Morgunblaðið - 20.03.1985, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1985
47
Sveinn Helgason
fulltrúi - Minning
Fæddur 14. nóvember 1924
Dáinn 11. mars 1985
I dag fer fram frá Fossvogs-
kirkju jarðarför Sveins Helgason -
ar, sem lést á heimili sínu 11. þ.m.
Það var nokkru fyrir hádegi
þann dag að bróðir okkar hringdi
til að tilkynna mér þá sorgar-
fregn, að Sveinn bróðir okkar væri
dáinn. Þeir höfðu mælt sér mót á
tilgreindum stað og tíma þá um
morguninn, og það eitt, að Sveinn
kom ekki til stefnumóts þess sem
ráðgert hafði verið vakti hjá hon-
um þann beyg um það, að eitthvað
óyfirstíganlegt kynni að hafa
komið fyrir hann. Þessi maður
stóð jafnan við orð sín og gefin
fyrirheit. Við eftirgrennslan kom í
ljós, að Sveinn lá örendur í rúmi
sínu. Stefnumót það sem enginn
fær við ráðið nema sjálft almættið
hafði gengið fyrir, og dauðinn
hafði sigrað þennan góða dreng.
Það má með sanni segja, að með
Sveini sé fallinn frá hinn sterki
meiður alls nánasta fjölskyldu-
hóps okkar. Hann var sá, sem við
gátum öll leitað til — og borið
undir hvað eina sem okkur lá á
hjarta, og vænst aðstoðar ef henn-
ar var þörf á einhverju sviði.
Hann var okkar stóri bróðir í einu
og öllu. Þannig var hann okkur
systkinunum þegar á unga aldri
sannfærandi fyrirmynd mann-
kosta og dyggðar, sem honum voru
sjálfum svo töm.
Sveinn Helgason fæddist hér i
Reykjavik 14. nóvember 1924, og
var næst elstur sex barna þeirra
hjónanna Magneu G. Magnúsdótt-
ur og Helga Kr. Helgasonar, vél-
stjóra, sem látinn er fyrir réttum
tíu árum. Elsta barn þeirra,
Magnús, iést 1978.
Að loknu Verslunarskólanámi
réðst hann fljótlega til bókara-
starfa í Steindórsprenti þar sem
hann vann í áratugi, en síðustu
árin hefur hann verið starfsmaður
Brunabótafélags íslands.
Hugur Sveins hneigðist snemma
að íþróttum. Ungur gekk hann í
Knattspyrnufélagið Val, og með
þvi félagi átti hann eftir að leika
hundruð kappleikja, allt frá
yngstu flokkum til meistara-
flokks, auk þess sem hann var í
fjölda ára fastamaður í landslið-
inu. Einnig lék hann handknatt-
leik með félagi sínu, og á sama
hátt var hann landsliðsmaður i
þeirri iþróttagrein í mörg ár.
Sveinn var afar fjölhæfur íþrótta-
maður og stundaði á sínum yngri
árum æfingar — og tók þátt í
keppni í allflestum íþróttum.
Fjölmörg fleiri áhugamál átti
Sveinn, einkum eftir að íþrótta-
ferli hans lauk. T.d. gerði hann
talsvert að því að tefla manntafl,
og fylgdist alltaf vel með þegar
eitthvað sérstakt var að gerast á
þeim vettvangi. Bridge-spila-
mennska hefur um mörg ár átt
drjúgan skerf af frítímum hans,
og mun hann hafa verið talinn
góður spilamaður. Af músík hafði
hann alltaf mikið yndi, og hafði
unun af því að hlusta á góða tón-
list, og átti mikið og vandað
hljómplötusafn, sem hann notaði
óspart, og hafði nýlega við orð, að
hann legðist aldrei svo til svefns
að hann hlustaði ekki á a.m.k. eina
plötu áður.
