Morgunblaðið - 20.03.1985, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
Landsfundur áformað-
ur hjá byggðasamtökum
Höfuðverkefnið að mynda breiðfylkingu
um sameiginleg markmið
Talið frá vinstri: Paul Denis, sendiherra Belgíu, John Maurice Harrington, sendiherra Kanada, forseti tslands,
frú Vigdís Finnbogadóttir, Jorge Javier Jenkins-Molieri, sendiherra Nicaragua, og Geir Hallgrímsson, utanríkis-
ráðherra.
Nýskipaðir sendiherrar
NÝSKIPAÐUR sendiherra Belgíu, hr. Paul Denis,
nýskipaður sendiherra Nicaragua, dr. Jorge Javier
Jenkins-Molieri, og nýskipaður sendiherra Kana-
da, hr. John Maurice Harrington, afhentu forseta
tslands trúnaðarbréf sín 12. marz að viðstöddum
Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra.
Síðdegis þáðu sendiherrarnir boð forseta tslands
á Bessastöðum ásamt fleiri gestum.
Sendiherrar Belgíu og Kanada hafa aðsetur í
Osló, en sendiherra Nicaragua í Stokkhólmi.
(Krétutilkjnninj)
Félag verkafólks við fískiðnað:
Lýsir yfir óánægju með rýrnun
kaupmáttar launa fiskverkafólks
KJARASAMNINGAR undanfarinna ára hafa komið illa út fyrir þá sem
vinna við fiskiðnað jafnt í landi sem á sjó. Því lýsir „Félag verkafólks við
fiskiðnað** (FVVF) megnustu óánægju með hvað kaupmáttur launa fisk-
vinnslufólks hefur rýrnað mikið og að við svo búið verður ekki unað lengur.
Er það lágmarkskrafa okkar sem við þessa grein störfum að hægt verði að
lifa mannsæmandi lífi af launum fyrir átta stunda vinnudag.
ÁHUGAFÓLK um byggðamál, sem m.a.
hefur starfað í þrem félögum eða hreyf-
ingura, kom saman til fundar að Hótel
Varðborg á Akureyri laugardaginn 16.
febrúar síðastliðinn. Þau þrjú félög sem
hér um ræðir eru þessi:
Samtök um jafnrétti milli landshluta,
sem skeið hafa starfað um nokkurra
ára og einna öflugast á Norðurlandi.
Ný vernd, sem Jónas Pétursson
fyrrv. alþingismaður hefur staðið
fyrir og vakið áhuga fólks víða um
land með blaðaskrifum, bréfum og
undirskriftalistum þótt starfið hafi
veríð öflugast á Austurlandi.
Stólpi er yngst þessara samtaka og
jafnframt til þeirra stofnað af yngsta
fólkinu, nemendum i framhaldsskól-
um, sem stofnað hafa Stólpafélög í
ýmsum þeirra og rætt við fólk úti á
landsbyggðinni.
öll þessi félagasamtök vinna í raun
að sama höfuðmarkmiði og þótti þeim
tími til kominn að ræða saman og
sameina krafta sína um hugsanlegar
leiðir að þessu markmiði, enda var sá
tilgangur fundaríns.
Þótt segja megi að hvert þessara
félaga starfi mest á heimaslóð hafa
þau haft samband við annað fólk í
flestöllum sveitarfélögum landsins,
höfuðborgarsvæðið ekki undanskilið.
Er óhætt að segja að alls staðar hafi
málflutningur þeirra fundið sterkan
hljómgrunn. Á fundinum var eftir-
farandi markmið samþykkt:
„Höfuðmarkmið samtakanna er að
sameina alla landsmenn um að
vernda búsetu fólks, hvarvetna á
landinu, með þvi að jafna aðstöðu
þess á öllum sviðum þjóðlífsins."
öll leggja þessi samtök megin-
áherslu á ótvíræða og virka valddreif-
ingu sem felur m.a. I sér aukið sjálf-
stæði landsbyggðarinnar, bæði
stjórnunar- og efnalegt, ásamt óskor-
uðum umráðarétti yfir eigin aflafé
heima í héraði, þar með talin rétt
gengisskráning og verslun með gjald-
eyri.
Beinlínis er tekið fram i stefnuskrá
Samtaka um jafnrétti milli lands-
hluta og Nýrri vernd að nauðsyn beri
til að endurskoða stjórnarskrá lands-
ins með tilliti til þessara og fleiri at-
riða. Þar er m.a. lögð áhersla á nauð-
syn þess að skoða vandlega lands-
hlutafyrirkomulag, sem tryggi við-
komandi landshluta eða fylki fram-
angreind markmið eftir leiðum sem
þarf að skýra og útfæra nánar.
