gaf að líta er hann hóf ævistarf sitt við læknislistina. Þórður stundaði nám i lækna- deild Háskóla íslands og gekk þar námið mjög vel, lauk öllum próf- um á tilskyldum tíma með góðum einkunnum, þurfti þó að vinna fyrir sér samhliða náminu, með kennslu o.fl. Á háskólaárunum tók Þórður þátt í stúdentalífinu og var eftirsóttur í hóp ungra stúdenta, enda með skemmtilegri mönnum, — best naut hann sín þó í hópi vina sinna. Læknisprófi lauk Þórður með hárri einkunn 1929. Fór hann þá til Þýskalands til frekara náms, vann hann fyrst á því fræga sjúkrahúsi Eppendorf í Hamborg og fleiri góðum háskóla- deildum í lyflækningum. Um þess- ar mundir urðu íslenskir læknar að sækja alla sína framhalds- menntun til útlanda. í Þýskalandi var þá læknisfræði á miklu frægð- arskeiði, sem og önnur vísindi. Þórður komst fljótt í mikið álit hjá yfirlæknum deildanna, bæði fyrir læknisstörf en einnig undr- uðust Þjóðverjar kunnáttu hans í þýskri tungu, en hann hafði aldrei til Þýskalands áður komið. Var það þó ekki nema eitt af mörgum tungumálum, sem hann talaði og skildi til hlítar. Um þessar mundir fékk Þórður mjög eftirsóttan styrk frá Alexander von Hum- boldt Stiftung í Berlín, frægri þýskri menntastofnun, var hann einungis veittur mjög efnilegum mönnum á háskólastigi. Greiddi þetta ekki lítið götu hans þar í landi. Um þetta leyti kynntist Þórður konuefni sínu, Louise Peters. Það var mjög skiljanlegt að þau felldu hugi saman, en bæði voru glæsileg og fríð sýnum og áhugasöm um menningarmál og menntun. Frú Louise er mjög gáfuð kona, sjór af fróðleik um bókmenntir, ekki síst islenskar, — mjög fær í tungumál- um, skildi og lifði í menningu þjóðar sinnar, — var því jafnræði með þeim í hvívetna. Þau gengu I hjónaband 1932. — Meðan Þórður dvaldi í Þýskalandi mótaðist mjög sú hofmannlega framkoma og fas, sem einkenndi hann ávallt. — Þau settust að i Reykjavík skömmu síðar, og hóf Þórður störf hér í Reykjavík á stofu sinni 1931. Fljótlega hlóðust á hann störf, gerðist hann aðstoðarlæknir hins ágæta skurðlæknis og trausta yf- irlæknis Landakotsspítala, Matt- híasar Einarssonar. Var hann ávallt síðan tengdur Landakoti og vann þar mestan hluta starfsferils síns. Kom það og seinna í hans hlut, að leggja grunninn að þeirri ágætu lyflækningadeild, sem nú er starfrækt með miklum blóma á Landakotsspítala, og gerðist yfir- læknir deildarinnar um árabil. Þórður var ágætur kennari og kenndi eins og áður var nefnt heil- brigðisfræði við ýmsa skóla í Reykjavík og var stundakennari í grein sinni við Háskóla fslands. Enda þótt Þórður ynni mikið á lækningastofu og sinnti um- fangsmiklum heimilislækningum, þá var hann þó fyrst og fremst spítalalæknir. Var það bæði vegna langra starfa hans á sjúkrahúsum erlendis víða um lönd og ekki síst vegna vísindahneigðar hans, að hið glögga auga hans naut sin hvað best innan veggja sjúkra- hússins við vandasamar sjúk- dómsgreiningar. Um framför í tækjabúnaði varðandi læknis- fræðina um þessar mundir vissi Þórður manna best. Framhalds- menntun sína rækti hann með af- brigðum vel, fylgdist mjög vel með öllum nýjungum í sinni sérgrein alla tið og fór víða um lönd, m.a. til Bandaríkjanna, í þessu skyni. 1949 var Þórður viðurkenndur sérfræðingur i lyflæknisfræði. Hjartasjúkdómar voru þó mesta áhugamál hans. Þórður starfaði sem læknir í Reykjavík í meira en 54 ár, alltaf eftirsóttur og störfum hlaðinn. ósjaldan heyrir maður nú siðustu mánuði margan segja: „Ég hef misst minn ágæta heimilislækni, Þórð Þórðarson, — hvað á ég nú að gera?“ — en Þórður hætti störfum sem heimilislæknir fyrir 1<Æ ári. Þórður starfaði fyrir stéttarfé- lag sitt í mörgum nefndum. Hann var formaður félagsins um árabil og síðast heiðursfélagi Læknafé- lags Reykjavíkur. Auk þess vann hann sem trúnaðarlæknir fyrir marga aðila, t.d. þýska sendiráðið og var sæmdur þýsku heiðurs- merki. Er of langt að telja það allt upp. öll stðrf leysti hann af hendi með alúð og farsæld. Þórður var gæfumaður, honum auðnaðist á háum aldri að vinna sem læknir allt til síðasta dags. Hann var á leið úr viðtalstíma er kallið kom, — áreiðanlega ekki að óvörum, svo vel þekkti hann hjartasjúkdómana, að hann vissi hvað gerast myndi. Þórður var vel yfir meðalhæð, teinréttur, rauðbirkinn nokkuð, bar sig ætíð vel og fyrirmannlega — hafði fas og framkomu heims- borgarans, enda að langfeðgatali kominn af Oddaverjum. Vafasamt er hvort þeir hafa átt öllu betur af guði gerðan fulltrúa á seinni öld- um. Hann tilheyrði kynslóð, sem áleit dugnað, sparsemi, menntun og lærdóm æðstu dyggðir. 1 hans huga var læknisstarfið fólgið í gagnkvæmu og nánu sambandi læknis og sjúklings, þar sem báðir lögðust á eitt um að veita og þiggja hjálp. Við fráfall hans finnst okkur ekki einungis að við höfum misst náinn vin og starfsbróður, heldur er líkt og heil kynslóð hafi horfið með honum á dularfullan hátt. Eftir 40 ára sam- starf og vináttu er þakkarskuld okkar ómæld. Blessuð sé minning hans ætíð. Frú Louise og dóttur, Kristrúnu, arkitekt, og öðrum skyldmennum, sendum við samúðarkveðjur. Björn Guðbrandsson, Úlfar Þórðarson. Sængur verð áður kr. 1.395,- Koddar verð nú kr. 995,- verð áður kr. 450,- verð nú kr. 350,- Sængurverasett frá kr. 650,- Frotté lök með teygju kr. 340,- Handklæði frá kr. 150,- Diskaúurrkur 2 stk. í pakka kr. 85,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.