Sveinn kvæntist 14. ágúst 1954
Guðríði Guðmundsdóttur, píanó-
kennara, og bjuggu þau fyrst í
stað i húsi foreldra hennar á
Hverfisgötu 41, en fluttu síðan í
eigið húsnæði, fallega íbúð á Háa-
leitisbraut 107. Þau slitu samvistir
fyrir nokkru. Saman áttu þau ekki
börn, en ungan son átti Guðríður
fyrir þegar þau giftust, og gekk
Sveinn honum í föðurstað og hefur
annast hann eins og best má
verða, enda var með þeim mjög
kært samband allt til hinstu
stundar. Börn voru Sveini alltaf
mjög kær og þau hændust að hon-
um, hvort heldur það voru afa-
börnin eða systkinabörn hans. Öll-
um þótti þeim sérstaklega vænt
um Svein frænda, og var jafnan
mikill fengur í því að fá hann í
heimsókn. Með sínu rólega yfir-
bragði og framkomu vann hann
sér vinsældir og traust, bæði
barna og þeirra sem eldri voru.
Sveinn Helgason var í hvívetna
mikill mannkostamaður sem ekki
mátti vamm sitt vita í einu eða
neinu. Hans verður sárt saknað af
öllum þeim sem best þekktu hann.
Harmi slegin drúpum við höfði í
minningu þessa öðlings, sem okk-
ur var svo kær.
Blessuð veri minningin um góð-
an dreng.
Helgi Helgason og fjölskylda.
f dag fer fram útför Sveins
Helgasonar, fulltrúa hjá Bruna-
bótafélagi íslands, en hann varð
bráðkvaddur 11. marz. Fyrir rúm-
um áratug fann Sveinn fyrst fyrir
sínum sjúkdómi. AUan þann tíma
vissi hann, að kallið gæti komið
óvænt og skyndilega. Aldrei lét
hann neinn sinna samstarfs-
manna merkja, að hann bæri kvíð-
boga fyrir komandi degi.
Sveinn var fæddur í Reykjavík
14. nóvember 1924. Hann var son-
ur hjónanna Magneu G. Magnús-
dóttur frá Hraunkoti i Grimsnesi
og Helga Kr. Helgasonar, en hann
var fæddur á Vífilsstöðum í
Garðabæ. Magnea var fædd 1. ág-
úst 1901, en Helgi 9. apríl 1899.
Helgi lézt árið 1975, en Magnea
lifir son sinn.
Börn þeirra Magneu og Helga
voru sex. Magnús, fæddur 1923,
hann lézt árið 1978, Sveinn, Helgi,
fæddur 1926, Halldór, fæddur
1927, Elísabet, fædd 1929 og
Sveina, fædd 1931.
Sveinn stundaði nám við Verzl-
unarskóla íslands og lauk þaðan
prófi 17 ára gamall vorið 1942.
Hann hóf þá störf á skrifstofu öl-
gerðar Egils Skallagrímssonar.
Þar starfaði hann aðeins skamm-
an tíma. Fyrir áeggjan Andresar
Bergmann, sem nú er háaldraður,
réðst Sveinn til bókarastarfa hjá
Steindórsprenti. Þar var starfs-
vettvangur hans í nær þrjá ára-
tugi. Þá lá leið Sveins til Steiniðju
S. Helgasonar. Um það leiti fór
Sveinn að kenna þess sjúkdóms,
sem varð honum að aldurtila.
Hann kaus að skipta um vinnu-
stað. 1. marz 1974 réðst hann til
Brunabótafélags íslands sem full-
trúi í bókhaldsdeild og þar starf-
aði hann allt til hinztu stundar.
Sveinn bjó í foreldrahúsum til
þess tíma að hann kvæntist. 14.
ágúst 1954 gekk hann að eiga Guð-
ríði Guðmundsdóttur, píanókenn-
ara. Þau stofnuðu heimili að
Hverfisgötu 41, en fluttu síðar í
eigin íbúð að Háaleitisbraut 107.