öll eru þessi samtök óháð allri
flokkspólitik, enda eru meðlimir úr
öllum flokkum og stéttum, svo sem
augljóst má vera, þar sem málið
snertir hvern einasta borgara lands-
ins, jafnt til sjávar og sveita, í þétt-
býli og dreifbýli.
Þá var samþykkt á þessum sameig-
inlega fundi byggðasamtakanna að
stefna að þvi, i fyrsta lagi, að vinna
áfram ötullega að stofnun deilda i
sem flestum héruðum landsins, og i
öðru lagi að boða fulltrúa þeirra allra
til landsfundar á tímabilinu 1.—15.
júní á vori komanda.
Á þessum fundi yrðu höfuðverkefni
að finna og mynda breiðfylkingu i
heildarsamtökum um vel útfærð sam-
eiginleg markmið, ræða farsælustu
leiðir og ná sem viðtækastri samstöðu
um þær ásamt leiðum til aö skipu-
leggja og fjármagna starfið f framtíð-
inni.
Mikill hugur og samstarfsvilji ríkti
á fundinum, ekki síst hvað landsfund-
inn f vor varðar, enda finna menn,
einkum þeir sem hafa lagt mikinn
tíma, fyrirhöfn og fé í þessa áhuga-
mennsku, að slíkt framtak er að verða
mjög knýjandi og raunar forsenda
þess að ótvfræður árangur af þessu
starfi fari að skila sér svo um munar.
Fréttatilkynning
Eðlilegt væri að meira tillit
væri tekið til mikilvægis og
ábyrgðar starfsgreina þegar rætt
er um laun. Verðmæti sjávaraf-
urða munu vera um 70—80% þjóð-
artekna og er hart að við, sem að
þessari verðmætasköpun vinnum,
skulum bera jafn litið úr býtum og
raun ber vitni.
Eftir 10 ára starf í fiskvinnslu
eru mánaðarlaunin kr. 14.925 og ef
maður gefur sér að meðalbónus i
borðvinnu sé kr. 5.500 gerir það kr.
20.425 á mánuði. En dæmið er ekki
svona einfalt. í bónus er ekki unn-
ið alla daga svo sem vegna lítils
hráefnis og á löggilta fridaga
kemur enginn bónus. Þetta munu
vera u.þ.b. tveir dagar í mánuði og
eru þá mánaðarlaunin komin
niður í kr. 19.925. En þessum laun-
um höldum við ekki allt árið. Fisk-
vinnslufólk er iðulega tekið af
launaskrá i lengri eða skemmri
tíma á ári hverju, eftir geðþótta
atvinnurekenda. Þetta atvinnu-
leysi getur varað frá nokkrum vik-
um upp í mánuð þannig að þegar
upp er staðið geta meðalmánað-
arlaunin farið niðurfyrir kr.
19.000.
Það er mjög brýnt mál að fisk-
vinnslufólk sitji við sama borð og
aðrir launþegar hvað varðar upp-
sagnarfrest, að ekki sé hægt að
segja því upp með viku fyrirvara
eins og nú er, hvort sem er af völd-
um eðlilegs hráefnisskorts eða til-
búins svo sem þegar togararnir
eru látnir sigla með aflann. Má
það og furðu sæta ef ekki er hægt
að stjórna innkomu togara svo að
ekki þurfi að senda fólk heim í
miðri viku.
Vísnakvöld
á Hótel Borg
VÍSNAKVÖLD verður haldið i Hót-
el Borg miðvikudaginn 20. mars og
hefst kl. 20.30.
Þessir koma fram:
Söngflokkurinn Hafið flytur
frumsamið efni, þá kemur fram
Bræðrabandið, en það hefur nú
hafið leik að nýju. Hópur fólks úr
Samkór Selfoss mætir á staðinn
undir stjóm Helga E. Kristjáns-
sunar, en þessi hópur kallar sig
„Litla Sam“. Þá mun hljómsveit
kvikmyndaversins í Peking flytja
nokkur lög, en hún er stödd hér á
landi á tónleikaferðalagi.
(FrétUlilkjBnini;.)
Við síðustu samninga var fisk-
vinnslufólki lofað að tvöfalda
taxtakerfið færi út, en svo fór þó
ekki og munu, í lok þessa samn-
ingstímabils, þeir sem ekki hafa
náð þriggja ára starfsaldri, enn
ekki hafa náð tekjutryggingunni
og brúa því bilið með bónusnum. í
dag er tekjutryggingin kr. 14.075.