Þeim varð ekki barna auðið, en
Guðríður átti ungan son fyrir þeg-
ar þau Sveinn giftust, Einar Kára-
son. Þessum fóstursyni sínum
reyndist Sveinn sem bezti faður og
var ákaflega kært með þeim allt
til hinztu stundar. Fyrir nokkru
slitu þau Guðriður og Sveinn sam-
vistum.
Sveinn Helgason var framúr-
skarandi íþróttamaður. Ungur
gekk hann í Knattspyrnufélagið
Val, og var árum saman meðal
beztu leikmanna Vals. Hann átti
margar fallegar spyrnur að marki
mótherjans, og ófáa boltana frá
Sveini mátti markmaður andstæð-
inga Vals sækja úr netinu.
Mér er það minnisstætt, að þeg-
ar Valur fékk dæmda aukaspyrnu
i knattspyrnuleik, þá var það
Sveinn Helgason sem fram-
kvæmdi aukaspyrnurnar. Það
voru langar og hnitmiðaðar spyrn-
ur. Sveinn var mjög fær knatt-
spyrnumaður, og hann var um leið
ákaflega prúður leikmaður, sem
allir hrifust af að sjá til á knatt-
spyrnuvellinum.
Sveinn var ekki síðri hand-
knattleiksmaður. Með meistara-
flokki Vals varð hann margfaldur
íslandsmeistari og Reykjavíkur-
meistari i knattspyrnu og hand-
knattleik. Hann var fastur lands-
liðsmaður í þessum íþróttagrein-
um um margra ára skeið.
Þekktastur var Sveinn fyrir
þátttöku sína í þessum tveimur
íþróttagreinum, en auk þess var
hann vel liðtækur í öllum tug-
þrautargreinunum. Hann keppti á
skíðum og skautamaður var hann
ágætur. Hann æfði um tíma is-
lenzka glímu. Á yngri árum áttu
íþróttirnar hug hans allan og auk
keppni í þessum íþróttagreinum,
átti hann sæti í stjórnum, ráðum
og nefndum.
Sveinn átti fleiri áhugamál.
Meðal þeirra var skák og bridge.
Þegar árin fóru að færast yfir
hann hóf hann þátttöku í bridge-
keppnum og var meðal okkar betri
bridgespilara. Þótt leikvöllurinn
væri nú spilaborðið, þá var Sveinn
alltaf sama prúðmennið. Hann
átti sæti í sveit íslands, sem
keppti i Osló á Norðurlandamóti í
bridge fyrir rúmum tveimur ára-
tugum. Það heyrir til undantekn-
inga, að Islendingur hafi skipað
landsliðssæti í þremur íþrótta-
greinum. Og sjálfsagt einsdæmi,
þegar um er að ræða svo óskyldar
íþróttagreinar sem knattleikur og
bridge.
Hljómlist var mikið áhugamál
Sveins Helgasonar. Hann átti
mikið og gott safn hljómplatna.
Oft ræddi hann við mig um þetta
áhugamál sitt. Þegar hann kom
þreyttur heim að kvöldi, þá hlýddi
hann á tónlist og þreytan leið hjá.
Hann var mikill unnandi gömlu
meistaranna.
Við hjá Brunabótafélagi Islands
söknum góðs samstarsmanns.
Sveini fylgdi aldrei neinn hávaði.
Hann gekk alltaf rakleitt að sínu
skrifborði, og var þar við vinnu
sína. Þegar hlé var gert á vinnu í
matmáls- og kaffitímum, þá var
tekið upp léttara hjál og oft varð
þá Sveinn með kímni sinni að
verjast glósum Víkinga, Akurnes-
inga og annarra minniháttar fé-
lagsliða, ef Valsmönnum hafði
gengið ver f baráttu sinni þá
stundina.