á mánuði en laun skv. fyrsta árs
texta eru kr. 12.978 munurinn er
því kr. 1.092 og má reikna með að
það sé a.m.k. viku bónus. Sá sem
hefur því störf í fiskvinnslu í dag
fær ekki bónusinn greiddan nema
að 94 hlutum.
Þar sem laun fylgja ekki lengur
verðhækkunum gerist það af
sjálfu sér að æ erfiðara verður
ÁLYKTUN, samþykkt á stjórnar-
fundi Neytendafélags Reykjavíkur
og nágrennis, 6. mars 1985.
Neytendafélag Reykjavíkur og
nágrennis telur brýna þörf á að
samræma reglur um framkvæmd
endurgreiðslna á ofgreiddum
opinberum gjöldum. Einkum er í
því sambandi brýnt að á inneignir
séu reiknaðir hæstu lögleyfðir
innlánsvextir, svo að ekki sé á
neinn hallað.
Smkvæmt lögum eiga menn rétt
á að fá vexti af innstæðum, sem
myndast hjá innheimtuaðilum
opinberra gjalda. í athugun sem
Neytendafélag Reykjavíkur og
nágrennis stóð fyrir kom í ljós að
víða er pottur brotinn í þessum
efnum hjá innheimtuaðilum. Fólki
er jafnvel tjáð, að það eigi ekki
rétt á vöxtum af inneignum.
Það hefur einnig verið upplýst,
að tölvukerfi ýmissa innheimtu-
aðila eru ekki í stakk búin til þess
að framkvæma útreikninga, sem
þessum vaxtareikningi fylgja.
Þetta vekur furðu, því að allir
þekkja þó hversu vandlega þessi
sömu tölvukerfi reikna út hæstu
lögleyfðu dráttarvexti, með kulda-
fyrir launafólk að standa undir af-
borgunum lána og þess vegna eru
mörg heimili komin á ystu nöf. Því
leggjum við til að kaupgjaldsvísi-
tala komi í stað lánskjaravísitölu
á öll lán.
Við lýsum fullum stuðningi við
þá breytingartillögu, við lðg nr. 19
frá 1979, sem nú liggur fyrir Al-
þingi. Ef sú tillaga nær fram að
ganga mun ekki hægt að segja
fiskvinnslufólki upp nema tvisvar
á ári og það aðeins hálfan mánuð í
senn.
Þetta ótrygga atvinnuástand
sem við búum við gerir það að
verkum að fólk sér sér ekki fært
að stoppa neitt í þessari atvinnu-
grein, sem þó krefst vandvirks og
hæfs starfsfólks.
Fyrir gjaldeyrisöflun okkar
fyrir þjóðarbúið krefjumst við
mannsæmandi launa fyrir dag-
vinnu og atvinnuöryggis.
legri nákvæmni, af öllum vanskil-
um, hver svo sem upphæðin kann
að vera.
Neytendafélag Reykjavíkur og
nágrennis hvetur fólk til þess að
athuga greiðslustöðu sína hjá
hinu opinbera og krefjast vaxta af
þeim hluta opinberra gjalda, sem
ofgreiddur kann að vera. Bent er
á, að þótt ekki sé ávallt um háar
fjárhæðir að ræða í hverju tilfelli,
er engin ástæða til þess að gefa
eftir réttmæta eign sína, nóg er
skattheimtan samt. Samtals nem-
ur vaxtaeign skattborgara líklega
stórum upphæðum.
Það er álit Neytendafélags
Reykjavíkur og nágrennis að vexti
beri að reikna frá og með þeim
tíma sem inneign myndast. Inn-
heimtuaðila ber að tilkynna gjald-
endum um vaxtastöðu, sé hún
fyrir hendi, um leið og gerð er
grein fyrir gjaldastöðu um ára-
mót.
Þessum ábendingum er beint til
almennings, fjármálaráðherra,
sem yfirmanni skattheimtu ríkis-
ins, félagsmálaráðherra, stjórn
sveitarfélaga og innheimtuaðilum
opinberra gjalda.
(Frétutilkynning)
LJÓSRITUNARVÉLIN
Meðal margra kosta má nefna að:
u-BÍx 180 Z Ijósritar í lit
U-BÍX 180 Z „zoom“ linsa sem stækkar og minnkar
(65% upp í 155%)
U-BÍX 180Z sjálfvirkt pappírsval
U-BÍX 180 Z sjálfvirk lýsing
U-BÍX 180 Z hægt að fá 10 hólfa raðara aukalega
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
%
r Hverfisgötu 33 — Simi 20560
Pósthólf 377
(FrétUtilkjnning)
Neytendafélag Reykjavíkiir:
Telur brýnt að samræma
reglur um framkvæmd
endurgreiðslna á ofgreidd-
um opinberum gjöldum