I dag kveðjum við Svein Helga-
son. Brunabótafélagi Islands var
Sveinn trúr og tryggur starfsmað-
ur. Við, sem störfum hjá Bruna-
bótafélagi Islands, flytjum fóstur-
syni Sveins, móður hans, systkin-
um og öðru venzlafólki samúð-
arkveðjur. Öll söknum við góðs fé-
laga, sem var sama prúðmennið á
vinnustað og hann hafði verið á
leikvellinum ungur maður. Bless-
uð sé minning Sveins Helgasonar.
Þórður H. Jónsson.
Hið íslenska náttúrufræðifélag:
Skorar á þing og þjóð að
efla náttúruvísindi í landinu
AÐALFUNDUR Hins íslenzka náttúru-
fræðifélags var haldinn hinn 16. febrú-
ar sl. og var þar meöal annars sam-
þykkt ályktun þar sem skorað er á þing
og þjóð að efla náttúruvísindi í land-
inu.
Á aðalfundinum var samþykkt
einum rómi að kjósa dr. Sigurð Pét-
ursson, gerlafræðing, heiðursfélaga
fyrir langt og óeigingjarnt starf I
þágu félagsins. Hann sat i stjórn
þess í tíu ár, þar af fimm sem for-
maður og ritstýrði Náttúrufræð-
ingnum í önnur tfu. Einnig voru
Guðbrandur Magnússon á Siglufirði
og Sigurður Björnsson á Kvískerjum
kjörnir kjörfélagar. Þeir eru báðir
einlægir áhugamenn um náttúru-
fræði og hafa stundað eigin rann-
sóknir i fjölda ára og lagt drjúgan
skerf til aukinnar þekkingar á nátt-
úru landsins.
Ályktunin sem samþykkt var á
fundinum er svohljóðandi:
„Aðalfundur Hins islenzka nátt-
úrufræðifélags haldinn 16. febrúar
1985 skorar á þing og þjóð að efla
náttúruvfsindi í landinu. Það verður
bezt gert með því að reisa veglegt
náttúrufræðisafn hið fyrsta.
Öld er liðin síðan framfaramenn
töldu slíkt safn timabært. íslend-
ingar eru eftirbátar annarra þjóða i
þessum efnum og eiga stjórnvöld
mikla sök á því, hvernig til hefur
tekizt til þessa.
Árið 1947 gerði hið opinbera
samning við Hið íslenzka náttúru-
fræðifélag, þar sem það skuldbatt
sig til þess að reisa safnbyggingu.
Félagið verður 100 ára 1989. Væri
ánægjulegt, ef náttúrufræðisafn yrði
þá vel á veg komið.“
Hið íslenzka náttúrufræðifélag
hefur haldið uppi öflugri starfsemi i
formi fræðsluferða, fyrirlestra og
námskeiða í fjölda ára og gefur auk
þess út Náttúrufræðinginn, sem er
eitt vandaðasta tímarit sinnar teg-
undar. Oft gætir þess misskilnings,
að félagið sé aðeins fyrir lærða nátt-
úrufræðinga. Það er opið öllum, sem
unna islenzkri náttúru og er öll
starfsemi félagsins miðuð við áhuga-
mál almennings.
(l'rétUtilkynníng.)
Vestur-þýskar loftræstiviftur frá
Maico
í böð, eldhús o.
GERO ECA - 11 - K
Afköst 95 m*/15W Afköst 80 mV15W
Fyrir 100 mm rör fyrir 100 mm rör
Heildsala — Smásala
H.G. Guöjónsson,
Stigahlíö 45—47.
símar 82088 og 37637.
GERÐ ECA - 11
fl.
GERÐ ECA - 9 - 7
RUNTAL OFNARNIR FRÁ ONA VEITA YLINN.
OFNASMÐJA NORÐURLANDS
FUNAHÖFÐA 17-v/ÁRTÚNSHÖFÐA
SfMI 82477 - 82980 -110 REYKJAVÍK